Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 13 pv__________________________________________________________________________________________Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 1.650 m.kr. •••Mest með húsbréf 460 m.kr. •••Hlutabréf 200 m.kr. •••Mest með bréf íslandsbanka 60 m.kr. og lækkuðu bréfin um 3% •••Tryggingamiðstöðin 55 m.kr. og 1,3% hækkun •••Olíu- félagið hækkaði um 4% ••• Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,216% og er nú 1.360,7 stig ••• Húsasmiðjan kaupir Iskraft ehf. Húsasmiðjan hefur keypt allt hlutafé í ískraft ehf., sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í sölu á raflagna- og rafveitubún- aði. Með kaupunum styrkir Húsa- smiðjan enn frekar stöðu sína á byggingamarkaðnum og mögu- leika til að bjóða rafverktökum og byggingaverktökum heildar- lausnir. ískraft verður áfram rek- ið sem sjálfstæð eining undir óhreyttu nafni. Forstjóri verður Valur Hreggviðsson og fram- kvæmdastjóri sölusviðs verður Snorri Hreggviðsson. Þann 30. október nk. mun fyrirtækið opna útibú á Akureyri, undir stjóm Ólafs Jenssonar. FBA Ráðgjöf hf. vann verðmat og hafði milli- göngu um söluna á ískraft. Eimskip fær viðurkenningu Jafnréttisráðs Eimskip hlaut í dag viðurkenn- ingu Jafn- réttisráðs árið 1999. Hana hlýt- ur Eim- skip fyrir þróun og stöðu jafn- réttismála hjá fyrir- tækinu. Sérstaklega er þess getið að markvisst hafi verið unnið að því að auka hlut kvenna í stjóm- unar- og ábyrgðarstöðum. Konur eru nú rúmlega 40% af forstöðu- mönnum og deildarstjórum á skipuriti yfirstjórnar félagsins eða átta talsins, en einungis ein koria var á skipuritinu árið 1994. Frá árinu 1996 hefur konum í stjórnunarstöðum almennt fjölg- að úr átta í átján. Þrjár hestavöruverslanir sameinast Um miðjan næsta mánuð mun eiga sér stað sammni þriggja hestavöruverslana, en þær eru Hestamaðurinn, Reiðsport og Reiðlist. Hin sameinaða verslun mun velta um 150 milljónum króna á ári en markaðshlutdeild hennar er gróflega áætlað um 60% af hestavörumarkaðnum að sögn Rúnars Þórs Guðbrandsson- ar, verslunarstjóra Reiðlistar. Viðskiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Sjávarútvegsfyrirtæki j kröggum Vinnslustööin og Básafell Vinnslustöðin hf. var rekin með 850 milljóna króna tapi á nýliðnu rekstrarári. Þar af var tap af reglu- legri starfsemi 610 milljónir króna. Rekstrartekjur Vinnslustöðvarinn- ar drógust saman um einn milljarð frá fyrra ári og vora 2.474 milljónir króna á rekstrarárinu. Á sama tima í fyrra var hagnaður 21 milljón. Annars vegar drógust tekjur þess saman um einn milljarð króna frá fyrra ári, aðallega vegna verðfalls á fiskimjöli og lýsi og vegna þess að loðnufrystingin brást algjörlega. Hins vegar var umtalsvert tap á landfrystingu bolfisks. Saltfisk- vinnslan skiiaði hins vegar góðri af- komu og útgerð bolfiskskipa sömu- leiðis. Ein ástæðan er Vinnslustöð- in hafi orðið fyrir umtalsverðu Vinnslustöðin hf. var rekin með 850 milljóna króna tapi á si. rekstrarári. gengistapi á rekstrarárinu, fyrst og fremst vegna hækkunar jens. Þetta þýðir væntanlega að Vinnslustöðin er með skuldir í jenum sem hafa hækkað. Geysir - nýtt skip á vegum Atlantsskipa TransAtlantic