Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 30
42
Afmæli
Ásgeir Elíasson
Ásgeir Elíasson, íþróttakennari og
knattspyrnuþjálfari, Hagalandi 11,
Mosfellsbæ, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Vogunum. Hann stundaöi
nám og lauk prófum frá íþróttakenn-
araskóla islands og hefur sótt fjölda
námskeiða í íþrótta- og knattspymu-
þjálfun.
Ásgeir hefur m.a. kennt við Fella-
skóla, Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar
og við MH. Þá hefur hann þjálfað ým-
is meistaraflokksliö i knattspymu,
s.s. Víking Ólafsvík, Fram, FH, og
Þrótt í Reykjavik. Hann var þjálfari
íslenska A-landsliðsins í knattspymu
1991-95.
Ásgeir æföi og keppti með Fram í
knattspyrnu frá unga
aldri, lék með meistara-
flokki Fram um árabil og
er margfaldur íslands-
meistari með liðinu. Þá lék
hann um leið og hann
þjálfaði með Ólafsvík, FH
og Þrótti. Ásgeir lék með
ÍR í handknattleik í mörg
ár, lék fjölda leikja með ís-
lenska landsliðinu í knatt-
spyrnu og með íslenska
landsliðinu í handknatt-
leik. Þá lék hann með liði
UMFB í blaki og var landsliðsmaður í
blaki.
Fjölskylda
Ásgeir kvæntist 27.12. 1970 Soffiu
Guðmundsdóttur, f. 15.10.
1948, hjúkrunarfræðingi
og kennara. Hún er dóttir
Guðmundar Jakobssonar
bókaútgefanda og k.h.,
Guðfinnu Gísladóttur en
þau era bæði látin.
Börn Ásgeirs og Soffiu eru
Þorvaldur Ásgeirsson, f.
19.10.1974, nemi, í sambúð
með Evu Hrönn Jónsdótt-
ur og er dóttir þeirra
Tanja Ösp, f. 25.8. 1997;
Guðmundur Ægir Ásgeirs-
son, f. 6.1. 1983, nemi.
Hálfsystur Ásgeirs, sammæðra, eru
Hólmfríður Bjömsdóttir, f. 26.1. 1955;
Linda Bjömsdóttir, f. 3.1. 1956; Lára
Bjömsdóttir, f. 10.12. 1958; Eyrún
Bjömsdóttir, f. 4.11.1969.
Foreldrar Ásgeirs: Elías Þorvalds-
son, f. 13.6. 1927, d. 29.6. 1976, stýri-
maður í Reykjavík, og Ragnheiður Er-
lendsdóttir, f. 2.5. 1933, skrifstofumað-
ur.
Fósturfaðir Ásgeirs er Björn
Haraldsson, f. 27.3. 1928, rafmagns-
tæknifræðingur.
Ætt
Elías var sonur Þorvalds Helgason-
ar, skósmiðs við Vesturgötuna i
Reykjavik, og k.h., Súsönnu Elíasdótt-
ur.
Ragnheiður er dóttir Erlendar
Þórðarsonar, sjómanns í Reykjavík,
og Eyrúnar Runólfsdóttur.
Ásgeir verður að heiman á afmælis-
daginn.
Ásgeir Elíasson.
Páll Böðvar
Páll Böðvar Valgeirsson
fiskiðnaðarmaður og þjón-
ustustjóri hjá íslenskum
sjávarafurðum hf., Engja-
% vegi 47 Selfossi, er fimmtug-
ur í dag.
Starfssferill
Páll fæddist í Reykjavík
og ólst upp á Skólavörðu-
holtinu á þeim ámm er
strákar smíðuðu dúfnakofa,
héldu dúfur, og stofnuðu fót-
boltafélög, leynifélög og síð-
an hljómsveitir.
Hann gekk í Austurbæjarskólann
og Gagnfræðaskóla Austurbæjar en
lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
> skóla Verknáms. Páll stundaði síðar
nám við Fiskvinnsluskólann, fyrst í
Reykjavík en síðan í Hafnarfirði , er
skólinn flutti þangað, og útskrifaðist
sem fiskiðnaðarmaður
1975.
Páll stundaði íþróttir af
kappi á unga aldri og
keppti í fótbolta, frjáls-
um, sundi og fimleikum.
Að loknu gagnfræðaprófi
lék Páll með ýmsum
landsþekktum hljóm-
sveitum s.s. Tempó,
Sextett Ólafs Gauks og
hljómsveit Önnu Vil-
hjálmsdóttur, ásamt
Gunnari Bemburg og
Guðmundi Ingólfssyni.
Páll starfaði hjá ísbirninum að
loknu námi, hóf síðan störf hjá Haf-
rannsóknarstofnun og starfaði þar til
1982. Þá flutti fjölskyldan norður á
Blönduós.
