Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 10
10 MANUDAGUR 15. NOVEMBER 1999 Fréttaljós i>v Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, í DV-yfirheyrslu: Ég er tilbúinn í verkfall - ef útgerðarmenn samþykkja ekki hækkun á lífeyrisiðgjaldi - Bjarni Sveinsson, sem keppti við þig um forsetastólinn, dró sig til baka úr slagnum þegar undirskrift- ir til áskorunar á Guöjón A. Krist- jánsson aö bjóða sigfram að nýju gengu á þingi FFSÍ. Hann líkti kosningunum sem skrípaleik.-Hvaö fannst þér um þá yfirlýsingu? „Hann taldi að áskorunin kæmi í bakið á bæði mér og honum. Það Þú færð meira fyri PENINGANA þína ! ! ! |j| Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLl Hafharfirði & Glæsibæ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á ísla Bamc&kór St. 19-24 Verð 3.890 smáskór í bláu iiúsi v/Pákafen árgreiðsí&ofa lappáíMg Gámaleiga iVinnuskúrar Gámur getur verið hentug lausn á hverskyns geymsluvandamálum. Hjá okkur færðu flestar gerðir gáma hvort heldur er til kaups eða leigu. Einnig leigjum við út og seljum vinnuskúra. Getum við aðstoðaðþig? HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni HafnarfirSi Slmi 565 2733 Tax 565 2735 var hans afstaða og ekkert um það að segja." - Hvaö finnst þér um deilu Guð- jóns A. Kristjánssonar, fráfarandi forseta, og Bjarna Sveinssonar, fyrr- um stjórnarformanns Lífeyrissjóðs sjómanna? „Þetta er sorgleg uppákoma. Ég held að menn haíi tekið of stórt upp í sig og sagt of mikiö. Ég vona að menn gleymi nú því sem liðið er og horfi til framtíðar." - Hefðir þú semforseti samþykkt þá skerðingu sem varð ofan á? „Ég stóð í þeirri méiningu að við myndum nýta rétt okkar til að kæra þessa skerðingu og leggja fram stjórnsýslukæru. Ég er þó ekki viss um niðurstöðu þess máls og spurning er hvort við hefðum ekki staðið verr ef fjár- málaráðuneytið hefði komið að málinu og tekið að sér að ákveða skerðinguna." - Já eóa nei. Hefðir þú gert það sama og þáverandi forseti og sam- þykkt skeröinguna? „Já, ég hefði trúlega farið þá leið sem var farin." Frekar lífeyrisskerðingar - Er að vænta frekari skerðinga á lífeyrisgreiðslum? „Þetta er bara fyrsti áfanginn og ég er skífhræddur um að eftir tvö ár verðum við að skerða meira." - Eru einhver ráð til aö sporna gegn skeröingum? „Það var samþykkt á þingi okkar að krafa okkar í næstu kjarasamn- ingum verði sú að framlag útgerðar- innar verði hækkað úr 6 prósentum í 8 prósent." - Munuð þió standa fast á þeirri kröfu? „Það munum við gera. Ég bendi á að það er enginn lífeyrissjóður með eins hátt hlutfall ekkna og öryrkja og útgerðarmenn verða að koma til móts við okkur. Ég er tilbúinn að fara í verkfall til að framfylgja þess- ari kröfu." - Nú er unnið aö sameiningu meirihluta félaga fiskimanna innan FFSÍ. Jafnframt er þaö skilningur margra að meö sameiningu félaganna verði Farmannasambandið til hliöar sem eins konar skúffusamband. Ert þú sammála því að minnka vœgi sambandsins? „Á meðan stór hluti félaganna er ekki aðili að stofnun stórs fé- lags er ekki tímabært að minnka vægi FFSÍ. Vonandi tekst að sameina sem flest félög á næstu árum og þá verður Farmanna- sambandið skuffustofnun en verður þó að vera til af tæknileg- um ástæðum svo sem þeirri að greiðslur úr Greiðslumiðlunar- sjóði berast Farmannasamband- inu." - Hvaö hefói þaö þýttfyrir sam- bandió efBjarni Sveinsson hefði verið kosinn? „Þing FFSÍ er æðsta stofnunin og eftir samþykktum þess ber stjórn og forseta að vinna. Vinni stjórn af heilindum skiptir ekki öllu hver er forseti." - Bjarni Sveinsson sagöi i DV aö forystumennirnir, Guðjón forseti og Benedikt Valsson framkvœmdastjóri, vœru einangraðir. Ertu sammála því? „Það stenst ekki í ljósi þess hvernig skipting var á þinginu. Ég vil meina að Bjarni hafi verið að tala um þetta í þröngum skilningi og hann hafi verið að vísa til lifeyr- ismálsins." VHRHlVRSlft Reynir Traustason Óttar Sveinsson - Vélstjórar eru með sitt eigiö samband, undirmenn með sitt og þið yflrmenn einnig. Gagnrýnt hef- ur verið aö sjómenn tali ekki einu máli. Styður þú sameiningu allra sjómannasambandanna i eitt? „Ég segi eins og Martin Luther King: „I have a dream". Auðvitað vil ég sjá alla sjómenn í sömu sam- tökunum enda brenna sömu málin á öllum." Vinn með öllum - Eldar hafa logað um árabil milli Vélstjórafélags íslands og FFSÍ. Munt þú taka upp náiö sam- starf við Helga Laxdal, formann vélstjóra? „Ég mun reyna að vinna með öll- um sem við eigum erindi við. Þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða félaga okkar á sjónum, í landi eða viðsemjendur. Þar undanskil ég engan." - Fréttir berast afþví að samið hafi veriö við vélstjóra um allt aö 400þúsunda króna kauptryggingu á sama tíma og skipstjórar eru með 100 þúsund krónur í tryggingu. Þannig eru dœmi um aó yfirvél- stjóri sé meö fjórföld skipstjóralaun. Hvernig líst þér á þessa þróun? „Þetta er hroðaleg þróun fyrir okkur skipstjórana. Við berum ábyrgð á skipi og mannskap en aðr- ir í áhófn erú metnir sem dýrari menn." - Ábendingar hafa borist um að þú sért útgeröarmaður og getir þannig ekki stýrt hagsmunasamtök- um launþega. Ertu vanhœfur? „Nei, ég á 20 prósenta hlut í út- gerð sem ég mun selja. Það er nauð- synlegt fyrir þá sem starfa í svona samtökum að vera algjörlega ótengdir öllum rekstri útgerðar. Eg mun jafnframt hætta sem skipstjóri og einbeita mér að starfinu sem for- seti FFSÍ. Það er ekki hægt að starfa samhliða þessu undir sægreifum eða kvótakóngum". -Hefurðu verió tekinnfyrir kvótasvindl? „Já, ég hef reyndar lent í því að vera ásakaður um kvótasvindl. Bát-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.