Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 Islenska myndbankaforritið Loksins allar myndirnar á vísum stað! Opnum netverslunina í desember og bjóðum þá FRÍTT kynningareintak. Sjá www.net-album.net Kynning fyrir fjárfesta verður á 1 Grand Hótel 23. nóv. kl.17. I Skráning: | thor@net-album.net og í síma 899-2430 Á nýlagðri klæðingu þarf að draga verulega úr ferð og sýna mikla tillitssemi. A ^lpí'^nc,e, IUMFERÐAR RÁÐ NÝLÖGÐ KLÆÐING Skagafjörður Utboðá tryggingum Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í tryggingar fyrir sveitarfélagið, stofnanir þess og fyrirtæki, eins og nánar er lýst í útboðsgögnum. Um er að ræða brunatryggingar fasteigna, húseigendatryggingar, lausafjártryggingar, bifreiðatryggingar, slysatryggingar, frjálsa ábyrgðartryggingu o.fl. Utboðsgögn verða til afhendingar á skrifstofu sveitarfélagsins að Faxatorgi 1 á Sauðárkróki frá og með mánudeginum 22. nóvember 1999. Tilboðum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins, Faxatorgi 1, 550 Sauðárkróki, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 10. desember 1999, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi þannig merktu: „SkagafjörðurTryggingarTilboð." Allar frekari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 453 5133. Sveitarfélagið Skagafjörður. Utlönd Tsjetsjenía: Solzhenitsyn ver árásirnar Rússneski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn, AlexcUider Solzhenitsyn, lýsti í gær yflr stuðn- ingi við hemað Rússa í Tsjetsjeníu. Sagði hann árásirnar nauðsynlegt svar við sprengjuárásunum í fjöl- býlishúsum í Rússlandi og uppreisn múslíma í Dagestan. Solzhenitsyn sagði að öfgamenn hefðu staðið fyr- ir árásum og mannránum í suður- hluta Rússlands frá því að Rússar héldu frá Tsjetsjeníu 1996. „Við höfum verið á undanhaldi í 15 ár. Við höfum alls staðar geflst upp, til dæmis 1996 en það var ekki metið nóg. Land okkar getur ekki afsalað sér réttinum til að verja sig. Það vorum ekki við sem gerðum árás. Það var ráðist á okkur. Það var einkum augljóst í Dagestan þar sem tilgangurinn var að kúga Dagestana og komast til Kaspía- hafs.“ Solzhenitsyn, sem sneri heim til Rússlands 1994 eftir 20 ára útlegð, hefur að undanfórnu gagnrýnt harkalega vestræna efnishyggju og hugmyndafræði frjálshyggjumanna. Flóttamenn frá Tsjetsjeníu, sem eru að reyna að snúa heim frá Ingúsetíu vegna skorts á nauðsynjum, verða að notast við ýmis farartæki, þar á meðal gripavagna. Rússar gerðu í gær harðar árásir á bæinn Urus-Martan sem er skammt frá Grosní. Símamynd Reuter Viltu líta vel út 1 u m m M m 11 T ! 553 3818) l 1I Nú bjóöum viö þér mánaöarkort í Trimform á aðeins kr, 5.900. Frír prufutími fyrir þá sem ekki hafa prófaö Trimform hjá Berglindi. TRIM /\F0RM I i I E í » * T I B I * l ____________/ Stuttar fréttir i>v Kínverskt geimfar Kínverjar skutu á loft mann- lausu geimfari um helgina sem borið getur geimfara. Skotnir til bana Maður, sem fékk ekki inngöngu í veislu í Indiana í Bandaríkjun- um, skaut í gær til bana þrjá og særði tvo áður en hann svipti sig lífi. Harka gegn Kína George Bush, ríkisstjóri í Texas, lofaði í gær að sýna Kína hörku í samn- ingaviðræðum, yrði hann kjör- inn forseti Bandaríkjanna á næsta ári. Bush hvatti einnig Banda- ríkjastjórn til að styðja ekki lánveitingar til Rússa úr alþjóðasjóðum fyrr en þeir hættu hemaði í Tsjetsjeniu. Danskir njósnarar Danska öryggislögreglan rann- sakar nú hóp Dana sem talinn er hafa stundað njósnir á dögum kalda stríðsins. 710 létust í skjálftanum Að minnsta kosti 710 létu lifið og 5100 slösuðust í jarðskjálftan- um sem reið yflr Tyrland 12. nóv- ember síðastliðinn, Mótmæli viö herskóla Þúsúndir efndu í gær til mót- mæla við herskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrir hermenn frá M-Ameríku. Var skólinn sagð- ur þjálfa einræðisherra og morö- ingja. Lækkuð laun Laun óháða saksóknarans Kenneths Starrs myndu lækka um 60 prósent færi hann aftur til starfa hjá gömlu lög- mannastofunni sinni. Þegar Starr hætti störfum vegna málaferlanna gegn Clinton Bandaríkjaforseta var hann með um 2 milljónir doll- ara á ári. Honum hefur nýlega verið boöið starf þar á ný. Árs- launin yrðu einungis 800 þúsund dollarar. Hamasfélagar lausir Jórdönsk yfirvöld létu í gær lausa um 20 félaga í palestínsku Hamas-samtökunum. Þegar var flogið með fjóra félaga til Qatar. Deilt um brotthvarf ísraelar og Palestínumenn deila enn um hvaöa svæði á Vest- urbakkanum ísraelar eigi að hverfa frá. Liðhlaupa leitað Breska lögreglan leitar nú lið- hlaupa úr IRA sem taldir eru und- irbúa hryðjuverk á Englandi. Netið bjargar Með aðstoð Netsins er hægt að vinna bug á atvinnuleysi, að því er Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagði á fundi með leið- togum evr- ópskra jafnað- armanna á ítal- íu í gær. Leiö- togamir sögðu að ríkisstjórnir yrðu að með menntun skapa þegnunum tæki- færi til að tryggja eigin velferð sína. Áramót á fangaeyju Nelson Mandela, fyrrverandi forseti S-Afriku, ætlar að fagna nýju ári á fangaeyjunni Robben Islands þar sem hann var hafður í haldi í litlum fangaklefa í 18 ár. Um 500 gestir verða i veislu Mandela og Thabos Mbekis, nú- verandi forseta S-Afríku. Stevie Wonder og Miriam Makeba skemmta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.