Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Page 32
36 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 DV — Ummæli Vanlíðan fram- sóknarmanna „Vanlíðan framsóknar- manna og vanmetakennd gagn- vart okkur í Vinstrihreyfmg- unni hefur ekki farið fram hjá neinum. Sérstak- lega á það við um formann þeirra sem hef- ur nú löngu tapað niður hinu lærða brosi frá því fyrir síðustu kosningar." Steingrfmur J. Sigfússon al- þingismaður, í Degi. Leiðarljósið „Ég minni á að í Faðirvor- inu stendur: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrir- gefum vorum skuldunautum. Höfum það að leiðarljósi." Sigurður Hafberg forstöðu- maður um deilurnar um séra Gunnar Björnsson, prest í Holti, í DV. Dómarar og reynslu- miklu liðin „Nánast undantekningar- laust flnnst mér við hafa farið -n illa út úr dóm- gæslunni í vetur. I Mér finnst ein- >. j***® hvem veginn að f \ dómarar beri of mikla virðingu -á fyrir þeim liö- um sem hafa —"meiri reynslu og að það bitni á þeim sem eru að reyna að sanna sig.“ Þorbergur Aðalsteinsson handknattleiksþjálfari, í Degi. Rekstur leikskóla „Það er alla vega nokkuð ljóst að hver heiivita maður sem tekur sér tölvu í hönd og reiknar dæmið til enda sér að rekstur leikskóla og sambæri- legra uppeldisstofhana á ekki að vera í höndum borgaryfir- valda. Þau hafa aldrei staðið sig og ekkert bendir til þess að þau muni standa sig í náinni framtíð." Mikael Torfason rithöfundur, í DV. Vændi á íslandi „Flestum þykir nóg um að sjá samgönguráðherra og fé- lagsmálaráðherr- ann glíma við vandamál grein- arinnar í ann- j ríki sínu þótt ekki komi mál- •• ið inn á borð I menntamála- ráðherrans ?. líka.“ Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, um vændi á íslandi, í DV. Hlll „■ l<f-||-r-in|OI 1II ^fWTTKinnJ i^ <4~<0* & f Einleikari á heimsmælikvarða í kvöld verða Sinfóníutónleikar í Háskólabíói. Á efnisskránni verða verk sem Sinfóníuhljómsveitin hef- ur í farteskinu í tónleikaferð þeirri sem ráðgerð er um Bandaríkin í október árið 2000 i tilefni af þúsund ára afmæli ferða norrænna ferða- frömuða til Ameríku. Rico Saccani, Rico Saccani, stjórnandi Slnfóníuhljómsveitar íslands, í Háskólabíói í kvöld. V „itfLw . * aðalhlj ómsveitarstj óri Sinfóníunn- ar, stjórnar hljómsveitinni á ný og einleikari á--------------- fiðiu er Livia Tóiileikar Sohn frá Bandaríkjunum. Á efnisskrá tón- leikanna er Fiðlukonsert í d-moll (1940) eftir Aram Khatsjatúrjan og Sinfónía nr. 2 í e-moll eftir Sergej Rakhmanínov. Hin rúmlega tvítuga Livia Sohn er nú þegar á hraðri leið með að ávinna sér nafn sem einn af bestu fiðluleikurum heims. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sem einleikari aðeins átta ára gömul þegar hún lék með Wallingford-sinfóníuhljóm- sveitinni í heimaborg sinni, Conn- ecticut í Bandaríkjunum. Upp frá þvi var hún eftirsóttur einleikari með ýmsum hljómsveitum víða um Bandaríkin. Tólf ára að aldri hlaut hún fyrstu verðlaun í alþjóða fiðlu- keppninni sem kennd er við Yehudi Menuhin og hefur frami hennar verið óslitinn upp frá því. Jón Gnarr slær í gegn í Ég var einu sinni nörd: Notaði velgengnina sem af- sökun til að hætta við fríið „Þessi mikla aðsókn hefúr komið mér á óvart. Ég hef áður verið með svona uppistandskvöld en aldrei eins langan tíma á sviði eins og nú svo ég vissi ekki almennilega að hverju ég gekk upp á aðsóknina. Ég ákvað að vera með