Páll var aðalbókari hjá Jóni ísberg,
sýslumanni Húnavatnssýslu, í tæp
Páll Böðvar
Valgeirsson.
Valgeirsson
þrjú ár og starfaði síðan hjá Skag-
strendingi hf. á Skagaströnd.
Hann flutti á Selfoss 1993 og hóf
þar, ásamt öðrum, eigin rekstur fisk-
vinnslufyrirtækisins, Sjávarfangs hf.
Hann hóf svo störf hjá íslenskum sjáv-
arafurðum hf„ 1996, fyrst við sérverk-
efni í Kína, sem framleiðslustjóri, en
er nú þjónustustjóri í sjófrystideild
fyrirtækisins.
Fjölskylda
Páll kvæntist 31.5. 1980 Sigríði
Jónsdóttur f. 7.10. 1954, sjúkraliða.
Hún er dóttir Jóns Bjarnasonar bónda
í Dufþaksholti í Hvolhreppi í Rangár-
vallsýslu, og Maríu Guðmundsdóttur
sem er látin, húsfreyju.
Böm Páls og Sigríðar eru Valgeir
Matthías, f. 23.5. 1981; Maríanna, f.
17.1. 1983; tvíburarnir Rakel og
Rebekka, f. 16.12.1987.
Systkini Páls em Guðný Hrafnhild-
ur, f. 15.4.1941, hárgreiðslumeistari og
matráðskona hjá íslenskum Aðalverk-
tökum við Vatnsfellsvirkjun; Svava, f.
28.8. 1942, starfsmaður Orkustofnunar
í Reykjavík; Brynhildur, f. 27.9. 1943,
ketiðnaðarmaður, búsett í Calgary í
Kanada; Baldur, f. 24.6. 1945, fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Norð-
urlands vestra á Blönduósi; Stefanía,
f. 1.11. 1956, deildarstjóri hjá sýslu-
manninum í Kópavogi og fyrrum út-
varpsþulur; Valgeir Matthías, f. 2.1
1962, rafvirki hjá RARIK á Blönduósi.
Foreldrar Páls era Valgeir Matthi-
as Pálsson f. 6.7 1911, fyrrum umsjón-
armaður við Austurbæjarskólann, og
Anna Sigríður Baldursdóttir f. 16.2
1921, d. 4.3.1996, húsmóðir
Páll verður að heiman á afmælis-
daginn.
Jón Sigmundsson
Jón Sigmundsson, bóndi á Ein-
fætingsgili í Bitrufirði í Stranda-
sýslu, er áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Jón fæddist í Einfætingsgili og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
gekk i farskóla í Óspakseyrarhreppi
í tvo vetur, fjórar vikur í senn.
Jón tók við búi foreldra sinna
1953 og stundaði þar síðan búskap.
Þá starfaði hann jafnframt um ára-
bil i Kaupfélagi Bitruíjarðar á
Óspakseyri og var þar verkstjóri
um skeið.
Jón starfaði i ungmennafélaginu
Smára og síðar í ungmennafélaginu
Hnoðra, var félagsmaður í Búnaðar-
félagi Óspakseyrarhrepps og í Kaup-
félagi Bitrufjarðar á Óspakseyri.
Hann hefur sungið í Óspakseyrar-
kirkju í rúmlega sjötíu ár.
Fjölskylda
Jón kvæntist 31.10. 1953 Elínu
Gunnarsdóttur, f. 15.3.1933, bónda á
Einfætingsgili. Hún er dóttir Gunn-
ars Jónssonar, f. 18.5. 1896, d. 25.2.
1979, bónda í Gilsfjarðarmúla í
Geiradalshrepp hinum forna, og
Sólrúnar
Guðjónsdótt-
ur, f. 24.2.
1899, d. 21.1.
1985, hús-
freyju.
Börn Jóns og
Elínar eru
Sigmundur,
f. 24.1. 1957,
sölumaður
Jón Sigmundsson. var kvæntur
Guðnýju S.
Þorgilsdótt-
ur en þau skildu og eru dætur
þeirra Jóhanna Mjöll og Elínrós, en
sambýliskona Sigmundar er Inga
Þórunn Sæmunsdóttir; Guðjón Frið-
bjöm, f. 16.6. 1958, húsasmíðameist-
ari en sambýliskona hans er Mar-
grét Vagnsdóttir; Gunnar, f. 4.12.
1959, rennismiður en kona hans er
Ragnheiður Sveinsdóttir og eru
böm þeirra Guðjón Ingi og Sórún
Ásdís; Sólrún, f. 17.7. 1961, sjúkra-
liði en maður hennar er Ingimund-
ur Jóhannsson og eru böm þeirra
Jón, Unnur og Elín; Lýður, f. 29.1.
