Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fúlmennin hóta „Þetta hefur verið skelfilegur tími - alveg frá því í ágúst. Líf okkar hefur verið þaulskipulagt og ailir á varð- bergi. Hér í sveitinni var allt ólæst áður. Nú er allt lok- að og harðlæst.“ Þetta er lýsing foreldra 18 ára pilts sem svokallaður handrukkari hefur hótað lífLáti vegna flkni- efnaskuldar. í Helgarblaði DV lýstu Björn Hansen, bóndi í Skagafirði, og Edda Haraldsdóttir, eiginkona hans, því hvemig líf fjölskyldunnar hefur breyst eftir að fúlmenni og hrottar höfðu í hótunum við son þeirra og fjöl- skylduna: „Viltu þá að sonur þinn verði drepinn?" Bjöm Hansen og Edda Haraldsdóttir sýna mikinn kjark að koma fram opinberlega með þeim hætti sem þau gerðu á síðum DV og með framgöngu sinni varpa þau ským ljósi á alvarlegt þjóðfélagsmein: hrottar eru famir að ráðast til atlögu við heilu fjölskyldumar, halda þeim í gíslingu undir ógnunum og hótunum um líkams- meiðingar og jafnvel líflát. Heimur sem íslendingar hafa aðeins haft afspum af eða kynnst í gegnum kvikmyndir um glæpahringi erlendra stórborga er orðinn hluti af daglegu lífi fjölda íslenskra fjölskyldna. DV hefur á undanförnum vikum og mánuðum reynt að draga þennan veruleika undirheimanna, þar sem fúl- menni hafa völdin, fram í dagsljósið. í september greindi blaðið frá því að hrottar hefðu ráðist á og misþyrmt 23 ára gömlum manni til að innheimta fíkniefnaskuld sem bróðir hans hafði stofnað til. „Sonur minn er búinn að vera undir lögregluvemd í allan dag. Þeir handleggs- og fótbmtu hann, auk þess að berja hann með þungu vasa- ljósi í andlitið. Hann er heppinn að vera á lífi.“ Þannig lýsti faðir fórnarlambsins aðforunum. Sagan úr Skagafirði er því langt frá því að vera eitt- hvert einsdæmi. Fúlmennin fara sínu fram, að því er virðist óhrædd við lög og reglu. „Við höfum verið með drenginn minn í felum í fleiri mánuði. Síðast var BMW- liðið að elta okkur,“ sagði faðir pilts sem lenti fyrr á ár- inu í manni sem nú hefur verið ákærður fyrir lífláts- hótanir gegn fjölskyldu piltsins. „Þeir settu þá strákinn í skottið á bíl og óku með hann í burtu. Það sem bjargaði honum þá var að hann var með GSM-síma og gat látið mig vita. Síðan fór lögreglan í málið,“ sagði faðirinn í viðtali við DV síðastliðinn föstudag. Fátt er verra fýrir foreldra en að horfa upp á bömin sín ánetjast fíkniefnum eða lenda í klóm glæpahyskis sem einskis svífst. Margir foreldrar hafa ekki þorað annað en að greiða „skuldir“ barna sinna til að þau sleppi ómeidd úr klóm fúlmenna. Hræðslan og óttinn ráða skiljanlega ferðinni. Það er kominn tími til að skorin verði upp herör gegn hrottunum sem fara sínu fram. Fjölmiðlar hafa þá skyldu að draga fram í dagsljósið hvernig fjölskyldur, en þó einkanlega ungmenni, hafa orðið fórnarlömb hand- rukkara. Lögregluyfirvöld verða að tryggja öryggi þeirra sem verða fyrir barðinu á glæpahyskinu með öllum til- tækum ráðum. En löggjafinn verður fyrst að vinna sína heimavinnu og færa lögreglu þau vopn sem nauðsynleg eru í baráttunni sem svo auðvelt er að tapa. Bjöm Hansen og Edda Haraldsdóttir hafa sýnt þann kjark að takast á við hrottana. Spumingin er hvort ís- lendingar yfirleitt