Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
Fréttir
DV
sandkorn
Mæðrastyrksnefnd:
Stanslaus
straumur
„í fyrra var svo mikið að gera hjá
okkur að við þurftum að ganga á eig-
in sjóði til að anna eftirspum. Ég sé
ekki betur en það stefni í það sama í
ár því hingað er stanslaus straumur
fólks,“ sagði Unnur Jónasdóttir hjá
Mæðrastyrksnefnd sem nú vinnur að
því ásamt félögum sínum að taka á
móti umsóknum um fjár- og matar-
styrki frá almenningi fyrir jólin. „Við
höfum látið fólk hafa matarmiða fyrir
5000 krónur sem það getur notað í
ýmsum matvöruverslunum og t fyrra
fengu 1100 heimili slíkan stuðning,
mest einstæðar mæður,“ sagði Unnur.
Þeir sem þurfa á matarstyrk að
halda fyrir jólin verða að skrá sig á
þar til gerö eyðublöð hjá Mæðra-
styrksnefnd, Sólvallagötu 48, en þar er
slo-ifstofan opin frá 14-17. „Við getum
aðeins veitt það sem okkur er gefið og
við ætlum að hefja úthlutun 15. desem-
ber,“ sagði Unnur Jónasdóttir. -EIR
Messubeiöni stuðningsmanna sr. Gunnars:
Einkaathöfn
- en ekki auglýst messa, segir prófastur
„Það verður ekki auglýst almenn
safnaðarmessa, en séra Gunnar get-
ur verið með einkaathöfn ef hann
vill,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir
prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis
við DV
Sigurður Hafberg íbúi á Flateyri
hefur beðið séra Gunnar Björnsson
prest í Holti í Önundarfirði að
messa fyrir stuðningsmenn hans á
Flateyri um miðjan mánuðinn. Sig-
urður sagðist í samtali viö DV i gær
hafa beðið Agnesi Sigurðardóttur
prófast leyfis og hefði hún veitt það.
Biskup hefur sett séra Gunnar af
sem sóknarprest í þrjá mánuði, en
skipað hann til sérþjónustu í þann
tíma.
Sr. Agnes Sr. Gunnar
Siguröardóttir. Björnsson.
Séra Agnes sagði, að sá prestur
sem væri í sérþjónustu, en væri
ekki þjónandi, hefði ekki aðgang að
kirkjunni nema í gegnum sóknar-
prest. Undir öllum venjulegmn
kringumstæðum lánuðu sóknar-
prestar sérþjónustuprestum kirkj-
urnar sínar fyrir sérstakar athafnir.
„Séra Gunnar getur farið fram á að
fá kirkjuna lánaða og þá verð ég að
meta það. Hins vegar verður þetta
ekki auglýst messa fyrir söfnuðinn
heldur privatþjónusta.“
Séra Agnes fór í bamamessuna til
séra Gunnars á Flateyri sl. sunnu-
dags . Hún talaði til bamanna og til-
kynnti að hún myndi þjóna söfnuðn-
um næstu þrjá mánuðina. Hún
kvaðst í samtali við DV hafa til-
kynnt séra Gunnari um starfsmörk
hans sem sérþjónustuprests.
-JSS
Miðbæjarsamtökin á Akureyri vilja breytingar:
Heimta bíla í göngugötuna
DV, Akureyri:
„Við gemm þá kröfu að umferð
bifreiða verði að nýju hleypt á Hafn-
arstrætið, þar sem nú er göngugata,
og höfum nefnt það á öllum stöðum
sem þarf að nefna það á, t.d. við bæj-
arstjóm og bæjarstjóra, skipulags-
nefnd og arkitektana sem eru að
vinna að teikningum að breytingum
á göngugötunni og Ráðhústorginu,"
segir Ingþór Ásgeirsson, formaður
Miðbæjarsamtakanna á Akureyri.
Ingþór segir það staðreynd sem
ekki verði horft fram hjá að eftir að
Hafnarstrætið var gert að göngu-
götu hafi gegnumstreymi fólks um
götuna minnkað verulega. Hann
segir það algjöra nauðsyn í upp-
byggingu miðbæjarins að opna göt-
una fyrir bílaumferð en það eigi að
gera á þann hátt að auðvelt sér að
loka fyrir bílaumferðina, t.d. þegar
eitthvað sérstakt er um að vera í
götunni eða á Ráðhústorgi og t.d. í
desember þegar mestur fjöldi fólks
er að versla og einhverjar uppákom-
ur eiga sér stað.
