Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 17 388-348 345-300 350-355 369-320 380-299 332-316 338-396 Sport Gunnar Einarsson sækir hér aö körfu KR-inga í gær en hann og aðrir Keflvíkingar voru nánast óþekkjanlegir í þessum leik og skoruðu aðeins 58 stig í leiknum. DV-mynd E.ÓI. Falur a flug Falur Harðarson for a flug með finnska liði sínu ToPo þeg- ar liðið vann Pyrbasket, 90-80, á útivelli í finnsku deildinni í fyrrakvöld. Falur skoraði 28 stig á 36 mínútum og hitti úr 8 af 13 þriggja stiga skotum. Þriðja besta skyttan Falur er nú með þriðju bestu þriggja stiga nýtinguna af leik- mönnum deildarinnar en hann hefur hitt úr 21 af 41 í átta leikj- um sínum fyrir Topo en þetta er 51,2% nýting. Falur hefur gert 11,6 stig að meöaltali en þetta var hæsta skor hans í vetur. -ÓÓJ tliVALSDiÍLDlíN! Grindavík 4 4 0 388-290 8 Hamar Haukar KR Njarðvik Keflavík Tindastóll Snæfell Þor, A. 5 1 4 376-509 2 ÍA 5 1 4 296-374 2 SkaUagr. 5 1 4 437-477 2 KFÍ 4 1 3 335-350 2 Etnn leikur fer fram í deildinm í kvöld er KFl og Tindastóll mætast á ísafirði en næsta umferð hefst siðan 4. nóvember þar sem keppt er í 32 liða úrslitum bikarsins um helgina. Landsliösþjálfaramálin í knattspyrnu: Engin tilboð Eggert Magnússon, formaður knattspyrnusambands Islands, og Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari hittust á stuttum fundi í gær og ræddu stöðuna í þjálfaramálum landsliðsins en samningur Guðjóns við Knattspymusambandið rennur út á sunnudaginn. Ný staða kom upp í þjálfaramálunum eftir að Stoke-máliö svokallaða strandaði en Guðjón átti að gegna lykilhlutverki í því máli og taka við stjóminni hjá Stoke. Ath Eðvaldsson, þjálfari KR, var hugsaður sem eftirmaður Guðjóns sem þjálfari landsliðsins og höfðu Atli og Eggert hist á fúndi til að ræða þessi máL „Ég og Guðjón ræddum málin, lögðum spilin á borðið og ákváðum að hittast aftur á morgun (í dag),“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við DV í gærkvöldi. - Hefúr Guðjón fengið tilboð frá KSí og stendur það tU? „Það er ekkert tilboð i gangi og hef- ur ekki verið í spilunum. Ef menn vilja ganga til samninga þá gera þeir það. Guðjón er í starfi hjá okkur og ætti hann ekki alveg eins að koma með tilboð?“ Er einhugur innan KSÍ að semja við Guðjón? „Það er einhugur innan okkar raða að finna lausn á þjálfaramálunum sem allra fyrst." Fékk Atli formlegt tilboð frá KSÍ? „Nei, það em engin tiiboð í gangi. Ef menn ætla að semja við einhvem aðila þá setjast menn yfir það. Það verður ekkert í tiiboðavís enda höfúm við aldrei unnið þannig. Ég hef fúllt umboð til að ræða við Guðjón núna. Ég hef ekkert verið í samningavið- ræðum við Atla en hann veit af okk- ar áhuga ef málin æxiast þannig.“ Er Guðjón of dýr? „Ég hef aldrei sagt að Guðjón sé of dýr. Ég hef hins vegar sagt að við hefðum fjármálaramma sem við ynn- um eftir og það er alveg ljóst að við erum ekki í standi til að auka það fjármagn sem við leggjum í þjálfara- málin í dag. Það er ákveðið launavægi í þessu landi og eftir því störfum við. Við sem rekum þetta samband berum ábyrgð á að fjármálin séu í lagi og við ætlum okkur að gera það. Ég hef látið hafa eftir mér að viö getum ekki keppt við erlend félög í þessum efn- um. Guðjón er að okkar mati með góð laun og okkar rammi leyfir ekki svig- rún í þeim málum. Armars er þetta hlutur sem á alveg eftir að ræða.