Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON A&stoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Við bíðum eftir aðhaldinu Efnahags- og framfarastofnunin OECD spáir 5,2% verðbólgu á íslandi á næsta ári, meira en þrefaldri verð- bólgu ríkja Evrópusambandsins, þar sem spáð er um 1,5% verðbólgu á næsta ári. Meðan verðbólga lækkar í nágrannalöndunum hækkar hún hér á landi. í fyrra vorum við á svipuðu róli og aðrar þjóðir Vest- ur-Evrópu með rúmlega 2% verðbólgu og höföum þá bú- ið við langvinnt góðæri lágrar verðbólgu. í ár hafa leiðir skilið. Evran var tekin upp á meginlandinu og skilaði sér þar í strangari stjórn efnahags- og íjármála. Við tókum hins vegar strikið upp á við, sumpart vegna ofhitnunar í gufukötlum efnahagslífsins, sumpart vegna gjafmildi stjómvalda gagnvart kjósendum og starfsfólki á kosningaári og sumpart vegna aukinnar fákeppni í verzl- un, svo sem forsætisráðherra hefur bent á. Stjórnvöld hafi takmarkaða möguleika á að ráða við suma þætti verðbólgunnar. Keppinautar hafa uppgötvað þægindin af auknum samráðum og minnkandi sam- keppni. Með samruna fyrirtækja hefur samkeppni verið breytt í fákeppni og fákeppni breytt í fáokun. Verðbólga mun enn aukast, ef bankar sameinast og breyta fákeppni sinni í fáokun. Þetta væri þolanlegt, ef erlendir bankar tækju upp þráðinn með útibúum hér á landi, en því miður virðist ísland ekki áhugaverður markaður á þessu sviði fremur en ýmsum öðrum. Stjórnvöld geta reynt að opna hagkerfið betur og laða hingað erlenda keppinauta á ýmsum sviðum, í bankavið- skiptum, tryggingum, olíuverzlun, flugi og á öðrum þeim sviðum, þar sem 80% markaðarins eru í höndum örfárra fyrirtækja, sem kunna að sameinast þá og þegar. Stjórnvöld hafa takmarkaða möguleika á að ráða við almenna kjarasamninga, þótt þau geti sjálfum sér kennt um að hafa gefið tóninn með gífurlegum hækkunum til stjórnmála- og embættismanna ríkisins og nokkrum hækkunum til sumra hópa ríkisstarfsmanna. Stjórnvöld geta samt haft óbein áhrif með því að haga málum á þann hátt, að samtök launafólks sjái hag í að fara með löndum í kröfum. Það gerist til dæmis með því að sýna fram á trúverðugar aðgerðir á öðrum sviðum til að koma verðbólgunni niður í evrópska staðla. Efnahags- og framfarastofnunin hvetur til meira að- halds stjórnvalda í rikisíjármálum. Slíkt aðhald felst ekki í að selja ríkiseignir til að halda uppi óbreyttum dampi á ríkisútgjöldum. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar bendir því miður til freistinga af slíku tagi. Ríkisvaldið þarf í stóru og smáu að hafa mikið hóf á fjárfestingum sínum á næsta ári. Mest munar um að hætta við ýmsar stórframkvæmdir ríkisins og að hleypa ekki heldur Fljótsdalsvirkjun í gang, því að hún ein er ávísun á hrikalega spennu í efnahagslífinu. Beina þarf athyglinni frá atvinnuþróun, sem felur í sér gífurlegan fjárfestingarkostnað af hverju atvinnutæki- færi, og að atvinnuþróun, sem felur í sér lágan fjárfest- ingarkostnað af hverju atvinnutækifæri. Falla ber frá ál- iðjudraumum og efla heldur þekkingariðnað. Verkefnið er ekki lítið. Koma þarf verðbólgunni úr hinum spáðu 5,2% niður í þau 1,5%, sem spáð er í Vest- ur-Evrópu almennt. Við megum ekki missa af jafnvæg- inu, sem felst í að búa við svipaða festu í fjármálum og efhahagsmálum og aðrar þjóðir Vesturlanda. Brýnt er, að