Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 13 Aðgát skal höfð við álsamninga Kaup hráefnis og sala afuröa í máli upplýsingafulltrúans kom og fram að íslenska félagið mundi Greinarhöfundur segir sporin frá Grundartanga hræða. Elkem fékk 15 ára samning sem reyndist erfiður og fékk að lokum rift. Nýlega birtist í Morgun- blaðinu ítarlegt viðtal við blaða- eða upplýsingafull- trúa Norsk Hydro. Nokk- ur atriði vöktu athygli þar umfram annað og benda til þess að gá þurfi að sér við þá samninga sem nú eru í deiglunni varðandi álver á Reyðarfirði. Lítil eignaraöild - þekkingarframlag Það er nokkurt umhugs- unarefni hve lítinn hlut Norsk Hydro ætlar sér í fyrirhuguðu álveri. Það hringir bjöllum í kolli flestra þegar álrisi vill ekki hætta miklu til við nýtt fyrirtæki. Af viðtal- inu mátti ráða að álfyrir- tækið hygðist leggja fram hluta, e.t.v. stóran hluta stofnframlags síns, sem þekkingarframlag. Jafn- framt skýtur upp þeirri hugmynd að álverið fái árlega hluta veltu fyrir að viðhalda þekkingu í Reyð- arfjarðarfyrirtækinu. Auðvitað þurfum við á þekk- ingu að halda við rekstur álvers en þama er að mörgu að huga. Þekking sem þessi er mark- aðsvara og kanna þarf hvar hún fæst á sem bestu verði. Sporin frá Grundartanga hræða. Þar fékk El- kem 15 ára samning um að gegn því að viðhalda þekkingu í fyrir- tækinu fengi það 3% af veltu ár- lega. Þetta reyndist erfiður samn- ingur og tókst að rifta honum eftir 11 ár. Þegar samið var um málm- blendiverksmiðjuna voru aðstæð- ur allt aðrar. Ríkið hafði reyrt sig fast í framkvæmdina þegar Union Carþide brást og samningamir við Elkem voru þess vegna gerðir í þvingaðri stöðu. Nú snúa mál ekki þannig og ekki ástæða til aö gera sömu skyssumar. Kjallarinn semja við Norsk Hydro um að út- vega súrál og selja álið, unnu framleiðsluna. Enginn vafi er að Reyðarfjarðar- verksmiðjunni er lífsspursmál að hafa frjálsar hendur um öflun hráefna og sölu álsins. Mér fannst mega ráða af þessu öllu að Norsk Hydro mimdi hafa báða enda framleiðsl- unnar í sinni hendi, ætlaði ekki að hætta miklu með litl- um eignarhlut sem lagður yrði fram að verulegu leyti sem þekk- Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur ingarframlag, og tryggði sér ákveðið hlutfall af veltu með því að viðhalda þekkingu í fyrirtæk- inu. í lokin sagði fulltrúinn að allt riði á því að samið yrði um hag- stætt orkuverð til þess að fyrir- tækið yrði hagkvæmt. íslenskir fjárfestar Við hljótum að binda vonir við eða treysta á að íslenskir fjárfestar sem ætlað er að bera hita og þunga af framkvæmdinni gái vel að sér í þessum samningum. Fróðlegt verð- ur að vita hvaða arðsemikröfur þeir gera, sem og hvaða arðsemi- kröfur Lands- virkjun gerir vegna Fljótsdals- virkjunar. íslendingar hafa nú þegar gert nokkra samninga mn stóriðju við erlend stórfyrir- tæki. Reynsla er því til í landinu. Vonandi hafa menn öll þessi atriði í huga við samningana en óneitan- lega vekur viðtalið við upplýsinga- fulltrúann margar spurningar og nokkurn ugg. Guðm. G. Þórarinsson „Það er nokkurt umhugsunarefni hve lítinn hlut Norsk Hydro ætlar sér í fyrirhuguðu álveri. Það hringir bjöllum í kolli flestra þeg- ar álrisi vill ekki hætta mikiu til við nýtt fyrirtæki.u Mun viskan lifa af? Tímarnir breytast og mennimir með segir máltækið. En er það svo? Einu sinni var líka sagt að þókvitið yrði ekki í askana