Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 10
10 lenning FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 DV Beint frá hjartanu Víkingar I „Hann er einn af allra bestu sellóleikurum okkar tima.“ Þessi orð lék ekki ómerkari maður en Witold Lutoslawski falla um landa sinn, sellóleikarann Roman Jablonski, en hann hélt tónleika ásamt píanóleikaranum Richard Simm i Salnum á miðvikudagskvöld. Strax varð Ijóst í byrjun, í þremur umritun- um fyrir seÚó á orgelverkum Bachs, að full- yrðing Lutoslawskis er ekki úr lausu lofti gripin. Adagio úr Tokkötu i C-dúr, Resetativ úr orgelkonsert nr. 3 og hið ægifagra kóral- forspil „Ich ruf zu dir Herr Jesu Christ“ voru leikin af miklum tilfmningaþunga og ástríðu með fallegum blæbrigðum og flæði, svo ekki sé minnst á tóninn sem var i einu orði sagt unaðslegur. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Piece en concert eftir Francois Couperin var einnig leikið af miklum tilfmningahita en kannski stundum einum of rómantískt fyrir minn smekk, samspilinu var líka stundum ábótavant enda að mér skilst ekki mikill æf- ingatími til umráða. Plainte kaflinn var þó afar smekklegur, leikinn af mikilli einlægni. Þrjár Caprisur fyrir einleikselló eftir H.H. Jablonski áttu betur við stórt temperament hans og voru hver annarri glæsilegri. Þær eru kröfuharðar á tækni flytjandans eins og við má búast af titlinum en léku í höndum Jablonskis sem flutti þær ekki einungis meö tæknilegum yfirburðum heldur miklu músíkölsku innsæi og Roman Jablonski - lék af tæknilegum yfirburðum og miklu músíkölsku innsæi. þrótti sem maður verður ekki oft vitni að. Það hefði verið fróðlegt að fá eitthvað um verkin og höfundana og sérstaklega þá tengsl sellóleikar- ans, ef einhver eru, við tónskáldið, en eins og sjá má bera þeir sama nafn. Ekki veit ég meira um Peter Christoskov en af verki hans að dæma er hann afar frambæri- legt tónskáld. Verkið bar titilinn Fantasía fyrir einleikselló ópus 15 og var Jablonski ekkert að tvínóna við hlutina heldur skellti sér á bólakaf í músíkina og lék hana af hreinni snilld. Safarikur tónn hans var með eindæmum fallegur í trega- fullum köflum verksins og krafturinn gíf- urlegur í þeim átakameiri þannig að það rauk næstum því úr hljóðfærinu. Sónata Debussys var flutt fyrst eftir hlé, sú fyrsta af þremur kammersónötum sem hann samdi seint á ævinni og með þeim áhrifameiri í þessari kategoriu þegar hún er vel leikin. Og það var hún svo sannarlega af þeim Jablonski og Simm. Þar var samspilið í flnasta lagi líkt og ósýnilegur þráður væri milli þeirra. Þeir léku sér í sameiningu að þessu verki með músíkalskri dýpt og lifandi og ferskum flutningi. Verkin gerast varla spænskari en Spænsk svíta eftir Manuel de Falla sem var síðust á efniskránni. Líkt og með annað á efnis- skránni var ekkert yfirborðskennt við flutn- inginn heldur kafað til botns og útkoman glæsileg. Maður hafði á tilfmningunni að leikið væri beint frá hjartanu og það væri ýmist blæðandi af harmi eða hoppandi af kæti. Ekki hefur borið mikið á Simm að undan- fömu í tónlistarlífi höfuðborgarsvæðisins en nú verður vonandi bót á því. Hann sýndi á þess- um tónleikum að hann er vel að því kominn að leika með „heimsins bestu selióleikurum". Það var bara leitt hversu margir „misstu af ‘ þessu einstaka tækifæri til að heyra í Jablonski. Von- andi kemur hann aftur í heimsókn sem allra fyrst. Ásgrímur og SÚMarar Um þessa helgi verða opnaðar tvær sýningar í Listasafni íslands. I dag kl. 17 verður opnuð sýningin í landi birtunnar, myndir Ásgrims Jónssonar úr Skaftafellssýslum, og á morgun sýningin Fimm Súmmarar með verkum Jóns Gunnars Ámasonar, Magnúsar Tómassonar, Hreins Friðfinnssonar og bræðranna Kristjáns og Sigurðar Guðmundssona sem allir stóðu að opnun Gallerís SÚM fyrir 30 ámm. Öll eru verk- in á sýningunum úr eigu safnsins. Ásgrímur