“ Eggert sagði að lokum að hann von- aðist eftir þvi að þjáifaramálin skýrð- ust á alira næstu dögum. Laun Guðjóns 400-450 þúsund Samkvæmt heimildum DV eru laun Guðjóns hjá KSÍ á miili 400 og 450 þúsund krónur á mánuði. Þetta eru ekki mikið hærri laun en þjálfar- ar í úrvalsdeildinni eru með og sam- kvæmt heimildum DV voru tveir þjálfarar í úrvalsdeildinni betur borg- aðir en Guðjón í sumar. Árangur Guðjóns með landsliðið hefur verið frábær og það hlýtur að hafa skilað sér í budduna hjá KSÍ. Ætla má að áhorfendur hafi verið 15-20.000 fleiri á heimaleikjum ís- lenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins en í síðustu keppnum og það þýðh' að tekjur sambandsins hafi aukist til muna. Islandsmeistarar Keflvíkinga töpuöu öðrum leiknum í röð í gær: ekkjanlegir íslandsmeistarar Keflavíkur máttu sætta sig við sitt annað tap i röð í úr- valsdeildinni í körfu í gær, 64-58, fyr- ir KR-ingum í vesturbænum. Leikmenn Keflavíkur voru nánast óþekkjanlegir í þessum leik og eru liðnir 269 úrvalsdeildarleikir og tíu ár frá því að liðið hefur ekki náð 60 stigum í einum leik. Fyrri hálfleikurinn var banabiti gestanna en Keflavík skoraði aðeins 23 stig í hálfleiknum, hitti aðeins úr 10 af 26 skotum, þar af einu af 10 3ja stiga skotum, og skoraði ekki stig á 6 mínútna kafla, þeim sama og KR-ing- ar skoruðu 23 stig í röð og komust í 38-16. Eftir það hugsuðu heimamenn mest um að halda haus en Keflavík kom til baka og minnkaði muninn í 6 stig, KR hélt þó út og tryggði sigurinn. KR-ingar sýna betri leik í hvert skipti sem þeir stíga inn á völlinn og Keith Vassell og Jóntan Bow eru að aðlagast öðrum leikmönnum liðsins. Ólafur Ormsson, nýskipaður fyrir- liði liðsins, tók hlutverk sitt bókstaf- lega og fór fyrir sínum mönnum í baráttu og grimmum varnarleik og var besti maður vallarsins. Ólafur skoraði 14 stig, tók 11 fráköst, stal 3 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Hjá Keflavík léku Fannar Ólafsson og Elentínus Margeirsson best. -ÓÓJ Toppleikur i Hveragerði - er Njarðvík varö fyrsta liðið til að vinna Hamar Nýliðamir frá Hveragerði hafa sýnt það í vetur að þeir eru til alls líklegir. Hamarsmenn töpuðu þó sínum fyrsta leik í gær, 76-80, fyrir Njarðvík í „Skjálftagryfjunni" í Hveragerði. Hamar var yfir stærstan hluta fyrri hálfleiks og komst Njarðvík aðeins einu sinni yfir þegar 10 mín. voru eftir af fyrri hálfleik. Njarðvíkingar hittu litið sem ekk- ert af skotum sínum í fyrri hálfleik og voru það vítaskotin sem leiddu Njarðvíkinga áfram. Jason Hoover hitti ekki vel í leiknum og nýtti aðeins 2 af 12 skotum sínum innan teigs. Allir leikmenn Hamars voru að gera sitt besta en Hamar lék án Rodneys Dean, sem var í leikbanni, og Ægis Gunnarssonar, sem var meiddur, en þrátt fyrir það leiddu Hamars- menn meö tveimur stigum í fyrri hálfleik, 38-36. Ómar Sigmarsson og Óli S. Barð- dal léku á als oddi fyrir Hamars- menn og börðust eins og ljón. Einnig var Hjalti Pálsson atkvæða- mikill hjá Hamri. Hamarsmenn gáfu eftir í lok leiksins enda farnir að missa leikmenn í villuvandræði og það nýttu Njarðvíkingar sér og komust yfir, 61-65, eftir