Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 18
18 ennmg MÁNUDAGUR 22. NÓVBMBER 1999 JLlV Steinunn Sigurðardóttir heldur upp á 30 ára skáldafmæli með Hugástum: Ljóðiö er mitt heimili Steinunn Sigurðardóttir á þrjátíu ára skáldafmœli um þessar mundir. Ljóóabókin Sífellur kom út árió 1969, þegar Steinunn var aóeins 19 ára, og um síöustu helgi kom út sjötta Ijóöabók hennar, Hugástir. Auk Ijóöa hefur Steinunn skrifaö skáldsögur, m.a. Tímaþjófinn og Hjartastaö sem fœrði henni íslensku bókmenntaverölaunin 1996, smásög- ur og leikrit. valdar á Sífellur voru þó fyrst og fremst Is- lenskir módemistar. Ég er fædd 1950 og mamma átti mikið af ljóðabókum módem- ista og ungra skálda og hélt þeim að manni, Steini Steinarr, Stefáni Herði Grímssyni, Hannesi Péturssyni. Og í menntaskóla kynntist ég Sigfúsi Daðasyni, Hannesi Sig- fússyni og fleirum fyrir atbeina Baldvins Halldórssonar og hans góða leshrings. Steinunn Sigurðardóttir með um það bil þrjátíu ára millibili. Ekki verður séð að skáldskapurinn hafi hentað henni illa. Eldri myndin er úr safni DV, þá yngri tók E.ÓI. Þegar Steinunn kom fyrst fram vora tíma- mót í okkar heimshluta. 1968 var hið mikla byltingarár, kennt við æskuna, og á næstu árum og áratug óx nýju raunsæi fiskur um hrygg. Hið skorinorða ljóð var þá að vísu tíu ára gamalt i íslenskri ljóðagerð en togaðist á við hinn lífseiga módemisma, og viö spurð- um Steinunni fyrst hvar hún flokki sjálfa sig í upphafi - var hún módemisti eða nýraun- sæisskáld? Steinunn hikar bara örskots- stund áður en hún svarar. Ekki hreinræktuð „Maður hugsar ekki um sjáifan sig í flokk- um,“ segir Steinunn. „Maður gerir sinn hlut og finnst það vera verkefni fyrir aöra að at- huga hvar maður stendur og með hverjum. En ef ég lít á feril minn í heild þá tel ég úti- lokað að ég sé hreinræktuð. Tímaþjófurinn byrjar til dæmis sem tiltölulega normal skáldsaga, raunsæisleg frásögn sem síðan fer út um allar trissur í stíl og byggingu. Áhrifa- Einnig byrjaði ég snemma að lesa enska ljóð- list. Ljóð spretta ekki úr engu og áhrifavald- ar á ungt skáld hljóta að vera margir. En svo ég komi aftur að spumingunni þá finnst mér fyrstu bækumar mínar, Sífellur og Þar og þá, blandaðar. Það er ekki hægt að segja að þær séu annaðhvort raunsæjar eða módernískar." Að buiðast með húsgögn - Þú hófst feril þinn sem ljóðskáld en fórst svo yfir i sögur, fyrst smásögur og 1986 kom fyrsta skáldsagan þín. Nú býst ég við að flest- ir af yngri kynslóð líti á þig sem sagnaskáld. Hvað segirðu sjálf? „Ég hlýt að segja að ég sé bæði og - bæði ljóðskáld og sagnaskáld," segir Steinunn. „En lengstu og dýpstu rætur mínar eru í ljóði. Mér finnst eins og ljóðið sé mitt heim- Úi en prósinn mín útlönd, og það er svo miklu skemmtilegra að yrkja ljóð en skrifa prósa. Skáldsagnagerð er i rauninni hrein plága - svo ég komi nú út úr skápnum - að burðast með þetta „segir hann“, húsgögn, veðurlýsingar, það sem fólk leggur sér til munns... og öll þessi orð, þessi massi af orð- um. Vinur minn einn sem hefur bæði skrif- að leikrit og skáldsögur spurði mig hvort ég væri vitlaus að vera í þessu skáld- sagnastauti, það væru í þeim svo mörg orð. Aftur væri miklu minni vinna að semja leik- rit, og hann tiltók muninn á orða- fiölda í meðalskáldsögu og svo aftur leikriti. Já, það hanga mörg aukaatriði utan á þessum blessuðum skáldsög- um,“ heldur Steinunn áfram, „en án þeirra væru þær ekki bækur. Tíma- þjófurinn var örvæntingarfull til- raun til að losa sig undan þessum voðalegu aukaatriðum." - Þó fylgdirðu henni ekki eftir með fleiri „nýsögum"... „Nei, maður skrifar ekki Tíma- þjófinn nema einu sinni. Hann tók mig sjö ár og ég var með hita mest- allt síðasta árið! Ég vil ekki lifa þann tíma upp á nýtt þó að gaman hafi verið að safna efninu í þá sögu.