Jónsson er einn þeirra málara sem lögðu grunn að landslagshefð i íslenskri mynd- list á fyrstu áratugum þessarar aldar og sá mál- ari íslenskur sem mesta rækt hefur lagt við gerð vatnslitamynda. Á ferðum sínum um Skaftafellssýslur málaði hann fjölda vatnslita- mynda sem eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri myndlist. Snortinn af hinu einstæða landslagi, víðum sjóndeildarhringnum og birtunni sem stafar af jöklunum, túlkaði hann rómantíska sýn á landið þar sem náttúran er upphafin og tignarleg. Kynslóðaskipti í febrúar sl. voru 30 ár liðin frá þvi að Gallerí Súm var opnað með sýningu Sig- urðar Guðmundssonar. Þótt starfsemi SÚM hafi lengi vel mætt fálæti á opin- berum vettvangi og hjá opinberum lista- stofnunum er nú viðurkennt að hún hafi markað þáttaskil í íslenskri mynd- list um leið og hún endurspeglaði list- ræn og menningarleg kynslóðaskipti. Má segja að árið 1969 hafi verið tíma- mótaár í íslenskri myndlist og átti starf- semi Gallerís SÚM eftir að hafa mótandi áhrif á margt af því markverðasta sem kom fram í myndlist hér á landi næstu tvo áratugina. Verkin á sýningunni spanna þrjá ára- tugi og voru þau elstu sýnd á opnunar- ári gallerísinsl969 en þau yngstu eru frá þessu ári. Báðar sýningarnar standa til 28. nóvember. Hreinn Friöfinnsson: Blákoma. 1989. Leiðindi Gustav Mahler. Einstaka ófullgerðar tónsmíðar eru til, þar á meðal sinfónían fræga sem Schubert gat ómögu- lega lokið við. Sum verk eru ókláruð vegna þess að tónskáldun- um hefur ekki enst aldur til að ljúka þeim; sálumessa Mozarts er dæmi um það. Svo eru líka til tón- verk sem tónskáld eiga að hafa skrifað eftir dauða sinn, og þá í gegnum heldur vafasama miðla, og man ég ekki betur en ég hafi heyrt af tíundu sinfóníu Beet- hovens í þessu samhengi. Ekkert dulrænt tengist þó tíundu sinfóníu Mahlers, sem flutt var á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í gærkvöldi en hún er einmitt svona ófullgerð tónsmíð. Mahler lést áður en hann náði að ljúka henni og var það tónlistar- fræðingurinn Deryck Cooke sem fyllti í eyðumar. Sinfónían er drungaleg með af- brigðum, enda vissi Mahler að hann ætti ekki langt eftir ólifað þegar hann var að semja hana. í vandaðri efnisskrá tónleikanna var sagt frá því að í handritsdrög- um sinfóníunnar væri að fmna margar athugasemdir sem Mahler skrifaði inn í nóturnar, þar á með- al: „Djöfullinn dansar við mig“, „geðveiki gagntekur mig auman“, og „þurrkið mig út svo ég geti gleymt því að ég sé til.“ Greinilegt er að tónskáldið gekk ekki heilt til skógar því tónmálið einkennist af eilífum mótsögnum, eitt er sagt og skömmu síðar kemur eitthvað allt annað sem er þreytandi tú lengdar. Þrátt fyrir það má finna áhrifamik- il augnablik eins og byrjun og endi fimmta þáttar og dempaða hljóma hins þriðja. Það er bara ekki nóg. í heild er sinfónían óbærilega lang- dregin en hljómsveitarstjórinn, Petri Sakari, hefði hugsanlega get- að gert hana skemmtilegri með ögn meiri hraða og snarpari andstæð- um í styrkleika. i r ■■ Tónlist Jónas Sen Tæknilega séð var leikur hljóm- sveitarmeðlima þó oftast eins og best verður á kosið og margt var fallega gert, eins og sóló Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara sem var himneskt. Annað verk eftir Mahler var flutt á tónleikunum, Söngvar farand- sveinsins, og var Raimo Laukka barítonsöngvari þar í aðalhlut- verki. Söngvarnir eru samdir upp úr ástarsorg og á efniviðurinn margt skylt með Vetrarferð Schuberts. Vetrarferðin endar í kulda og dauða og vonleysið er' sömuleiðis ríkjandi í söngvum Ma- hlers þó að þeir séu fullir af innblæstri og ævin- týrakenndri lýrík. Bæði verkin kalla á tilþrif í túlkun en túlkun Laukka var ótrúlega stirðbusaleg og köld. Tæknilega var frammistaðan ekki held- ur alltaf góð, í byrjun var söngvarinn t.d. ekki alltaf öruggur á neðri nótunum, sem hljómuðu