látið. Nú hefur það verið afsannað .og hugvitið er orðið ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. En hugvitið sem fer í askana er líklega helst á tæknisviðinu. Að þessu leyti hafa tímamir breyst. Tækniframfarir vitna um það. En hafa mennimir breyst? Ég held að maðurinn sé í raun samur við sig. Hann er sama eðlis og systkin hans á liðnum ár- þúsundum. Hann býr yfir ótrú- legri snilld og er heúlandi í sköp- unargleði sinni en um leið er hann gallagripur sem fer illa með náðar- gáfur sínar. Hraðinn á tækniöld eykst stöðugt og breytingarnar verða ör- ari með hverjum deginum. Minni og minni tími mun gefast fyrir hina siðfræðilegu umræðu sem veita á tækninni nauðsynlegt að- hald. Viska aldanna hverfur meir og meir í skuggann af tæknilausn- um sem ætlað er að gefa skjótfeng- inn gróða, oft án þess að spyrja um afleiðingar. Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Marksæknin ræður öllu. Maöurinn vill ná á tindinn hvað sem það kostar vegna þess að sælutilfinningin sem fylgir því að ná settu marki er sett ofar öðru. Miðlun andlegra gilda, visku og speki aldanna, á sér einkum stað í uppeldi þar sem foreldri eða nánast fjölskylda kennir með lífi og breytni. Margir af eldri kynslóðum þessa lands eiga minningar af gefandi stundum með foreldrum, einnig með afa og ömmu sem oftar en ekki bjuggu nærri heimili bamsins ef ekki á sama heimili. Kynslóð eftir kynslóð voru sagðar sögur og lagðar lífsreglur. Siðvit varð til. Nú er þessi miðlun að' mestu í höndum önnum kafinna foreldra sem eru í fullri vinnu og svo leik- skóla- og grunnskólakennara. Að auki eru fjölmiðlar, einkum sjón- varp, áhrifavaldar í lífi barna auk jafhaldranna. Kennarastéttin er ein mikilvæg- asta stétt samfélagsins og hana þarf að styðja og styrkja með upp- örvun og hvatningu í orði og verki, í ræðu og riti og síðast en ekki sist með beinhörðum peningum. Kennarar eru með fjöregg þjóðar- innar í höndum lung- ann úr ári hverju. En þeir koma aldrei að öllu leyti í stað foreldra. Barn sem skynjar umhyggju foreldra í frumbemsku og öðlast það sem kallað er grundvallartraust þýr að því alla ævi. Grund- vallartraust verður m.a. til þegar bamið finnur og skynjar, sér og heyr- ir foreldrana leggja lif sitt í hendur Guðs, treysta æðri mætti og skynja sig í stærra samhengi en við augum blasir i daglegu lífi. Þess vegna er svo mikilvægt að biðja fyrir barninu og yfir vöggu þess í frumbernsku. Manneskjan hefur í sér búandi vitund um aö handan þess sem er þert augum hennar búi æðri mátt- ur. Það sýnir sig þegar fólk ratar í margs konar raunir á lífsleiðinni og kemst í ógöngur að það aö við- urkenna æðri mátt skiptir sköpum varðandi bata. Þetta þekkja þús- undir íslendinga af svonefndu 12- spora kerfi sem starf AA-samtak- anna byggir á. Margt í samtím- anum bendir til þess að ofurtrú á tæknilausnir og nýjungar sé að fær- ast í aukana. Við slíkar aðstæður þegar núið og fram- tíðin fá aukið vægi á kostnað fortíðar er hætt við að viska aldanna lendi í glatkistunni. Þá endum við sem þjóð sem veit ekki hvaðan hún kemur og mun þar af leið- andi ekki heldur vita hvert hún stefnir. Við þúsaldahvörf stendur íslenska þjóðin á tímamótum og um leið stendur hún frammi fyrir þeirri ögrandi spurningu hvort hún vilji halda áfram á þeirri þraut sem mörkuð var á alþingi árið 1000. Vitur maður stýrði þjóð- inni þá á heillabraut