“ Engin ást nema hugást Næsta ljóðabók Steinunnar á und- an Hugástum kom 1991 svo að nýja bókin hefur verið lengi í vinnslu. „Sum ljóðin i Hugástum eru jafn- vel ennþá eldri,“ segir Steinimn, „þau pössuðu bara ekki inn í Kúa- skít og norðurljós en eiga betur við Hugástir. Ljóðabók verður til á löng- um tíma því ég er alltaf að yrkja meðfram, svo raða ég inn í bók þannig að hún verði heild.“ Steinunn hefur frá því fyrsta verið ásta- skáld og titill nýju bókarinnar rímar vel við það. En hæfir hann efni þessarar bókar sér- staklega? „Titillinn er bæði réttur og blekkjandi,“ svarar Steinunn. „Hann gefur hugmynd um efni hennar en leiðir lesandann líka afvega. Þannig finnst mér ágætt að titlar séu. En hluti bókarinnar fiallar um hugástir og ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki til nein ást nema hugást - helst i fleirtölu. Ég er líka komin á það stig að mig langar til að draga saman út á hvað lífið gengur og þetta er kannski heimspekilegri bók en mínar fyrri; og hún er opnari en þær, færri myrk og tor- ræð ljóð, en það er alveg óvart. Maður stjóm- ar ljóðum miklu minna vitsmunalega en skáldsögum. Mestu skiptir aö hjartað og hausinn vinni saman þegar þú skrifar. Hjart- að má ekki fá að taka á rás út í móa og ekki hausinn heldur. Þetta verður að fylgjast að.“ Steinunn heldur upp á skáldafmælið er- lendis en Mál og menning gefur Hugástir út. Enginn punktur, ekkert strik Af fiölmörgum ofbeldisverkum hinnar nafnlausu aðalpersónu Myrkravélarinnar er aðeins einu lýst beint. Hann er ennþá ungur drengur, vopnið er klaufhamar og árásinni er lýst þannig: „Áður en ég vissi af hafði ég barið hann af alefli í hnakkann með hamrin- um.“ Þetta hamarshögg leiðir hugann að annarri söguhetju og öðram klaufhamri, upphafskafla Riddara hringstigans eftir Ein- ar Má Guðmundsson þar sem hamarshögg i höfuð setur ævintýralega strákaveröld bók- arinnar í gang. Ein leiðin að Myrkravélinni er að lesa hana sem andófsverk gegn ævin- týraheimi strákabókanna. Þetta er ekki- strákabók, ekki-þroskasaga. Sjálfsmynd aðal- persónunnar er ekki af einstökum hlutum sem felldir era i heild, punktur, punktur, komma, strik. Þvert á móti. í upphafi teikn- ar hann sjálfan sig sem einfaldan hring með þremur gapandi tóttum og þá sömu mynd teiknar hann að leiðarlokum, læstur inni í klefa fyrir andstyggilegan glæp. Þetta er heldur ekki sálfræðileg skáldsaga, þótt ýmislegt í hegðun aðalpersónunnar falli ágætlega að kenningum sálfræðinnar, t.d. samband getuleysis og brennufíknar. Kjami mannlýsingarinnar er miklu fremur tilvist- arlegur eða heimspekilegur. Og kjami er raunar ekki rétta orðið, tóm væri nærri lagi, aðalpersóna Myrkravélarinnar er maður sem frá fyrstu stundu er holur að innan og myrkrið sem hann hýsir gerir hvort tveggja að soga hann inn í sjálfan sig og gera hann algerlega kaldan fyrir umhverfi sínu og öðru fólki. Líf hans er fullkom- lega merkingarlaust, jafn- vel öfgafull reynsla ofbeldis- ins virðist láta hann ósnort- inn. Aðeins eldurinn og eyðilegging hans veita hon- um fyllingu. Nú er slík útmálun á geð- veiki, ofbeldi og merkingar- leysi náttúrlega ekki frum- leg í sjálfu sér, og eftir þann rúma klukkutíma sem tek- ur að lesa Myrkravélina eru kannski fyrstu viðbrögð að afgreiða hana sem stílæfingu í hryllingi - eftirlíkingu. En Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson þótt bókin sé stutt heldur hún áfram að leita á mann að lestri loknum. Stillinn er knapp- ur svo jaðrar við meinlæti og frásagnarhátt- urinn brotakenndur, þannig að sagan sam- anstendur af einstökum at- vikum fremur en sam- felldri frásögn. Frásögnin er á köflum þurr, allt að því skýrslukennd, en samt er í henni ákafi og spenna sem skapa rödd sögu- mannsins óvenju mikinn undirtexta, þagnir hans eru á köflum beinlínis æp- andi. Eitt af því sem stuðl- ar að þessu er hin algera fiarvera grafiskra ofbeldis- lýsinga í bókinni. Eina of- beldisverkið sem lýst er auk hamarshöggsins