Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Side 20
Stallone í Detox Sylvester Stallone er enn í hæsta launaflokki kvikmynda- stjama þótt hann hafi ekki ver- ið áberandi að undanförnu. Næsta kvikmynd sem við sjáum Stallone í er Detoux, spennu- mynd sem frum- sýnd verður í febr- úar á næsta ári. í myndinni leikur Stallone lögreglu- mann sem verður óvirkur í kjölfar hroðalegs atburðar. Hann innritar sig inn á hæli sem sérhæfir sig í að eiga við lögreglumenn sem hafa orð- ið fyrir áfalli. Á hælinu fer hann að gruna að sjúklingar séu myrt- ir á skipulegan máta. Fjöldi þekktra leikara leikur með Stallone, má þar nefna Tom Ber- enger, Kris Kristofferson, Steph- en Lang, Polly Walker, Charles Dutton, Robert Patrick, Rohert Prosky og Charles B. Vance. Leikstjóri er Jim Gillespie sem leikstýrði síðast I Know What You Did Last Summer. Frambjóðandinn Joan Allen hefur nánast ekki gert rangan hlut eftir að fór að bera á henni í kvikmyndaheimin- um. Hún fékk til að mynda óskar- stilnefningar fyrir leik sinn í Nixon og The Cruci- ble. Aðrar kvik- myndir sem hún hefur verið eftir- minnileg i eru Ples- antville, Face/Off og fce Storm. Á næsta ári verður frumsýnd The Contender og byggjast viðtökur mik- ið á leik hennar. Leikur hún konu sem er í framboöi til varaforseta- embættis. Lendir hún í þeirri að- stöðu að upp á yfirborðið koma gamlar syndir í kynferðismálum. Mótleikarar hennar eru Jeff Bridges, Gary Oldman, Sam Elliot, Mariel Hemingway og William L. Petersen. Leikstjóri er Rod Lurie. Frankenheimer enn að Ein þekktasta kempan í banda- rískri leikstjórastétt, John Frankenheimer, verður sjötugur í febrúar á næsta ári. Um það leyti verður frumsýnd nýjasta kvikmynd hans, Deception sem hefur kunnuglegan sögu- þráð um fyrrum fanga sem er neydd- ur til að taka þátt I stóru ráni á spila- víti. Franken- heimer er á heima- slóðum í gerð hraðra sakamála- mynda og er skemmst að minn- ast nýjustu kvikmyndar hans Ronin. Hans bestu verk eru samt kvikmyndir sem hann gerði á sjöunda áratugnum og voru yfir- leitt sterkar og dramatískar ádeilumyndir. í aðalhlutverkum í Deception eru Ben Affleck, Gary Sinese og Charlize Theron. Líf eftir The Beach Breski leikstjórinn Danny Boyle (Trainspotting) er sjálfsagt búinn að fá sig fullsaddan af Bandaríkjunum eftir að hafa verið í miklum vand- ræðum með að klára The Beach. Þurfti hann að þola vandræðagemlinginn Leonardo DiCaprio sem leikur aðalhlut- verkið og nú er komin kæra á Boyle og hans lið fyrir sóðaskap. Það er þvi ekki að undra að Boyle er nú kominn á heimaslóð- ir og tekinn til við gerð Alien Love Triangle sem fjallar um þrjár geim- verur sem koma til jarðarinar til að nema þá náðargjöf mannsins að geta elskað. I hlutverkum þremenning- anna eru Kenneth Brannagh, Coutn- ey Cox og Heather Graham. Regnbogínn frumsýnir í dag An Ideal Husband sem gerð er eftir skáldsögu Oscars Wilde og fjallar um myndarlegan og kærulausan yfirstéttarmann sem þarf að taka til höndunum til að bjarga vini sínum: allir vilja eiga. Þessu tilvonandi fullkomna hjónabandi er nú ógnað af ævintýrakonunni Frú Cheveley (Julianne Moore) sem er tilbúin að segja frá dökku hliðinni á Sir Ro- bert, leyndarmáli sem hann vill helst gleyma. Þegar Gorin fer í björgunarleiðangurinn fellur hann fljótt í vef svika og lyga. Ekki bæt- ir úr skák fyrir hann að hann verð- ur hrifinn af systur Roberts (Minnie Driver) auk þess sem hann lendir í