og þjóðin kaus að virða visku hans. Á tækniöld er enn þörf fyrir visku og vísdóm aldanna. Siðvitið er for- senda þess að við förumst ekki af völdum tækninnar. Öm Bárður Jónsson „Kennarar eru með fjöregg þjóð- arinnar í höndum lungann úr ári hverju. En þeir koma aldrei að öllu leyti í stað foreldra.u Kjallarinn Örn Báröur Jónsson prestur Með og á móti Uppboð á aflaheimildum? Sérfræðingar Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) telja f nýrri skýrslu sinni um Island að hagvöxtur hér á landi til lengri tíma sé háður því að núverandi kvótakerfi veröi bætt. Sérfræöingarnir segja að auka mætti sátt um kerfiö meö því aö innleiöa uppboöskerfi tii aö útdeila aflaheim- ildurn. Segja sérfræöingarnir aö viö þær breytingar gæti kvótakerfiö orö- iö réttlátara en núverandi kerfi sem byggir á sögulegri veiöi. Þá leggja OECD-menn til aö kvótakerfiö veröi víkkaö út og látiö ná til smábáta. Allir við sama borð „Ég get fallist á ýmsar leiðir til að vinda ofan af því óréttlæti sem núverandi fiskveiðistjómun er. Aðalatriðið er að við sitjum öll við sama borð - að ákvæði stjórnarskrár um jafnræði og atvinnufrelsi sé virt. Þannig er það ekki þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Uppboð afla- heimilda, þar sem allir ís- lendingar eiga jafnan rétt, er ein slík leið. Flestir óháðir og brúklegir hagfræðingar aðhyll- ast hana. Þegar réttlætinu er náð er sjálfsagt að leita leiða til að nýta auðlindina sem best til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Mér finnst lik- legt aö sóknarmarkskerfi yrði þá ofan á eða jafnvel sambland af afla- og sóknarmarkskerfi. Þegar sérhagsmunir upp á hundruð milljarða króna eru ekki lengur að fiækjast fyrir er sennilegt að vitleg umræða gæti náð ein- hverri fótfestu. Kvótagreifum hefur tekist að æra svo og trylla umræðuna að tiltölulega einfald- ar staðreyndir eiga erfitt upp- dráttar. Núverandi kvótakerfi skilar engum af yfirlýstum markmiðum. Fyrir utan að vera óréttlátt, leiðir það til byggða- flótta, óhagkvæmni, brottkasts og hefur ekki byggt upp fiski- stofna. Þvert á móti.“ Aukin óvissa Valdimar Jóhannes- son. „Það er tvennt sem ég horfi sérstaklega til í þessu sambandi. í fyrsta lagi er það grundvallarat- riði fyrir allan atvinnurekstur, ekki síst sjávarútveg, að auka starfsöryggi í atvinnugrein- inni þannig að stjómendur geti skipulagt sig fram í tím- ann með ein- hverri vissu. Það er - alveg augljóst mál að Uppboðskerfí 80,1 a'Þingismaöur. af þessu taginu myndi hafa í för með sér aukna óvissu fyrir sjávarútveginn og draga úr líkunum á þvi að hann gæti bætt lífskjörin í landinu, eins og hlýtur að vera megin- markmiöiö. í öðru lagi vitum viö að mikil óvissa er í byggðum landsins vegna þess fyrirkomu- lags sem við höfum á fiskveiöum i dag. Það yrði þó hreinn barna- leikur á við það sem myndi ger- ast við uppboðskerfi þar sem litl- ar sjávarútvegsbyggðir myndu aldrei vita frá ári til árs hvort þær hefðu nokkur réttindi til sjó- sóknar. Auk þess eru í þessum tillögum OECD hugmyndir um að víkka út kvótakerfið frá því sem nú er. Ég er þeirrar skoðun- ar að nær væri að auka þá sér- stöðu og styrkja grundvöll þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem við höfum verið að reyna að byggja upp í kringum smábáta og hefur verið ómetanlegt fyrir byggðir landsins."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.