Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 16
16 enmng MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 U'V Tumi þumall oa Golíat í Undralandi Magnús Pálsson er frábær listamaður sem á að baki fjölbreyttan og merkilegan feril bæði sem myndlistarmaður og leikhúslista- maður. Það er i raun óskiljanlegt að frægðar- sól hans skuli ekki skína skærar en hún ger- ir því verk hans eru algjörlega I sérflokki. Hann er einstaklega frumlegur og víðfeðmt áhugasvið hans endurspeglast I myndlist hans en verk hans eru gjarnan á mörkum þess að vera leikhús, bókmenntir eða tónlist. Sýning hans í galleríi i8 er í þremur hlut- um. Á hillu eftir endilöngum langveggnum eru margir litlir silfurstólar, ílestir nokkuð hefðbundnir í forminu en allmargir samt á einhvem hátt brogaðir, t.d. samvaxnir tveir eða fleiri svo í raun hafa sumir glatað gildi sínu sem stólar. Á stöpli á gólfinu hvílir borðplata með fleiri sams konar stólum. Rauðvínskarafla hefur oltið yfir hana og kramið nokkra stóla undir sér og vínið hef- ur þornað í blettum. Á myndbandi sem varp- að er upp á endavegg gallerísins eru sömu litlu silfurstólamir nema hvað listamaður- inn sjáifur er mixaður inn í myndina. Mynd- bandið hefst á nokkurs konar jarðskjálfta, svo gengur listamaðurinn inn, fær sér sæti og flytur textann með löngum þögnum og inn á milli skelfur allt og nötrar. Verkið end- ar á því að listamaðurinn hverfur, sviðið skelfur og vínflaskan steypist yfir það. Magnús Pálsson: Sögubrot hans eru fyndin en maður hlær ekki því það er í manni einhver uggur. DV-mynd E.ÓI. Myndlist Áslaug Thorlacius Textinn er brotakenndur og samhengis- laus og mun að einhverju leyti fenginn að láni frá öðrum en þó gæti ég trúað að Magn- ús ætti sjálfur drjúgan part. Sögumar eru frá ýmsum tíma, úr óliku umhverfi og snúast um allt og ekkert, jafnt hversdagslega hluti sem sjaldgæfa. Flutningurmn er fremur til- breytingarlaus - þó af og til æsi þulurinn sig upp og æpi - og í raun er honum ekki beint tÚ áhorfenda heldur inn í hom gallerísins. Sögubrotin eru fyndin en maður hlær ekki því það er í manni einhver uggur, eins og eitthvað válegt vofi yfir sem maður festir ekki hönd á. Magnús er einmitt snillingur í að framkalla tilfinningar sem áhorfandinn á erfitt með að skilgreina því hann fer ekki auðveldu, augljósu brautina að stemmning- unni heldur langsótta og krefjandi bakdyra- leið. Hver er merkingin? Þetta er margslunginn heimur, fullur af þversögnum og þaö sem gerist er á skjön við það sem við yfirleitt teljum rökrétt. Lista- maðurinn situr í stól sem passar í lófa hans sjálfs og í raun gerist verkið í Putalandi og Risalandi samtímis. Stórbrotnar hamfarir hagga listamanninum ekki, hann æsir sig hinsvegar yfir mjaltavélum og múgavélum og öörum hversdagslegum hlutum. Þegar ævintýrið er úti liggja siifurstólamir, tákn auðs og valds, eins og hráviði um sviðið, beyglaðir og ataðir víni. Þetta er algjörlega magnað verk þó ekki sé hlaupið að því að finna „réttu“ merkinguna. Það fjallar samt greinilega um gildismat og af- stöðu og lýsir bældri angist, e.t.v. óttanum við óöryggið sem felst í vit- neskjunni um hverfulleika viðmiða og hluta. Magnús stendur fyllilega undir nafni sínu sem „hinn mikli“; hann er algjör meistari. Eini gallinn er hvað textinn er óskýr á köflum. Eiginlega er ekki síðra að koma eft- ir lokun og horfa af götunni því hátalarinn fyrir utan galleríið er íviö betri en hinn sem inni er. Myndin nýtur sín líka prýðilega utan úr myrkrinu og bandið gengur fram eft- ir kvöldi. Maður skyldi aðeins muna að klæða sig vel því verkið tekur fullan hálf- tíma í flutningi. Sýning Magnúsar í i8, Ingólfsstræti 8, stendur til 5. des., og ef þið viljið komast inn er opið fim.