Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 TW «onn 44 Ummæli Er Mosdal sestur í borgar- stjórastólinn? „Það er ekki gert ráð fyrir neinni samkeppni milli arkitekta og engu líkara en að Marteinn Mosdal i sé sestur í stól borgarstjóra.“ Guðlaugur Þór 1 Þórðarson, um val á arkitektum fyrir Grafarholtssvæðið, í DV. Ekki vænlegt að rífast við Kára „Ég vil ekki reyna að rífast við hann í fjölmiðlum; það hafa meiri menn en ég farið illa út úr því.“ Guðni Jóhannesson, höfund- ur bókar um Kára Stefáns- son, í DV. Heift forsætis- ráðherra „Pólitísk heift forsætisráð- herra gagnvart Reykjavíkurlist- anum virðist byrgja ríkis- stjóminni svo gersamlega sýn að hún aðhefst hvorki né gengst við ábyrgö sinni gagnvart sveitar- félögum." Svanfriður Jónasdóttir al- þingismaður, í Degi." Finn í bankastjóra- embættið „Helst vildi ég fá Finn Ing- ólfsson sjálfan til þess að gegna bankastjóraembætti Seðla- bankans, til þess að losna við hann úr ráðuneytinu. Ólafur Þ. Jónsson, fyrrv. vita- vörður, í Degi. Iðnbylting seint um síðir „íslenskir ráðamenn sjá þaö bjargræði helst að innleiða hér seint • og um síðir iðn- byltingu 19. ald- , ar. Þeir eru fast- ir í draumum Einars Bene- diktssonar sem vom á sinni tið fullkomlega raunhæfir en sorg- lega úreltir nú um stundir." Guðmundur Andri Thorsson, ÍDV. Erum brjálaðir „Við erum ekki æfir. Við emm brjálaðir." Jóhann Tómasson læknir, um þá frétt að íslensk erfða- greining ætti oröið meiri- hluta í Gagnalind, í DV. Ragnar Örn Pétursson, formaður heilbrigðisnefndar Suðurnesja: íþróttir og íréttir áhugamálin DV, Suöurnesjum: „Við erum mjög ánægð með þá samvinnu sem náðst hefur við Sam- Suð og munum fylgja þessu vel eft- ir,“ segir Ragnar Öm Pétursson, for- maður heilbrigðisnefndar Suður- nesja, en neftidin hefur ásamt Sam- Suð, samtökum félagsmiðstöðva á Suðumesjum, gert meö sér sam- komulag um kannanir á sölu á tó- baki til bama og ungmenna á svæð- inu en heilbrigðisnefnd Suðurnesja er fyrsta nefndin á landinu sem fer af stað með sérstakt átak sem felur í sér eftirlit meö útsölustöðum tóbaks. „Samkvæmt lögfræðiáliti sem Tó- baksvamamefnd óskaði eftir nú í haust um það hver ætti að hafa eft- irlit með því að bömum yngri en 18 ára sé hvorki selt né afhent tókak kemur fram að heilbrigðisnefndir eigi að hafa þetta eftirlit og skuli það auglýst á áberandi hátt þar sem tóbak er selt. í þessu samkomulagi sem við gerðum við SamSuð munu verða gerðar a.m.k. þrjár reglubundnar kannanir á tóbakssölu til barna og unglinga á útsölustöðum tóbaks á Suðumesjum í samráði við Heil- brigðiseftirlit Suöumesja. En við munum leita eftir öömm sam- starfsaðilum vegna þessa verk- efnis m.a. til Lions- og Kiwanis- klúbba og Krabbameinsfélags Suðumesja. Samkomulagið mun til að byrja með verða í eitt ár, frá 1. janúar til desem- berloka árið 2000.“ Ragnar Örn starfar á íþrótta- og tóm- DV-mynd Arnheiöur stundaskrifstofu Reykjanesbæjar auk þess að vera skólastjóri Vinnu- skólans. Hann er formaður Starfs- mannafélags Reykjanesbæjar, situr í Bláfjallanefnd fyrir bæinn og er Maður dagsins eins og áður kom fram formaður Heilbrigðisnefndar Suöurnesja. Hann er félagi Kiwanisklúbbnum Keili og ritstjóri Kiwanisfrétta. Ragnar öm segir áhugamálin snúast mikið um íþróttir og fréttir en hann var um ára- bil íþróttaf- réttamaður á Vísi, Tíman- um og síðan Ríkisútvarp- inu. Hann var dagskrárgerð- armaður og síð- ar út- varpsstjóri á svæðisútvarpi Suður- nesja, Brosinu og fréttaritari RUV um fimmtán ára skeið. „Ég hef mik- inn áhuga á fjölmiðlum og hef lengst starfað í tengslum viö þá. Síð- an hef ég mjög gaman af laxveiðum. Það er spennandi að kljást við lax- inn og toppurinn þegar maður hefur betur. Bæði er þetta góður félags- skapur og útivera." Þrátt fyrir að Ragnar hafi starfað lengst af við fjölmiöla er hann þó menntaður framreiðslumeistari og margverðlaunaður í faginu þar sem hann var bæði Norðurlandameistari tvö ár í röð og íslandsmeistari í önn- ur tvö, auk silfursætis á heims- meistaramóti barþjóna. „Það var komið nóg eftir 25 ára starf á veit- ingahúsum og tími til kominn að breyta til.