ríkisstjómin fari sem allra fyrst að láta í sér heyra um, hvaða leiðir hún hyggst fara til að tryggja sömu festu hér á landi og í viðskiptalöndum okkar. Jónas Kristjánsson ■ - *\ . Grænir dalir eru freistandi, hvort heldur þa& eru ísfenskir fjalladalir - eða grænir Bandaríkjadalir. Grænir dalir Nú er umræðan um Eyjabakkalón, Fljóts- dalsvirkjun og álver við Reyðarfjörð búin að taka á sig allar hugsanlegar myndir - nema hina einu réttu. Ráðamenn þjóðar- innar hafa farið eins og kettir kringum heit- an graut, hvar sem þeir hafa nálægt um- ræðunni komið. Þeir hafa að vísu haldið því fram að við verðum að virkja til að bjarga landsbyggðinni, að ef við virkjum ekki, muni Landsvirkjun rúinera þjóðina með skaðabótakröfum. Og þó hagfræðingar hafl sýnt með óyggjandi hætti að Fljótsdals- virkjun verði ein sú óhagkvæmasta fjár- festing sem homo sapi- ens hefur hugkvæmst, ætla okkar heittelsk- uðu yfirboðarar að halda sínu striki. í ranni ráðamenna þyk- ir ekki hæfa að svara fullyrðingum sem —- ganga í berhögg við þeirra ramma ráðabrugg. Stærðfræðingum ríkis- báknsins er einfaldlega meinaö að svara fullyrðingum hagfræðinga, jafnvel þó þar á bæ megi finna fólk sem þiggur laun fyrir að svara ut- anaðkomandi aðdróttunum. Andstæðingar virkjunar segja margt, en lítið mark er á þeim tek- ið. Þeir sem vilja að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna virkj- unar í Fljótsdal, tala fyrir daufum eyrum þegar eyru þingmanna eru annars vegar. Umhverfissjónar- mið eru einhvern veginn ekki á dagskrá, ekki einu sinni í um- hverfisráðuneytinu. Árþúsund fólksins vill að náttúran njóti vafans Norðmenn sem dregnir eru inn Kjallarinn Kristján Hreinsson skáld í umræðuna virðast ekki vita i hvom fót- inn stíga skal, og hafa af þeim sökum ýmist ákveðið að stíga i hvorugan eða báða. Norðmennirn- ir ætla að vísu ekki að leggja fé í vænt- anlegt álver, en eru samt sem áður það afl sem knýr ís- lenska þingmenn til athafna. Ef þeir norsku segja að tím- inn sé naumur, þá er tíminn naumur, jafnvel þó þjóðin viti að ekkert liggur á. Og þó þessi þjóð sjái á dagatalinu að ný „Málið snýst ekki um syfjaða grálúðu eða frussandi freðýsu; skoffín eða fínngálkn. Umræðan snýst ekki um stolt eða stífni; menn eða málefni. Og hvorki snýst hún um réttlæti né rök- hugsun.“ öld er í þann mund að ganga í garð - að árþúsund fólksins sem vill að náttúran njóti vafans er að hefjast, en öld skammsýni og hugsunar skjótfengins gróða er á enda, þá bendir flest til að steingeld og gamaldags gróðahyggja ætli hér aö bera sigur úr býtum. Máliö snýst aöeins um eitt Það eina sem ekki hefur komið fram, er það sem öllu máli skiptir, og það er ekki velvilji ráðamanna til að bjarga byggðum landsins með því að hefta flóttamanna- straum til höfuðstaðarins. Það er ekki viðleitni ráðamanna til að auka velmegun í landinu, þvi uppistöðulón og álver gera fleiri sár en þeim tekst að græða. Ein- hver kann að halda að hér snúist allt um það að aumkunarverðir framsóknarmenn séu að reyna að halda sætum sínum á þingi, með því að neita að hlýða kalli timans og þykjast yfir það hafnir að taka sönsum. En umræðan snýst ekki um Halldór, Guðna, Finn eða Siv, ærufórn þeirra er hvort eð er einskis virði. Málið snýst ekki um syfjaða grálúðu eða frussandi freð- ýsu; skoffin eöa finngálkn. Um- ræðan snýst ekki um