Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 11 Fréttir Vestursigling víkingaskipsins íslendings hefst 17. júni: Salernislaust víkinga- skip til New York Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri við skip sitt íslending í Reykjavíkurhöfn. - meö styrk frá Landafundanefnd. Kvíöi engu, segir Gunnar skipstjóri „Við munum leggja upp frá Reykjavík þann 17. júní,“ segir Gunnar Marel Eggertsson, skip- stjóri á víkingaskipinu íslendingi sem heldur vestur um haf með við- komu á Grænlandi i júní á næsta ári. Hingað til hefur íslendingur að mestu haldið sig á Sundunum við Reykjavik þar sem siglt hefur verið með skólabörn á hverju vori og ferðafólk yfir sumarið. íslendingur hefur fram að þessu ekki farið lengra en til Vestmannaeyja en vík- ingaskipið Gaya fór nokkum veg- inn sömu leið vestur um haf 1991 undir skipstjórn Gunnars Marels. Hann segir að enn sé ekki afráðið hverjir verði með honum í níu manna áhöfn víkingaskipsins. Þau mál séu í skoðun en búið sé að ákveða ferðatilhögun. Hann segir að alls muni ferðin taka fjóra mánuði. „Við munum koma fyrst við í Brattahlíð á Grænlandi en halda þaðan yfir til Nýfundnalands. Þá verður siglt niður með austurstönd Bandaríkjanna og endað í New York. Alls verður komið við á um 20 stöðum í ferðinni sem áformað er að ljúki í október árið 2000,“ segir Gunnar. Hann segist ekki kvíða neinu hvað varðar ferðalagið. „Það þýðir ekkert að kvíða neinu Island ^ — Reykjavík Kanada Bandaríkin New York I , L'Amse-Aux-Meadows 18 viðkomustaðir fyrirfram og maður tekur bara því sem að höndum ber. Ég er fyrst og fremst spenntur,“ segir hann. Hann segir að siglt verði seglum þöndum þegar byr gefur en sá möguleiki sé til staðar að sigla fyrir eigin vélarafli. „Ég reikna með að við höldum 6- 7 sjómílna meðalhraða. Það verða níu manns um borð,“ segir Gunnar Marel. Svo sem frægt varð á sínum tíma krafðist Siglingastofnun þess að sett yrði í víkingaskipið salemi með rennandi vatni. Svo viðkvæmt var málið á sínum tíma að starfsmaður Siglingastofnunar réðst á ljósmynd- ara DV þar sem verið var að taka viðtal við Gunnar Marel um kröf- una. Gunnar Marel lét þá setja ferðasalerni í víkingaskipið og frið- ur komst á. Hann segist ekki eiga von á að klósettkrafan dúkki upp að nýju enda verði ekki farþegar um borð. „Salemismálin verða mjög þægi- leg að hætti sjómanna. Ég reikna ekki með að gerðar verði kröfur frá hendi yfirmanna siglingamáia um að það verði salerni með rennandi vatni,“ segir Gunnar Marel. -rt Munið frumsýninguna í kvöld á nýju traktorsgröfunum frá Fermec. Allar nánari upplýsingar í síma 525 8070. JlSh Ingvar I | | Helgason hf. Sœvarhöfba2 Sími 525 8070 frFERMEC ^Z9177 - léxtin þél dtél^út - Viladeíld TTW' • f # /• j á* /• / n Heimaskrijstojan Jra 1 SAUDER Teg. 3776 lokaður. Hæð 185,2 cm. Breidd 105,4 cm. Dýpt 52,4 cm. Það þarf ekki mikið pláss fyrir heimaskrifstofuna frá SAUDER. Fráhær lausn fyrir þá sem vilja vinna heima við fyrsta flokks aðstæður. Til í fleiri útfærslum og litum. Húsgagnahöllin gefur möguleikunum rými. HUSGAGNAHOLUN Bíldshofði 20 - M2 Reykjavík Sími 510 8000 ■n OLYMPUS IQS NINTENDO.64 GAMEBOY _ Manchester United - sameiginleg sigurganga frá 1982 ‘SWWhehjrverlða&alstyrktaraöWUancesterUnttBdtri 1082 Nöfn allra þeirra sem kaupa SHARR Pionaer AEG tæki eða aðrar vörur fyrir að lágmarki 10.000 kr., frá Bræðrunum Ormsson, eða hjá umboðsmönnum, komast í lukkupott sem dregið verður úr í desember næstkomandi. Verðlaunin eru ekki af verri endanum O Þrír farseðlar á lelk Manchester United í Manchester í byrjun næsta árs. (Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og miðar á leikinn). O 2 flugmiðar til Akureyrar með íslandsflugi og gistinótt á Fosshótel KEA O 5 stk. Game Boy Color O 10 SHARP-bolir O 100 stk. Nintendo Mini Classics Alls eru 120 vinningar í Lukku-pottinum. Þú kaupir SHARP, PIONEER, AEG tæki eða aðrar vörur að verðmæti 10.000 kr., á tímabilinu sept.-des. og ferð í Lukku-pottinn (fyllir út miða með nafni og heimilisfangi). Glldir hjá Bræðrunum Ormsson og hjá öllum umboðsmönnum. OYAMAHA öamq 0mDesiT FINLUX Nikon LOEWE. B8KD (Nintendo)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.