Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Page 27
t ó n 1 i s t
haf
Duran Duran tónleikar
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur
er búin að hanna stuðpakka árs-
ins. Hún flaggar miðum á tón-
leika með Duran Duran. Pakk-
inn inniheldur ekki aðeins mið-
ana heldur líka flug til London,
flugvallarskatt og gistingu á
Stakis London Metropole Hot-
el. Það er alvöru flottræflahótel
með sundlaug, bar, sánu, æfinga-
sal og restaurant. Þessi herleg-
heit kosta 29.800 krónur og það
eru 40 miðar á lausu. Tónleikarn-
ir verða í Earls Court Arena
þann 8. desember og gleðflegheit-
in kallast Overnight Sensation
á enskri tungu. Eflaust kunna
fjörutíu Duran Duran aðdáendur
að meta pakkainnihaldið. Alla-
vega er löngu uppselt á tónleik-
ana á erlendri grundu. Það var
sjálfur Simon Le Bon „Tour
Manager" sem reddaði Ferða-
skrifstofu Reykjavíkur, kauðinn
sá hafði upp á 40 miðum. Áhuga-
samir þurfa að borga ferðina fyr-
ir 3. desember og greiða 7000
króna staðfestingagjald. Það verð-
ur haldið út þann 8. desember,
eins og fyrr segir, og haldið heim
9. desember. Aflögustundir er til-
valið að nýta í jólainnkaupin.
Nánari upplýsingar eru hjá ferða-
skrifstofunni í síma 552 3200 og
það er um að gera að standa sína
plikt sem ekta Duran Duran að-
dáandi, fyrrverandi, núverandi
og um alla framtíð. Nú er tryllt
tækifæri til að berja kempurnar rykið af gömlu plötunum og týna
augum, klippa hárið stutta að sér i nostalgíu nostalgíanna.
framan og sítt að aftan og láta
æskudrauminn rætast. Dusta
Lúdó sextett og Stefán leika fyrir dansi I Ás-
byrgi.
Víkingasveitin er meö dansleik í Fjörugaröin-
um í Hafnarfirði. Á undan spilar Jón Möller fyr-
ir matargesti.
Það er nú voða oft líf og fjör við Vesturgötuna,
nánar tiltekið í Naustkomplexinu. Hún Liz
Gammon hamrar á píanóið og gólar með i
Reykjavíkurstofunni á meðan hljómsveitin Vír-
us ærist niðri á Naustkránni. Vírusinn er að
verða vitlaus, hann getur ekki beðið eftir ára-
mótunum.
D jass
Björn Thoroddsen gítarleikari mun spila djass
á Sóloni Islandus undir yfirskriftinni „wesen",
en hann mun flytja lög eftir Wes Montgomery.
Honum til abstoðar verða Gunnar Hrafnsson á
bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21.
• K1assí k
Gítarleikarinn Arnaldur Arnarson verður með
tónleika í Óperunni kl.16.
200 nemendur Tónskóla Sigursveins koma
fram á tvennum tónleikum í dag. Kl. 11 verða
tónleikar Suzukideildar Tónskólans í Grensás-
kirkju. Þar munu 70 nemendur fiytja verk sín.
Kl.14 verða tónleikar 130 forskólanemenda
og strengjasveitar í Langholtskirkju.
•S veitin
Fiðringurinn lagði i sína síðustu Eyjaferð þetta
árið í gær og skemmti á Lundanum eins og
hann mun gera einmitt í kvöld. Rðringinn
skipa sem fyrr þeir Björgvin Gíslason gitarleik-
ari, Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og Jón
Björgvinsson trommuleikari.
Garöar Haröarson leikur og syngur við hvurn
sinn fingur á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvik frá kl
23.00.
Hinn eini og sanni Geir-
mundur Valtýsson spilar
á Odd-Vitanum á Akur-
eyri. Búast má við að
Geiri spili eitthvað af nýju
plötunni sem hann var
að gefa út. Geðveik
sveifla.
Engum þarf að leiöast í
Keflavík því hljómsveitin
Hafrót rótar upp í heima-
mönnum í og leikur af allri sinni snilld á Ránni.