Vilborg Gunnarsdóttir, formaöur
skipulagsnefndar bæjarins, segir
nefndina ekki hafa rætt það form-
lega hvort ráðist verði i opnun
göngugötunar fyrir bílaumferð.
Göngugatan á Akureyri. Kaupmenn þar krefjast þess aö bifreiöaumferö veröi hleypt á götuna aö nýju.
Kárí kemur við kaunin
„Það hefur ekkert
verið
ákveðið í þessum
efnum en þetta er
vissulega ein af hug-
myndunum sem
uppi eru. Það er al-
veg ljóst að krafan af
hálfu kaupmanna
um opnun götunnar
er mjög sterk og við
sem erum í skipu-
lagsnefnd höfum
heyrt þessar raddir.
Við höfum einnig
komið þeim skila-
boðum til arkitekt-
anna sem eru að
vinna tillögur um
breytingar á göngu-
götunni og Ráðhús-
torgi að í einhverj-
um tillagna sinna
geri þeir ráð fyrir
bílaumferð á þessu
svæði. Arkitektamir
munu skila grófúm
hugmyndum sínum
17. desember,“ segir
Vilborg Gunnars-
dóttir.
-gk
Kári Stefánsson, for-
stjóri íslenskar erfða-
greiningar, hefur nú
um það bil vald yfir lif-
andi sem dauöum. Kári
er að kortleggja gen
allra íslendinga í því
skyni að selja erlendum
lyfjarisum nákvæmar
lýsingar á blóði, svita
og tárum íslendinga svo
hægt verði að stokka
saman almennileg gen
og skapa á næstu öld
fyrirmyndarþjóð á
norðurhjara. íslenska
þjóðin er svo sem ágæt
eins og hún er en það er
fullt af erfðasjúkdómum
sem grasserar frá einni
kynslóð til annarrar.
Með tækni Kára er von
til þess að hægt verði að
útrýma hinum gölluðu
genum. Þetta færi allt fram á rannsóknarstofum
og því engir mannlegir harmleikir að baki sköp-
unar hinnar hreinu þjóðar. Aðrar tilraunir til
hreinræktunar hafa verið grimmdarlegar og ekki
samboðnar siðuðum samfélögum.
Kári hefur komið við kaunin á einstöku lækn-
um sem hafa verið með nagg og talið að hann sé
að fara út fyrir mörk hins siðaða vísindasamfé-
lags með tilraunum sínum. Þetta er auðvitað bá-
bilja ein. Það að Kári megi ekki kaupa fyrirtæki
á borð við Gagnalind sýnir ekki annað en fas-
isma. Sjálfur hefur Kári marglofað að tryggja per-
sónuleynd meö dulkóðun á sjúkrasögu einstak-
linga. Gagnalind hefur gert forrit sem hjálpar
læknum að fela slóð sjúklinga sinna áður en
sjúkrasagan fer í gagnagrunn Kára. Sama Gagna-
lind mun sinna viðhaldi á forritinu en eins og all-
ir vita þarf tölvubúnaður viðhald. Það að Kári
hefur nú eignast meirihluta í dulkóðunarfyrir-
tækinu snýst ekki um annað en það að hann vill
hafa yfirsýn yfir allt málið. Kári er sannur vís-
indamaður sem vill að auki standa við orð sín og
tryggja fulla leynd.
Til að örugglega sé ekki upplýst hverjir sjúk-
lingamir að baki dulkóðunni eru þarf Kári að
sjálfsögðu að vita sjálfur hverjir þeir eru. Annars
getur hann ekki vemdað þá. Þetta veit heilbrigð-
isráðherrann sem tekið hefur að sér að tryggja að
Kári fái sérleyfi á grunninum. Þess vegna lét hún
aðstoðarmann sinn segja við DV um helgina að
ráðuneytið hefði ekkert leyfi til að hafa skoðun á
þvi að Kári ætti meirihluta í Gagnalind. Þetta eru
eðlileg viðbrögð ráðherrans því ef Kára er ekki
treystandi þá er ekki hægt að veita honum sér-
leyfi á gagnagrunninum. Nær væri að selja Kára
nokkra sérhæfða lækna svo hann vissi hvað þeir
væru aö hugsa. Flokkur ráðherrans hefur verið
að selja nokkrar jarðir að undanfomu og frekar
en að agnúast út í yfirsýn Kára yfir sjúka væri
nær að hann fengi forkaupsrétt að ríkisjörðum.