að staðan hefði verið jöfn 60-60. Njarðvíking- ar héldu muninum og sigruðu með fjórum stigum, 76-80. Njarðvíkingar máttu þakka fyrir að sigra eftir að Hamar hafði svo sannarlega komið þeim á óvart og sýnt að þeir báru enga virðingu fyrir bikarmeisturunum. Rafmögn- uð stemning var í troðfullu húsinu í Hveragerði og voru heimamenn að vonum kátir þótt sigur hefði ekki unnist. -kb „Við ætlum að tala saman aftur á morgun (í dag). Við fórum yfir stöð- una og ákváðum að hittast aftur. Ég hef htið meira að segja um þetta í bili,“ sagði Guðjón í samtali við DV í gær. - Ef KSí fer þess á leit við þig að gera nýjan samning. Hveiju mimt þú svara? „Ég mun bara skoða hvað gerist hveiju sinni. Þetta er áhugavert starf sem ég hef haft gaman af að sinna.“ - Hveijar telur þú líkumar á að þú verðir áfram landsliðsþjálfari? „Ég spái svo htið í einhver líkindi nema þá á sjálfúm fótboltavellinum. Ég mun hitta Eggert aftur á morgun (í dag) og þá kemur kannski meira í ljós í þessu máli.“ Guðjón hefúr um nokkurt skeið ver- ið eftirsóttur af felögum frá Skandinav- íu og í sumar bárust til hans nokkrar fyrirspumir. Stoke-málið gerði það hins vegar að verkum að ekkert gerð- ist meira í þeim málum en eftir að það sigldi í strand má alveg gera ráð fyrir að Guðjón eigi eftir að fá tilboð erlend- is frá. -GH Fylkir vill fá Þormóð Fylkismenn, sem leika í úr- valsdeildinni í knattspyrnu á næsta sumri, eru á höttunum eft- ir Þormóði Egilssyni, fyrirliða KR. Samhliða þvi að leika með liðinu hafa Fylkismenn boðið honum aðstoðarþjálfarastöðu hjá félaginu. Þormóður hefur ekki svarað tilboði Árbæjarliðsins enda hefur hann staöið í ströngu þar sem hann og kona hans voru að eignast sitt annað barn Þormóður átti frábært tímabil með KR-liðinu í sumar og leiddi það til sigurs bæði á íslandsmót- inu og í bikarkeppninni. Samn- ingur hans við KR-inga er að renna út og væntanlega bjóða KR-ingarnir honum nýjan samn- ing. -GH Ikvöld Epsondeildin í körfuknattleik: KFÍ-Tindastóll.............20.00 Nissandeildin í handknattleik: KA-Stjaman.................20.00 ÍBV-ÍR ....................20.00 I. deild kvenna i handknattleik: Valur-Fram.................20.00 1. deild kvenna í blaki: ÍS-KA .....................19.30 Þróttur-Þróttur, N.........20.30 Sport Tottenham sigraði Kaiserslautem, 1-0, í UEFA-keppninni í knattspymu í gær. Það var Norðmaðurinn Steffen Iversen sem skoraði sigurmarkið úr víti á 34. mínútu. þá sigraói Lens Vitesse Arnheim, 4-1. Patrick Vieira, franski miðjumaðurinn í liði Arsenal, var í gær úr- skurðaður í sex leikja bann af aganefnd enska knattspymusambands- ins. 1 Aó auki var Vieira dæmdur til að greiða 5,2 milljónir króna i sekt. Vieira var sem kunnugt er rekinn af leikvelli í leik Arsenal og West Ham á dögunum. Á leið sinni af leikvelli spýtti hann á Neil Ruddock, leikmann West Ham, og réðst síðan á lögregluþjón. Markið sem Þjóöveijinn Ulf Kirsten skoraði fyrir Leverkusen gegn Lazio i meistaradeildinni í fyrrakvöld færði hann upp í 19. sæti yfir markahæstu leikmenn frá upphafi á Evrópumótun- um. Kirsten hefur skorað 33 mörk. Þjóðverjinn Gerd Miiller er efstur á listanum með 67 mörk, Portúgalinn Eusebio kemur næstur með 57 mörk og í þriðja sæti Þjóðverjinn Jupp Heynckes