Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 Spurrúngin Hlustarðu á útvarps- leikrit? Steinuim Bára Þorgilsdóttir hár- snyrtir: Já, það kemur fyrir. Signin Ólafsdóttir kennari: Mjög sjaldan, því miður. Þóroddur Eiríksson verkanxaður: Nei, það geri ég ekki. Karólína Ósk Þórsdóttir 9 ára: Stundum, en það er skóli hjá mér á þeim tíma. Eva Hrönn Pálmadóttir, vinnur á Hótel Sögu: Ég geri það eins oft og ég get. Helma Þorsteinsdóttir afgreiðslu- dama: Nei, aldrei. Lesendur Ótrúlega sein- heppið dómskerfi „íslandsvininum" Kio Briggs hefur nú verið hampað nóg í islensku réttar- kerfi, að mati bréfritara. Enn hefur þó lögmaður Briggs hér á landi ekki fall- ið frá skaðabótakröfunni um 27 milljónir frá ríkinu Briggs til handa. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Það er löngu komin hefð á að þeir listamenn, eink- um af erlendu bergi brotnir, sem hér drepa niður fæti, að ekki sé nú talað um dveljist þeir hér að ein- hverju marki, fái viðurnefnið „ís- landsvinur". Ofur- mennið Kio Briggs, sem tekinn var fastur í Leifsstöð á sínum tíma með rúmlega 2000 e-töílur, hlýtur að teljast til þeirra. Svo mjög var hon- um hampað hér meðan á dvöl hans stóð. Hvílík ósvífni að loka þennan Is- landsvin inni, sem var svo alveg blásaklaus, að dómi Hæstaréttar! Auðvitað átti „einhver annar“ töfl- urnar sem hann kom með til lands- ins. Briggs var með sjómannsáráttu og vildi beint á sjóinn. Á sandölum, og í ermalausum bol. Hvað annað? Og þar kom að nokkrir hæstarétt- ardómarar vorkenndu manninum gegndarlaust og sýknuðu íslands- vininn. En ekki fór vinurinn á sjó- inn að heldur. Hann valdi sér land- vinnustörf af ýmsu tagi en ekki fór mörgum sögum af því hvaða störf þetta voru nákvæmlega. Það næsta sem við heyrðum af þessum íslandsvini var að hann var handtekinn á Jótlandi og nú með 800 e-töflur. Trúlega leikur hann sama leikinn þar í landi. En Danir vor- kenna ekki stórglæpamönnum. Hann mun því væntanlega fá harðan dóm og svona menn eiga jú varla annað skilið en að sitja inni í áratug eða svo. Það minnsta. - Og nú krefur ís- landsvinurinn Briggs íslenska ríkið um 27 milljónir króna í skaðabætur. Þetta minnir óneitanlega á mál sem kom upp í Reykjavík fyrir u.þ.b. 10 árum. Þar var á ferð róni einn feitlaginn sem tróð sér inn um salemisglugga í húsi í Þingholtun- um. Hann var óheppinn inbrotsþjóf- ur því hann lenti með höfuðið ofan í salernisskálinni og festi fæturna í gluggkarminum. Sex tímum síðar kom húseigandinn og ætlaði að nota salemið en sá þá hinn óheppna með hausinn niðri í skálinni. Löggan kom og leysti hann úr prísundinni. Innbrotsmaður húðskammaði húsráðanda fyrir að hafa ekki. skál- ina lokaða og hótaði að kæra illa meðferð. Ekki veit ég hve mikið hann fékk en ekki er ótrúlegt að hann hafi haft eitthvað upp úr krafsinu. Jafn fáránlegar eru kröfur Briggs íslandsvinar og lögmanns hans um skaðabætur. Hæstiréttur íslands hefur nú áunnið sér skömm, bæði í máli Briggs íslandsvinar og í máli barna- níðings og kynferðisafbrotamanns. Réttarfar á íslandi er sérstaklega seinheppið, svo ekki sé meira sagt. Hvað næst? Skarphéðinn Einarsson. Útburður 50 leigjenda