Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 8
Utlönd
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
Stuttar fréttir i>v
Flokkur Kohls
með leynireikn-
inga í Sviss
Þýska blaðið Siiddeutsche Zeit-
ung greindi frá því í gær að
Kristilegi demókrataflokkurinn,
flokkur Helmuts Kohls, fyrrver-
andi Þýskalandskanslara, hefði
lagt inn 500 þúsund marka fjár-
framlag á bankareikning í Zúrich
í Sviss. Sagði blaðið vísbendingar
hafa fundist um fleiri leynireikn-
inga kristilegra demókrata í
Sviss. Skattaráðgjafi flokksins
mun hafa viöurkennt tíðar ferðir
til Sviss, aflt að tvisvar í viku.
Ráðgjafinn, Horst Weyrauck,
kveðst hins vegar ekki muna
hvert erindið var.
Rússar hóta öllu illu í Grozní:
Skelfingu lostnir
íbúarnir á flótta
Skelfingu lostnir íbúar Grozní,
höfuöborgar Tsjetsjeníu, lögðu á
flótta í gær eftir að rússneski her-
inn gaf þeim fimm daga frest til að
hafa sig á burt úr borginni. Að öðr-
um kosti biði þeirra ekkert nema
bráður bani.
Vestrænir leiðtogar voru ekki
seinir á sér að fordæma nýjasta út-
spil Rússa i átökunum i Tsjetsjeníu.
Reynt hefur verið að fá Rússa til að
stöðva hemaðaraðgerðir sínar og
hefja viðræður við uppreisnarmenn
múslima en aflt hefur komiö fyrir
ekki.
Sergei Sjoígú, ráðherra neyðar-
T f I
Kk snv
ixTViOIiNI
ÍÞÚSUND.%
OPIN SAMKEPPNI
um lag við nýjan sálm sem frumfluttur verður
á Kristnitökuhátíð árið 2000
Kristnihátíðamefnd hefur ákveðið að gangast fyrir opinni samkeppni um tónverk
við nýjan sálm eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup.
Frumflutningur verksins er fyrirhugaður á Kristnihátíð á Þingvöllum sunnudaginn
2. júlí árið 2000. Jafnframt má gera ráð fyrir að verkið verði flutt við ýmis önnur
tækifæri sem tengjast kristnitökuafmælinu.
Hægt er að nálgast texta sálmsins hjá Kristnihátíðarnefnd og þangað skal senda
tillögur með utanáskriftinni:
Kristnihátíðarnefnd, tónverkasamkeppni, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík.
Hvertillaga skal merkt dulnefni en nafn höfundan ásamt heimilisfangi og símanúmeri,
skal fylgja með í lokuðu, ógagnsæju umslagi, merktu dulnefninu.
Skilafrestur er til 20. janúar 2000
Dómnefnd og verðlaun:
Þriggja manna dómnefnd hefur verið skipuð og í henni sitja tveir fulltrúar
Kristnihátíðamefndar og einn fulltrúi Tónskáldafélags Islands.
Dómnefndin velur þær tillögur sem hljóta verðlaun. Dómnefndinni er heimilt
að hafna öllum tillögum ef þátttaka og/eða gæði þeima laga sem berast í keppnina
teljast vera ófullnægjandi að hennar mati.
Þegar endanlegt val á tónverki liggur fyrir verða viðkomandi umslög opnuð,
vinningshöfum tilkynnt úrslit og verðlaun afhent við sérstakt tækifæri.
Veitt verða þrenn verðlaun:
I. verðlaun 200.000 krónur og tvenn 2. verðlaun 100.000 krónur hvor.
Kristnihátíðarnefnd áskilur sér notkunar- og ráðstöfunarrétt á tónverkinu sem
hlýtur fyrstu verðlaun þann tíma sem kristnihátíð stendur yfir. Hátíðinni lýkur
á Páskum árið 2001.
Trúnaðarmaður dómnefndar er Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri
Kristnihátíðarnefndar og veitir hann allar upplýsingar um samkeppnina í síma
575 2000 eða á skrifstofu Kristnihátíðarnefndar
KRISTNIHATIÐARNEFND
Aðalstræti 6, 101 Reykjavík.
