Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 \ennmg Hernám íslands Bretarnir koma er fjórða bindi heimsstyrj- aldarsögu Þórs Whitehead. Þar segir frá her- námi íslands 10. maí 1940 og fyrstu mánuðum þess. Greinilegt er að fleiri bækur eru í vænd- um. Aðdáendur Þórs verða ekki sviknir af þessari bók enda koma þar fram allir helstu kostir hans. Þar er fyrst að nefna mikla frásagnargleði. Þór hefur verið ódeigur að beita aðferðum frá- sagnarsagnfræðinga eins og Barböru Tuchman og efniviðurinn gefur enda tilefni til. Auk þess kann hann vel tækni spennu- sagnahöfunda, lýsingarorð eru ekki spöruð og frásögnin er mjög dramatísk, stundum jafnvel úr hófi fram en þó tekst Þór oftast að feta bil beggja. Frásögnin er oft gamansöm, t.d. þegar leðurbelti sem Þjóðverjinn Alvin Moris klædd- ist fer að hafa áhrif á gang sögunnar (bls. 14). Bókmenntir Ármann Jakobsson Styrkur Þórs liggur ekki síst í smáatriðun- um (eins og raunar Barböru Tuchman). í sögu hans eru endalaus smáatriði sem gæða hana lífi. Ekkert mannlegt er honum óviðkomandi og þannig tekst homnn eitt aðalætlunarverk sitt - að setja atburðina fram á raunsæjan hátt frá sem flestum sjónarhornum. Hann nær einnig að skapa ákveðna kennd fyrir því öng- þveiti sem óhjákvæmilega skapaðist í hernám- inu. Það sem þessi bók hefur fram yfir sumar þeirra fyrri er að Þór hefur leitað víða fanga og styðst t.d. mikið við viðtöl við alls konar fólk, bæði stóra og smáa. Þá hefur hann nýtt sér vel hið bráðskemmti- lega rit Virkið í norðri eftir Gunnar M. Magnúss. Þór er meðvitaður um að það veu* fólk sem tók þátt í atburðun- um og í bókinni nær hann að skapa skemmtilega mynd af mörgum sem komu við sögu, t.d. hinum óvinsæla Wise major (215-16). • Bókinni lýkur á umfjöllun um „svarta listann" svokall- aða, lista Bandamanna yfir þá sem átti að handtaka vegna meints stuðnings við Þjóðverja. Sú umfjöllun nær engum botni (248-71) þar sem niðurstaða Þórs er sú að list- inn hafi verið að mestu byggður á misskilningi auk þess sem einhverj- ir ónefndir íslendingar hafi „svert fjölmarga landa sína að ósekju" við Bandamenn. í bókinni er klifað á að helstu vinir nasista á íslandi hafi verið kommúnistar, samkvæmt Moskvulínu (t.d. 123, 222, 236). Eðlileg niður- staða lesanda er sú að Bandamenn hafi verið hálfgerðir kjánar, að vera með svartan lista yfir þjóöholla sjálfstæðismenn í stað þess að handtaka hina raunverulegu óvini, kommún- ista sem höfðu áður veikt „vamarmátt franska hersins" og þannig væntanlega valdið því að Hitler vann sigur á honum. Hér vantar meira samhengi. Geta hefði mátt þess að í öllum löndum sem nasistar hemámu árið 1940 unnu þeir með heimamönnum, oftast hægrimönnum en t.d. í Danmörku úr öllum „lýð- ræðisflokkunum" (eins og þeir heita í kaldastriðs- sagnfræði). Á hinn bóginn leiddu kommúnistar andóf gegn nasistum og voru hvarvetna ofsóttir. Þá veittu sumir hægrimenn frá upphafi mótspymu (t.d. De Gaulle og Daninn Christmas Moller). Líklegt er að Banda- menn hafi haft þetta til hliðsjónar þegar „svarti listinn" var búinn til en ekki átök við borgarstjór- ann í Reykjavík út af vatnsskorti. Bretar og Bandaríkjamenn gerðu eðlilega ráð fyrir að hluti sjálfstæðismanna myndi vinna með nasistum eins og hluti hægrimanna gerði í öllum öðrum ríkjum Evr- ópu. Af sömu ástæðu höfðu þeir engar áhyggj- ur af kommúnistum enda kemur fram í bók- inni (t.d. bls. 243) að Bretar voru sósíalistum ekki jafn leiðir og þeir létu. Umfjöllunin um svarta listann er þannig of mótuð af kalda stríðinu og ekki nógu gagnleg. Að öðru leyti er bókin ágætt rit, fróðleg og skemmtileg. Þarf vart að efast um að hún muni njóta mikilla vinsælda. Þór Whitehead Bretarnir koma Vaka-Helgafell 1999 Kvik bók Nýjasta skáldsaga I Þórðar Helgasonar heitir Einn fyrir alla og segir frá ung- lings- strákum sem eru að Ijúka grunnskólanámi. Það er Kalli sem segir frá, en