Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 5 DV Fréttir MARTE X FT og Hólaskóli í hönnun náms við erlenda búnaðarháskóla: Viðurkenning á menntakerfi okkar - segir formaður Félags tamningamanna Félag tamningamanna vinnur, í samstarfi við Hólaskóla og íslands- hestafélögin á hinum Norðurlönd- unum, að samnorrænu kerfi fyrir menntun á öllum stigum hesta- mennsku, tamningum, þjálfun og reiðkennslu. Með þessu er verið að færa íslandshestamennsku inn í norræna búnaðarháskóla og aðra viðurkennda fagskóla á framhalds- skóla eða háskólastigi, að sögn Ólafs H. Einarssonar, formanns Fé- lags tamningamanna. Hún verður valmöguleiki í slíkum skólum, sem er nýmæli. Fleiri lönd hafa leitað til FT með sömu beiðni en stefnt er að því að ljúka uppsetningu á Norðurlöndunum áður en lengra er haldið. „Það kom ósk frá öllum hinum Norðurlöndunum um að við að- stoðuðum við .gerð þessa kerfis og þá að okkar fyrirmynd," sagði Ólaf- ur í samtali við DV. „Þetta er ákveðin viðurkenning á okkar menntakerfi. Tilgangurinn er að hækka menntunarstig tamninga- manna og reiðkennara, auka starfs- réttindi þessara aðila, fá aukna við- urkenningu greinarinnar innan hins opinbera menntakerfis og stuðla þannig að bættri meðferð og tamningu hestsins." Vinna við þetta verkefhi hófst fyrir um það bil ári. Undirbúnings- fundir hafa verið haldnir bæði hér á landi, í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. „Ýmiss konar nám- skeiðahald og menntun hefur verið í gangi hjá reiðkennurum. Við höf- um kynnt okkur það sem þeir hafa verið að gera og sýnt þeim hvað við höfum gert. En að uppistöðunni til er okkar kerfi tekið upp. Ekki er búið að tímasetja hvenær þetta nám hefst en það er mjög eindregin ósk um það frá ís- landshestafélögunum á Norður- löndum að FT verði félagsskapur þeirra sem fara um þetta mennta- kerfi,“ sagi Ólafur. -JSS Notcileg lók og sœngutvemsett Gæðavara Djúp lök fyiirþykkar amerískar dýnur M örln ?ími: 533 3500 iniii 4' lOSReyþ javíU ) ' Fax: 533 3510 • ww www. nia rco.is Við styðjum við bakið á þér! Norskt fiskeldisfyrirtæki: Krefur RARIK um 600 milljónir Fyrirtækið Nordisk Seafarm kref- ur RARIK um greiðslu á 600 milljón- um króna að viðbættum dráttar- vöxtum. Málið er komið fyrir Hér- aðsdóm Norðurlands vestra og var þingfest þar um helgina. RARIK krafði Nordisk Seafarm, sem um tíma var með fískeldi við Miklavatn í Fljótum, um greiðslur vegna raf- orkukaupa. Norðmennirnir svör- uðu með því að krefja Rarik á móti um greiðslu á 600 milljónum króna að viðbættum dráttarvöxtum. Þeir byggja sína kröfu á þvi að þeir hafi orðið fyrir miklu tjóni þegar Rarik hleypti úr lóni Skeiðsfossvirkjunar og framskrið aurs í Fljótaá og Miklavatn gerði vatnið óhæft til eld- is. Þetta mál var þingfest nú fyrir helgina. -ÞÁ Sparisjóöur Mýrasýslu: Stofnar nýj- an hluta- bréfasjóð DV.Vesturlandi: í undirbúningi er stofnun nýs hlutabréfasjóðs á vegum Spari- sjóðs Mýrasýslu. Sjóðnum er ætl- að að verða áhættudreifingarsjóð- ur fyrir þá sem áhuga hafa á fjár- festingmn í hlutabréfum að meg- inhluta á almennum markaði. Fyrst í stað verður hinn nýi sjóð- ur í eigu Sparisjóðsins en verður síðar meir með aðild almennings og fyrirtækja. Stefnt er að stofnun sjóðsins nú í nóvember. Hugmyndin með sjóðnum er að stofna öflugan sjóð sem verður um leið vænlegur fjárfestingarkostur fyrir Sparisjóðinn og viðskiptavini hans. Stofnfé verður 100 milljónir króna en síðan fer það eftir við- brögðum almennings hve hratt ■sjóðurinn mun stækka. Sjóðnum er einkum ætlað að fjárfesta í hlutabréfum á almennum markaði en þó fer einhver hluti í nýsköpun- ar- og áhættufjárfestingar á lands- vísu. Sjóðnum er ekki beinlínis ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum á Vesturlandi en hins vegar er eitt af markmiðum hans að stuðla að aukinni markaðsvæðingu fyrir- tækja í héraðinu þannig að með tímanum verði hægt að skrá fleiri þeirra á almennan markað. Um- sjón með sjóðnum hafa starfsmenn Sparisjóðsins, þeir Kjartan Broddi Bragason og Stefán Sveinbjörns- son. -DVÓ 3-Diska geislaspilari - Super T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Tónjafnari með ROCK - POP - JAZZ - 12 + 12 W RMS magnari - Al leiðsögukerfi með Ijósum -32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fjarstýring - Segulvarðir hljómmiklir hátalarar. 3-Diska geislaspilari -37 + 37 + 12 + 12W RMS magnari með surround kerfi - SUPER T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - Jog fyrir tónstillingar og lagaleitun á geislaspilara - Al leiðsögukerfi með Ijósum - 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fullkomin ijarstýring fyrir allar aðgerðir - Tengi fyrir aukabassahátalara ( SUPER WOOFER ) - Segulvarðir hátalarar. ^9-995 Við erum í Jólahöllinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.