eins og innan úr tunnu. í þriðja söngnum var hann búinn að ná sér á strik en meira að segja þar virkaði örvæntingin fölsk og tilbú- in. í heild vantaði dramatískar and- stæður og komu því Söngvar far- andsveinsins ekki vel út. Voru þetta óneitanlega þreytandi og leið- inlegir tónleikar. Út er komin bókin Víkingar I, ættbók árs- ins 1999, eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra. Þema hennar er erlendar ættbækur og er birt skrá yfir hrossin i dönsku, hollensku, sviss- nesku og sænsku ættbókunum með sundur- liðuðum upplýsingum um eiginleika hross- anna, ætt og uppruna, eigendur og árangur á mótum. Bókin sýnir okkur árangur rækt- unarhrossa sem hafa verið flutt úr landi og ættbogana sem frá þeim standa. Rétt eins og ævi og ættir Vestur-íslendinga eru íslending- um forvitnilegar eru ættir og ævi brottfluttra ræktunarhrossa áhugaverðar fyrir íslenska hestamenn. VíV\''e;” ‘ Nafn bókarinnar er dregið af því að íslensk hross eru eins kon- ar víkingar nútímans. Þau hafa farið út í heim, séð og sigrað, eins og segir í formála. í útlöndum eru þau orðin fleiri en hin sem eft- ir eru heima og því vandaverk að halda yflr- sýn yflr þau. Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni af glæsilegum gæðingum. Útgefandi eru Hestabækur. kvöldvaka Kvöldvaka Á sunnudagskvöldið verður Haukshúsum á Álftanesi. Sér- stakur gestur kvöldsins er Þor- steinn frá Hamri sem les úr ljóðum sínum en Árni Bjöms- son læknir kynnir skáldið. Einnig munu Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari, Bjöm Th. Árnason fagottleikari og Krystyna Cortes píanóleikari spila tónlist á léttu nótunum. Samkoman hefst kl. 20.30. Niflungahringurinn í Nor- ræna húsinu í vetur ætlar Richard Wagner félagið í sam- vinnu við Félag íslenskra fræða að sýna upp- færslu Metropolitan í New York á Niflunga- hringnum eftir Wagner af myndbandi í Nor- ræna húsinu. Sýningarnar heflast á morgun kl. 13 með Rínargullinu. Árni Björnsson hef- ur umsjón með sýningunum og leiöir áhorf- endur inn í Hringóperurnar flórar með út- skýringum. Sýnt verður á stóra veggtjaldinu í Scd Norræna hússins. Enskur skjátexti. Uppsetning Metropolitan-óperunnar er nokkuð heföbundin, og verður þessi sama uppfærsla á flölunum þar ytra nú síðla vetr- ar. Leikstjóri er Otto Schenk og hljómsveitar- stjóri James Levine. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bjartsýnisverðlaun Bröstes í Isíðasta sinn Bjartsýnisverðlaun Bröstes verða aílient í nítjánda og síðasta sinn á morgun kl. 15 í Salnum í Kópavogi. Um er að ræða peninga- verðlaun að upphæð 550.000 ísl. kr. sem veitt eru framúrskarandi listamanni. Forseti ís- lands hefur frá upphafi verið verndari verð- launanna og mun Ólafur Ragnar Grímsson af- henda þau nú. Einnig mun hópur fyrri verð- launahafa heiðra upphafsmann verðlaun- anna, Peter Bröste, með sérstakri hátíðardag- | skrá. Þetta eru Bragi Ásgeirsson listmálari, IEinar Már Guðmundsson rithöfundur, Frið- rik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, Gyrðir Elíasson rithöfundur, Helga Ingólfs- dóttir semballeikari, Helgi Gíslason mynd- höggvari, Karólína Lárusdóttir myndlistar- maður, Leifur Breiðflörð glerlistarmaður, Sig- rún Eðvaldsdóttir flðluleikari og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri ásamt Kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Dagskrá um Racine Listaklúbbur Þjóðleikhúskjallar- ans er tekinn til starfa og á mánu- dagskvöldið verður flutt dagskrá um franska 17. aldar leikskáldið Jean Racine og harmleik hans Fedru sem verið er að sýna í Þjóð- leikhúsinu. Melkorka Tekla Ólafs- dóttir, leiklistarráðunautur Þjóð- leikhússins, flallar um Racine og gullöld franskra bókmennta, Sveinn Einarsson leikstjóri spjallar um Fedru og uppsetningu sína og leikin verða valin atriði úr verkinu. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.