er árás sem sögumaður sjálf- ur verður fyrir, ofbeldi hans sjálfs er þögult, en samt miðlægt í bók- inni, holur kjami, rétt eins og persóna hans sjálfs. Frásagnaraðferð bókarinnar og efni henn- ar magna þannig hvert annað upp. Myrkra- vél Stefáns Mána er frumlegt tilbrigöi við klassiskt nútímalegt stef, athyglisverð skáld- saga ungs höfundar sem lofar góðu um fram- haldið. Stefán Máni Myrkravél Mál og menning 1999 Bergljót heiðruð Bergljót Jónsdóttir, sem hefúr stýrt listahátíðinni í Bergen í Noregi með harðri hendi undan- farin ár og stundum orðið um- deild, hefúr nú fengið sérstaka viðurkenningu M Frökkum fyr- ir umhyggju sína fyrir listinni. Fyrr í þessum mánuði afhenti franski sendiherr- ann í Noregi henni franska menningarorðu með þökkum fyrir glæsilega listahátíð undir hennar stjóm. Bergljótu kom heiðurinn á óvart. „Hlut- verk mitt er að beina kastljósinu að listamönn- unum sem koma á hátíðina mína,“ segir hún í samtah við Bergens Tidende, „þessi heiður bendir til þess að ég hafi ekki staðið mig nógu vel í því hlutverki!" Við óskum Bergljótu innilega til hamingju með heiðurinn. Ný lög Listahá- tíðar í Reykjavík Og talandi um listahátíð- ir þá verður glæsileg lista- hátíð hér hjá okkur næsta sumar með ballettflokki frá San Francisco, sýningu á íslands þúsund ljóðum, stórsöngvarátónleikum, Mozartóperu með brúð- um og ótalmörgu öðru. Sú listahátíð verður hin síðasta með því sniði sem verið hefúr í gildi frá upphafi, 1970. Eftir hana tekur við nýtt snið. Nú tekur fimm manna framkvæmdastjóm allar hstrænar ákvarðanir undir stjóm formanns sem th skiptis er skipaðui' af menntamálaráðherra og borgarstjóra. I nýrri skipan mun þriggja manna stjóm ráða listrænan sfjómanda sem verður einráður um efnisval á listahátíð - eins og Berg- ljót Jónsdóttir er í Bergen. Þessi listræni stjóm- andi stendur svo og fellur með sinni hátíð. Þriggja manna yfirstjóm hef- ur þegar verið skipuð þótt ekki taki hún til starfa fýrr en á næsta ári. Fuhtrúi menntamála- ráðuneytisins er Sveinn Einars- son leikstjóri, núverandi for- maður Listahátíðar í Reykjavik, fúhtrúi borgarstjóra er Hahdór Guðmundsson útgáfúsljóri og fúhtrúi Fuhtrúa- ráðs Listahátíðar var á síðasta fúndi þess kosin Karólína Eiríksdóttir tónskáld. Kepptu þær Anna Líndal myndlistarmaður um þetta sæti og sigraði Karólína mjög naumlega. Starf listræns stjómanda verður væntanlega auglýst á næstunni því undirbúningur verulega magnaðríir listahátíðar tekur langan tima. Hattariim gleymdist Þeir sem hafa séð hina einstæðu sýningu á Krítarhring Brechts í Þjóðleikhúsinu hafa tekið eftir óvenju- snjöhum höfúðfot- um. Hjálmar hermann- anna em th dæmis flottir og viðamikl- ir og maður veltir fyrir sér hvemig leikaramir fari að því að losa sig við þá þegar þeir þurfa á örskotsstundu að skipta um gervi, jafhvel inni á sviðinu. Nú hefur verið upplýst að þessir hjálmar, þótt efiúsmiklir og þungir sýnist, eru 1 raun lauflétt- ir og það sem meira er: leikaramir geta lagt þá saman eins og blævængi og stungið þeim í vasa sinn! Sá sem bjó th höfúðfotin í sýningunni heitir Rósberg R. Snædal og er hattari en svo slysalega vih th að nafiúð hans gleymdist í sýningar- skránni. Hér er bætt úr þvi. Bókatíðindin komin Bókatíðindi 1999 em komin út og nú er verið að dreifa þeim um aht land. Þar em kynntar ah- ar helstu bækur sem gefhar eru út á árinu og hafa kynningar í ritinu aldrei verið fleiri. Er óþarft að lýsa hve gagnlegt þetta rit er á bóka- II heimilum. Ókeypis happdrættismiði er á baksíðu Bóka- tíðinda og verða dregnir út í næsta mánuði 24 vinningar, einn á dag fram að jólum. Vinning- ; amir era bókaúttekt fyrir 10.000 krónur. Vinn- j ingsnúmer verða birt í dagblöðunum, auk þess • sem upplýsingar em gefhar hjá bóksölum og Fé- Jj lagi íslenskra bókaútgefenda sem gefur ritið út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.