-sun. kl. 14-18. Einmana á ecstasyklúbb Augnkúluvökvi, ný ljóðabók Steinars Braga, er beint framhald af seinasta hluta Svarthols frá 1998. Hann náði þar takti sem hann heldur út nýju bókina, ertandi and- stuttum takti sem byggist á því að klippa á ljóðlínur þar sem tvísýnt er um framhald og lætur merkingu og form rekast á. Iðulega þarf að byrja upp á nýtt þegar meiningin reynist ekki vera sú sem lesandi reiknaði með: á Esjuna fellur snjór og undanfariö hef ég veriö einmana á ecstacyklúbb í Amsterdam át ég pillur og lagöist í orgíu vafmn í reyk í London sagöist gul barfluga vilja deyja salthneturnar grétu svört gasella kunni breik á mánudegi var manni hrint fyrir lest í Hamborg rneig ég blóði og svo framvegis í „heimsborgarinn" (13). Mælandi þessara ljóða er ungur nútíma- maður og hann leggur áherslu á að hann sé hér og nú, ekki þar og þá. Við erum stödd á aldahvörfum í Augnkúluvökva, á tíma og stað tilfinningaleysis þegar tárin eru kald- hæðnislega kölluð vökvi augnkúlanna. Ef til vill er þó nær að tala um tilfinningaótta, eins og i „um nótt á götu í borg“ þar sem maðurinn ímyndar sér að um leið og hann játi „þér“ ást sina „komi mennimir af ökrunum og skeri mig á háls“ (7). Tilfinn- ingar eru lika skoplegar - „það er grátlegt að vera / hamingjusamur og hlægilegt að / vera þjáður" (26). Veröld þessara ljóða er kaldranalegur nútiminn í okkar heimshluta, óþrifalegur, spilltur, mengaður, trylltur, þrunginn óhamingju, svikum, óeðli, grimmd, geð- veiki, klámi, eitri og vimu og má taka nærri hvert ljóð bókarinnar sem dæmi um þetta. Þvingað og gelt kynlíf sem lítið yndi er af er afþreying fólksins hér eins og í hinu óhugnan- lega ljóði „nætur rennd sleikt sköp“ (19). Það er dæmigert að dýrið í þess- ari borg er kráka, augn- laus, viðbjóðslegur og jafnvel háskalegur vargur. Meginstilbragð bók- arinnar er upptalning og skáldið er örlátt á orðaforða sinn. Til að negla þau í nú- tíð er boðháttur sagna notaður (“líði vindur sveiflist tré komi sígarett- ur“), einnig lýsingarháttur nútíðar (“mettandi steinefnum rafboða full- nægingar / hægða- losunar hækkandi kliðar síð ustu dýrslegu / nætur ríðandi dauða lifs þíns“) auk venjulegrar nútíðar. Þessi stílbrögð herða á ljóðunum og auka tilfinn- inguna um hrun, hraða ferð aö endalokum. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Víða verða ljóðmyndir kvikmyndir, sjá til dæmis „drjúpandi Upprifinn traðkaður". Veröld Steinars Braga er engin blóma- brekka með bunulæk og fer heldur ekki batnandi ef marka má „um endur- hljóðblandanir strumpanna", þar sem hann spáir meðal annars lækkandi hrá- efnisverði mannslíkamans. í seinasta hluta bókarinnar læðist að vísu nýr tónn inn, tónn hryggðar, eins og þrátt fyrir allt sé eftirsjá að þessum ömurlega stað (“flöskuskeyti"). Til hins sama benda ástar- ljóðin, frumleg og leit- andi og ekki einræð (“ósjálfrátt frábitin"). En Steinar Bragi tekur þetta hik sem undantekningu og tvíeflist i heimsslitaspám sínum í lokaljóðum bókarinnar. Vonandi hefur hann rangt fyr- ir sér því tilhlökkunarefni er að