Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
15
Varanlegar staðreynd-
ir og | kjarnorku vopn
Bandarísk yfirvöld
fullvissa íslenska ráða-
menn um að hér hafi
aldrei verið kjamorku-
vopn. Samt er það opin-
ber stefna i Bandaríkj-
unum að því skuli
aldrei játað eða neitað
hvar vopnin séu eða
vora. Niðurstaða fæst
þvi ekki fyrr en öll
skjöl eru upp á borð
dregin og það kann að
verða bið á því. Um-
ræðan verður skugga-
box.
En vel get ég skilið
að þetta mál geri mönn-
um enn heitt í hamsi.
Hitt er undarlegra, að
það er sem enginn hafi svo mikið
sem klórað sér bak við eyra yfir
því sem varautanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Strobe Talbott,
sagði hér á dögunum. Hann kom
hingað á kvennaráðstefnu, talaði
við Halldór Ásgrímsson og lýsti
því síðan yfir að „vitaskuld verður
hér áfram bandéirískur her“ af því
hann er orðinn ein af varanlegum
staðreyndum lífsins".
Er það svo? Er þetta
sameiginleg niðurstaða
Halldórs og Talbotts?
Ætlar enginn að spyrja
að því, hvenær það hafi
orðið framtíðarstefna ís-
lands að hér skuli vera
bandarískur her um ald-
ur og ævi - eins þótt sá
gamli fjandi, Rússar,
hverfi út úr dæminu og
Nató sjálft nái bráðum
austur íyrir Eystrasalt?
Og hvað er „varanleg
staðreynd lífsins“ á okk-
ar dögum?
Samningur felldur
Menn héldu þar til fyr-
ir nokkrum dögum að
það væri „varanleg
staðreynd“ að öll
helstu ríki heims
væru samstíga um
að semja um að
hætta öllum til-
raunum með kjarn-
orkuvopn - og að
slíkur samningur
væri mikilvægur til
að ná þvi markmiði
þeirra allra að
stemma stigu við
útbreiðslu slíkra
vopna. Bandaríkja-
menn voru að sjálf-
sögðu með í þessu
dæmi og skrifuðu
undir samninginn.
En svo gerist það að
Öldungadeild þingsins, meirihluti
Repúblikana þar, fellir samning-
inn og eyðileggur þar með gífur-
lega mikið starf og gott skref til
skárri heims.
Og þetta er ekkert smámál.
Þingmeirihlutinn felldi samning-
inn ekki einungis vegna þess að
Repúblikönum er illa við Clinton
forseta. Aðalástæðan er sú, að
þessi öflugi flokkur trúir því ekki
að það sé til hins betra fyrir heim-
inn að skera niður kjarnorku-
vopnabúr. Þvert á móti: þessir
menn vilja fleiri kjarnorkuvopn.
En vilja tryggja það að öll þessi
nýju vopn séu í höndum Banda-
ríkjamanna einna.
Repúblikanar vilja ekki bara
hafna CTBT-samningnum um til-
raunabann. Þeir segjast sjálfir
vera að hita sig upp til að ráðast
gegn þeim samningum um afvopn-
un sem þegar hafa verið gerðir.
Þeir vilja rifta samningi við
Rússa um að ríki stilli sig um að
koma sér upp ABM-eldflaugakerf-
um til að granda eldflaugum. Ge-
orge Bush yngri, sem er líklegast-
ur frambjóðandi Repúblikana í
næstu forsetakosningum og alls
ekki ólíklegur forseti - hann vill
endilega losa sig við ABM-samn-
inginn og leggja
út í nýtt vígbún-
aðarkapphlaup og
gefur dauða og
djöful i það hvaða
afleiðingar svo
rándýrt og
heimskulegt for-
dæmi hefði á
heimsbyggðina.
Til dæmis á við-
leitni tii að fá
kjamorkuveldin
Indland og Pakist-
an til að hætta sínum atóm-
sprengjuleik.
Hroki og blinda
Atkvæðagreiðslan í Öldunga-
deildinni er ekki einsdæmi:
Bandaríkjamenn, og þá einnig
stjórn Clintons, mæla gjarna með
allskonar alþjóðasamningum -
m.a. um réttindi kvenna og fanga
og stríðsglæpi. Aðrir eiga að virða
þá, en sjálfir staðfesta þeir þá ekki
og vilja ekki hlýða þeim
- af því að það má aldrei
gerast að nokkur yfir-
þjóðlegur aðili geti dæmt
eða þó ekki væri nema
fundið að því sem banda-
rísk stjómvöld eða þegn-
ar gera sig sek um.
