Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 DV nn Ummælt Hvaða kosn- ingaloforð... „Eg var sakaður um það í i kosningabaráttunni, 1 ekki bara af and- f [ stæðingum heldur l jafnvel af samheij-1 ja um, að ég hefði ekki „ gefið nein kosn- ingaloforð, þannig að það væri frðð- legt að vita hvaða kosninga- loforð átt er við.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra um gagnrýni verkalýðsforingja, í Morgunblaðinu. Frétt dagsins „Daginn eftir var frétt dagsins að myndbandstæki hefði verið stolið og sagði Sigursteinn frá þvi svo spenntur að ætla hefði mátt að Geirfmnur væri kominn í leitirnar." Ármann Jakobsson islenskufræð- ingur um fréttir á Skjá 1, i DV. Geðvondur rithöfundur „Nuddið i þessum geðvonda rithöfundi, sem hefur fundið skáldgáfu sinni þann farveg að nöldra um fram- / sóknarmenn, er eins og húsleki sem við verðum að búa við j um sinn.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður um Sigurð A. Magnússon, ÍDV. Laust í reipunum „Því miður virðist vera að koma æ betur í Ijós að þrátt fyr- ir langan aðdraganda að stofnun Listaháskólans er allt mjög laust í reipunum og gildir þá einu hvort um er að ræða skipulags- skrá, rekstrarfyrirkomulag eða drög að innra starfi." Hannes Lárusson, myndlistarmaður og myndlistarkennari, í Morgun- blaðinu. Hæg heimatökin „Ég stend eindregið með Þór Whitehead i þessum rannsóknarmálum. enda eru þar hæg heimatökin. Hann get- ur byijað á að rann- saka Marshall-að- stoðina. Hvað var hún og hverjir fengu hana hér?“ Jón Múli Árnason, í Degi. Rússagullið „Sovét-Islendingar eru sein- heppnir þessa dagana. Ekki ein- asta er þeim ennþá bumbult eftir að hafa mátt kyngja fortíðinni þegjandi og hljóðalaust niður um vélindað og ofan í magasekkinn heldur mega þeir nú þola að heim- ilisbókhaldið þeirra liggi frammi til sýnis heima í Moskvuborg." Ásgeir Hannes Eiríksson, i Degi. f Sundhöllin Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona: Hljóðfærið kemur í stað mótleikara „Þessi ópera, þótt ekki sé hún löng, er það stærsta sem ég hef tek- ist á við á leiksviði. Ég er ein á svið- inu allan tímann og þarf að túlka þessa persónu alveg í botn. Hún er í slæmu ástandi þegar við komum að henni og það versnar eftir því sem á líður og það eru mikil átök að túlka hana. Hún á lítið eftir af bjartsýni og gleði, eina vopnið sem hún hefur er röddin," segir Signý Sæmunds- dóttir óperusöngkona sem slær í gegn í óperunni Mannsröddinni eftir Poulenc, sem sýnd er í hádeginu í íslenku óperunni. Signý sagðist lengi hafa ver- ið með þessa óperu í maganum: „Ég kynntist henni fyrst á námsárum mín- um í Vín og þá stóð til að setja hana upp, en varð ekki af. Mig hefur síðan alltaf dreymt um að syngja þessa óperu. Ég gerði mér samt ekki grein fyrr en á hólminn var komið hvað þetta er kröfumikið verk. Það eru mikil viðbrigði að vera einn á sviðinu og hafa engan til að styðja við nema hljóðfærið og það er þessi leikur á milli hljóðfæris og raddar sem er svo samtvinn- aður að segja má að hljóðfærið komi í stað mótleikara." Signý er spurð um óperulif á íslandi í kjöl- far hinnar miklu aukn- ingu á framboði á leiklist: „Ég held ég geti sagt að það standi í stað. Það eru þetta tvær óp- erur frumsýndar á hveiju ári og svo Maður dagsins hefur verið undanfarin ár. íslenska óperan er eini vettvangurinn þar sem ópera er sett á svið og meðan ekki er í fleiri hús að venda verður varla mik- il breyt- ing á. ’ Ég : finn aftur á móti fyrir miklum áhuga á óperu- tónlist, til dæmis þegar haldnir eru óperutónleikar þá eru þeir mjög vel sóttir og vonandi að i nánustu fram- tið verði fleiri óperur settar á svið, nóg er til af góðu söngfólki." Signý hefur í mörgu öðru að snú- ast þessa dagana: „Ég var um síð- ustu helgi á Akureyri og söng á Vín- artónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands, þá eru nokkrir tónleikar framundan og svo stendur til að vinna að geislaplötu sem kem- ur út í febrúar þar sem ég, Berþór Pálsson og Jónas Ingimundarson flytjum lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Eru þetta lög sem ekki hafa komið út á geislaplötu áður.