Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 Fréttir Maðurinn sem banaði áttræðu konunni i Espigerði á föstudaginn er margdæmdur: Sat inni fyrir líkams- árás fyrr á árinu Maðurinn sem situr nú inni fyrir manndráp á áttræðu konunni í Espigerði sat í fangelsi fyrr á árinu fyrir líkamsárás gegn 19 ára pilti þar sem hnífur, ítrekuð spörk og hnefahögg komu við sögu í sumar- bústað í Glæsibæjarhreppi í Eyja- firði á síðasta ári. Maðurinn, Elís Helgi Ævarsson, 26 ára, hlaut 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir skjalafals í mars 1998,4ra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófn- að árið 1994 og 10 þúsund króna sekt fyrir líkamsárás árið 1991. Elís hefur oft verið í meðferðum vegna fikniefnaflknar sinnar. Hann var t.a.m. nýkominn úr meðferð þeg- ar manndrápið sem hann hefur játað á sig í Espigerði var framið. Náði í hasssendingu á Akur- eyrarflugvöll í mars á síðasta ári var hann á meðferðarheimilinu Fjólunni á Akur- eyri með nokkrum öðrum ungum mönnum. Allbrátt varð um vistarlok hans og félaganna þegar einn úr hópnum var grunaður um að hafa sagt frá að einhverjir þeirra hefðu verið að reykja hass. Voru þeir þá reknir út. Nokkru síðar fóru þeir í sumarbústað í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Þar var drukkið og neytt fikniefna. Elís fór siðan við þriðja mann til Akureyrarflugvallar þangað sem hass var sent norður með flugvél, 5-6 grömm. Við svo búið var ekið að sum- arbústaðnum. Gekk þá Elís í skrokk á þeim sem grunaður var um að kjafta frá og lét bæði spörk og högg dynja á honum. Fómarlambið greindi frá því við réttarhöld að hann hefði hlotið 10-25 spörk í líkamann. Hnífur sem var í eigu Elísar var í bústaðnum og greindi a.m.k. eitt vitni frá þvi að það hefði verið eigandinn sem brá honum á loft um það bil sem fómarlambið fékk skurðsár á bak. Engu að síður var sakborningurinn sýknaður af ákæm um að hafa skorið þolandann í bakið en hann ber enn ör eftir atlöguna. Elís Helgi Ævarsson. Sagöi vitlaust „Hæ“ Þegar lögreglurannsókn fór fram kom m.a. fram í skýrslu um þátt Elís- ar í líkamsárásinni í Glæsibæjar- hreppi þegar hann var mjög undir áhrifum að þegar hann hefði komið inn í sumarbústaðinn hefði hann snöggreiðst við þolanda árásarinnar: „Það kunni aö vera vegna þess að hann hafi sagt „Hæ“ á rangan máta eða þá jafnvel að hann hafi ekki sagt neitt.... Kærði kvaðst hafa kýlt hann margoft. . . hann hafi fallið í gólfið . . . og þá kveðst kærði muna eftir aö hafa tvisvar til þrisvar sinnum spark- að í andlitið á honum og hendumar. Kærði kveðst ekki geta borið á móti því að H geti hafa fingurbrotnað við það. . . Kærði kveðst kannast við að eiga hníf þann er lögreglan lagði hald á við húsrannsókn." Fyrir dómi staðfesti Elís að vera eigandi að því hassefni sem hann hafði sótt á Akureyrarflugvöll og bar að hann hefði neytt hluta af efninu það kvöld sem árásin var framin. Dómurinn í þessu máli var ákveð- inn 5 mánaða fangelsi þar af 3 mánuð- ir skilorðsbundir í tilfelli Elísar. -Ótt Barnabók og nóg af Ijóðum Hinn stóri og fríöi hópur tilnefndra höfunda eða fulltrúa þeirra í salnum í lönó. DV-mynd E.