stolt eða stífni; menn eða málefni. Og hvorki snýst hún um réttlæti né rökhugsun. Og þá má nú reikna með að margur haldi að sviðsetn- ing á átökum milli höfuðborgar og landsbyggðar sé þungamiðja um- ræðnanna - að allt snúist þetta um, að nú sé kominn tími til að efna loforö - að nú eigi að láta þá sem haldið hafa uppi sukkinu í Reykjavík fá eitthvað fyrir sinn snúð. En svo er nú aldeilis ekki. Hjá þeim sem völdin hafa snýst þetta mál hvorki um land né þjóð, það snýst hvorki um Landsvirkjun né Norsk Hydro, það snýst hvorki um mat á um- hverfisáhrifum né tímahrak, það snýst hvorki um náttúru- vernd né eyðingu ósnortins lands. Mál þetta snýst um eitt, og þetta eitt kallast peningar. Það snýst um að færa peninga fjöldans á fárra hendur. Málið snýst um þetta, þetta eitt og ekkert annað. Peningar skattgreiðenda skulu komast í vasa fárra útval- inna einkavina þeirra sem með völdin fara, hvort sem þjóðinni líkar það eður ei. Hvers konar dali snýst máliö um? Snúist málið um græna dali, þá snýst það um græna bandaríkja- dali. Og ef landsmenn þrá að vafra áfram um i myrkrinu og trúa því að mál þetta snúist um eitthvað annað en peninga, þá verður eng- in virkjun svo stór og orkurík að afl hennar nægi til að íslensk þjóð geti kveikt á perunni. Kristján Hreinsson Skoðanir annarra Flugeldakaup „Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafði á því orð á dögunum að kaup íslendinga á flugeldum héldu við bamaþrælkun í þeim ríkjum þriðja heimsins þar sem flugeldamir eru framleiddir. Hann benti ennfrem- ur á að árlega spryngju slíkar flugeldaverksmiöjur í loft upp og mörg barnanna ýmist týndu lífi eða hlytu örkuml af. Nú er ekki að efa að Halldór byggir þessi orð sín á staðreyndum en i hugum einhverra leikur ef- laust á því vafi hvemig skuli bregðast við þessum tíð- indum. Fyrir velflesta era aðeins tvær leiðir færar, annars vegar að hætta að kaupa flugelda og hins veg- ar að kaupa þá og halda áramót meö púðri og prakt.“ Vef-Þjóðviljinn 2. des. Skynsamleg tillaga „Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt til í umhverfisnefnd Alþingis að haldinn verði sameiginlegur fundur iðnaðar- og umhverfis- nefnda Alþingis og óskað eftir því, að fulltrúar Norsk Hydro komi á þann fund. Þetta er skynsamleg tillaga. í ljósi þess, að Alþingi hefur raunverulega ákveðið að taka í sínar hendur mat á því hver niðurstaðan verði varðandi Fljótsdalsvirkjun er eðlilegt að Alþingi eigi bein og milliliðalaus samskipti við fulltrúa Norsk Hydro og alþingismenn fái tækifæri til að spyrja þá beint um afstöðu þeirra til byggingar álvers á Reyðarfirði....“ Úr forystugreinun Mbl. 5. des. Dýr kvöldverður „Borgarstjórinn ákvað nefnilega líka að hæfileg verðlaun fyrir aðhaldið, væm að bjóða 10 starfsmönn- um, sem valdir verða af félagsmálastjóra Reykjavíkur, til áramótafagnaðar ásamt mökum í Perlunni. Það er ekki nema von að Ingu finnist ekki vera rétti tíminn til skattalækkana en auðvitað sjálfsagður tími til skattahækkana þegar hún stendur fyrir annarri eins vitleysu. Eins og alþjóð veit kostar kvöldverður á þess- um merku tímamótum um það bil 25.000,00 kr. fyrir manninn og það þarf engan sérfræðing til að sjá að þetta eina kvöld mun kosta skattborgara á bilinu 700.000 til 900.000 krónur.“ Frelsi.is 3. desember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.