búa yfir sama kjarkinum. Óli Bjöm Kárason „Fljótsdalsvirkjun hrekkur ekki til fyrir 1. áfanga, Kárahnjúkavirkjun er undir í 2. áfanga og i þeim þriðja gæti röðin verið komin að Dettifossi." Glæfraspil Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður iðju en það hlutfall myndi hækka í 80% með Reyðarfjarðaráli. Langmestur hluti þeirr- ar orkusölu yrði tengd- ur markaðssveifum á áli. Hver skyldi eiga að standa undir áhættunni af þeim viðskiptum? Hver á að borga fyrir gróður- húsaáhrifin? Losun gróðurhúsaloft- tegunda frá 480 þúsund tonna álverksmiðju er samkvæmt frummats- skýrslu talin verða 853 þúsund tonn sem myndi auka slíka mengun um 40% hérlendis. Að „Hugmynd stjórnvalda um 480 þúsund tonna álverksmiðju á Reyðarfirði er fráleitasta tiltæki sem sögur fara af hérlendis. Slíkt fyrirtæki kallar á 6700 gíga- vattstundir af orku ár hvert, sem er jafnmikil orka og nú er fram- leidd hérlendis samanlagt“ Hugmynd stjórn- valda um 480 þús- und tonna álverk- smiðju á Reyðar- firði er fráleitasta tiltæki sem sögur fara af hérlendis. Slíkt fyrirtæki kall- ar á 6700 gígavatt- stundir af orku ár hvert, sem er jafn- mikil orka og nú er framleidd hérlend- is samanlagt, bæði til almennra nota og stóriðju. Fljóts- dalsvirkjun hrekk- ur ekki til fyrir 1. áfanga, Kára- hnjúkavirkjun er undir í 2. áfanga og i þeim þriðja gæti röðin verið komin að Dettifossi. Þótt ekki hafi verið samið fom- lega um orkuverð dylst engum að þar stefnir í svarta- lágmark í þeim til- gangi að egna fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Iðnað- arráðuneytið og MIL hafa allan ára- tuginn markaðsfært ísland sem. land þar sem í boði sé lægsta orku- verð í Evrópu og lítil skriffinnska á sviði umhverfismála! Nú er komið að Landsvirkjun og fleirum að standa undir þessari stefnu með almenna raforku- notendur sem bakhjarl. Á síðasta ári greiddi stóriðjan að meðaltali tæpan þriðjung af því sem almenn- ingsveitum var gert að greiða [88 aura í stað 286 aura fyrir kílóvatt- stundj. Slíkt eru fáheyrðir við- skiptahættir. Nú eru rösk 60% raf- orkuframleiðslunnar bundin stór- óbreyttu myndi það gera íslend- ingum ókleift með öllu að standa við ákvæði Kyoto-bókunarinnar sem þó er aðeins fyrsta skrefið af mörgum til að verjast loftslags- breytingum af mannavöldum. „Til aö uppfylla ákvæði Kyoto-bókun- arinnar yrði að öðrum kosti vænt- anlega að auka losunarkvóta á al- þjóðamarkaði, en kostnaður vegna þess er ekki tekinn með í útreikn- ingana," segir í sömu skýrslu. Einnig er hér á ferðinni fullkomið ábyrgðarleysi litið til framtíðar. Eina hugsanlega mótvægið við slíka mengun er samkvæmt frum- matsskýrslu „Aukin skógrækt“. Ekkert er fjallað nánar er um það „mótvægi“, en hafa má í huga að samkvæmt áætlunum síðustu ríkisstjómar var áætlað að kosta myndi 480 miljónir króna að binda 22 þúsund tonn af gróðurhúsa- lofttegundum. Áhættan fyrir fámennt samfélag Staðsetning risafyrirtækis sem þessa í fámenninu á Austurlandi er einn reyfarakenndasti þáttur þessa máls. Áætlað er að verk- smiðjan fullbyggð kalli á 720 árs- verk og að annað eins bætist við í öðrum störfum i grennd hennar. Þau gögn sem fylgja frummats- skýrslu um þessi efni eru ótrú- lega