Hrafn Jökulsson og Guörún Mínerva eru á túr
um landið og lesa upp úr verkum sínum. Þau
veröa á Kaffi Karólinu í kvöld þar sem fleiri ■
skáld en þau munu einnig stíga á stokk.
Hljómsveitin Land og synir heldur áfram að
kynna nýja breiðskífu sína, Herbergi 313. Þeir
leika í kvöld í vinsælasta danshúsi Suður-
lands, Ingólfskaffi í Ölfushöllinni, milli Hvera-
gerðis og Selfoss.
Hljómsveitin Papar stendur fyrir dúndurstuði í
Sjallanum og Akureyringar leika á als oddi.
Bleiustrákarnir f hljómsveitinni Sólon taka út
úr sér snuðin og spila á Duggunni í Þorláks-
höfn. Vonandi taka einhverjar heimasætur að
sér það starf að skipta á dreng'unum í hléi.
Hið margfræga jólahlaðborð verður í Vitanum,
Sandgerði. Mjöll og Skúli leika fyrir dansi til
kl. 3 eftir miönætti.
Garöar Haröar leikur og syngur (við hvurn sinn
fingur) á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík, frá kl. 23
í kvöld.
•Leikhús
%/ Þá er Krítarhringurinn í Kákasus eftir sjálf-
an Bertolt Brecht rúllaður af staö á stóra
sviði Þjóðleikhússins. Fólk keppist við að
hæla þessarri frábæru uppsetningu og er
sagt að þetta sé þaö besta sem hefur rambað
á stóra sviðið f langan tfma. Fjöldinn allur af
leikurum fer á kostum í stykkinu og er sviðs-
myndin einkar glæsileg. Dríföu þig að panta
miöa því örfá eru sætin. Sfminn er 5511200.
Baneitrað samband á Njálsgötunni er nýtt
leikrit eftir Auöi Haralds. Það er sýnt við mjög
góðar undirtektir í islensku Óperunni og hefst
kl.20. Góðir leikarar eru I sýningunni, m.a.
Gunnar Hansson. sem þykir standa sig vel
sem óþolandi gelgja. Sfminn í miöasölunni er
551 1475 en þar má einmitt fá Ávaxtakörfu-
myndbandiö.
Sýningum fer fækkandi á Feguröardrottning-
unni frá Línakri eftir Martin McDonagh. Feg-
urðardrottningin lætur samt fara vel um sig á
litla sviöinu í Borgarleikhúsinu kl.19 og biöur
leikhúsgesti vinsamlegast að slökkva á friö-
þjófunum áður en haldið er af stab.
Jónas týnir jólunum er nýtt leikrit eftir Pétur
Eggerz sem Möguleikhúsið við Hlemm frum-
sýnir um þessar mundir. Það fjallar um Jónas
sem er tölvufrfk og gleymir jólunum algjörlega
yfir skjánum. Útsendarar jólanna ætla nú ekki
að láta hann komast upp með það. Sýningarn-
ar f dag kl.12.30 og 14.30 eru örugglega upp-
seldar en það má alltaf gá f síma 562 5060.
Leikfélag Kópavogs hefur tekið til sýninga
Kirsuberjagarðinn eftir sjálfan Anton Tsjek-
hov. Sýningin hefst kl.20 og er miðaverð ein-
ungis 1000 kr. Miðapantanir í sfma 554
1985.
Bíóleikhúsiö f Bíóborginni tekur sig bara
ágætlega út. Það fer vel um Bjarna Hauk og
öll hin þarna uppi á sviðinu að þar sem þau
fara með línurnar hans Hallgríms Helga. Sýn-
ingin hefst kl.20 en sfminn I miðasölunni er
5511384.
Leikfélag Reykjavfkur heldur áfram að sýna
Litlu hryllingsbúöina eftir þá Howard Ashman
og Alan Menken. Hún fluggengur, fimmtug-
asta sýning um daginn og Stefán Karl, Valur
Freyr og Þórunn Lárusdóttir þykja standa sig
vel f aðalhlutverkum. Bubbi er Ifka ágætis
planta. Sýningin hefst kl.19.
