Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 28
•* 36 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 I>'V 00 Ummæli Kokkteilboð og ferðalög SFimm milljónir á ag hvem einasta iag ársins í kokk- teilboð og ferða- lög er of mikið.“ Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingis- maður um risnu- kostnað ríkisins á síðasta ári, í Degi. Siðgæðislegir moð- hausar „Islendingar hafa alla tíð verið siðgæðislegir moðhaus- ar. Til marks um það má með- al annars hafa að alþjóðaorð- ið prinsipp hefur aldrei verið sómasamlega íslenskað." Sigurður A. Magnússon rit- höfundur, í DV. Enginn vill leggja mig að velli „Áreiðanlega var þetta ekkert per- sónulegt gegn mér, enginn vill leggja mig að velli.“ Páll Pétursson fé- lagsmálaráð- herra, um skotárás á hús hans, í DV. Björk og virkjunar- málin „Fólk eins og hún skynjar ekki þá stöðu sem fólk á landsbyggðinni er í, hugsun hennar nær ekki svo langt. Hún lifir í heimi fræga fólks- ins, þar sem þykir fint og gáfulegt að vera á móti eðli- legri nýtingu náttúmauð- linda.“ Eiríkur Stefánsson, form. Verkalýðs- og sjómannafé- lags Fáskrúðsfjaröar, um af- stöðu Bjarkar, í Degi. Hættulegt að vera umhverfissóði „Ég er ekki á móti virkjunum en ég vil að fram fari umhverfismat. Á nýrri öld mun hreinlega verða hættulegt að vera umhverfis- sóði. Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra, í DV. Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik: Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta DV, Suðumesjum: „Þessi ferð var mikil upplifun en við sáum lfka hvað við höfum það gott hér á íslandi þegar við fórum eitt kvöldið að horfa á meistaraflokk Evrópu í knattspymu spila í 14 gráða frosti úti undir bem lofti,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, lands- liðsþjálfari í körfuknattleik, en liöið er nýkomið heim frá Úkraínu þar sem það keppti í riðlakeppni í undankeppni Evrópumótsins sem haldin verður í Tyrklandi árið 2001. í riðlakeppninni em sex þjóðir, þ.e. Slóvenía, Makedónia, Belgia, Portúgal og Úkranía, auk íslend- inga.“ Okkur þótti allt frekar grátt í Úkraníu, bæöi landslagið og fólkið brosti lítið og það vakti athygli okk- ar að alls staðar þar sem verið var að moka snjó af gangstéttum og í undirgöngum vora það allt gamlar konur, bognar i baki og slitnar, sem unnu þau verk. Ég held að við ís- lendingar getum verið þakklátir fyr- ir margt þegar maður sér svona. Þama vom þó miklar andstæður því við rákumst líka á þekktar verslana- keðjur og matsölustaði. Friðrik Ingi tók við stöðu lands- liðsþjálfara síðastliðið sumar en hann hefur lifað og hrærst í íþrótt- um frá unga aldri. „Það má eigin- lega segja að ég hafi fengið áhugann frá afa mínum, Friðriki Steindórs- syni, sem er Valsari og mikill fót- boltaáhugamaður. Við sátum alltaf saman á laugardögum og horfðum á ensku knattspymuna. Ég byrjaði síðan að þjálfa 15 ára gamali, fýrst minnibolta drengja i körfubolta, síð- an hef ég þjálfað alla árganga í körfubolta og einnig nokkra í hand- bolta - þjálfaði 4. og 5. flokk karla og 2.og 3. flokk kvenna í handbolta. Síð- an kenndi ég forfallakennslu í Njarðvíkurskóla og var þar ganga- vörðrn- um nokkra ára skeið eða þangað til ég tók við landsliðinu núna í sumar.“ Friðrik Ingi átti sér draum um at- vinnumennsku. „Ég ætlaði mér alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta eða alveg öá því ég fékk Liverpool-galla í jólagjöf frá afa mín- um þegar ég var sex ára.“ Fyrir utan íþróttimar seg- ist Friðrik Ingi hafa mjög gam- an af tónlist og seg- ist hálfþartinn sjá eftir því að hafa ekki farið i tónlist- arskóla á unglingsár- mn. „Ég byijaði á því að syngja með skóla- hljómsveitum en þar þótti ég ekki nógu góð- ur svo ég fór að spila á trommur og virtist þá ná þeim rythma sem til þurfti og hafði gaman af því en ég hef enga hæfi- leika til að spila á önnur hljóð- færi. Það væri gaman að læra betur að spila á tromrnm- og það kemur að því að ég kaupi mér trommusett óg láti gamlan draum rætast og fari í tónlistarskóla.