Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MnESZD- Astin spyr ekki um aldur Þegarfólk velur sér maka er algengast að hann sé á svipuðum aldri. Það er þó langtfrá því að vera álgild regla eins og Tilveran komst að í gær. Viðmælendur Tilverunnar í dag eru þrjú pör sem eiga það sameiginlegt að á þeim er töluverður aldursmunur. Þau eru þó öll sammála um að aldursmunurinn sé algjört aukaatriði í sambandi þeirra. Arna Emilía Vigfúsdóttir og Kristján Árnason: Bætum hvort annað upp Arna Emilía Vigfúsdóttir, húsmóðir og BA í íslensku, og Kristján Ámason pró- fessor kynntust fyrir níu árum. Þá var hún 28 ára að aldri en hann 43 ára. Hvemig voru þeirra fyrstu kynni? „Þau vom afskaplega rómantísk. Þetta var á kosninganótt árið 1990 og við vorum bæði að gera okkur glaðan dag í Þjóðleikhúskjall- aranum," segir Ama. Hún segir að þessi nótt hafi verið alveg yndisfög- ur. „Okkur leið strax mjög vel sam- an,“ segir Ama brosandi. „Það var mér mikils virði að kynnast honum og fjöldamörgum vinum hans sem tóku mér mjög vel,“ segir hún. En kom það vinum þeirra og fjöl- skyldum ekkert á óvart að þau skyldu taka saman þrátt fyrir ald- Aldursmunurinn styrkti hjónabandið - segja hjónin Ásta Dóra Egilsdóttir og Jón Jóhann Jónsson sem eiga 40 ára brúðkaupsajmæli á næsta ári ó það sé fremur regla heldur en hitt að hjón séu á líkum aldri, að það muni kannski ekki nema tveim til þrem árum, þá er það alls ekki algilt. Á Ísafírði em t.d. hjón þar sem aldursmunurinn er heil tuttugu ár. Þetta em þau Ásta Dóra Egilsdóttir húsmóðir og Jón Jóhann Jónsson leigubíl- stjóri. Hann er fæddur 19. októ- ber 1922, en hún er fædd 5. mars 1942. unni, bæði daga og nætur. Ég vann heima, enda nóg að gera meðan bömin vom lítiL Það hef- ur mikið breyst á þessum tima. Það var miklu meira fjölskyldu- líf hér áður fyrr. Nú em kannski þrjú tO fjögur sjónvörp á hverju heimili en sjónvarp þekktist ekki áður. Það má heldur enginn vera að þvi að líta upp til að tala saman. Nú erum við flutt á dval- arheimilið Hlíf á ísafirði og þar er mjög gott að vera. Hér er líka allt til alls.“ „Ég hætti að keyra um síðustu áramót," segir Jón, sem flestir bæjarbúar þekkja sem Jón bónda, enda er hann upprunn- inn úr sveitinni í Engidal fyrir botni Skutulsfjarðar. „Þá var ég búinn með skammtinn minn og hafði verið með leigubU í rúm fimmtíu ár. Þetta hefur mikið breyst. Fyrstu árin var mikið meira að gera og ég var þá lítið heima. Það var oft hringt í mann á nóttunni og reyndar hvenær sem var sólarhringsins. Maður var ailtaf tUbúinn ef hringt var. Hjónabandið hefur samt lukkast vel, þrátt fyrir talsverðan aldurs- mun. Við eigum líka flmm efnUega stráka sem gengiu- vel í líf- inu.“ -HKr. „Við kynntumst á ísafirði 1958. Við giftum okkur svo 1960 og eigum því fjörutiu ára brúð- kaupsafmæli á næsta ári. Það hlýtur að hafa verið skrafað i bænum um þennan mikla ald- ursmun sem á okkur var en ég varð þó aldrei vör við það sjálf", segir Ásta Dóra. „Ef eitthvað er þá hefur þessi mikli aldursmun- ur heldur styrkt hjónabandið en hitt. Við eigum flmm syni en Jón var í leigubUaakstri þegar ég kynntist honum. Fyrstu árin sá ég hann voðalega sjaldan, hann var alltaf í Hjónin Jón Jóhann Jónsson og Ásta Dóra Egilsdóttir telja að mikill ald- ursmunur hafi styrkt hjónabandið ef eitthvað er. DV-mynd Rögnvaldur Bjarnason. té ® "jB' ! 11 1 1 up pt MMJM f m TomasFreyrMarteinsíon j 1 m'%/9' 1 r og Kristjana Geirsdóttir. U m - Y DV-mvnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.