Ó þessi þjóö er ný revia eftir Karl Ágúst Úlfs-
son og Hjálmar H. Ragnarsson f leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur. Hún er sýnd í Kaffi-
leikhúsinu í Hlaðvarpanum og hefst gæða-
kvöldverður kl.19.30 en sýningin sjálf kl.21.
•Kabarett
Bee Gees sýningin heldur áfram á Broadway.
Hér syngja fimm strákar og tvær söngkonur
lög Gibb bræöra. Einn af þessum strákum,
hann Kristinn Jónsson, vann karaokekeppni
fyrirtækja á Bylgjunni um daginn og er ótvfrætt
hinn mesti sönghani. Hljómsveit Rúnars Júl
leikur fyrir dansi að sýningu lokinni.
Jólahlaðborðiö er byrjað á Hótel Sögu. Um
skemmtiatriðin sjá: Örn Árnason, Egill Ólafs-
son, Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Páls-
son. Dansleikur verður á eftir með hljómsveit-
inni Saga Class. Miðaverð 1000.
•Opnanir
Ki. 15.00 opnar Aöalheiöur S. Eysteinsdóttir
sýninguna „Glugga" á Bókasafni Háskólans á
Akureyri. I sýningarskrá segir Aðalheiður:
„Hver kannast ekki við að sitja við glugga og
hugsa um lifið fyrir utan? Hjá okkur sem búum
við kulda og óveður meirihluta árs hefur glugg-
inn veriö tenging viö umheiminn. Við víkkum
sjóndeildarhringinn, opnum fýrir birtu sólar og
ferskum vindum eða lokum á kulda og áreitni.
... Það eru nokkur ár síðan ég fór að safna
gömlum gluggum sem höfðu þjónað tilgangi
sfnum f húsum fólks...“Sýningin verður opin
fram til 8. janúar árið 2000. Allir eru velkomn-
ir á opnunina.
Nýtt Gallerf verður opnað í dag, Gallerí Guten-
berg, 1 kjallara gamlaGutenbergshússins að
Þingholtsstræti 6. Að galleríinu standa þau
IngaSólveig Friðjónsdóttir Ijósmyndari, Guðrún
Jónasdóttir (gjonas)leirlistakona, Örn Lárus-
son umhverfislistamaöur og Margrét Guðjóns-
dóttir. ídesember mun gallerfið standa fyrir
Qölbreyttum listamarkaöi semsamanstendur
af málverkum, Ijósmyndum grafik, leirlist, gler-
iist.vatnslitamyndum eftir listamennina Ausu,
Ágúst Bjarnason, Brynju Árnadóttur.Guðrúnu
Guðjónsdóttur, Gunnar Hjaltason, I .Rán, Ing-
unni Jensdóttur, JónasBraga, Ólaf Sverrisson,
Sunnu Emanúelsdóttur, Sigrfði Gísladóttur og
þaulngu Sólveigu, gjonas og Örn Lár. Ýmsar
uppákomur verða einnig á boðstólnum.lifandi
músík, sögu- og Ijóöalestur úr nýútkomnum
bókum og væntanlegur erportetmálari frá
Danmörku sem mun mála á staðnum. Galleri-
ið verður opnað kl. 13.00 á laugardag og verð-
ur opiðalla daga frá kl. 13.00 ogjafnlengi og
aðrar verslanir í miðbænum fram að jólum.
•Síöustu forvöö
Sýningu Brynju Árnadóttur á pennateikning-
um í Kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi
lýkur í dag. Þetta er 12. einkasýning Brynju.
•Fundir
Árleg bókmenntakynning Menningar- og friðar-
samtaka kvenna verður haldin í MÍR salnum,
Vatnsstfg 10 kl. 14. Kaffiveitingar og notaleg
aöventustemming. Lesið úr 11 bókum og spil-
ab á fiðlur.
