Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 9 Utlönd Stór lax Hin þekkta stórlaxaá Varzina á Kolaskaga verður kynnt í máli og myndum á Hótel Borg í kvöld kl. 19.30. Allir velkomnir. Kynnið ykkur nýja og spennandi veiðimöguleika á erlendri grund. Upplýsingar í síma 562 4694. Blessaðar hænurnar viröast ekki kippa sér neitt upp viö óeiröalögregluþjónana sem standa gráir fyrir járnum á göt- um Parísar, höfuöborgar Frakklands. Mörg hundruð hæsnabændur frá Bretagne-skaga fóru til höfuðborgarinnar í gær til að mótmæla áframhaldandi verölækkun á framleiðslu sinni. Þriggja ára telpa seldi fíkniefni Breska lögreglan hefur gripið þriggja ára telpu fyrir sölu á hassi. „Óeinkennisklæddu lög- reglumennirnir sem tóku hana hafa aldrei orðið fyrir jafnmiklu áfalli,“ segir Charlie Bell, yfir- maður flkniefnalögreglunnar í Middlesbrough. Lögreglan hafði fylgst með heimili stúlkubams- ins í yfir þrjá mánuði þegar ákveðið var að gera skyndileit. Foreldrar stúlkunnar voru grunaðir um sölu á hassi, am- fetamíni og heróníni. En þegar lögreglan hringdi dyrabjölfunni kom sú stutta til dyra. „Lögreglumennirnir sögðu hvað þeir vildu fá og telpan tók við peningunum. Síðan hvarf hún inn í húsið til móður sinn- ar og kom aftur með fikniefni. Það er greinilegt að hún tók þátt í sölunni," greinir Bell frá í við- tali við breskt dagblað. Litla stúlkan stakk hassinu út um grind á útidyrunum. Foreldrar stúlkunnar, afi og amma auk eins annars ættingja voru allir handteknir. Vinur fjölskyldunn- ar tók að sér þriggja ára stúlk- una og fimm ára systur hennar. Marsfarið að öllum líkindum glatað að eilífu: Úrslitatilraun til að ná sambandi gerð í morgun Bandarískir geimvísindamenn ætluðu að gera úrslitatilraun til að ná sambandi við könnunarflaugina til Mars á níunda tímanum í morg- un. Allt bendir þó til að könnunar- farið, sem átti að lenda á suður- skauti rauðu reikistjörnunnar síð- astliðið fóstudagskvöld, sé að eilífu glatað. „Það gefur augaleið að líkumar á að könnunarfarið sé í starfhæfu ástandi minnka eftir því sem frá líð- ur,“ sagði Phil Knocke, einn vís- indamannanna sem starfa við Mars- áætlun bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar NASA. „Við verðum að sjá hvað setur.“ Vísindamenn við Jet Propulsion rannsóknarstofuna í Kaliforníu hafa haft ýmsar kenningar á lofti um hvað hafi farið úrskeiðis þegar ekki tókst að ná sambandi við Mars- farið eftir að það kom inn í gufu- hvolf reikistjörnunnar á föstudag, eftir 756 milljón kílómetra ferðalag. í besta falli telja vísindamennim- ir að geimfarið sé í eins konar hvíldarstöðu, að það hafi slökkt á sér vegna einhvers konar vand- ræða. Nú hallast þeir hins vegar að því að loftnet geimfarsins hafi orðið fyr- ir skemmdum eða jafnvel eyðilagst í lendingunni á suðurskauti Mars. Sex árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar til að ná sambandi við geimfarið. Ef ekki tekst að ná sam- bandi í dag þykir næsta víst að til- gangslaust sé að halda áfram. Það yrði mikið áfall fyrir Marsá- ætlun NASA því stofnunin missti annað Marsfar í september vegna mannlegra mistaka við útreikninga. Marsforin tvö kostuðu samtals 290 milljónir dollara eða um tuttugu milljarða islenskra króna. „Við munum fara yfir árangur þessarar ferðar og átta okkur á hvemig við getum bætt ferðimar í framtíðinni,“ sagði geimvísinda- maðurinn Phil Knocke. Phil Knocke og aörir geimvísinda- menn eru ekki ánægöir meö geim- fariö sem átti aö lenda á reikistjörn- unni Mars fyrir helgi. Ekkert hefur heyrst í farinu enn. Aukin ökuréttindi: á leigubíl, hópferðabíl, vörubíl og eftirvagn. Nýtt námskeið byijar á hveijum miðvikudegi. Góð kennsluaðstaða. Frábærir kennarar og góðir bílar. Leitið upplýsinga! »* Þarabakki 3, Mjóddinni f Upplýsingar og bókanir JtVN^komnn í síma 567-0300 IMJODD Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi, og er góð leið til þess að láta fara vei um sig við sjónvarpið og slappa af. Fjöítoreytiiegur • Siónvarpssófinn er með i skammeli í báðum endas Sjónvarpsófinn er með niðurfellanlegu baki í miðju sem breytist í borð með einu handtaki. Sjónvarpssófinn er fáanlegur! mörgum tegundum, áklæðum og litum. Sjónvarpssófinn er húsgagn sem þú vilt ekki vera án. Teg. Journey VISA “.II UkIÍ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.