þrjár sýningar og þegar seldist upp á þær og biðlisti tók að myndast þá ákvað ég að hafa eina sýningu í viðbót sem seldist upp á hálftíma. Þá hringdu þær í mig frá miðasölunni og sögðu að þaö væri einhver hystería í gangi og fólk væri að hringja og það yrði að fá miða svo ég ákvað að bæta duglega við og þóttist góður að geta bætt við þremur sýning- um og nú er uppselt á þær allar,“ segir hinn vinsæli skemmtikraftur Jón Gnarr en sýning hans, Ég var einu sinni nörd, í Loftkastalanum hefur slegið rækilega í gegn.“ Jón segir prógramm sitt vera sitt úr hverri áttinni. „Sumt af því hef ég gert áður en nýtt efni fylgir með. Þetta eru sögur og mínar hugleið- ingar um lífið og ævintýri mín hér- lendis sem erlendis. Ég hef síðan fengið mér til fulltingis Pétur Jó- hann Sigþórsson, sem var valinn fyndnasti maður íslands, og hann kemur fram á undan mér.“ Ein sýning er búin og segir Jón hana hafa tekist mjög vel: „í þessum bransa er það fyrir öllu að ná salnum strax i byrjun og það tókst fyrsta kvöldið og var mjög gaman og mikil og góð stemning." Jón þurfti að fresta frii með eiginkonu sinni til að geta haldið áfram með sýn- ingamar: „Ég er afskaplega flughræddur og vil helst ekki fljúga. Eiginkona mín hefur mjög gaman af að fara til útlanda og ég var búinn að lofa henni ferð og þeg- ar ég sá fram á að ég ætti vikufrí þá pantaði ég ferð fyrir okkur til Mi- ami en það stóð þannig á að ferð þangað passaði við fríið mitt. Ég varð hræddur við þetta strax í upp- hafl enda langt flug til Miami. Ekki varð hræðsla mín minni þegar ég dag einn fór að horfa á Discovery- rásina þar sem slengt framan í mig að Mi- ami væri hættuleg- var Maður dagsins asti staðurinn á jörðinni. Mér fannst þetta vera viss skilaboð til mín og þegar svo flugvélin frá Egypt *Ék Air fórst undan ströndum Banda- ríkjanna var mér nóg boðið og not- aði sem afsökun velgengni sýning- arinnar til að hætta við fríið.“ Það er í mörgu að snúast þessa dagana hjá Jóni: „Á næstu dögum er ég að fara að æfa í leikriti eftir Woody Allen sem heitir á ensku Play It Again, Sam og ég hef þýtt og leik ég aðalhlutverkið þannig að drjúgur tími fer í það en leikritið verður sýnt í Loftkastalanum. Nú, svo stendur til að ég og félagi minn, Sigurjón, fórum aftur í útvarpið en það verður ekki í bráð.“ Jón Gnarr er einn af hinum vinsælu Fóstbræðrum og hinir fjölmörgu aðdáendur þeirra geta séð fram á bjartari tíð: „Það er búið að taka upp átta nýja þætti sem verður byrjað að sýna í febrúar og svo er Rik- issjónvarpið að fara að endur- sýna Tvihöfðaþættina sem voru í Dagsljósi. Hafa verið gerðir hálftíma þættir upp úr þessu efhi sem sýndir verða á föstudög- um svo það má segja að ég verði meira og minna alls staðar á næst- unni. Þegar tími vinnst til þá notar Jón Gnarr fri- stundir sínar við lestur: „Ég les heilmikið og er þessa dagana að lesa bók sem hefur að geyma heildarút- gáfu á verkum Woodys Allens. -HK Það er oft mikið fjör á Tres Locos. Afmælisveisla á Tfes Locos Nú er ár liðið síðan Tres Locos hóf starfsemi sína að Laugaveg 11 í Reykjavík. Tilgangurinn með þessum stað var að bjóða upp á ný- mæli fyrir landsmenn. Höf- uðáhersla var lögð á góðar mexíkóskar veitingar og svo suður-ameríska danstónlist, salsa, merengue o.fl. Aðstandendur Tres Locos eru að hluta til þeir sömu og stóðu fyrir opnun á Dubliner í Hafna- stræti. Þeir félagar hafa það að