Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 36
------------------------------------- mmmm , Vinnbigstölur laugardaginn: 20.11.’99Yj/fíO 1 2 3 12 SV_. Jókertölur vikuniicir; Vinningar Fjöldl vinninga Vlnnings- upphæð 1. 5 af 5 0 8.742.250 2. 4 af 5+4® 1 536.350 3. 4 af 5 90 10.280 4. 3 af 5 3.609 590 XV 9 7 4 8 5 m FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 Landhelgisgæslan: Sótti slasað- an skáta og sjómann Landhelgisgæslan þurfti tvisvar að senda þyrlur sínar út til að sækja slas- aða menn. Minni þyrlan, TF-Sif, var send að Úlfljótsvatni seinni partinn á laugardag til að ná í ungling sem hlot- ið hafði höfuðáverka. Unglingurinn hafði verið á gangi með skátaflokki sinum úr Kópavogi er hann hné niður og hlaut við það höfuðhögg. Vont veð- ur var á svæðinu, erfltt að komast að þeim slasaða og því var þyrlan send af stað. Áverkamir reyndust ekki jafn al- varlegir og í fyrstu var talið. Stærri þyrlan, TF-Líf, var kölluð út í gærmorgun til að sækja fótbrotinn sjómann á togarann Hólmadrang sem staddur var á Hampiðjutorginu, um 90 mílur vestur af Látrabjargi. Var maðurinn fluttur á Sjúkrahús Reykja- víkur. -GLM Hálkan tekur toll: Fimm bílveltur við Keflavík Slæmt veður og færð ollu fimm bílveltum við Keflavík um helgina, þremur aðfaramótt sunnudags og tveimur í gærmorgun. Fljúgandi < !•■? hálka og krapi var í bænum og á Reykjanesbraut og Grindavíkur- vegi. Engin alvarleg slys urðu en tveir voru fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsl. -GLM Erill víða Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast um helgina. Aðfaranótt sunnudags var róstusöm og voru margir teknir vegna gruns um ölvun- arakstur og nokkrir vegna minnihátt- ar slagsmála. Erillinn virtist þó ekki eingöngu vera bundinn við Ákureyr- inga því að sögn lögreglumanna víða um land, m.a. í Keflavík, Vestamanna- , eyjúm og á Selfossi, voru margir úti að /"4' skemmta sér um helgina og mikil ölv- un og eriii því samfara. -GLM I »Á*^l-Sport mest lesið íþróttafréttir í DV-Sport á mánu- dögum eru mun meira lesnar en íþróttafréttir Morgunblaðsins eða Dags á þriðjudögum. Þetta er niður- staða nýrrar könnunar Félagsvís- indastofnunar á lestri dagblaða sem framkvæmd var um síðustu mán- aðamót. DV-Sport er efst á blaði með 7,7 í einkunn frá lesendum en bæði íþróttafréttir Morgunblaðsins og Dags fengu 7,3 í einkunn. Sjá DV-Sport, bls. 21 Elvar Haraldsson, Kristófer John Unnsteinsson og Matthías Freysson í Árbænum léku við hvern sinn fingur þegar þeir voru að leggja lokahönd á fyrsta snjókarlinn sinn í vetur. Talsvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. DV-mynd Hilmar Þór Öryggi SVR ábótavant vegna lélegs viðhalds strætisvagna: Með bilaðar bremsur og stýri í umferðinni - staðfest og sönnuð dæmi til um slíkt, segja fulltrúar starfsmanna „Já, það hefur komið fyrir að vagnar hafa farið óviðgerðir út að morgni, t.d. með bilaðar bremsur. Það er auðvitað alvarlegt mál, þótt það sé afar sjaldgæft," segir Guð- mundur Norðdahl, vagnstjóri og fuLltrúi starfsmanna í öryggis- nefnd SVR. Fulltrúar vagnstjóra hafa sent ' frá sér bréf um viðhaldsmál vagna SVR, þar sem m.a. segir: „Þessi mál, [viðhald vagnannaj þarfnast verulegrar lagfæringar. Alltof al- gengt er að vagnar komi óviðgerð- ir út að morgni með hreina, skýr- ingalausa bók, dag eftir dag, þrátt fyrir ítrekaðar viögerðarbeiðnir vagnstjóra. Vagnstjórar geta ekki gert við vagna sína sjálf- ir og geta ekki farið með þá á önnur verkstæði. Þess vegna er það lág- markskrafa að viðgerðar- beiðnum sé sinnt af fullri alvöru. Til eru staðfest og sönnuð dæmi um að vagnar séu settir út á leið meö biluð stýri og bilaðar bremsur." Guðmundur vill þó ekki meina að viðhald vagnanna sé almennt í lamasessi, heldur sé frekar um að kenna of miklu álagi á verkstæði SVR. Að sögn Guð- mundar hefur yfirstjóm SVR held- ur ekki tekið á þessum málum og kennir hann að hluta til um samskiptaerfiðleika milli yf- irstjómarinnar og vagnstjór- anna, þ.e.a.s. að ekki hafi verið hlustað á vagnstjórana í þessu máli. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, sagðist ekki vilja ræða þessi samskiptavandamál í fjölmiðlum og sagðist ekki kannast við það að viðhaldi á vögnum SVR væri ábóta- vant. „Ég veit ekki betur en að við- haldið sé í ágætu lagi en mér finnst ekki rétt að ræða um þessi samskipti í fjölmiðlum - slík vandamál á að leysa innan fyrir- tækisins." -GLM Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. Veðrið á morgun: Slydda eöa snjókoma sunnanlands Norðaustanátt og él á norðan- verðu landinu, 13-18 m/s á Vest- fjörðum en annars hægari. Breytileg átt og slydda eða snjó- koma með köflum sunnanlands. Frost 1 til 4 stig norðanlands en um eða rétt yfir frostmarki sunn- anlands. Veðrið í dag er á bls. 45 Ólafur F. Magnússon: Aðrir virkjunar- kostir betri „Skoðánakönnun sem Staðarvals- nefnd um álver á Reyðarfirði lét gera og nefndin heldur fram að sýni að ís- lendingar viti ekki hvað lögformlegt umhverfismat er var villandi og ófag- leg. Þar var spurt um lagatexta sem sumir alþingismenn hafa ekki fullkomna þekkingu á. Þorri almennings er nógu skýr til að sjá aðalatriðin, fagleg vinnubrögð og lýðræðislegan rétt al- mennings til umsagnar og andmæla sem farið er yfir áður en lokaákvörð- un er tekin. Til að þetta sé hægt þarf tima en keyra á málið í gegnum þing- ið á ofsahraða," segir Ólafur F. Magn- ússon borgarfulltrúi við DV. “Hægt er að fá miklu meiri orku með virkjun Jökulsár i Fljótsdal með þvi að fara austur fyrir Fljótsdal, með Hraunavirkjun. Þá er hægt að sam- eina Fljótsdalsvirkjun og Kárahnjúka- virkjun í eina virkjun og þyrma Eyja- bökkum og skoða ætti fleiri mögu- leika við virkjun háhitasvæða á Norð- austurlandi." -GLM i i i i i i i i Dagatöl j SÍYJAR ey VÍDDIR i Sími 569 4000 Hafnarbraut 23, Kóp. |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.