með 52 mörk. Norðmaðurinn John Carew, leikmað- ur Rosenborgar, er mjög eftirsóttur þessa dagana. ítölsku félögin Juvent- us, AC Milan og Inter vilja öll kaupa framherjann stóra og stæðilega ásamt spænska liðinu Valencia og eru reiðu- búin til að greiða allt að 1,5 milijaröa króna fyrir leikmanninn. Bretinn Daly Thomp- son, sem á árum áður átti heimsmetið í tugþraut, hefúr veriö fenginn til að aöstoða Egil Drillo Ol- sen, þjálfara enska A- defldar liðsins Wimble- don. Thompson á að sjá um þol- og styrktaræfing- ar hjá Hermanni Hreiöarssyni og fé- lögum hans í Lundúnaliðinu. Stjórn Manchester United staðfesti það endanlega í gær að félagið verður ekki með i ensku bikarkeppninni á þessu tímabili vegna þátttöku sinnar í heimsmeistaramóti félagsliða. Stuðn- ingsmenn United hafa verið mjög ósáttir viö þessa ákvörðun og fleiri því Bobby Charlton lét hafa eftir sér fyrr í vikunni að hann vildi sjá United vera með í keppninni. Emmanuel Petit, Frakkinn snjalli hjá Arsenal, meiddist aftur á hné í leikn- um gegn Fiorentina i fyrrakvöld og svo getur farið að hann verði að gang- ast undir uppskurð. Petit var nýbyrj- aður aö spfla eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í 8 vikur. Kyifingar á Volvo masters mótinu í golfi ætla i dag að heiðra minningu bandaríska kylfingsins Payne Stewarts sem lést í hörmulegu flugslysi á mánudaginn. Kylfingarnir cetla að koma saman á 18. flötinni undir stjóm Bernhards Langers og minnast þessa snjafla kylfings. Eftir fyrsta hringinn á mótinu er Ratief Goosen, S-Afríku, í forystu en hann hefur leikið á 62 höggum. Philip Price, Wales, kemur næstur á 65 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson er í 22. sæti ásamt þremur kylfingum eftir þrjá hringi í 2. umferð í úrslitakeppni áskorandamótanna i golfi á Spáni en 29 efstu menn komast áfram i loka- mótið um sæti í Evrópumótaröðina á næsta ári. Birgir Leifur lék hringinn í gær á 69 höggum og hefur leikið sam- tals á 212 höggum. -GH Galdrar frá Brenton - Grindvíkingar með áttunda sigurinn í röð í vetur „Viö erum í framför, síðast töpuð- um við með 30 stigum héma suðurfrá en núna vorum við yfir þegar 10 min. vom eftir. Þrátt fyrir tapiö var þessi leikur skref í rétta átt hjá okkur," sagði Tómas Holton, fyrirliði Skalla- gríms, eftir 90-76 tap liðsins í Röstinni i Grindavík. Fyrri hálfleikur var mjög slakur, leikmenn virtust hafa gleymt vöm- inni heima, sérstaklega heimamenn. Staðan í hléi var 45-44. Seinni hálf- leikurinn var liflegri og Borgnesingar bitu þá vel frá sér en urðu að gefa eft- ir á lokasprettinum og töpuðu leikn- um með 14 stiga mun, 90-76. Brenton Birmingham var yfirburðamaður á vellinum, virðist geta framkvæmt flest það sem honum dettur í hug. „Það var engu líkara en að heimaliðið teldi sig eiga von á tveim- ur auðveldum stigum hér í kvöld. Annað kom á daginn, Borgnesingar börðust vel og hefðu getað refsað okk- ur fyrir einbeitingarleysið," sagði Eyjólfúr Þór Guðlaugsson, formaður körfúknattleiksdeildar UMFG. -bb Leikur mistaka - er Snæfell vann ÍA, 75-56, í gær „Leikur mistaka," sagði Baldur Þorleifsson, fyrirliði Snæfells, eftir að Snæfells vann ÍA, 75-56, í úrvals- deildinni í Hólminum í gærkvöldi. „Við vorum komnir með yfir- buröastöðu