“ Ragnar Öm er Reykvíkingur en segist vera orðinn Suðumesja- maður eftir fjórtán ára búsetu. „Ég var nú eiginlega plataður hingað í fyrstu en ég held ég sé jafnvel orðinn meiri Suðumesjamað- ur en margur heimamaður- inn.“ Kona Ragnars er Sigríður Sigmðardótt- ir, starfs- maður Sundmið- stöðvar- innar, og eiga þau fjögur uppkomin börn. -AG Kvartett í g-moll opus 73 no. 3 fyrir fagott og strengi eftir franska tónskáldið Frangois Devienne og Svítu fyr- ir fagott og strengja- kvartett eftir enska tónskáldið Gordon Jacob á Háskólatón- Tónleikar leikum í Norræna húsinu. Fabest kvin- tettinn var stofnaður „. .. ........ . .. nú í haust. Hann Kristin Mjoll Jakobsdóttir fagottleik- skipa Kristin MjöU an er e.nn hljóöfærale.karanna f Jakobsdóttir fagJott. Fabest' leikari, Lin Wei og Margrét Kristjánsdóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Ásdís Amardóttir selló- leikari. Tónleikamir taka um það bil hálftíma. Fagott og strengir Á morgun kl. 12.30 flytur Fabest kvintettinn tvö verk, Myndskeið Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. María Ellingsen er önnur tveggja leikkvenna sem leikur Sölku Völku. Salka, ástarsaga Annað kvöld er sýning í Hafn- arfjarðarleikhúsinu á Sölku, ást- arsögu. Um er að ræða leikgerð Hilmars Jónssonar og Finns Arn- ars Arnarssonar eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Salka Valka gerist í íslensku sjávarplássi og er um margt bundin stéttaátökum á fyrri hluta aldarinnar en það eru manneskjur og örlög þeirra sem gera söguna sígilda. Salka Valka kemur fyrst með einstæðri móður sinni til Óseyrar við Axlarfjörð, fer að vinna fyrir sér í saltfisk- verkun, kaupir svo bát og berst fyrir sjátfstæði ” ---- sínu sem út L@ÍkhÚS gerðarmaöur. ________________ Salka lærir margt um lífið og ást- ina í þessu litla sjávarplássi þó hún standi eftir ein í leikslok. Leikstjóri er Hilmar Jónsson, en í helstu hlútverkum eru María Ellingsen, Benedikt Erlingsson, Gunnar Helgason, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Jóhanna Jónas, Dofri Hermannsson, Jón St. Krist- jánsson og Þorvaldur Davíð Krist- jánsson. Bridge Hallur Símonarson var mjög áberandi í íslensku bridgelífi á fimmta, sjötta og sjöunda áratugn- um, landaði á þeim tíma fjölmörg- um íslandsmeistaratitlum og spilaöi margsinnis í landsliði íslands. Hann hefur lítið spilað síðastliðna tvo og hálfan áratug en hefur spilað nokk- uð undanfarið á fimmtudagskvöld- um i tvímenningskeppnum sem kenndar eru við veitingastaðinn Þrjá Frakka. Þar hefur hann náð góðum árangri og yfirleitt endað í öðru hvoru af tveimur efstu sæt- anna. Síðastliðinn fimmtudag varð hann í efsta sæti og fékk meðal ann- ars topp í þessu spili. Suður gjafari og allir á hættu: ♦ 1085 764 ♦ KD2 ♦ KG54 Suður Vestur Norður Austm pass 1 ♦ 2 + 2 ♦ 3 ♦ 3 ♦ pass 3 grönd pass p/h pass 4-f dobl Hallur var alveg tilbúinn að spila vömina í þremur spöðum, en hann var ekki eins viss um árangur varn- arinnar gegn þremur gröndum aust- urs. Varla er hægt að álasa austri fyrir að dobla þennan samning, en vömin varð ekki feit af því. Út- spilið var spaði og vestur átti fyrsta slaginn á ás. Hann spilaði hjartadrottningu til baka, Hallur drap á ásinn heima, henti hjarta niður í spaðakóng og trompaði spaða. Næst var hjarta- kóngur lagður niður, lauf trompað heim, hjarta trompað og lauf tromp- að. Fjórði spaðinn var nú trompað- ur með tígulásnum, lauf trompað heim og tígulgosanum spilað aö heiman. Þegar nían féll hjá vestri, var samningurinn í húsi, en austur hefði þess vegna mátt eiga KD9 eins og KD2. ísak öm Sigurðsson ♦ ÁG1043 ♦» DG105 9 * ÁD6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.