Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 nn Ummæli Deilur við dómarann „Það er dálítið merkilegt að sá lögmaður sem i átti mestan þátt í , því að menn létu yíirleitt hvarfla i i að sér að leyfi- f ; legt væri að , deila við dómar-1 ann er nú einmitt sá sem * * gagnrýnir menn harðlega fyrir að leyfa sér að hafa skoðun á margfrægri dómsniðurstöðu Hæstaréttar.“ lliugi Jökulsson, á Rás 2. Sykurrokk »Ef Kolrössur ætla að halda áfram að sykra rokkið sitt svona ofhoðslega verða þær allar orðnar tannlausar eftir ár.“ Dr. Gunni, í hljómplötugagn- rýni, í Fókus. Þegar sjómenn verða leiðinlegir „Mér leiðist þegar forystu- menn sjómanna- samtakanna henda striðs- hönskum í allar áttir.“ Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastj. Út- vegsmannafé- lags Akureyrar, ÍDV. Misjöín gæðin „Stundum gerist það að menn gera eitthvað og þeim er umbunað fyrir. En í þessum heimi er mönnum misjafnlega umbunað fyrir hluti og ég skrifa ekki upp á að það sé í réttu hlutfalli við mikilvægið." Ólafur Jóhann Ólafsson rit- höfundur, í Fókus. Rithöfundar sem skipta máli „Höfundur sem uppsker hat- ur fyrir skrif sín skiptir að i minnsta kosti máli. Ef enginn nennir að leggja fæð á rithöfund þá eru bók- menntir komn- ar ískyggilega langt út á jaðar okkar sjónarsviðs." Árni Bergmann rithöfundur, í DV. ( íslenska kvikmynda- sumarið „Nú er komið sumar og ég vona að það verði langt og gott. íslensk kvikmyndagerð er ung og henni liggur ekkert á að eldast." Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur. Helga Sigrún Harðardóttir, atvinnumálaráðgjafi Reykjanesbæjar: Eins og að taka við forsetaembætti DV, Suðurnesjum: „Fyrstu dagarnir í þessari nýju vinnu hafa aðallega farið í það að kynnast starfinu sem mér líst mjög vel á og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ segir nýráðinn at- vinnumálaráðgjafi Reykjanesbæjar, Helga Sigrún _______________________________ Harðardóttir. ■■ x , _ . „stamð er Maður dagsms margþætt og fyrir störf sín í útvarpi. „Fjölmiðlaá- huginn byrjaði þegar ég var þátttak- andi í skólaútvarpi Fjölbrautaskóla Suðumesja sem siðan varð að svæðis- útvarpinu Brosinu, þaðan fór ég til útvarps Umferðarráðs og var á Aðal- stöðinni fjölbreytt en helstu hlutverk eru að stuðla að atvinnuþróun á starfssvæð- inu með ráðgjöf til forsvarsmanna fyrirtækja varðandi þau vandamál sem þeir eiga við að etja. Við aðstoð- um einnig einstaklinga sem áhuga hafa á stofnun fyrirtækja, stöndum fyrir námskeiðahaldi ásamt því að vinna að undirbúningi ýmiss konar atvinnuþróunarverkefna og eram sveitarfélögum til ráðuneytis." Helga Sigrún sagði það líka vera í verkahring atvinnuráðgjafa að aðstoða ýmsa aðila við undirbún- ing umsókna um hvers kyns fyr- irgreiðslu. Þá sagði hún eitt af þeim sérverkefnum sem nú væru í vinnslu vera Evrópu- verkefni sem styrkt er af Leon- ardo-áætluninni í samvinnu við Portúgali og Dani sem miðar að því að styrkja tengsl og sam- vinnu atvinnulífs og skóla. Helga Sigrún er með BEd-próf frá Kennaraháskóla íslands og » útskrifaðist náms- og starfsráð- . gjafi frá Háskólanum. Hún hefur starfað við kennslu bæði í grunn- skóla og ökuskóla en er senni- lega þekktust DV-mynd Arnheiður Gulli 909. Mér hefur yfirleitt fundist gam- an í öllum þeim störfum sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það var gaman að kenna og það er ofsalega gaman að starfa við útvarp en það var kominn tími til að snúa sér að einhverju öðru.“ Helga Sigrún er Njarðvíkingur en hefur undanfarin sex ár búið í Reykjavík. „Nú er ég aftur komin heim og ég hef fengið svo ótrúleg- ar móttökur að það er engu lík- ara en að ég sé að taka við for- setaembætti. Það er ótrúlegasta fólk sem hefur boðið mig vel- komna og það yljar mér óneitan- lega um hjartarætur." Helga Sig- rún segist líka njóta þess að vera nálægt fjölskyldu sinni en hún er ein fjögurra glæsisystra. Tvær syst- ur hennar, þær Harpa Lind og Brynja Björk, hafa báðar orðið feg- urðardrottningar Suðumesja auk þess sem Harpa varð einnig fegurðardrottning Islands fyrir tveimur árum. Helga Sigrún segir helstu áhugamál sín vera fatasaum og lestur. „Ég hef mjög gaman af því' að sauma og hanna föt og hef gert nokkuð af því og síðan les ég mikið þá helst góðar skáldsögur og ýmislegt rnn lífið og tilver- una.