mark- miði að varðveita þema staðarins. Þannig hefur The Dubliner haldist írskur og Tres Locos mexíkóskur. í tilefni 1 árs afmælis Tres Locos í dag verður afmælisveisla hald- in á staðnum frá kl. 17-01. í boði verða léttar veitingar og drykkir verða seldir á hálfvirði. Dos Paraguaios munu spila og syngja fyrir veislugesti og verða ýmsar uppákomur í tilefni dagsins. Skemmtanir Myndgátan ísfiskur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Ólafur Gunn- arsson les úr nýrri bók sinni f Gerðar- safnií dag. Upplestur í Gerðarsafhi í dag kl. 17 verður upplestur á vegum Ritlistarhóps Kópavogs i Gerðarsafni, Ólafur Gunnarsson rit- höfundur les úr nýútkominni skáld- sögu sinni, Vetrarferðinni. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Ljóð á Austurvelli í dag kl.13 mun Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur lesa ljóð á Aust- urvelli. Það er Ijóðahópurinn og áhugafólk um vemdun hálendisins sem stendur fyrir upplestrinum og vill með ljóðalestrinum minna al- þingismenn á sína ábyrgð gagnvart afkomendum okkar og mótmæla því að óviðjafnanlegri náttúru íslands sé fómað í þágu stóriðju. Sögur af sjónum á Súfistanum i kvöld verða sagðar sögur af sjónum á Súflstanum. Þar verður lesið upp úr þremur nýjum bókum sem allar tengjast sjónum og sjó- mennsku í gegnum tíðina. Þær bækur sem lesið veröur úr era: Sægreifi deyr, eftir Árna Berg- mann, höf- undur íes. Bokmeimtir Sjoran og__________________ siglingai’ eftir Helga Þorláksson, höfundur les. Sviptingar á sjávar- slóð, Skúli Gautason leikari les úr sjálfsævisögu Höskuldar Skarp- héðinssonar skipherra. Auk þess verður leikið á harmoniku. Dag- skráin hefst kl. 20. Bridge Á Evrópumótinu á Möltu fyrr í sumar kom þetta spil fyrir í leik Austuríkis og Danmerkur í kvenna- flokki. Sagnir gengu eins á báðum borðum, vestur gjafari og NS á hættu: * G8754 44 K6 * K10874 * 3 4 1092 Á 4- D95 * DG10872 4 ÁD «4 G98532 * 3 * ÁK96 Vestur Norður Austur Suður pass pass 34 3 «4 pass 4 w pass pass dobl p/h Vömin gekk eins fyrir sig tvo fyrstu slagina. Útspilið lauf á kóng suðurs og litlum tígh spilað að heim- an. Báðir vesturspilaramir settu ás- inn en síðan skildu leiðir. Danska vörnin spilaði áfram laufi sem sagn- hafi drap á kóng og síðan var lauf trompað með sexunni í blindum. Sagnhafi gerði ráð fyrir að vestur ætti ÁD í hjarta fyrir doblinu og spaða- kóngurinn hjá austri (annars hefði vestur opnað í upphafi). Sagnhafl henti því laufi í tígulkóng og svínaöi spaðadrottningu. Vestur fékk á kóng, spilaði hjarta og fékk lauf til baka og D107 í trompinu þriggja slaga virði. Spilið fór því 800 niður. Á hinu borð- inu ákvað austurríska konan að spila áfram tígli í þriðja slag. Danska kon- an Trine Bilde ákvað að henda spaða- drottningu í tígulkóng, spila spaða á ás, tók laufkóng og spilaði laufi. Vest- ur trompaði með sjöu, yfirtrompað á kóng í blindum og spaði trompaður heim. Enn var laufi spilað og vestur trompaði með hjartatíu. Sjöundi slag- ur sagnhafa kom með því að trompa tígul frá vörninni og þannig voru níu slagir í húsi. Trine ákvað að spila næst hjartagosa frá G98S og vestur féll í gildruna þegar hún lagði drottn- inguna á þann slag (og austur ásinn). 800 + 790 gaf heila 17 impa í gróða. Þess má geta að Danir töpuðu leikn- um 10-20! ísak Örn Sigurðsson 4 K63 44 D1074 4 ÁG62 * 54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.