“ Signý Sæmundsdóttir starfar sem söngkennari meðfram því að syngja sjálf: „Ég kenni við Nýja tónlistar- skólann og söngskóla Mosfells- sveitar og í gegnum starf mitt tek ég vel eftir því hversu áhuginn á söng er mikill." Áhugamálin hafa þurft að sitja á hakanum hjá Signý að undnafomu: „Auk þess að hafa verið að æfa og kenna þá hef ég hef staðið í því að koma mér fyrir í nýju húsnæði og það tekur sinn tíma og orku og er auk þess mjög spenn- andi, þannig að áhuga- mál sem ég á mörg hafa orðið að víkja, annars hef ég mjög gaman að I ferðast og vera úti við þegar tími vinnst i til.“ -HK Hersveitin leikur á Punktinum um helgina. Hersveitin á Punktinum I kvöld og annað kvöld mun hljómsveitin Hersveit- in leika á Punktinum, Laugavegi 37, en staðurinn hefur verið opnaður á ný eftir breytingar og verður áhersla lögð á lifandi tónlist um helgar. Her- sveitin hefur starfað í nokkur ár en núverandi meðlimir henn- ar eru Sigurður Hannesson, trommur, Sæv- ar Ámason, bassi og Kol- beinn Þorsteinn Þorsteinsson, gítar, söngur og er þessi liðskipan í hljóm- sveitinni frá því í vor. Hljómsveitin leikur alhliða Skemmtanir rokk- og popptónlist. Á plöt- unni Lagasafn 7, sem er að koma út þessa dagana, á Hersveitin tvö lög. Gróðrarstía Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Valur og Vík- ingur léku fyrsta leikinn í sjöttu umferð- inni í 1. deild karla í hand- boltanum. Handbolti og körfubolti Það verður mikið um að vera i handboltanum og körfuboltanum um helgina og fjölmargir leikir á dagskrá. Sjötta umferðin i 1. deUd karla í handboltanum hófst með leik Víkings og Vals í Víkinni í fyrrakvöld og í kvöld eru tveir leikir í sömu umferð. Á Akureyri leika KA og Stjaman og telja má líklegt að KA vinni þann leik, enda í hópi efstu liða auk þess sem heimavöllur KA-manna er sterkur, og í Vestmannaeyjum leika ÍBV-ÍR. Á morg- _____________ un leika síðan að í|_ Varmá íslands- iprOllir meistarar Aftur- eldingar og Haukar. í kvöld er einn leikur í 1. deild kvenna, í yalsheimUinu leika Valur-Fram. Á morgun leika í 1. deild kvenna á Akureyri KA-Víkingur, UMFA-Haukar að Varmá og ÍBV-Stjarnan í Vestmannaeyjum. í körfuboltanum er í kvöld einn leikur í bikarkeppni KKÍ og fer hann fram i Borgarnesi. Staf- holtstungur leika gegn KRb og í úr- valsdeUdinni leika KFÍ og Tinda- stóU á ísafirði. Á morgun verða síðan margir leikir í bikarkeppn- inni og lenda úrvalsdeildarliðin yf- irleitt gegn liðum í neðri deUdum. Bridge Önnur lota af þremur í haust- tvímenningi Bridgefélags Reykjavík- ur hófst siðastliðinn þriðjudag. 22 pör spUa í A-riðli og er mikU barátta um efstu sætin. Guðlaugur R. Jó- hannsson-Örn Arnþórsson eru í fyrsta sæti með 98 í plús, bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldsson eru skammt undan með 95 en Siglfirð- ingarnir Jóhann Stefánsson og Birk- ir Jónsson í þriðja sætinu með 84. Bræðurnir Oddur og Hrólfur Hjalta- synir eru í ijórða sæti með 69, en þeir eiga spU dagsins. Þeir sátu í AV í þriðju umferð keppninar síðastlið- inn þriðjudag og sögðu vel á spilip sín. Norður gjafari og AV á hættu: * 3 •* D932 * 5432 * KG73 V A T'? v A ♦ AG986 s * Á6 * G96 «4 5 * KD107 * D8542 Norður austur suður vestur Pass 1 4 pass 2 4» Pass 3 ♦ pass 3 * Pass 4 * pass 4 ♦ Pass 4 grönd pass 5 44 Pass P/h 5 grönd pass 7 4 4 K1074 44 ÁK108764 -f . * 109 Sagnir þeirra bræðranna þarfnast útskýringa. Tvö hjörtu vesturs lýsir spaðastuðningi og segir ekkert um hjartað. Þrír tíglar lýsa jákvæðri hendi og þá segir vestur frá hjarta- lit sínum. Austur sýnir fyrirstöðu í laufi, vestur í tígli og fjögur grönd spyrja um ása (trompkóngur talinn sem ás). Fimm hjörtu lofa tveimur og fimm granda sögnin var tUraun við alslemmu. Vestur taldi sig eiga meira en hann hafði lofað og sagði alslemm- una. Alslemman er góður samning- ur en legan í hjartanu getur þó Hjaltason. sett strik í reikninginn. Suður taldi hins vegar að vænlegast væri að spUa út trompi og það gerði Hrólfi sagnhafa auðvelt um vik. Hann fékk fyrsta slaginn á áttuna heima, lyfti spaðaásnum og spilaði síðan hjarta á ásinn. Lágt hjarta var síðan trompað með drottningunni, spaða spUað á kóng og hjarta trompað með smáum spaða. Hrólfur og Odd- ur voru eina parið sem sagði og stóð alslemmuna og þáðu hreinan topp fyrir. ísak Örn Sigurðsson Hrólfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.