Því fer nú mjög vaxandi
gremja í garð hins
bandaríska hroka, ekki
sist meðal bandamanna í
sjálfu Nató. En íslending-
ar taka vitanlega ekki
eftir slíku: þeir eru enn í
sælli vímu yfir því að
Hillary Clinton gat sagt
það blaðlaust að við vær-
um stórkostleg þjóð.
Árni Bergmann
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
„Ætlar enginn að spyrja að því,
hvenær það hafi orðið framtíðar-
stefna íslands að hér skuli vera
bandarískur her um aldur og ævi
- eins þótt sá gamli fjandi, Rúss-
ar, hverfi út úr dæminu og Nató
sjálft nái bráðum austur fyrir
Eystrasalt?“
Viljum viö betri leikskóla?
Kjallarinn Kjallarinn
Unnur
Jónsdóttir
jggl^
4 v
. ,
? liÉ ,lfp
gfc j
Hk
SbdBnacv VjíI
Laufey
Vilmundsdóttir
foreldrar sem sátu í stjórn Foreldrafélags
Heiðarborgar
Fyrir stuttu hélt Foreldrafélag
Heiðarborgar aðalfund. Meðal
þess sem rætt var er manneklan á
leikskólanum. Frá og með miðjum
október mun vanta 3,5 stöðugildi á
leikskólann. Leikskólinn hefur
alltaf verið opinn til kl. 18 eða
þangað til í byrjun október en þá
varð að loka kl. 17.30 vegna þess
að ekki var hægt að finna mann-
eskju í skilastöðu.
Nú stefnir hins vegar í það að
lokað verði kl. 17 vegna þess að
starfsfólk sem vinnur allan daginn
er að skiptast á að vinna auka-
vinnu til þess að geta haft opið til
kl. 17.30 en það gengur ekki til
lengdar. Vegna þessarar mann-
eklu hefur einnig þurft að fella
niður skipulegt starf og hefur
starfsfólk talað um að börnin séu
óörugg við sífelldar mannabreyt-
ingar. Þeir foreldrar sem mættu á
þennan fund voru mjög uggandi
um ástandið.
Leikskólarnir geymslustaðir
Viljum við sætta okkur við það
að leikskólarnir séu vegna mann-
eklu að verða geymslustaðir fyrir
börnin okkar? - Um það var rætt
hvað við foreldrar gætum gert í
stöðunni því við sættum okkur
ekki við það að vegna manneklu sé
leikskólinn að verða meira eins og
geymslustaður fyrir börnin í stað
þess að þar sé unnið samkvæmt
uppeldisáætlun fyrir leikskóla.
Auðvitað vitum við að það starfs-
fólk sem vinnur þarna núna gerir
sitt besta en að sögn leikskólastjóra
er álagið alveg gífurlegt.
Það kom upp sú hugmynd á
fundinum að safna undirskriftum
foreldra og fara með til borgaryfir-
valda. Við ræddum líka um það að
vera í samráði
við hina leikskól-
ana í hverfinu til
að verða áhrifa-
meiri. Viö for-
eldrar verðum að
átta okkur á því
að ef við viljum
breyta þessu
ástandi verðum
við að standa
saman og gera
eitthvað, eða ætl-
um við'að sætta
okkur við að
leikskólarnir verði bara geymlu-
staðir fyrir bömin okkar?
Það erum við sem njótum þess-
arar þjónustu og það erum við
sem getum haft áhrif. Við hvetjum
því hin foreldrafélögin til að safna
undirskriftum og berjast fyrir
bættum kjörum þeirra sem vinna
á leikskólunum og þá fyrst og
fremst leikskólakennara því það
eru þeir sem eru sérfræðingar í
leikskólamálum. Það gengur ekki
lengur að borgaryfirvöld feli sig á
bak við kjarasamninga og vilji
ekkert gera.
Kosningaloforð R-listans
Virðulegi borgarstjóri. Var ekki
R-listinn að hrósa sér af því, fyrir
síðustu kosningar, að hafa minnk-
að biðlistana á leikskólunum? Haf-
ið þið athugað stöðuna núna? Er
það ekki á skjön við stefnuskrá R-
listans að það þurfi að senda börn
heim vegna manneklu og að það sé
ekki hægt að taka ný böm inn
vegna manneklu. Á að halda áfram
að byggja dýra og fina leikskóla til
að standa við kosningaloforð þegar
ekki er hægt að manna þá sem eru
til staðar. - Hvaða
réttlæti er í því að
eyða mörgum millj-
ónum í að byggja
flotta leikskóla þeg-
ar launakjörin eru
svo léleg að enginn
vill lengur vinna á
þeim?