Þannig fengju hollvinir Framsóknarflokksins
ekki að kaupa jaröir nema Kári væri áður búinn
að kanna hvort kirkjugarðar væru til staðar. Með
því gæti hann útvíkkað enn yfirsýn yfir gen
hinnar væntanlegu herraþjóðar í norðurhöfum.
Lifandi sem dauðir veröa að leggjast á eitt til að
tryggja að þjóð hinna hreinræktuðu komist á legg
á nýrri öld. Dagfari
Fátækrahjálpin
Þeir eru ófáir sem gefa út hljóm-
plötur nú fyrir jólin. Að venju eru
margir útgefendur að leggja undir
húsin sín i von um að plöturnar
seljist. Stór kostnaðarliður eru
auglýsingar og allt
sem þeim fylgir.
Stöð 2 er full ná-
ungakærleika f
jólamánuðinum og
byrjar auðvitað á
því að létta undir
með Jóni „79
þúsund krónur
á mánuði“
Ólafssyni í Skíf-
unni. í síðustu viku var klukku-
tima langur þáttur um Bubba
Morthens og plötu hans og á
fóstudag klukkutíma langur þáttur
um plötu Björgvins Halldórs-
sonar en báðir gefa þeir út hjá
Skífunni. Miðað við gangverð aug-
lýsinga hjá Stöö 2 útleggst þessi fá-
tækrahjálp á kr. 15 milljónir. Auk
þess þarf að búa þáttinn tO...
Svakalega heppinn
Hafi einhverjum þótt það mikil
heppni að fá hjálp upp á 15 millj-
ónir hjá Stöð 2 vegna útgáfu
hljómplatna verður það að teljast
góð viðbót sem Bylgjan leggur til.
Síðasta helgi nóv-
embermánaðar var
Selmuhelgi og
fyrsta helgi desem-
bermánaðar var
Bubbahelgi en
þau gefa bæði út
hjá Skífunni. Á
rúmri viku er
því líklegt að
Jón Ólafsson
hafi verið svo heppinn að vinna
álíka háa fjárhæð í ógreiddum
auglýsingum og hafnfirska konan
í Vikingalottóinu. Það verður að
teljast líklegt að þeir sem kallaðir
hafa verið ljónheppnir munu hér
eftir kallast alveg Jónheppnir...
Heiður
Þrátt fyrir að ekki sé konungs-
dæmi á íslandi ber mikið á þeim
er standa að forseta íslapds. Dæt-
ur forsetans þykja einstaklega vel
gerðar og vekja þjóðarathygli
hvar sem þær fara.
Þannig mun nokk-
uð vera um að það
sé tilkynnt í kall-
kerfi véla Flug-
leiða þegar þær
ferðast til út-
landa. „Okkur er
heiður að til-
kynna að Dalla
Ólafsdóttir er um
borð“ er viökvæöið þegar viðkom-
andi tvíburi á í hlut. Nú munu
bæði Dalla og Tinna vera famar
að heiman svo sem gerist þegar
fólk kemst til þroska.
Bankaspilling
Pólitísk spilling á íslandi birtist
best í ráðningu manna í stól
Seðlabankastjóra. Sá stólanna
þriggja sem er laus í dag er í
„eigu“ Framsóknar. Yfirlýsing
Davíðs Oddssonar
um að senn verði
stóllinn auglýstur
er talinn merkja
að búið sé að velja
mann í stöðuna.
Skv. reglunni er
það yfirleitt af-
skrifaður póli-
tíkus sem
þvælist fyrir í ríkisstjóm.
Augu manna hafa því beinst að
Páll Péturssyni en ráðning hans
myndi leysa kreppuna sem hann
hefur spennt upp í Framsókn með
því að neita að fara í Byggöastofn-
un. Þó Páll hafi aldrei þótt sleipur
í hagfræði er hann gamall bóndi
og því vanur að telja rollur en
margir fyrirrennarar hans hafa
ekki einu sinni haft þann undir-
búning fyrir jobbið...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is