“ Helga Sigrún á eina dóttur, írisi Ösp, sem er þrett- án ára gömul. -AG Ein mynda Brynju sem hún nefnir Konur. % Pennateikn- ingar Brynja Ámadóttir hefur opnað sýningu á penna- teikningum í kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi. u Þetta er tólfta einkasýning Brynju og hefur hún sýnt víða um land. Sýningin er opin á afgreiðslutíma húss- ins og stendur til 4. desem- ber. Klippimyndir og málverk Þessa dagana sýnir Sigur- borg Stefánsdóttir klippi- myndir og málverk í Lista- sal Man, Skólavörðustíg. Sigurborg stundaöi listnám í Kaup--------------- manna- hofn og Sýnmgar lauk prófi úr teikni- og graflkdeild Skolen for Brugskunst 1987. Þetta er áttunda einkasýn- ing Sigurhorgar. Sigurborg starfar sem kennari við MHÍ. Sýningin stendur til 3. desember. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2560: Þolfall Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber í hlutverkum sínum í Rósu frænku. Rósa frænka Frá og með deginum í dag verð- ur Stoppleikhópurinn í leikfor um Norður- og Vesturland meö kyn- fræðsluleikritið Rósu frænku eftir Valgeir Skagfjörð. Leiksýningin, sem frumsýnd var 29. september síðastliðinn, hefur fengið góðar viðtökur og eru sýningar orðnar um sextíu talsins. Sýnt er fyrir 9. og 10. bekk grunnskólans. í dag verður sýnt í Grundar- skóla á Akranesi, kl. 9.40, og kl. 11.00 í Heiðarskóla í Leirársveit. Á morgun verður sýnt í Brekku- bæjarskóla á------------------ Akranesi, kl. LeíkHÚS 10.25, og kl. _______________ 13.00 í Grunnskólanum Borgar- nesi. Á fimmtudaginn verður svo leikhópurinn í Varmahlíð, á Siglufirði og á Sauðárkróki og á föstudag á Hvammstanga og Blönduósi. Leikarar í Rósu frænku eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkels- dóttir. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson, hljóðmynd vann Hjörtur Howser, tæknimaður er Yngvi Reimarsson og leikmynd og búninga hannaði leikhópurinn. Bridge Nú er lokið 7 kvölda hausttvímenn- ingi Bridgefélags Reykjavikur með sigri heimsmeistaranna Guðlaugs R. Jóhannssonar og Amar Arnþórsson- ar. Alveg fram á síðustu stundu var mikil keppni um efsta sætið. Bræð- urnir Anton og Sigurbjöm Haralds- synir og Hrólfur og Oddur Hjaltasyn- ir voru allan tímann í baráttunni um efsta sætið en urðu á endanum að láta í minni pokann. Næsta keppni félags- ins er hraðsveitakeppni sem hefst 24. nóvember næstkomandi. Hér er eitt spil frá síðasta spilakvöldinu i tví- menningnum. Fjögurra spaða samn- ingur er vænlegur á hendur n-s enda var hann spilaður á 7 borðum af 11 í A-riðlinum. Á einu borðanna þróuð- ust sagnir n-s á þann veg að vömin gat hagnýtt sér upplýsingarnar í sína þágu. Norður gjafari og NS á hættu: * KD10762 - -f K832 * G75 ♦ ÁG * 96543 ♦ 95 * K432 * 953 * KDG17 * D6 * ÁD86 * 84 Á1082 * ÁG1074 * 109 Norður austur suður vestur 2 ♦ pass 2 grönd pass 3 ♦ dobl 4 ♦ p/h Tveir tíglar var multi-sagnvenja, lýsti veikri opnun með 6 spil í öðr- um hvorum hálitanna. Tvö grönd var spurnarsögn og þrír tíglar lýstu hámarkshendi með spaðalit. Það gaf austri færi á að dobla sem lagði grunninn að vöm- inni. Útspil vesturs var tígulnían og austur kallaði með fjarkanum. Sagn- hafi átti slaginn á drottninguna og spilaði strax spaða. Vestur rauk upp með ás og spilaði meiri tígli og aust- ur átti slaginn á tíuna. Hann ákvað að spila næst tígulgosanum (til að benda á hjartastyrk) og suður reyndi í örvæntingu sinni að trompa með spaðaníu. Spaðagosinn var þriðji slagur varnarinnar og vestur spilaði síðan hjarta. Sagnhafi hafði ekkert annað að gera en henda laufi í blindum og hjartaás- inn varð fjórði slagur vamarinnar. Að hnekkja fjórum spöðum gaf 19 stig af 20 mögulegum. Isak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.