B í ó
Niflungahringurinn verður sýndur á myndbandi
f Norræna húsinu. Nánar tiltekiö Valkyrjan og
sýningin hefst kl.l2:30.Richard Wagner félag-
ið stendur fyrir þessari sýningu á uppfærslu
Metropolitan óperunnar ÍNew York á Niflunga-
hringnum.af myndbandi f Norræna húsinu.
Enskur skjátexti og ókeypis inn.
•Sport
Heilir fjórir leikir verða í 1. deild kvenna í
handbolta: ÍR-Haukar kl. 16 i Austurbergi,
Fram-Grótta/KR kl. 16.30 I Safamýri, KA-
UMFA kl. 16.30 á Akureyri og Víkingur-FH kl.
16.30 í Víkinni.
Það eru tveir leikir f Nissan-deildinni f hand-
bolta f kvöld. FH-UMFA í Kaplakrika kl. 16.30
og HK-Valur kl.17 f Digranesi.
Opna Heineken-mótiö f pilukasti verður hald-
ið á Grandrokk. Spilað verður f riðlum og síð-
an verður útsláttur. Spilað verður um glæsileg-
an farandbikar ásamt veglegum verðlaunum.
Keppnin hefst ki. 13.
Sunnudaguþ
5. desember'
• Krár
Dónakallinn Bjarni
Tryggva verður f essinu
sinu á Gauki á Stöng.
Píanósnillingurinn breski,
Joseph O’Brian, lætur
fingur sfna renna yfir pf-
anóið á Café Romance.
Tilvalið aö kíkja þangað f
rauðvfn og huggulegheit.
Ómar Diöriksson og Hall-
dór Halldórsson sjá um sunnudagsstuðið á
Kringlukránni.
Rmm í fötu kosta 1000 kr. á Wunderbar.
Ómar Diöriksson og Halldór Halldórsson eru
ósmeykir þegar kemur að þvf að stfga inn f hús
Mammons. Þeir hendast upp á sviðið á
Kringlukránni í kvöld og skemmta öllu fólkinu
með innkaupaþynnku.
Böll
Caprí-tríóiö mætir enn eitt sunnudagskvöldiö f
Ásgarö í Glæsibæ þar sem þið getið horft á
ömmur ykkar stíga Ijúfan dans.
D j ass
Sfðasta djasskvöld í Djassviku Múlans er í
kvöld. Þá mun Raggi Bjarna stfga á stokk í
Sölvasal á Sóloni fslandus og syngja vel
þekkta slagara eins og honum einum er lagið.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.
•Klassík
Aðventutónleikar Borgarkórsins verða haldnir
Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 17:00. Á efnis-
skránni eru lög af nýútkominni geislaplötu
kórsins auk hefðbundinna jóla- og aðventu-
söngva. Einsöngvarar á tónleikunum verða
Anna Margrét Kaldalóns og Helga Magnús-
dóttir og pfanóleikari, Ólafur Vignir Albertsson.
Stjórnandi Borgarkórsins er Sigvaldi Snær
Kaldalóns. Aðgangseyrir að tónleikunum er
500 krónur.
Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu
aöventutónleika ÍLangholtskirkju kl. 20.30.
Tónleikarnir verða endurteknir þriðjudaginn 7.
og miðvikudaginn 8. desember en vegna mik-
illar aðsóknar undanfarin ár verða tónleikarnir
þrennir að þessu sinni. Flutt verða jóla- og há-
tföarverk frá ýmsum tímum. Rest þeirra eru á
geisladiski Söngsveitarinnar „Heill þér
himneska orð" sem nýkominn er út. Miðasala
er f Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi
18, hjá kórfélögum ogviö innganginn.
Þriðju tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á
þessu starfsári verða kl. 20.30 f Bústaða-
kirkju. Rutt verða verk eftir Juan Crisóstomo
de Arriaga, Jón Leifs og Antonin Dvorak. Flytj-
endur eru: Sigrún Eðvaldsdóttir, Sif Tulinius,
Helga Þórarinsdðttir og Richard Talkowsky.
Kór Átthagafélags Strandamanna heldur sfna
árlegu aðventutónleika í Bústaðakirkju kl. 16.