Lines, systurfyrir- tæki Atlantsskipa, hefur keypt sitt fyrsta skip, liðlega 140 gámaeininga flutningaskip smíðað í Bandaríkjunum árið 1980. Hið nýja skip hefur hlotið nafhið Geysir. Ofan dekks er rúm fir- ir 97 gáma og 44 í vörðu rými uridir dekki, þar af 16 frystigáma. Skipið er útbúið nýrri 2.665 hestafla MAN B&W Alpha-vél og er ganghraði 13 hnútar. Geysir siglir milii íslands og Banda- ríkjanna á 24 daga fresti. Skipið er búið tveimur 20 tonna krönum sem geta saman lyft 40 tonna gámum. Hið nýja skip mun sinna um 35% af flutn- ingum félagsins fyrir Vamarliðið og sigla undir bandarískum fána með bandarískri áhöfri, eins og lög gera ráð fyrir um skip sem skráð em vestan- hafs. Geysir kemur í stað Sly Fox, 73 gámaeinga skips, sem TransAtlantic Lines hafa haft á leigu sl. 12 mánuði. Geysir fer í jómfrúarferðina í lok nóvember nk. 40% markaðshlutdeild Atlantsskip hafa á sínum fyrstu 12 starfsmánuðum náð um 40% mark- aðshlutdeild í flutningum milli ís- lands og Bandarikjanna. Vamarliðið er stærsti viðskiptavinur félagsins en ætlunin er að auka þjónustu fyrir verslunarvöra til og frá landinu. Verð á heilum gámum eru töluvert hagstæðari hjá Atlantsskipum en samkeppnisaðilum og siglingar milli Islands og Norfolk USA tíðari. Mark- mið Atlantsskipa er að veita við- skiptavinum sínum trausta og per- sónulega þjónusta á góðu verði. Velta og hagnaður Saga Communication eykst cation á helmingshlut í Finum miðli ehf. sem rekur sex útvarpsstöðvar hér á landi. Hagnaður Saga Communi- cation á fyrstu níu mánuðum þessa árs var 5,9 miiijónir dollara eða 415 millj- ónir króna, sem er 26,4% aukning hagnaðar frá fyrra ári. Viðskiptavefur- inn á Vísi.is greindi frá í gær. Velta bandarísku fjölmiðlasam- steypunnar Saga Communication Inc., sem á helming i Fínum miðli sem rek- ur sex útvarpsstöðvar hér á landi, jókst um 17,8% á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tima i fyrra og nam 65,6 milljónum dollara eða um 4,6 milljörðum króna. Saga Communi- Húsgögn Miðvangi 5-7 • 700 Egiisstaðir Sími 471-2954 Opið virka daga kl. 1000-1800 á morgun lau. frá kl. lioo-lö00 StóUinn Smiðjuvegi 6D • Rauð gata 200 Kópavogur • Sími 554 4544 Vlðvorun fyrir. Tap af reglulegri starfsemi fé- fra Basafelli íagsins er yfir 600 milljónir króna í gær sendi samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyr- Básafell frá sér ir rekstrarár félagsins sem er frá afkomuviðvör- september 1998 til ágúst 1999. Sam- un. Þar segir kvæmt bráðabirgðauppgjörinu eru að afkoma aðrir liðir neikvæðir um allt að 250 Básafells hf. milljónir króna. Heildartap félags- hafi verið mun ins á rekstarárinu er því um 850 lakari en áður milljónir króna eða sama tap og var gert ráð Vinnslustöðin. I O R E G O N SCIENTIFIC Veðurspátæki Með inni- og útiliitamæli, rakamæli, klukku eða vekjaraklukku Kvnning föstudag 13-18 í Skútuvogsverslun Nú er hægt að fá veðurspátæki sein spá 12-24 klst. fram í tíinann og gefa þér aðrar nytsamar upplýsingar um veðrið. Tækin bjóða m.a. upp á súlurit yfír loftþrýsting sl. 24 klst. stöðu loftþrýstings í mb. Tækjunum fylgja vegg og borðfestdngar. Verð frá aðeins 4.990 kr. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.