Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 Fréttir DV Vegna forritunarvillu var hægt aö nálgast persónuupplýsingar á Netinu yfir helgina: Opinn aðgangur að atvinnuumsóknum - mjög langsótt og líklegt að fáir hafi séð þetta, segir Ráðningarþjónustan Forritunarvilla þjónustuaðila Ráðningarþjónustunnar leiddi til þess að hægt var að nálgast at- vinnuumsóknir til fyrirtækisins, sem innihéldu persónuupplýsingar, í gegnum leitarvél frá fostudegi til hádegis í gær. Aö sögn Ingibjargar Óðinsdóttur, ráðningarfulltrúa hjá Ráðningarþjónustunni, var um 17 atvinnuumsóknir að ræða sem bár- ust í gegnum Netið er fóru ekki rétta leið í annars öruggu tölvu- kerfi. „Málið snýst ekki um að það hafi verið opinn gagnagnmnur hjá okk- ur eins og kom fram i einum fjöl- miðli heldur aðgang að 17 atvinnu- umsóknum sem er allt annars eðlis. Af kannski 3000 umsóknum voru þarna 17 umsóknir sem hægt var að skoða á stuttum tíma og það sem meira er er að það þurfti að hafa að- eins fyrir því að komast að þessum upplýsingum. Þetta blasti ekki við á heimasíðunni eða neitt slíkt,“ segir Ingibjörg. Hvað þurfti fólk þá að gera til að nálgast upplýsingamar? „Það þurfti að fara inn á Leit.is og slá þar inn 1. umsóknareyðublað. Það sem gerðist var einfaldlega að einhver álpaðist þarna inn og lét alla vita. Ég er að vona að fáir hafi séð þetta en við stöndum í því núna að hringja í fólkið, þessa 17 aðila, og láta þá vita vegna þess að við erum nátt- úrlega miður okkar yfir þessu. Hins vegar er þetta eitthvað sem er mjög langsótt og mjög liklegt að fáir hafi séð. En við erum að láta kanna það og vitum ekki neina tölur enn þá. Við tókum aftur á móti strax á þessu þegar fréttist af þessu og því er ólík- legt að margir hafi séð þetta.“ -hdm Ný meðferðardeild fyrir unglinga verður opnuð á Vogi á nýársdag: Vaxandi þörf á rými fyrir ungt fólk - ætlum að koma í veg fyrir biðlista, segir Þóra Björnsdóttir „Það stendur yfir núna sala á SÁÁ-kort- inu og það er selt í öll- um verslunum og apó- tekum og ágóðinn á að renna til að klára að byggja og koma í notk- un deild fyrir unglinga sem við ætlum að opna á nýársdag," segir Þóra Bjömsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi. „Á þessari deild verður pláss fyrir 11 unglinga og fá þeir sér- staka þjónustu en hafa jafiiframt áfram sam- skipti við eldri sjúk- linga á hinum deildun- um. Þaö er sem sagt bara verið að bæta að- stöðuna og mæta þeirri þörf sem núna er en það er vaxandi þörf fyrir rými fyrir ungt fólk. Við ætlum með þessu móti að koma í veg fyrir alla biðlista hjá ungu fólki en þetta miðast fyrir krakka 15-19 ára en á hverjum tíma em alltaf svona 11-15 inniliggjandi á hverjum tíma þannig að þetta mun gefa okkur möguleika á að sinna Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi. enn fleimm. Hlutur stelpna er alltaf að aukast eins og sést í nýjustu árs- skýrslu SÁÁ og hefur athyglin ekki Það vantar svona lokahnykkinn á þessa framkvæmd. Það er ver- ið að mála núna og setja í hurðir en svo vantar að setja inn húsgögn og að manna þetta. Það er verið að byggja tvær álmur núna, þessa ung- lingadeild og svo göngu- deild en hún er ekki komin eins langt á veg og stendur til að opna hana jafnvel í apríl á næsta ári. Hún mun líka koma til með að stytta biðlista fyrir alla, unglinga sem eldri, þannig að fólk getur komið ef það er í mikl- um fráhvörfum eða mikilli vanlíðan og fengið þjónustu. Á deildinni munu starfa saman læknar, hjúkrun- arfræðingar, ráðgjafar og sálfræðingur í teym- isvinnu og við leggjum höfuðáherslu á með- höndla heilbrigðis- DV-mynd Teitur vanda þessara krakka' Við munum vinna út beinst nógu mikið að því hversu frá heilbrigðissjónarmiðunum og margar stelpur þurfa á þessari þjón- krakkarnir fá samræmda þjón- ustu að halda. ustu,“ segir Þóra. -hdm Brothætt ímynd Úrslitakostir Bjartsýnisverðlaun Bröstes voru afhent í síðasta sinn á laug- ardag. Nú var komið að Björk Guðmundsdóttur söngkonu, frægasta íslendingi nútímans. Eins og venja er við slíkar afhendingar voru fulltrúar fjölmiðla mættir á staðinn til að mynda og skrá það sem fram fór. Enda standa og falla slíkir viðburður með nærveru linsanna. En öllum að óvörum var sjónvarpsmynda- vélum og Ijósmyndurum meinað- ur aðgangur að afhendingunni. Afhendingin átti vissulega að vera opin en á síðustu stundu til- kynnti umboðsmaður Bjarkar að ef sjónvarpsmyndavélar og ljós- myndarar yrðu á svæðinu myndi hún ekki mæta... Vill sjálfur Þegar Kristján Jónsson Ólafs- sonar Skífukóngs ákvað að fara út í viðskipti áttu flestir von á því að hann myndi