rýr, þar á meðal skýrsla Nýsis hf. Fulltrúar Byggðastofnunar, sem beðnir voru um álit á málinu með litlum fyrirvara, benda á fjölmörg óvissuatriði og veikleika í fyrir- liggjandi gögnum og telja þeir bú- setuþættina í heild ekki hagstæða álverinu. Þjónustu þurfi að lík- indum að kaupa að í miklum mæli, sem væri íþyngjandi fyrir verksmiðjuna. Með stóriðjufram- kvæmdunum og risaálverksmiðju á Reyðarfirði væri tekin stórfelld áhætta fyrir samfélagið á Mið- Austurlandi, atvinnulif sem þar er fyrir og æskilega þróunarkosti, m.a. á sviði ferðaþjónustu. Svo gæti farið þegar upp er stað- ið að stóriðjuframkvæmdirnar dragi úr atvinnustarfsemi sem fyr- ir er og að nettóáhrif á fólksfjölda verði langtum minni en haldið hefur verið fram. Á heildina litið eru fyrirætlanirnar um risaál- verksmiðju mesta glæfraspil sem hugmyndir hafa komið fram um hérlendis. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Flugþjónusta í einkarekstur „Verulegar breytingar hafa orðið á undanförnum árum á rekstri flugmálastjórna og flugvalla. Sá rekstur hefur lengstum verið í höndum ríkisins. Flugmálastjóm hefur nú sums staðar verið færð til sjálfstæðra hlutafélaga í ríkiseign, en rekstur flug- valla og flugstöðva verið einkavæddur... Full ástæða er fyrir íslendinga til að fylgjast með þessari þróun og einkavæða þá þætti þjónustunnar við flugið, sem augljóslega geta orðið skilvirkari og ódýrari með þeim hætti... Samkeppni og einkarekstur hefur hald- ið innreið sína í þjónustu við flugið. Mikilvægt er, að íslendingar taki þátt í þeirri þróun að draga úr ríkisrekstri í flugþjónustu sem á öðrum sviðum, far- þegum og flugreks'trarfyrirtækjum til hagsbóta." Úr forystugreinum Mbl. 19. nóv. Ríkisútvarpið - dagskrá starfsmanna „Ríkisútvarpið - útvarp og sjónvarp - er fyrst og fremst dagskrá, sú dagskrá sem starfsmenn þess skapa. Allar framkomnar hugmyndir um breytingu fyrirtækisins í hlutafélag sniðganga þessa grundvafl- arstaðreynd ... Tillögumar um breytingu Ríkisút- varpsins i hlutafélag eru vanhugsaðar og reistar á vondum rökum, þær taka ekkert mið af höfuð- tilgangi og meginhlutverki Ríkisútvarpsins, heldur tillögur örfárra yflrmanna þess um að hefja undir- búning breytinga sem leiða til þess að sá fjölmiðill sem þjóðin treystir mest og best, glatast." Jón Ásgeir Sigurðsson í Mbl. 19. nóv. Gögn og gæði samfélagsins „Auðvitað vilja ferðamenn sjá ósnortna náttúru, en þeir vilja líka sjá hvaða hugvit samfélagið notar til að nýta sér þær auðlindir sem það ræður yfir. Samkvæmt viðhorfskönnunum, sem gerðar hafa ver- ið meðal ferðamanna í Mývatnssveit, er ekki grein- anlegur munur á mikilvægi ósnortinnar náttúru og mannanna verkum. Þeir ferðamenn sem fá að sjá og kynnast Kísiliðjunni og Kröfluvirkjun hrífast af því hugviti sem þar er notað ... Aðalatriðið er hvort við ætlum að nýta landsins gæði og hvaða afleiðingar það hefur á alla þætti samfélagsins. Það þýðir ekkert að þykjast vera hlynntur landsbyggðinni en vera svo á móti öllum hugmyndum til eflingar atvinnulifs þar ... Við skulum tala hreint út og þurfum að hafa þor til að taka á viðkvæmum málum.“ Pétur Snæbjörnsson í Degi 19. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.