deilum við föður sinn (John Wood). Rupert Evertett var búinn að leika I flmmtán ár í breskum kvik- myndum og á sviði við góðan orðstír þegar hann sló í gegn í My Best Friend’s Wedding. Meðal kvik- mynda sem hann hafði leikið í An Ideal Husband, sem Oliver Parker leikstýrir (Othello), fjallar um ungan yfirstéttarmann, Arthur Goring (Rupert Everett) sem er þekktur i skemmtanalifinu í London sem mikill kvennamaður, skemmtansjúkur i meira lagi og kærulaus þegar kemur að mann- legum samskiptum. Þegar hans besti vinur, Sir Robert (Jeremy Northam), kemur til hans bónar- veginn þar sem hann er um það bil að lenda í miklum vandræðum tel- ur Goring það skyldu sína að bjarga honum úr ógöngunum. Sir Robert er maður sem hefur allt til alls, snjall stjórnmálamaður, séntil- maður fram í fingurgóma og er hinn fullkomni eiginmaður fyrir Lady Chiltem (Cate Blanchett) sem Rupert Everett leikur hinn skemmtanasjúka Arthur Going. Með honum á mynd- inni er Julianne Moore sem leikur ævintýrakonuna Frú Cheveley. áður má nefna Pret-A-Porter, The Madness of King George, Dance With A Stranger og The Comfort of Strangers. Hann vakti fyrst athygli fyrir leik sinn i Another Country þar sem hann lék hlutverk sem hann hafði leikið á sviði. Everett hefur allan sinn feril leikið jöfnum höndum á leiksviði i London og meðal annars leikið í tveimur verk- um Oscars Wildes, The Importance of Being Earbest og The Picture of Dorian Gray. Rupert Everett hefur sent frá sér tvær skáldsögur, Heflo Darling, Are You Working og The Hairdressers of St. Tropez og er að vinna að sinni þriðju skáldsögu sem gerist í framtíðinni. -HK Minnie Driver leikur unga stúlku sem Arthur Goning feilur fyrir. Kringlubíó frumsýnir í dag Enemyof My Enemy, spennumynd þar sem tekist er á við skæruliða í Rúmeníu Enemy of My Enemy er spennu- mynd í anda kalda stríðsins og ger- ist að mestu leyti í Rúmeníu. Tölvuséníið Steve Parker (Peter Weller), sem vinnur fyrir Banda- rikjastjórn, er sendur til Rúmeníu en þar hefur uppgötvast að innan dyra sendiráðsins er virk kjarn- orkusprengja sem búin er að vera þar síðan á dögum kalda stríðsins. Ferðin reynist hin afdrifaríkasta því áður en hann kemur tfl lands- ins höfðu gerst atburðir sem ógna öryggi landsins. Þegar til Rúmeníu kemur kemur honum til aðstoðar Erica Long (Daryl Hannah), starfs- maður sendiráðsins sem er ekki öll þar sem hún er séð, og á hún að Daryl Hannah leikur diplómat sem veit melra en gott þykir. Peter Weller og Tom Berenger í hlutverkum tölvusérfræðings og hershöfðingja. hjálpa honum að finna lausnina svo hægt sé að aftengja kjamorku- sprengjuna. Meðan á þessu verki stendur eru þau einangruð frá sendiráðinu í gömlu herbergi og þaðan verða þau vitni að því þegar serbneskir skæruliðar gera árás á sendiráðið og taka þrjátíu og sjö gísla. Krafan er að leiðtogi þeirra verði látinn laus en honum er hald- ið föngnum, ákærður fyrir glæp gegn mannkyninu. Ef ekki verður gengið að kröfum þeirra mun einn gísl verða skotinn á hverjum klukkutíma... Leikstjóri myndarinnar, Gustavo Graef Marion, kemur frá Chfle en hefur unnið að kvikmyndagerð um allan heim. Hann lærði kvik- myndagerð í Þýskalandi og starfaði þar um hríð en flutti til Chile fyrir nokkrum árum og leikstýrði þar kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Marion flutti síðan tfl Bandaríkj- anna 1997. -HK 20 f Ó k U S 3. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.