Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 Neytendur x>v Landssíminn kynnir nýja þjónustu fyrir Netið: Ný gagnaflutn- ingsþjónusta á markað - engar skrefa- og tímamælingar Landssíminn setti á markað í gær nýja gagnaflutningsþjónustu, ADSL-tengingu. Viðskiptavinum Símans er nú kleift að nota hefð- bundna símalínu til háhraða gagnaflutnings. Tengingin hentar bæði einstaklingum og smærri fyr- irtækjum til tengingar inn á Netið. Helstu kostimir eru að þjónustan er sítengd sem felur í sér að engar skrefa- eða tímamælingar eru. Auk þess nýtir ADSL núverandi síma- línur viðskiptavinarins en sérstak- ar síur eru til að tryggja að síma- sambandið sé óháð gagnasamband- inu þótt það fari um sömu línu. Næstu tvo mánuði vill Síminn skilgreina fyrstu tvo mánuði ADSL-þjónustunnar sem kynning- artímabil en komin er nokkur reynsla á tenginguna og hefur hún reynst vel. Því mega þeir sem fá sér tenginguna á því tímabili eiga von á einhverjum byrjunarörðug- leikum. TO að byrja með verður enda- búnaður eingöngu seldur í versl- unum Símans. Um er að ræða ríu og sérstakt ADSL-mótald. Auk þess er nauðsynlegt að hafa svokaliað Ethemet-kort í tölvunni. ADSL-tengingin verður boðin í þremur áskriftarflokkum en verð- skrá þjónustunnar verður endur- skoðuð aö kynningartímabilinu loknu. Ef viðskiptavinir Símans ætla að nota þjónustuna til teng- ingar við netið bætist við gjald til þess þjónustuaðila sem skipt er við. -hól Verðkönnun á IJósaseríum - Blómaval með lægsta ve 2500 Blómaval Húsasmlöjan Rafkaup aftækjaverslunln Glóey 40 Ijósa 80 Ijósa 120 Ijósa Jólaljósin lýsa upp skammdegið Sæmundur E. Þorsteinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Símans, Ása Rún Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Gagnalausnum Símans, og Ólafur Þ. Stephensen, forstööumaöur upplýsinga- og kynningarmála. DV-mynd Teitur Hluti af undirbúningnum fyrir jólin felst í að skreyta umhverfi sitt hátt og lágt. Einn mest áberandi hluti jólaskreytinganna eru jólaseríumar sem gleðja augað í skammdeginu. Nú eru sautján dagar til jóla og tími til kominn að fara yfir gömlu seríumar og athuga hvort nauðsynlegt er að kaupa nýjar. Þeir sem hafa nýverið hafið búskap þurfa einnig að kaupa nýjar seríur. Þar sem tími jólanna rennur senn upp fannst blaðamanni DV tilvalið að gera verðkönnun á ljósa- seríum í fjórum verslunum í Reykja- vik. Verslanimar sem hringt var í em Blómaval, Húsasmiðjan, Rafkaup og Raftækjaverslunin Glóey. Hjá öllum verslununum er sama verð á ljósaseríum, hvort sem þær em glærar eða litaðar. Straumbreytir fylg- ir öllum útiijósaseríum. Svipað verð er á minni Ijósaseriunum milli búðanna en meiri munur er á þeim eftir því sem þær era stærri. Á meðfylgjandi grafi geta lesendur kynnt sér verðlagn- ingu á ljósaseríunum en taka ber fram að gæðin geta verið mismunandi milli verslana. -hól áskrift - borgar sig H*gt er aö qreiða meö Visa/Euro eða póstgiró í sima 535-1045• Nfistu vikurnar veröa plötur Pálma Gunnarssonar-i jörgvins Halldórssonar g Papanna á sérkjörum til áskrifenda DV- Plata Bubba Morthens-. Söngur nflB-lHHO-i er enn til sölu á meðan birgöir endast- www.visir.is Á Fókus á Visir-is eru einnig viðburöir og tilboö i gangi meö Ens í m i i Se1mu t Sálin hans Jóns míns og Haus■ Fylgist meö! vísir.is Áskrifendum DV býöst tvöfaldi geisladiskurinn Dans gleöinnar eftir Vilhjálm Vilhjálmsson sem inniheldur úrval allra vinsalustu laga Vilhjálms á sérstöku tilboösveröi-i aöeins 1•kr ■ Á myndinni má sjá Ijósaseríu sem er vatnsþétt og sérlega hönnuö fyrir íslenskt veöurfar. Þessar seríur fást í mörgum stæröum og geröum og koma frá Kanada. Þær fást hjá Heildsölugalleríinu í Faxafeni. DV-mynd Teitur Ljósaseríur fremur öruggar - mesta hættan stafar af logandi kertum Árleg eldvamavika á vegum Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna er nú á enda en hún hófst 29. nóvember og stóð til 3. desember. í tilefni vikunnar var gefmn út sérstak- ur forvamabæklingur og birtar vom niðurstöður úr skoðanakönnun sem Félagsvísindastofhun Háskóla íslands framkvæmdi fyrir félagið. Athyglis- verðar niðurstöður em að einungis tólfta hvert heimili hefur gert neyðará- ætlun um útgöngu ef eldsvoða ber að höndum. Þá kemur fram að níunda hvert heimili hefur ekki fjárfest í eld- vömum vegna aukinnar rafmagns- tækjaeignar. Fram kom munur milli heimila í dreifbýlinu og á höfúðborgarsvæðinu með tilliti til eldvamabúnaðs. 97%. heimila í dreifbýlinu em með reyk- skynjara en 80% heimila á höfuðborg- arsvæðinu. í tilefni átaksins verður efnt tii sérstaks átaks í grunnskólum landsins en slökkviliðsmenn munu heimsækja yfir 5000 böm í yfir 150 grannskólum til að hvetja til eflingar forvamir heimilanna. í samtali við starfsmann Slökkvi- liðsins kom fram að helsta eldhættan um hátíðamar stafar af kertaljósum. Varast ber að skilja kerti eftir nálægt gardínum og öraggast er að ganga frá þeim þannig að þau geti bmnnið niður án þess að hætta stafi af því. Slökkvi- liðsmenn segja að óhöpp af völdum ljósasería hafi ekki verið mörg á und- anfómum árum. Því em ljósaseríum- ar í flestum tilfellum nokkuð öraggar og þvi að mestu óhætt að lýsa upp heimilin úti sem inni. . -hól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.