hasla sér völl í einhverju fyrir- tækja föður síns. Svo er þó ekki. Kristján hefur ákveðið að hasla sér völl á eigin forsendum. Hef- ur hann stofnað intemetfyrir- tækið INNN sem sér um gerð vefsíðna og fleira og mun ganga bærilega. Hann er þó ekki langt frá „gamla manninum" þar sem fyrirtækið er til húsa að Lauga- vegi 26, í sama húsi og verslun Skífunnar... Kveikt og slökkt Málfar í reglugerðum er oft býsna snúið og erfitt að skilja. í nýrri reglugerð um merki á skóla- bifreiðum, sem undirrituð er af Þorsteini Geirs- syni ráðuneytis- stjóra í dómsmála- ráðuneytinu, er merkjum þessum lýst náið. Segir að á efri hornum merkjanna skuli vera Ijósker fyrir rauðgult blikk- andi ljós. Ljósflöt- ur ljóskersins skal vera hringlaga og ljós á ljóskerinu skulu „kvikna og slokkna samtímis". Þeir sem þurfa að fara eftir þessai'i reglu- gerð eiga sumir erfitt með að skilja hvemig hægt er að kveikja og slökkva ljós samtímis en sjálfsagt er það vegna þess að höfundamir hafa ekki kveikt á perunni... Bjartsýnisverðlaun Bröstes vora afhent í 19. og síðasta sinn um helgina. Á bak við þessi verðlaun stendur Dani og fyrirtaks ís- landsvinur, Peter Bröste. Hann er búinn að gefa islenskum af- reksmönnum í listum og menningu alls um 10 mifijónir króna, 50 þúsund danskar í hvert skipti. Verðlaunahafar hafa undantekninga- laust tekið við verð- laununum með bros á vör og um móttöku þeirra hefur verið fjafi- að í máli og myndum. Síðasti verðlaunahafi á vegum Péturs Bröste var Björk Guðmunds- dóttir söngkona, heimsfrægasti íslendingur fyrr og síðar. Þótti við hæfi að verðlauna heimsfræga Islendinginn í aldarlok og almenn sátt um það í herbúðum Péturs. En gagnstætt öðram verðlaunahöfum, sem tek- ið hafa við hálfu miUjóninni glaðir i bragði, mætti Björk fræga á Frón með hundshaus. Og þar sem fólk með hundshaus kemur Ula út í sjón- varpi og blöðum sá Björk sitt óvænna og bannaði nærvera sjónvarpsmyndavéla og ljósmyndara dagblaða við afhendinguna. Hefðu þessir pappa- rassar sig ekki á brott ætlaði hún ekki að mæta. Pétur Bröste gæti þá bara átt sig og sina hálfu miUjón. En þar sem Björk er heimsfræg og prímadonna að auki fékk hún sínu framgengt. Af- hendingin fór fram bak við luktar dyr. Það er auðvitað eðlUegt að heimsfrægar mann- eskjur á borð við Björk séu ekki að glenna sig framan í myndavélar eins og hver annar athygl- issjúkur pólitíkus. Heimsfrægir listamenn þurfa aö gæta að ímynd sinni og vera á verði, sérstak- lega þar sem tUlitslausir ljósmyndarar era á ferð. Gildir einu þó tUefnið sé göfugt. Og þar sem ekki var verið að verðlauna Björk í beinni útsendingu frammi fyrir miUjónum sjónvarpsáhorfenda og verðlaunin opnuðu ekki dyr að frekari frægð og frama var engin ástæða til að festa slíkt á filmu. í sannleika sagt getur Björk heimsfræga varla verið þekkt fyrir að veita svona smáverðlaunum viðtöku og í raun fáránlegt að vera með viðhöfn vegna hennar. Því er von að hún hafi verið með hundshaus og vUjað loka á myndavélarnar. Pétur Bröste og aðrir erlendir velunnarar ís- lenskra listamanna verða að átta sig á því að frægir íslendingar era ekki bara frægir íslend- ingar heldur heimsfrægir íslendingar. Og ef þeir eiga að leggjast svo lágt að koma heim á Frón tU þess að veita skitinni hálfri mUljón og viðurkenn- ingarskjali viðtöku verða þeir að fá að ráða ferð- inni. Og þar sem Björk er heimsfrægur íslending- ur getur fyrirhöfnin við að ná í hálfu miUjónina og viðurkenningarskjalið haft skaðleg áhrif á ímynd hennar úti í hinum stóra alvöru tónlistar- heimi. Þetta skUur Dagfari mæta vel. Hann hefur hins vegar meiri áhyggjur af því að hundshaus Bjarkar gefi tUefni tU vangaveltna um tónlistar- lega stöðu hennar og rifjar í því sambandi upp að mestu listamennirnir hafa jafnan verið fuUir af hógværð og almennri kurteisi í garð íslendinga og velunncæa sinna. Dagfari Gleðskaparkonur Sautjándi landsfundur Samtaka um kvennalista verður haldinn á laugardag í Iðnó í Reykjavík. Ein- hverjir héldu að búið væri að leggja Kvennalist- ann niður og spyrja eðlUega tU hvers sé verið að halda landsfund. En hvað um það. Það sem vekur at- hygli er að i fúndarboði segir að konur séu yf- irleitt svo kátar eftir landsfund að þær vUji halda áfram að gleðjast saman. Því er boðið upp á leikhús og léttvín eft- ir fundinn. Og þar sem „kvöldið verður varla byrjaö" þegar leik- húsi og léttvíni lýkur verða konur orðnar svangar. Þær geta þá framlengt landsfundarsæluna, farið út að borða og rætt málin frekar. Það á greinilega að slútta með stæl... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.