ÓI. Spádómar gagnrýnenda og áhugamanna um bókmenntir reyndust lítils virði þegar tilkynnt var um tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í fagur- bókmenntum í gærkvöldi við há- tíðlega athöfn í Iðnó. Dómnefndin sem skipuð er fulltrúum bókaút- gefenda, rithöfunda og heimspeki- deildar rak að vísu slyðruorðið af fyrirrennurum sínum undanfarin ár sem ekki hafa litið í náð til ljóða því nú voru þrjár ljóðabækur tilnefndar, Harði kjarninn eftir Sindra Freysson, Hugástir eftir Steinunni Sigurðardóttur og Með- an þú vaktir eftir Þorstein frá Hamri. Ýmsum skáldsögum hafði verið spáð þessum frama en sú eina sem hann hlaut var HvOdar- dagar eftir Braga Ólafsson. Og svo voru hin óvæntu tíðindi: Ein bamabók var tilnefnd, Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis voru tilnefndar ís- lensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur, Jónas Hallgrímsson ævisaga eftir Pál Valsson, Orð í tima töluð eftir Tryggva Gíslason, Sigurjón Ólafsson ævi og list eftir Aðalstein Ingólfsson og Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson. Nú var í fyrsta skipti tiinefnt til bamabókaverðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkur og fór Andri Snær þar fremstur í flokki með sína áður tO- nefndu sögu sem brýtur hér með blað í sögu íslenskra bókmenntaverðlauna. Aðrar tilnefndar bamabækur era Grýlusaga eftir Gunnar Karlsson, Kleinur og karrí eftir Kristinu Steins- dóttur, Landnámsmennimir okkar eft- ir Stefán Aðalsteinsson og Milljón steinar og Hrollur í dalnum eftir Krist- ínu Helgu Gunnarsdóttur. Einnig vora þýðendur bamabóka tilnefndir. -SA Listi yfir söluhæstu bækur - síðustu viku - 1. Johanna Rowling - Harry Potter og viskusteinninn 2. Guðjón Friðriksson - Ævisaga Einars Bendiktssonar II Harry Potter enn í efsta sætinu 3. Páll Valsson - Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar 4. Ólafur Jóhann Ólafsson - Slóð fiörildanna 5. Dagur Eggertsson - Ævisaga Steingríms Hermannsonar II 6. Jacobsson & Olsson - Vandamál Berts 7. Óttar Sveinsson - Útkall í Atlantshafi á jólanótt 8. Vilhelm G. Kristinsson - Óiafur landlæknir 9. Þór Whitehead - Bretarnir koma 10. Sigrún Eldjárn - Teltur-rfretmi gulu dýranna Vinsældir Harry Potter og visku- steinsins var tilnefnd til Bama- bókaverðlauna Reykjavíkur í gærdag. Jafnframt hlaut hún virtustu bamabókaverðlaun Breta í fyrradag þriðja árið í röð. Listinn tekur mið af sölu vikunnar sem leið og fram yfir helgi. Ævisaga Einars Benediktssonar er nú í öðra sæti en þetta er annað bindi. Fast á hæla hennar kemur ævisaga Jónasar Hallgrímssonar eftir Pál Vals- son. Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson fellur niður í fjórða sæti úr öðra sæti í síðustu viku. Þriðja ævi- sagan á listanum er ævisaga Stein- gríms Hermannssonar en hún er í fimmta sæti. Vandamál Berts er í sjötta sæti. Bækumar um Bert hafa jafnan notið mikiila vinsælda meðal bama á grunn- skólaaldri. Útkall í Atlantshafi á jólanótt eftir blaðamanninn, Óttar Sveinsson, er í sjöunda sæti. Þar á eftir kemur sagan um Ólaf landlækni sem Wilhelm G. Kristinsson tók saman. í níunda sæti er bókin, Bretamir koma, eftir Þór Whitehead og að síðustu bamabókin, Teitur í heimi gulu dýranna, eftir Sig- rúnu Eldjám. Samstarfsaðilar DV við gerð bóka- listans era: Mál og menning (2 verslan- ir), Penninn - Eymundssoon ( 2 versl- anir), Hagkaup (5 verslanir), Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókval á Ak- ureyri, Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöð- um og KÁ á Selfossi. -hól Stuttar fréttir :dv Kærir Jón Steinar Sif Konráðs- dóttir héraðs- dómslögmaður hefur kært Jón Steinar Gunn- laugsson hæstar- réttarlögmann til Lögmannafélags íslands vegna framgöngu hans í umdeildu kynferð- isbrotamáli. Nýjar ránsaðferðir Fiölgun fikla og minnkandi fram- boð efna er ávísun á nýjar ránsaö- ferðir. Að sögn Dags var morðinginn við Espigerði kærður fyrir hálfum mánuði fyrir ógnanir og að hrækja á íbúa. Óbreytt staða í könnun sem PriceWaterHouse Coopers gerðí fyrir Verslunarráð kemur fram að 54% íslendinga telja að staða atvinnulífsins verði óbreytt eftir sex mánuði. 20% töldu að það yrði betur sett og 26% vora svo svartsýnir að ætla að atvinnuiifiö yrði verr sett eftir sex mánuði. Vilja ekki Kerið Ríkisstjómin hefur ákveðið, að til- lögu Sivjar Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra, að nýta ekki forkaupsrétt ríkisins og ganga inn í kaup Hag- kaupsfjölskyldunnar á Kerinu í Grímsneshreppi. Sérstök viðræðu- nefnd við fráfarandi eigendur Kers- ins lagði ekki til að forkaupsréttur- inn yrði nýttur. Dagur sagði frá. Fjársvik á nektarstóðum Nokkur mál hafa veriö kærð til lögreglu fyrir meint fjársvik nektar- dansstaða og era dæmi um að háar upphæðir hafi verið rukkaðar af greiðslukortum manna eftir heim- sóknir á slíka staði. Skjár einn greindi frá. Keyptu í FBA Innherjamir sem tilkynntu Verð- bréfaþingi að þeir hefðu keypt bréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins eru Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, og þrír framkvæmdastjórar, þeir Tómas Kristjánsson, Erlendur Magnússon og Svanbjöm Thorodd- sen. Viðskiptin vora fyrir um 105 miljónir króna að nafnvirði, á geng- inu 2,80. RÚV sgði frá. Opnaði þróunarstöð Ámi Mathiesen sjávar- útvegsráðherra opnaði á laugar- dag Þróunarstöð Útgerðarfélags Akureyringa. Markmið hennar er að skapa fyrsta flokks aðstöðu til rannsókna- og þró- unarstarfa og markvissrar vöraþró- unar. Leitar skýringa Umboðsmaður Alþingis hefur krafist skýringa á þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að falla frá því að skipa í embætti forstjóra flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ennfremur vill umboðsmaður að utanríkisráðherra upplýsi á hvaða lagaforsendum sú ákvörðun byggist að setja núverandi forstjóra, Ómar Kristjánsson, í starf- ið til eins árs til viðbótar. Engin sameining Finnur Ingólfsson viðskiptaráö- herra sagði á Alþingi í gær að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um sameiningu banka. Örugg leikfóng Löggildingarstofan beinir því til kaupenda leikfanga hér á landi að þeir vandi valið og velji einungis ör- ugg leikfóng til gjafa. Staðfestir ummæli Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að yfirlýsing sem forsvars- menn Kaupþings og sparisjóðanna sendu frá sér 17. nóvember stað- festi í raun ummæli hans um að Kaupþing og Orca-hópurinn hefðu skuldbundið sig með baksamningi til að halda áfram að kaupa hlutabréf þar til meirihluta væri náð í FBA. Mbl. sagði frá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.