1967, vélamaður en kona hans er
Rósa Þorleifsdóttir og eru böm
þeirra Bryndís Ósk (fósturdóttir
Lýðs), og Magðalena Sif; Jóhann
Láms, f. 28.8. 1969, húsasmiður en
kona hans er Kolbrún Þorsteinsdótt-
ir og eru dætur þeirra Sara og íris.
Systkini Jóns: Lýður, f. 17.4.1911,
d. 19.6. 1984, verkamaður á Akra-
nesi; Signý, f. 30.8. 1912, húsfreyja í
Lyngási; Indriði, f. 26.8.1922, bóndi i
Árdal.
Foreldrar Jóns vora Sigmundur
Lýðsson, f. 8.7. 1880, d. 8.6. 1960,
bóndi og gullsmiður á Einfætings-
gili, og Jóhanna Sigmundsdóttir
Knudsen, f. 23.8. 1886, d. 13.6. 1969,
húsfreyja að Einfætingsgili.
Atvinna í boði
Frjáls fjölxniáltin óskar aá rááa í eftirtaliá starf:
Umbrot
Vinna viá an^lvsin^a^erá, umfrot og ú tlitslr önnun.
Þefeking á Quark, Freekiand, Pkiotoslrop, Wrcl
ogf Netinu nauásynkeg.
í k>oði er fjökl>reytt starf í nútíma-fjökmiákaumkiverfi
og Jpátttakea í spennantli nmliótastörfnni.
Ekdri umsóknir ósleast enclurnýjaáar.
Umsólenir Lerist DV, Þverkiokti 11, merlet: ,,DV-atvinna".
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999
Hl hamingju með afmælið 22. nóvember
85 ára
Stefanía Kristín Árnadóttir, Víðimel 19, Reykjavik.
80 ára
Garðar Jónsson, Hlaðavöllum 8, Selfossi. Guðlaugur Björgvinsson, Odda, Borgarfirði eystra. Guðrún Eyjólfsdóttir, Skagabraut 37, Akranesi.
75 ára
Svala Eiríksdóttir, Hjarðarhaga 48, Reykjavík.
70 ára
Einhildur Esja Alexandersd., Torfufelli 27, Reykjavík. Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Lindasíðu 2, Akureyri. Ingunn Klemenzdóttir, Hjálmholti 2, Reykjavík. Karen Guðlaugsdóttir, Garðarsbraut 47, Húsavík.
60 ára
Ásrún Tryggvadóttir, Skipholti 26, Reykjavík. Guðrún Axelsdóttir, Álftamýri 24, Reykjavík. Jónas Jónsson, Kálfholti, Hellu. Sveinn Sæmundsson, Hverafold 33, Reykjavík. Viktoría Jóhannsdóttir, Engjasmára 5, Kópavogi.
50 ára
Adda Höm Hermannsdóttir, Reykjamörk la, Hveragerði. Birgir Ögmundsson, Reykjabyggð 12, Mosfellsbæ. Friðrik Þorbergsson, Móabarði 37, Hafnarfirði. Heiðrún Friðriksdóttir, Birkihlíð 33, Sauðárkróki. Lísa Karólfna Guðjónsdóttir, Skipholti 38, Reykjavík. Sigurbjörg Jónsdóttir, Miðtúni 4, Seyðisfirði. Svanfríður Magnúsdóttir, Kambaseli 63, Reykjavík.
40 ára
Ámi Sigurðsson, Höskuldsstööum, Akureyri. Dagbjört Linda Gunnarsdóttir, Norðurvöllum 46, Kefiavík. Elísabet Amoddsdóttir, Birkiteigi 12, Keflavik. Gróa Karlsdóttir, Byggðarholti la, Mosfellsbæ. Guðmundur Steinþór Ásmundsson, Smáragötu 6, Vestmannaeyjum. Hallgrímur G Sigurðsson, Breiðuvík 57, Reykjavík. Helgi Helgason, Skeiðarvogi 7, Reykjavík. Hilmar Þór Zophoníasson bifvélavirki, Hólavegi 25, Siglufirði. Hann tekur á móti gestum í Lionshúsinu, Suðurgötu 6, laug- ardaginn 27.11. kl. 20.00-24.00. Melissa Diane Lyle, Grænukinn 11, Hafnarfirði. Ómar Valur Steindórsson, Einholti 14e, Akureyri. Svala Pálsdóttir, Kirkjubraut 37, Akranesi. Sveinn Guðlaugur Jónsson, Sunnubraut 6, Blönduósi. Uthis Inthirat, Miklubraut 16, Reykjavík. Þórður Ragnar Þórðarson, Hvammi, Akureyri.