1000 ÁRA KRISTNI Á ÍSLANDl ÁRIÐ 2000
mála í rússnesku stjóminni, er
væntanlegur til Kákasushéraðanna
í dag til að skipuleggja neyðarað-
stoð við þá hluta Tsjetsjeníu sem nú
eru undir stjóm Rússa. Þá er einnig
von á sendinefnd frá samtökum ís-
lamskra ríkja tfl Tsjetsjeníu. Hún
mun einnig kanna aðstæður í flótta-
Ibúar Groznf, höfuðborgar
Tsjetsjeníu, búa við þröngan kost.
mannabúðum í nágrannalöndunum
þar sem hátt í 250 þúsund manns
hafast við.
í gærkvöld var mikill fjöldi íbúa
Grozní á leið út úr borginni eftir
þröngum Goragorskívegi. íbúamir
höfðu þá lesið dreifimiða frá rúss-
nesku hermönnunum.
„Þið eruð umkringdir. Öllum veg-
um til Grozní hefur verið lokað. Þið
getið ekki sigrað. Fram til 11. des-
ember verður trygg undankomuleið
um þorpið Pervómaískoje. Litið
verður á þá sem eftir verða sem
hryðjuverkamenn og bófa. Þeim
verður útrýmt með stórskota-
liðsárásum og loftárásum. Það
verða engar frekari viðræður,"
sagði á dreifimiða rússneska hers-
ins til íbúa Grozní.
Hækkuðu eigin laun
Fyrsta ákvörðunin sem n-írska
þingið tók var að hækka grunn-
laun þingmannanna 108 úr 29.500
pundum á ári í 38 þúsund pund.
Byrjuð að pakka
Hillary Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, sagðist í gær vera
farin að pakka
niður fyrir
flutninginn til
New York. For-
setafrúin hyggst
þó vera í Hvita
húsinu í Was-
hington um jól-
in. Hiflary gat
þess jafnframt að hún væri ekki
viss um hvort hún flytti fyrir ára-
mót. Leyniþjónustan hefur enn
ekki lokið við að koma upp örygg-
isbúnaði í húsinu sem Clinton-
hjónin keyptu í New York.
Eldsneyti til Nis
Fyrstu bílamir með eldsneyti
frá Evrópusambandinu til borga
undir yfirráðum stjórnarandstæð-
inga í Serbíu komu til Nis í gær.
Toflverðir höfðu haldið bílunum
við landamæri Serbíu í tvær vikur.
Skotárás í skóla
13 ára drengur í Oklahoma í
Bandaríkjunum skaut á og særði
fjóra skólafélaga sína á lóð skóla
þeirra í gærmorgun.
Barnaníðingar
Lögreglan í Pakistan hefur
handtekið tvo menn sem hafa við-
urkennt að hafa misnotað kyn-
ferðislega 25 böm af þeim 100 sem
vinur þeirra, Javed Iqbal, kvaðst
í bréfi hafa myrt.
Grass gegn nasistum
Nóbelsverðlaunahafinn Gúnter
Grass hvatti í gær til harðra að-
gerða gegn nýnasistum. Gæta
þyrfti þó þess að baráttan gegn
öfgamönnum kæmi ekki niður á
frelsi lýðræðisríkja.
Átta lík fundin
Mexíkóskir og bandarískir lög-
reglumenn hafa nú fundið líkams-
leifar átta manna sem taldir eru
hafa orðið fómarlömb kókaínbar-
óna.
Jesús og jóiasveinninn
Dómari í Ohio í Bandaríkjun-
um vísaði í gær frá máli um að
jóladagur væri í andstöðu við
bandarísku stjórnarskrána.
Kristnir fagna komu frelsarans og
hinir fagna komu jólasveinsins.
Fidel Castro Kúbuforseti blandaöi sér í gær í deiluna um sex ára gamla
kúbverska drenginn Elian Gonzalez sem bjargað var undan ströndum Flór-
ída um daginn eftir að móðir hans og stjúpi og fleiri flóttamenn drukknuöu.
Faðir drengsins, svo og Kúberjar allir, vilja fá hann aftur heim. Móðurfólk
drengsins sem býr á Flórída er hins vegar ekki á því að sleppa honum. Eli-
an litli átti sex ára afmæli í gær.