fylgjast með svo snjöllu skáldi. Steinar Bragi Augnkúluvökvi Nykur1999 Fyrirlestrar í dag kl. 12.30 flytur bandaríski listfræðing- urinn Eva Heisler fyrirlestur á ensku er nefn- ist „The Artist as Reader/ Reading as Sculpt- ure“ við Listaháskóla íslands í Laugamesi, stofu 024. Bandaríski myndlistarmaðurinn Roni Hom er vei þekkt hérlendis og hefur unnið mörg verk tengd islenskri náttúm, en á undanförnum árum hefur hún m.a. gert myndverk við ljóð Emily Dickinson. Fyrir- lesturinn fjallar um það hvemig Hom endur- skapar texta Dickinson i verkum sínum. Á miðvikudaginn kl. 12.30 flytur Guðmund- ur Oddur Magnússon, grafiskur hönnuður og kennari við LHÍ, fyrirlestur um hina nýju gullgerðarlist í Skipholti 1, stofu 113. Styrkir til ungra lista- manna Fyrir helgi fór fram úthlutun úr Styrktar- sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdótt- ur í Listasaöii íslands. í dómnefnd eiga sæti Ólafur Kvaran formaður, Halldór Bjöm Run- ólfsson og Björg Atladóttir. Til úthlutunar fyrir árið 1999 vora þrír styrkir að upphæð 300.000 krónur hver og hlutu þá Amgunnur Ýr Gylfadóttir, Þóroddur Bjamason og Guðný Rósa Ingimarsdóttir (á myndinni tekur systir hennar Halldóra við styrknum). Alls bárast 45 umsóknir. Þóroddur Bjarnason er fæddur árið 1970 og hefur á sínum stutta ferli sýnt óvenjulegt áræði í vali á miðlum og vettvangi fyrir list sína. Guðný Rósa Ingimarsdóttir er fædd árið 1969 og hefur tekist á við reynsluheim kon- unnar í verkum sínum. Hún nýtir hún sér hina löngu hefð hannyrðanna og býr til þrí- víða hst sem framkallar í upplifun áhorfand- ans vanga- veltur og spumingar um kvenlega reynslu. Amgunn- ur Ýr Gylfa- dóttir er fædd árið 1962. Hún er eini málar- inn í hópnum og tengist landslagshefðinni í íslenskri myndlist, en þó á sérstæöan og per- sónulegan hátt. Refirnir á Hornströndum Margir minnast með ánægju bókar Páls Hersteinssonar Agga Gagg: Með skollum á Ströndum sem kom út 1997. Páll fylgir henni nú eftir með bókinni Refimir á Homströnd- um þar sem hann bregður upp í máli en aðal- lega í fjölmörgum litmyndum svipmyndum af íslenska refnum i kjörlandi sínu á Hom- ströndum, stærsta friðlandi refa hér á landi. Veiðileyfi á refi var takmarka- laust allt til árs- ins 1994, þá var loksins viður- kennt að refur- inn væri eðli- legur hluti íslenskrar náttúra sem bæri að vernda - enda hefur hann verið hér frá lokum ísaldar og er eina upprunalega landspendýrið á íslandi. Höfundur hefur stundað rannsóknir á vistfræði refa í meira en tvo áratugi og má glöggt sjá á myndunum að þeir líta á hann sem aldavin sinn. Refimif gefa myndasmiðum tækifæri til að skoða ís- lenska náttúra frá óvenjulegum sjónarhóli og era margar myndirnar bæði fallegar og fyndnar. Auk þess að umgangast refi er Páll prófess- or við Háskóla íslands þar sem hann kennir atferlisfræði og vistfræði spendýra. Ritverk gefur bókina út. Allir saman nú Guðmundur Andri Thorsson hefur þýtt litla sögu eftir Anitu Jeram sem heitir All- ir saman nú. Þar segir frá þvi hvemig Kanínumamma eignaðist krílin sín þrjú, Kanínu litlu (eins og lög gera ráð fyrir), Unga htla og Mýslu píslu. Þó að tvö þau síðamefndu minni ekkert á kanínur era þau samt börnin hennar Kanínu- mömmu og skemmtilegast af öhu finnst þeim að þramma í takt um skóg- inn sinn: AUir saman nú! Mál og menning gefur út. Umsjón Sílja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.