hann býr hjá einstæðum og oft á tíðum þunglyndum íoður sínum. Helstu persónur eru vinir, ná- grannar og fjölskylda Kalla og söguefnið er lífið sjálft í öllum sínum margbreytileika. Persónur eru skýrt dregnar og skemmtilega sundurleitur hópur unglinga og fullorðinna. Saga Kalla er viðburðarík og spennandi. Klassískum viðfangsefnum unglingabóka eru flestum gerð ágæt skil. Kalli er upptekinn af stelpum, verður ástfanginn og upplifír kynlíf í fyrsta skipti. Sjónarhorninu er reyndar beint óþarflega oft að kvenlíkömum í stað þess að skoða konur og stelpur sem einstak- linga, en það verður þó að teljast trúverðugt þegar lesendur fá að skyggnast inn í sál- arkima unglingsstráks. En bókin kemur víð- ar við. Mamma besta vinar Kalla greinist með krabbamein og mamma Kalla kemur heim eftir áralanga dvöl í Ameríku. Þá kom- ast strákarnir á snoðir um heimilisofbeldi og ná fram hefndum á eftirminnilegan og árang- ursríkan hátt. Einn fyrir alla er ekki löng bók, aðeins 98 blaðsíður. Engu að síður ristir hún djúpt og hefur frá mörgu að segja. Atburðarásin er hröð og stíllinn meitlaður. Hér er engu ofauk- ið, ekkert ofsagt. Kaflar eru yflrleitt stuttir og frásögnin brotakennd, en brotin smella öll saman svo úr verður heilsteypt saga. Því hef- ur verið fleygt að upp sé að vaxa kynslóð sem þekkir hinn hraða heim kvikmynda, sjón- varpsefnis og tölvuleikja mun betur en kyrr- látan heim bóka. Unglingasagan Einn fyrir alla er tilraun til þess að koma til móts við þennan hóp og brúa bilið á milli ólíkra miðla, Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir því frásögnin þýtur áfram á hraða kvikmynd- arinnar. Að mínu mati heppnast þetta vel hjá Þórði og það er alveg víst að gjána þarf að brúa. Þetta er góð bók fyrir alla unglinga, en kannski sérstaklega þá sem lesa lítið. Þórður Helgason Einn fyrir alla Mál og menning 1999 Saga um glæp Glæpir heilla menn, og í okkar iðnvæddu þróuðu samfélögum þar sem efnahagsglæpur- inn er ekki lengur orðinn til af nauðsyn þá er það hinn illskiljanlegi glæpur, sprottinn af annarlegum hvötum sem heltekur hugina. Nýlega sá ég svo um mælt að eitt eftirlætishugðar- efni kvikmyndaiðn- aðarins síðastliðinn áratug væri raðmorðingjar, atferli þeirra og hugarþel. Að sjálfsögðu gætir þessa einnig í skáld- sagnagerð nútímans. Að því leyti sver nýþýdd skáldsaga Spánverjans Antonio Munoz Molina, Fullt tungl, sig í ætt við tíð- arandann. Þetta er saga sem segir frá leit rannsóknarlög- reglumanns að kynferðis- glæpamanni, manni sem hefur framið svo soralegan glæp að lögreglumaðurinn er þess full- viss að gerandinn þekkist af augnaráðinu einu saman - augnaráði manns sem séð hefur sjálfan sig standa frammi fyrir ódæðisverki. Þetta er býsna snjöll hugmynd hjá höfundi því lög- reglumaðurinn á sjálfur erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig, og sagan er ekki fyrst og fremst glæpasaga held- ur sálfræðileg stúdía þar sem bom- ir em saman glæpamaðurinn og sá sem hans leitar. Eins og oft hefur áður verið lýst í skáldverki reyn- ast þeir býsna líkir. Líklega vom þeir Dostojevskí og Simenon sporgöngumenn í slíkum sam- anburði og þó saga Molina sé enginn Glæpur og refsing er greinilegt að margt hefur hann lært af þeim rússneska sagnameistara. En umfram allt er þessi saga það sem kalla mætti alþjóðleg skáldsaga, stór- borgin sem er svið henn- ar er ekkert sérlega spænsk og reyndar er fátt í sögunni sem bendir sérstaklega til spænskra aðstæðna nema þá einna helst verkalýðspresturinn aldr- aði, fyrrum kennari lögreglumannsins. Firr- ingin sem tröllríður þessari sögu er reyndar býsna alþjóðleg. Þetta er ekki sagt sögunni til hnjóðs þvi um margt er þetta vel skrifuð og áhugaverð saga og Munoz Molina athyglis- verður höfundur. En sú spuming hlýtur að vakna hversu langt líf skáldsögunni sé auðið hafi hún ekki lengur neinn bak- grunn annan en það firrta stórborgarlíf sem allir óttast en flnnst þó sennilega hvergi. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Því miður verð ég að ljúka þessari umfjöll- un á því að minnast litið eitt á þýðingu Þor- steins Thorarensen. Þorsteinn er að vísu margreyndur þýðandi en svo sérvitur í orð- færi og setningaskipan að lesandinn hlýtur að hnjóta um textann. Sagan verður næsta seinlesin sökum ankannalegs málfars og of- urlangra málsgreina. Engin tök hef ég haft á að bera saman þýðingu og frumtexta og get því ekki né vil segja neitt um stíl höfundar; þó er ég ekki viss um að hann njóti sín í þess- ari þýðingu. Angel Munoz Molina Fullt tungl Þorsteinn Thorarensen íslenskaði Fjölvi 1999 Hvað gengur fólki til? Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og hjúkrunarfræðingur, hefur vakið athygli fyrir blaðagreinar þar sem hún hefur til dæmis fjallað um átröskun og flknir af ýmsu tagi. Nú sendir hún frá sér fyrstu bók sína, Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skiln- ingi. Þar spyr hún stórra spuminga um mannlega hegðun: Hvers vegna drekkur sumt fólk of mik- ið? Hvers vegna mis- þyrma sumir karlar kon- um sínum og bömum? Hvað fær ungar stúlkur til að svelta sig? í bókinni fjallar Sæunn á að- gengilegan hátt um ýmiss konar afbrigði- lega hegðun fólks og bregður á hana Ijósi sálgreiningar. Hún kynnir kenningar ým- issa sálgreina, til dæmis Donalds Winnicott og Melanie Klein, auk þess sem hún nýtir sér kenningar Freuds. „Sálgreining," segir hún í inngangi, „byggist á þeirri forsendu að tilfinningar séu að miklu leyti ómeðvit- aðar en stjórni engu að síður gerðum okk- ar og líðan. En það er ekkert áhlaupaverk að kynnast þeim. Tilfinningar gefa lítið fyr- ir rök og skynsemi, þær eru fullar af þver- sögnum og með hjálp varnarhátta geta þær brugðið sér í allra kvikinda líki.“ Sæunn gagnrýnir í bókinni viðteknar skoðanir innan sálfræðinnar og líka fíknar- hugtakið og hugmyndir sem liggja að baki hefðbundinni áfengismeðferð hér á landi. Mál og menning gefur bókina út. Kornið sem fyllti mælinn Haraldur S. Magnússon hefur gefið út ljóðabókina Komið sem fyllti mælinn, ým- iss konar athuganir og vangaveltur um lif- ið og tilveruna í frjálsu ljóðformi. Svip- Imyndirnar eru teknar bæði úr mannlífl og dýralifi eins og eftir- farandi ljóð sem heitir „Svarta ekkjan": Ástarleikurinn var í hámarki, þegar karldýriö skreiö af köngulánni. Hún át elskhugann. Treysti ekki á eilífa ást. Indíáninn snýr aftur Muninn bókaútgáfa hefur gefið út nýja bók um indíánann í skápnum, Indíáninn snýr aftur eftir Lynne Reid Banks. Þegar sagan hefst er meira en ár lið- ið frá því að Ómar kvaddi Litla-Bola, leikfangaindíán- ann sem hafði lifnað við í töfraskápnum, og sendi hann aftur til síns rétta tíma. En Ómar getur ekki gleymt honum og loks stenst hann ekki freistinguna og opnar skápinn. Þá sér hann Litla-Bola liggja meðvitundar- lausan á grúfu þvert yfír hrygginn á hestin- um sínum með skotsár á bakinu... Kristin R. Thorlacius þýðir þessa bók eins og hina fyrri og myndskreytingar eru eftir William Coldart. Tungumál veraldar Háskólaútgáfan hefur geflð út bókina Tungumál veraldar eftir Baldur Ragnars- son íslenskukennara, skáld og esperantista. Þetta er yfirlits- rit um tungumál og málaætt- ir, hin fyrsta sinnar tegund- ar á íslensku, bók fyrir áhugafólk um tungumál og málvísindi. Erfitt er að ákvarða með vissu fjölda tungumála i heiminum, þó má nefna tölu nálægt 4000 sem þó __ myndi tvöfaldast ef mállýskur sem rísa undir nafni eru taldar með. í bók- inni er getið 280 tungumála, meðal þeirra nokkurra fommála, blendingsmála og plan- mála, auk 95 málaætta og málaflokka og er allmörgum lýst nokkuð ítarlega. Bókin er uppflettirit þar sem málum og málaflokk- um er raðað í stafrófsröð. Einnig eru þar sýnishorn mismunandi skriftar eða letur- tákna. Umsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.