í fyrri hálfleik og áttum því að spila langar sóknir og skipu- legar og við gerðum okkur þetta of erfitt." Það var greinilegt að leikmenn Snæfells ætluðu sér sigur og ekkert annað þegar leikurinn hófst og þrátt fyrir að hittni þeirra væri afleit komust þeir fljótlega yfir og spiluðu fina vöm, að vísu gerðu Skagamenn þeim ekki erfitt fyrir en sóknarleik- ur þeirra var hreint afleitur og auð- velt að sjá við honum. Skagamenn reyndu þó að klóra í bakkann í seinni hálfleik og þá skoraðu Snæfellingar ekki stig í 5 mínútur en eftir að ísinn var brot- inn var i raun aldrei spurning um annað en hve stór sigurinn yröi. Bestir i liði Snæfells voru þeir Kim Lewis, Jón Ólafur í sókninni og Baldur Þorleifsson í vöminni. Hjá ÍA var R. Beckett ágætur og einnig vöktu athygli þeir Magnús Guðmundsson fyrir mikla baráttu og Ægir Jónsson. -KS Yfirburðir - Hauka gegn Þórsurum í Strandgötunni Haukar höfðu mikla yfirburöi gegn slöku liði Þórs i Strandgöt- unni í gærkvöldi. Liöið náði 20 stiga forskoti snemma í síðari hálf- leik og eftir það var aldrei spum- ing hvorum megin sigurinn lenti. Leikurinn byrjaði á mikilli þriggja stiga skota sýningu þar sem Ingvar Guðjónsson hjá Hauk- um og Magnús Helgason hjá Þór vora í aðalhlutverki. Síðan sigu Haukar fram úr og vora Þórsarar í raun i eltingaleik frá því um miðjan fyrri hálfleik. Hittnin var ágæt, einkum hjá Hauk- um, og stigaskorið eftir því en í leikhléi var það nokkuð hátt, 53-41. Haukamir bættu síðan við for- skotið í síðari hálfleik og munaði þar mestu um að þeir vora mun grimmari í fráköstunum, bæði í vöm og sókn. Þórsaramir játuðu sig sigraða hægt og sígandi og lítil spenna var það sem eftir lifði leiks. Vöm Hauka og grimmd í frá- köstunum var það sem helst skildi liðin að. Hjá Haukum voru Chris Dade og Guðmundur Bragason bestir en Hafsteinn og Óðinn stóðu upp úr hjá Þór, auk þess sem Magnús gerði 11 fyrstu stig þeirra í leiknum en kom lítið við sögu eft- ir það. -HI Gummi Ben. farinn út: Get vonandi hjálpað til Guðmundur Benediktsson úr KR, knattspyrnumaður ársins í úrvalsdeildinni 1999, fór í morgun tU Belgíu þar sem hann leikur með Geel í A-deildinni til vorsins. í fyrrakvöld var gengið frá leigusamningi milli KR og Geel og Guðmundur verður löglegur með liðinu í næstu viku. „Þetta er dæmigerður lítill belgískur klúbbur sem er að leika i fyrsta skipti í efstu deildinni og er þar í næstneðsta sætinu. Veturinn verður greinilega erfiður fyrir liðið en vonandi get ég eitthvað hjálpað til,“ sagði Guðmundur við DV í gær. vs Grindavík (45) 90 - Skallagrímur (44) 76 1(M, 20-18, 30-25, 40-40, (45-44), 47-50, 59-64, 77-70, 81-73, 90-76. Grindavík: Brenton Birmingham 38, Pétur Guömundsson 16, Bjami Magnússon 13, Sævar Garðarsson 10, Guðlaugur Eyjólfsson 6, Alexander Ermonlinskij -5, Dagur Þórisson 2. Fráköst: Grindavík 32, Skallagr. 34 3ja stiga: Grindavík 10/28, Skallagr. 5/19. Dómarar (1-10): Sigmundur Herbertsson og Jón H. Eövaldsson (9). Gœöi leiks (1-10): 6. Víti: Grindavík Skallagr. 12/19 Áhorfendur: 250. 