í kjölfar kvenna-
ráðstefnu
Það má líka vitna
til nýafstaðinnar
kvennaráðstefnu. -
í raun er verið að
stíga skrefið aftur á
bak í baráttu fyrir
jafnrétti kynjanna.
Þar sem sýnt þykir
að karlmenn eru
enn töluvert hærra
launaðir en kven-
menn og þvi oftast fyrirvinnan á
heimilinu, þá lendir það frekar á
mæðrunum að fara fyrr úr vinnu
til að sækja barnið á leikskólann.
Hversu lengi mun vinnuveit-
andi sýna þessum mæðrum skiln-
ing? Stefnir kannski í það að þess-
ar mæður þurfi að minnka við sig
vinnu eða hætta alveg vegna þess
að það þarf að senda bamið heim
úr leikskóla í tíma og ótíma? Verð-
ur þróunin sú að konur munu
ekki eiga jafnmikla möguleika úti
á vinnumarkaðnum eins og karl-
menn? Þetta er umhugsunarefni
út af fyrir sig. - Foreldrar, vaknið
til lífsins. Nú stöndum við saman
í baráttu um betri leikskóla.
Unnur Jónsdóttir
Laufey Vilmundsdóttir
„Um það var rætt hvað við foreldr■
ar gætum gert í stöðunni því við
sættum okkur ekki við það að
vegna manneklu sé leikskólinn að
verða meira eins og geymslustað-
ur fyrir börnin í stað þess að þar
sé unnið samkvæmt uppeldisáætl■
un fyrir leiksköla
Með og
á móti
Fer íslandsbikarinn í
körfuknattleik á Suöur-
nesin tíunda áriö í röð?
Bestu liöin í íslenskum körfuknattleik
hafa undanfarín ár komlö af Suöurnesj-
um en á síöustu níu árum hafa liö þaö-
an unniö íslandsmeistaratitiinn. Af
öörum liöum hömpuöu KR-ingar síöastir
titlinum en þaö geröist 1990. Þaö er
hald margra aö engin breyting veröi á
þetta áríö en ekki eru allir á þeirri
skoöun.
Við kunnum
uppskriftina
„Mesti metnaðurinn fyrir
körfubolta er hér suður frá.
Metnaðarleysið annars staðar.
sérstaklega á
Reykjavíkur-
svæðinu, er al-
gjört að mínu
mati. Hér um
slóðir kunna
menn upp-
skriftina að því
að vinna meist-
aratitla. Suður-
nesjaliðin eru
ef til vill sterk-
ari núna en
áður. Grindvík-
ingar og Njarðvíkingar
Sgurður Val-
geirsson, liðs-
stjóri Kefivík-
inga
hafa
styrkst frá því í fyrra en við Kefl-
víkingar erum með öðruvísi lið.
Við ætlum að halda titlinum hér
og stefnan er sú að vinna alla
titla sem í boði era. 1 fljótu
bragði sé ég ekkí neitt sem ætti
aö koma í veg fyrir þá fyrirætl-
an. Metnaðarleysið á höfuöborg-
arsvæðinu fyrir körfuboltanum
er slæmt mál og það er skelfilegt
og í raun merkilegur hlutur að
ekki skuli vera hægt að ná upp
sterkari liðum af því svæði þar
sem fólksfjöldinn er mestur. Ef
fram heldur sem horfir sé ég að
engin breyting verði í þessum
efnum á næstunni."
Haukarnir
líklegastir
„Ég hef ekki trú á því að það
gangi eftir. í fyrsta lagi hefur
deildin jafnast en þaö era fleiri
lið sern geta stafjið nnnjjiárini:
á liðum eins og
Keflavík,
Grindavík og
Njarðvík.
Haukar, Tinda-
stóll og KR eru
með lið sem
geta staðið
Suðumesjalið-
unum snúning.
Öll þessi lið
eru búin að
styrkja sig en
ég held samt að
við í Haukum séum líklegastir til
aö ná titlinum í ár af Suðurnesj-
unum. Við höfúm fengið til okk-
ar menn þaðan eins og Guðmund
Bragason og Marel Guðlaugsson.
Þeir hafa unnið þessa titla en
okkur hefur einmitt vantað
menn sem kunna aö vinna og við
teljum að þeir séu komnir. Við
verðum endanlega búnir að stilla
okkar strengi í desember og þá
byrjum við að blómstra eins og
sagt er. Eggjabikarinn verður
eini bikarinn sem verður á Suð-
umesjum í vetur. -JKS
Ivar Asgríms-
son, þjálfari
Hauka.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á þvi að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og i gagnabönk-
um.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@ff.is