Þar mun kórinn ástamt barnakór flytja jólalög
undir stjórn Úlriks Ólasonar. Einsöngvari verð-
ur Þórunn Guðmundsdóttir og pfanóleik ann-
ast Hrefna Unnur Eggertsdóttir. Þá mun sr.
Sigríöur Óladóttir, sóknarprestur á Hólmavík,
flytja jólahugvekju. Aö venju lýkur hátföinni
með kaffihlaðborði f safnaðarheimilinu.
Reykjalundarkórinn og karlakórinn Stefnir er
með aðventutónleika f Árbæjarkirkju kl. 15.
Hér verða flutt jóialög sem önnur verk og boð-
ið upp á kaffi og piparkökur í hléi.
Skólahljómsveit Vesturbæjar heldur tónleika f
Ráöhúsi Reykjavíkurkl.14. Dagskráin er fjöl-
breytt og vönduð. Andrea Gylfadóttir ætiar að
syngja með. Aðgangur er ókeypis.
•Leikhús
Jónas týnir jólunum er nýtt leikrit eftir Pétur
Eggerz sem Möguleikhúsið við Hlemm frum-
sýnir um þessar mundir. Það fjallar um Jónas
sem ertölvufrík og gleymir jólunum algjörlega
yfir skjánum. Útsendarar jólanna ætla nú ekki
að láta hann komast upp með það. Sýningin í
dag kl.14 er örugglega uppseld en það má
alltaf gá f sfma 562 5060.
Skyldi Þjóöminjasafniö eiga eftir
aö opna Evrópudeild?
Evrópa
á saf n
Það er víst ekki nóg að
sameina lönd Evrópu með því
að búa tfl eitt stykki evru og
sameiginlegan viðskipta-
markað. Nú þegar þetta
tvennt er I höfn, eða um það
bil, eru uppi hugmyndir í
fleiri en einni og fleiri en
tveimur borgum Evrópu um
að búa til safn. Safn sem á að
hýsa evrópska menningu.
Hugmyndasmiðir að þessu
safni, sem gætu orðið þrjú,
eru á því að þrátt fyrir strið
og erjur sundraðra landa álf-
unnar í þúsund ár, eigi lönd
Evrópu fleira sameiginlegt,
svo sem samfélagsgerðir og
trú. Þeir vilja því meina að
þrátt fyrir að lönd Evrópu
séu gerólík eigi þau sameigin-
lega hugsunarhætti og tákn,
sem geri álfuna að einu
menningarsvæði. Eða þannig.
Borgirnar þrjár sem langar
til að setja á stofn Evrópusöfn
eru Berlín, Brussel og París. í
Berlín eru uppi hugmyndir
um að leggja áherslu á mann-
fræðiþáttinn. Belgar vilja
heldur einblína á mannkyns-
söguna, en París hugsar stórt
eins og alltaf og myndi helst
vilja stofna „þverfaglegt" safh
- og væntanlega grauta öllu
saman. Allt er þetta þó á hug-
myndaborðinu enn sem kom-
ið er og óvíst hvort slík söfn
eigi eftir að líta dagsins Ijós.
Enda finnst kannski einhverj-
um nóg komið af safnaáráttu.
Leikfélag Kópavogs hefur tekið til sýninga
Kirsuberjagaröinn eftir sjálfan Anton Tsjek-
hov. Sýningin hefst kl.20 og er miðaverð ein-
ungis 1000 kr. Miðapantanir í sfma 554
1985.
Edda Björgvins fer létt
með einleikinn Leitin
aö vísbendingu um
vitsmunalíf í al-
heiminum eftir Jane
Wagner. Þar bregður
hún sér f ótal mismun-
andi hlutverk en finnur
vfst engar vfsbendingar. Litla sviöiö í Borgar-
leikhúsinu kl.19. Síminn er 568 8000.
•Kabarett
Jólahátíö Gleðigjafanna fyrir fatlaða verður
haldin á Hótel Sögu kl. 15.30-18.00. Hér
Góða skemmtun
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu uppiýsjngar i
3. desember 1999 f Ókus
27