9/15, Skallagrímur: Dragisa Saric 15, Tómas Holton 12, Hlynur Bæringsson 11, Finnur Jónsson 10, Sigmar Egilsson 9, Birgir Mikaelsson 7, Pálmi Þórisson 7, Kristinn Sveinsson 5. Snæfell (36) 75 - IA (18) 56 10-7, 19-12, 24-14, 32-16, (36-18), 36-27, 41-33, 51-42, 60-46, 67-52, 75-56. Snæfell: Kim Lewis 19, Jón Ólaf- ur Jónsson 19, Pálmi Sigurgeirsson 13, Jón Þór Eyþórsson 10, Hall- freður Björgvinsson 10, Baldur Þorieifsson 2, Gunnar Már Gestsson 2. Fráköst: Snæfell 21, ÍA 29. 3ja stiga: Snæfell 5/23, ÍA 3/11. Dómarar (1-10): Einar Þór Skarphéðinsson og Jón Bender (6). Gceöi leiks (1-10): 5. Reid Beckett 20, Ægir Jónsson 12, Björn Ein- arsson 7, Hjörtur Hjart- arson 6, Sveinbjörn Ás- geirsson 5, Magnús Guð- mundson 4, Brynjar Sig- urðsson 2. Víti: Snæfell 17/21, ÍA 6/9.. Áhorfendur: 100. Haukar (53) 94 - Þór, Ak. (41) 67 3-0, 15-8, 31-13, 41-21, 48-32, (5541), 62-42, 73-50, 78-59, 84-61, 90-63, 94-67. Haukar: Chris Dade 26, Guð- mundur Bragason 22, Marel Guölaugsson 12, Ingvar Guöjónsson 10, Jón Amar Ingvarsson 9, Eyjólfur Jónsson 7, Henning Henningsson 4, Óskar Pétursson 3, Sigfús Gizurarson 1. Fráköst: Haukar 32, Þór Ak. 22. 3ja stiga: Haukar 11/21, Þór Ak. 4/9. Þór Ak.: Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Rúnar Birgir Gíslason (7). Gceöi leiks (1-10): 5. Víti: Haukar 8/15, Þór Ak. 19/23. Áhorfendur: 100. Hafsteinn Lúðvíksson 15, Óðinn Ásgeirsson 15, Magnús Helgason 13, Konráð Óskarsson 7, Hermann Myers 6, Einar Hólm Davíðsson 3, Einar Örn Aðal- steinssbn 3, Davíð Jens Guölaugsson 3, Her- mann Hermannsson 2. Maður leiksins: Brenton Birmingham, Grindavík. ■ Maður leiksins: Kim Lewis, Snæfelli. §g| u Maður leiksins: Chris Dade, Haukum. Maður leiksins: Ólafur Ormsson, KR ■ ■ Maður leiksins: Ómar Sigmarsson, Hamar. KR (39) 64 - Keflavík (23) 58 0-7,5-7,5-9, 7-11,11-11,11-13,13-13,13-15,15-15,15-16,38-16, 38-23, (39-23), 41-23, 41-27, 45-27, 48-29, 48-33, 50-33, 50-37, 57-40, 57-48, 6548, 62-50, 64-50, 64-58. Jóntan Bow 15, Ólafur Ormsson 14 (11 í fyrri hálfleik), Keith Vassell 14, Jesper Sörensen 12 (9 í seinni hálfleik), Atli Freyr Einarsson 5, Jak- ob Sigurðarson 2, Stein- ar Kaldal 2. Fráköst: KR 34 (9 í sókn, 25 í vöm), Keflavík 36 (12 og 24) 3ja stiga: KR 6/19, Keflavík 6/21. Hamar: Dómarar (1-10): Kristinn Aibertsson og Einar Einarsson (8). Gceöi leiks (1-10): 6. Víti: KR 16/21, Keflavík 3/8 Áhorfendur: 300. Chianti Roberts 13, El- entínus Margeirsson 12 (4/4 í 3ja stiga skot- um í seinni hálfleik), Fannar Ólafsson 11 (öll í fyrri), Hjörtur Harðarson 6, Gunnar Einarsson 5, Halldór Karlsson 4, Kristján Guðlaugsson 4, Guðjón Skúlason 3. Hamar(38) 76 - Njarðvík (36) 80 5-2, 12-5, 17-8, 19-18, 25-21, 29-23, 31-27, 36-34, (38-36), 40-38, 4540, 50-49, 57-56, 60-60, 61-65, 67-70, 70-74, 76-80. Ómar Sigmarsson 25, Pétur Ingvarsson 13, Hjalti Pálsson 10, Kjartan Kárason 8, Óli S. Barðdal 8, Skarphéðinn Ingason 4, Kristinn Karlsson 3, Svavar Pálsson 3. Fráköst: Hamar 34, Njarðvík 30. 3ja stiga: Hamar 12/23, Njarðvík 4/16. Njarðvík: Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Rögnvaldur Hreiðarsson (8). Gœöi leiks (1-10): 9. Víti: Hamar 12/21, Njarðvik 26/35. Áhorfendur: 550. Troöfullt. Hermann Hauksson 21, Jason Hoover 12, örlygur Sturluson 11, Teitur Örlygsson 11, Friðrik Ragnars- son 9, Gunnar Ör- lygsson 7, Friðrik Stefánsson 4, Páll Kristinsson 4, Örvar Kristjánsson 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.