Reykjavíkurborgar Júlíus Valdlmarsson talsmaður Húmanistaflokksins skrifar: Húmanistaflokkurin mótmælir harðlega fyrirhuguðum útburði á 50 íbúum úr leiguhúsnæði Reykja- víkurborgar. Meirihluti þeirra sem leigja hjá borginni eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar og þeir sem búa við verstu kjörin. Ráðamenn borgarinnar hafa beitt þeirri aðferð að endurskil- greina þessa skjólstæðinga sveitar- félagsins og kalla þá nú viðskipta- vini Félagsbústaöa hf. Með þessu er verið að drepa á dreif þeirri megin- skyldu samfélags okkar, sem sveitarfélaginu er ætlað að fram- kvæma, að allir hafi húsaskjól. R-listinn komst til valda undir yf- irskini félagshyggju en hefur nú kastað grímunni og skýtur sér á bak við köld viðskiptasjónarmið. Nýkapítalismi Reyjavíkurborgar, sem lýsir sér í þessum aðgerðum, mun fyrirsjáanlega fjölga útigangs- fólki og þeim sem búa munu í heilsuspillandi og allsendis ómann- eskjulegum húsakynnum. Húmanistaflokkurinn varar við þessari þróun og ráðamönnum sem verða sífellt tilfinningalausari fyrir þeirri líðan sem tillitslausar að- gerðir þeirra valda fólki. Björgum börnum frá gæsku líknarfélaganna 300860-5839 skrifar: Nú þegar verið er að taka fyrir frumvarp á Alþingi um bann við spilakössum ætti þjóðin að taka sig saman og þrýsta á þingmenn um að sameinast um að banna þennan ófögnuð. Alltaf þegar rætt er um þessi mál er fólkið sem gengur spilakössunum á hönd gert ábyrgt fyrir sínum gjörðum. Þetta er þó ekki svona einfalt að mínu mati. Mér finnst tími til kominn að Rauði kross íslands, Háskólinn og ráðamenn verði gerðir ábyrgir fyrir þessu vegna þess að þessir aðilar komu spilakössunum á fót á sínum tíma. Ég er þess fullviss að hefðu kassamir aldrei komið væri það fólk sem hefur fyrirfarið sér á lífi i þjónusta allan sólarhringjnn f—1 H pV H r\.r) H Lesondm gata sent mynd af sér með bréfum sfnum sem birt verða á lesendasíðu Mér þykir skrýtið að ekki skuli heyrast frá samtök- um sem helga sig börnum, gegn þessum viðbjóði, segir bréfritari m.a. og á við spilakassa RKÍ og Há- skólans dag. Einnig hefðu einstaklingamir sem misstu húsin og fjölskyldurnar verið í sinum húsum með sínum fjölskyldum. Maður skilur ekki þá fjáröflunarleið að þurfa að rústa fjölskyldum í stórum stil og jafnvél leiða menn til sjálfsvígs. Sumir tala um að RKÍ þurfi sína tekjustofna. Alveg rétt. En ég bendi á að þar sem t.d. RKÍ eða Háskólinn hafa rú- stað fjárhag margra fjölskyidna ættu þess- ar stofnanir að vera búnar að ávaxta sitt fé vel í dag. Við afgreiðslu frum- varpsins á Alþingi vil ég hvetja fjölmiðla til að birta nöfn þeirra á þingi sem vilja halda áfram að rústa fjöl- skyldum þessa lands í nafni frelsisins. Mér þykir skrýtið að ekki skuli heyrast frá sam- tökum sem helga sig börnum, gegn þessum viðbjóði. Börnin okkar eru þó stærsti áhættuhópurinn. Meira að segja hefur SÁÁ aldrei barist eða lagst gegn spilakössum, enda ein af stærri tekjulindum þeirra samtaka. Þar er líka því slagorði haldið á lofti að aðeins örfáir einstaklingar séu fíklar, hinir séu „bara að prófa“. I>V Út er komin bókin... Hörður Harðarson skrifar: Hvernig getur Ríkisútvarpið leyft sér að standa að bókarkynn- ingu í almennri dagskrá, svo sem í morgunútvarpi Rásar 2 eins og gerðist í morgun (fimmtud. 