“ Eiginkona Friðriks Inga er Anna Þórunn Sigurjónsdóttir úr Grinda- vík og eiga þau tvö böm, Karen El- ísabetu sem er sex ára og Sigurjón Gauta sem verður tveggja ára í febr- úar. Síðan á Friðrik soninn Steinar Bjarka sem er 14 ára. „Hann er ekki mikill iþróttaáhugamaður. Ég vil meina að ef hann hefði verið meira hjá mér hefði hann ömgg- lega smitast af áhug- anum en hann hjó um tíu ára skeið í Sví- þjóð.“ -AG Maður dagsins Djassvika Múlans: Lög með orðinu blue í titlinum Nú stendur yfir Djass- vika hjá Múlanum. Djass- vikan felst í því að boðið verður upp á sveiflutónlist á hverju kvöldi og era allir tónleikarnir haldnir á efri hæð Sólons íslandusar. í kvöld munu gítarleikaram- ir Sæmundur Harðarson og Davíð Gunnarsson koma fram ásamt hljómsveit. Sæmundur og Davíð em nýkomnir heim frá Norður- löndum. Þeir munu bregða út af hefðbundnum hug- myndum um tónleika- prógrömm og einungis leika lög þar sem orðið „blue“ kemur fyrir, eins og t.d. Blue moon eða Black and blue svo dæmi séu tek- in. Ásamt Sæmundi og Dav- íð leika Gunnar Hrafnsson Skemmtanir á kontrabassa, Alfreð Al- freðsson á trommur og Frið- rik Theodórsson leikur á básúnu og syngur. Eins og fyrr hefjast tónleikamir kl. 21 og er miðaverð 1000 og kr. 500 fyrir nema og eldri borgara. Legglir Út penlllga Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Fílharmónía syngur á Selfossi í kvöld. Heill, þér himneska orð Söngsveitin Fílharmónía held- m- aðventutónleika í Selfosskirkju í kvöld og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá eru ýmiss konar hátíð- arverk og jólalög. Stjómandi Söngsveitarinnar er Bemharður Wilkinson, flautuleikari og að- Tónleikar stoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Undirleikari kórsins er Guðríður St. Sigurðar- dóttir píanóleikari og raddþjálfari Elísabet Erlingsdóttir söngkona. Á tónleikunum munu Bemharður og Guðríður einnig flytja verk fyr- ir þverflautu og píanó. Um þessar mundir er væntan- legur á markaðinn nýr geisladisk- ur Söngsveitarinnar sem ber heit- ið Heill, þér himneska orö og em tónleikamir liður i því að kynna efni sem á diskinum er. Á honum em margs konar hátíðarverk og í sumum þeirrra leikur Douglas A. Brotchie á orgel með kómum og einsöngvari á diskinum í þremur verkum er Sigrún Hjálmtýsdóttir. Bridge Bandaríkjamaðurinn Mark Horton fór í ágæta tígulslemmu i þessu spili í Reisinger-útsláttar- keppni sveita í haustleikum amer- íska bridgesambandsins sem nú standa yfir. Slemman er ágæt en legan í trompi og spaða var vond. Horton lét slæma legu hins vegar ekki slá sig út af laginu. Suður gjaf- ari og NS á hættu: ♦ Á1092 G542 ♦ D7 ♦ DG8 Suöur Vestur Noröur Austur 1 4 1 + pass 1 grand pass 2* pass 2 ♦ pass 2 * pass 3 ♦ pass 4 ♦ pass 4 é pass 6 ♦ p/h ♦ K754 * - ♦ ÁK98643 * Á3 Grandsögn Philips Alders í aust- ur lofaði 8-11 punktum og þegar austur tók bæði undir tígulinn og spaðann var Horton viss um að punktarnir myndu nýtast vel í slemmu. Útspilið var hjarta og Horton var bjartsýnn þegar h£um trompaöi heima. En þegar hann spilaði litlum tígli á drottninguna komu slæm tíðindi í ljós. Laufasvín- ing var næst á dagskrá og síðan vora tveir hæstu í trompi teknir. Laufásinn var næst lagður niður og síðan spaðakóngurinn. Þegar suður setti gosann ákvaö Horton að spila næst spaöa á tíuna. Hjarta var nú trompað heim, spaðasvining endur- tekin og suður varð að sætta sig við að fá aðeins einn slag á tromp. Hann prísaði sig sælan að hafa ekki doblað þennan samning. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.