18. nóv.). Þar var kallaður til höfund- ur fuglabókar einnar sem nú er nýkomin út. Bókin er áreiðanlega hið versta verk en það nær engri átt að Ríkisútvarpið sé að pikka út einn og einn höfund bókar eða plötu og kynna hann sérstaklega. Almennir og sérstakir kynningar- þættir í RÚV á bókum hafa við- gengist og eru orðin hefð en svona einkaflipp starfsmarma RÚV gengur alls ekki. Þetta er enn eitt dæmið um hvemig starfs- fólk RÚV ráðskast með stofnun- ina eins og því þóknast. Ný flugstöð Guðjón Sigurðsson skrifar: Nú er komið að því sem margir spáðu, þegar umræðan um endur- byggingu Reykjavíkurflugvallar stóð sem hæst, að það myndu renna tvær grímur á yfirvöld sam- göngumgla þegar að því kæmi að hefja framkvæmdir við nýjar flug- brautir. Sannleikurinn er sá að allar framkvæmdir þama eru hreint óráð. Því er það að nú kem- ur skyndilega upp sú kenning að ný flugstöð sé forsenda þróunar á Reykjavíkurflugvelli. Hvers konar rugl er þetta? Á kannski að fá samþykkta byggingu að nýrri flugstöð í Vatnsmýrinni áður en aðrar framkvæmdir hefjast? Lítið þýðir að rífa upp allar brautir og flughlöð ef svo verður ekkert af flugstöðvarbyggingu. Allt er málið út úr kú og vænlegast er að hætta við allar framkvæmdir þama. Endurmat á öryrkjum Axel hringdi: Eftir að hafa lesið frétt i DV um par á fertugsaldri sem byggi í skemmdum bíl og ætti ekki í nein hús að venda kom mér hug hvort ekki væri tímabært að endurmeta alla öryrkja í landinu sem nú þiggja bætur og aðstoð frá hinu op- inbera. Myndarleg kona á fertugs- aldri sem stendur í báða fætur og baðar út höndum, hún er tæplega 75% öryrki, þótt það kunni svo sem að geta verið. En fólk þarf ekki að halda að það hafi einhver forréttindi umfram aðra þótt það hafi verið svipt forræöi yfír börn- um sínum. Því miður er alltof mik- ið um misnotkun fólks á bótum innan félagsmálageirans sem hefur þó staðið vel að úrlausn flestra mála sem þangað berast. í lokin vil ég benda þeim á sem af einhverj- um ástæðum vilja endilega búa í bíl að hægt er að fá mjög ódýrar en þokkalegar Skodabifreiðir á bíla- sölum víða um borgina. Borgin býður í Perluna Sólveig skrifar: Er það bara rétt sem ég er að lesa héma þessa stundina, að Reykjavíkurborg (les borgar- stjórnin) muni bjóöa eitthvað um 100 manns í lúxuskvöldverð á gamlárskvöld. Málsverð sem kosta á 21 þúsund krónur? Perlan er sögð taka um 300 manns í sæti og hinir 200 sem eiga aö kaupa sig inn eiga þá væntanlega að greiöa kostnaðinn af boði borgarinnar á hinum 100 útvöldu. Hverjir skyldu það nú verða? Borgarstjóri ásamt borgarfulltrúum og vara- borgarfulltrúum og „elítan" úr menningarmaflunni, þeir sem valdir voru til að sjá um undir- búning að framkvæmdinni „Menningarborg Evrópu" og makar með. Allt er þetta fólk á ríkulegum launum fyrir störf sín svo hvers vegna aö bjóða þessu liði? - Ég fordæmi þetta bruðl og sýndarmennsku á meðan borgin berst í bökkum og ræðst að borg- arbúum með offorsi í aukinni skattheimtu á öllum sviðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.