Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Qupperneq 8
Fjöllistahópurinn GusGus æddi fram á vígvöllinn og Jón Jónsson hélt að heimsfrægð íslendinga væru engin takmörk sett. Fréttir dundu í eyrum landsmanna um heimstúr hópsins og Flafdís Huld var rosasæt. Nú er hún skilin við Gussarana og orðrómurinn segir að fleiri séu á förum frá fjöllistahópnum. Daníel Ágúst Flaraldsson var spurður út í þessar breytingar og margt annað. og neistaflug „Það getur verið erfitt að vera popp- ari og fjölskyldumaður í senn,“ viður- kennir Daníel Ágúst Haraldsson tón- listarmaður. „Fylgikvistur þessarar atvinnu, að vera poppari, er að fara í ferðalög og kynna sköpunarverkið. Ferðalög þýða náttúrlega þara að vera fjarri heimahögum. Að vera íjarri þeim sem manni þykir vænst um. Ein- staka sinnum kernm- fiölskyldan með í einhvem smátíma en stundum er maður nokkra mánuði í burtu og slíkt gengur ekki. Hvorki fyrir Gabríelu né Danielu dóttur okkar. Enda eru ferð- irnar ekki til að kynnast landi og þjóð heldur er tónlist í farangrinum sem maður vill leyfa sem flestum að heyra.“ Við Gabríela erum góð saman Daníel hefur verið í sviðsljósinu í meira en tíu ár. Hann birtist í Júró- visjón, sló í gegn með Ný dönsk, lagð- ist í eina sæng með myndlistarkon- unni Gabríelu Friðriksdóttur, túraði heiminn með GusGus og er nú að leggja Eyjabökkum lið. Daníel Ágúst var spurður um lífshlaupið frá núll- punkti til nútíðar. „Eh ... Það má eig- inlega segja að ég hafi verið meðvit- undarlítill framan af. Alveg þangað til ég var nítján ára eða svo. Ég man ekki staðreyndir varðandi ævina mína en ég man stöku upplifanir. Ég er frekar mikill sveifhugi. Kannski vegna þess að mamma mín hefur farið með mig á of mörg listasöfn. Ég hef fengið svona Stendalsindrúm eða Stendalheilkenn- in. Þau lýsa sér í þvi að það verður of- hleðsla í heilabúinu," segir Daniel áður en hann sýpur á kaffinu. Að sop- anum loknum beinast spjótin að menntaskólanum og Ný dönsk. „Ég byrjaði í Ný dönsk ‘87. Þá var ég einnig nýbyrjaður í MR. Það var frá- bært að vera í þeirri hljómsveit. Það var skóli og skemmtilegt hark í tilver- unni. Ég fékk útrás fyrir það sem mig langaði að gera í tónlist - þá - á þessu tímabili. Og það var mjög gróskumik- ið tímabil í minu lífi. Ég var í Ný dönsk þar til ég vildi ekki vera lengur í henni. Þá var ég kominn með nýjar hugmyndir um tónlistarsköpun og færði mig út í tölvuumhverfið." MR var greinilega mikill örlaga- valdur í lífi Daníels því fjölskyldan spratt líka upp úr menntaskólanum. „Ég kynntist Gabríelu þegar hún var á fyrsta ári í MR og ég á síðasta. Þau kynni voru ennþá meiri innspýting í lífið,“ segir fjölskyldupopparinn og heldur kíminn áfram: „Við mættumst í stiganum á leiðinni niður í nem- endaathvarfið og það varð bara búmm krass. Ári síðar fæddist Daníela. Ég held að við Gabríela séum góð saman. Það verður bára betra og betra." Nú er Gabríela myndlistarkona, vinniö þiö einhverja hugmyndavinnu saman? „Nei, við höfum bæði svo sterkar skoðanir á eigin hugmyndum og sköp- un. Ætli við höfum ekki forðast það vitandi að allt færi í bál og brand,“ stynur Daníel og segir að þau reyni kannski slíkt á elliheimilinu Grimd. Polydistortion fór ekki á stökk „Ég komst á sporið með tölvutónlist þegar ég stjórnaði upptökum fyrir Bubbleflies. Þeir voru einmitt að blanda saman tölvuheiminum og hin- um hefðbundna basíska rokkheimi. Mér fannst það bráðsniðugt. Áður hafði ég mikla fordóma gagnvart tölvumúsík. Mér fannst svo mikil endurtekning I tölvunni, svona teknótónlist. En fordómamir hurfu alveg. Ég hef aldrei sleppt kassagít- arnum eða hætt að spila á orgelið hans afa eða neitt þannig. Tölvuver- öldin hefur bara verið svo ótrúlega heillandi. Umhverfið er margbreyti- legt og möguleikamir óendanlegir,“ fullyröir Daníel áður en hann kemur að fæðingu GusGus. „Siguröur Kjart- ansson og Stefán Árni skrifuðu hand- rit að stuttmyndinni Nautn og ég sló til að leika í þessari vitleysu. En þeg- ar æfingamar byrjuðu komu ýmsar framkvæmdalegar hindranir í ljós. Þær ollu því að við þurftum að fresta tökunum. Af því að ég var ekki að leika í myndinni langaði mig að búa til músík. Auk þess langaði okkur Sigga Kjartans að semja tónlist sam- an en það vantaði vélstjóra í teknómaskínuna. Svo við fengum strákana í T-World til liðs við okkur, Magga legó og Bigga veim. Við hent- um lögunum okkar i púkk og unnum myrkranna á milli að klambra þessu saman og klára plötuna." Þiö fenguð gott start eftir Polydistortion en gekk „This Is Normal" eins vel og þiö vonuöust til? „Ja, sko, „This Is NormaT' gekk mjög vel en það voru stærri vænting- ar innan hópsins. Við héldum að við væmm með eitthvað í höndunum sem gæti farið með okkur aðeins lengra. En, en, en, skapahárarakstur hefur greinilega farið fýrir brjóstið á fólki. Eða eitthvað annað svo hún fór ekkert lengra með okkur en Polydistortion. Hún fór svona jafn langt. Við erum alveg sáttir. Hún náði góðum gönguhraða en fór ekkert á stökk,“ segir Daníel og það er ekki laust við áð hann brosi út i annað. Fjórir eftir í GusGus Orörómur segir aö Jjöllistahópur- inn taki hamförum og framtíöarmeö- limir GusGus veröi aðeins fjórir. Daní- el er vitanlega spuröur út í þennan oróróm. „Ehm. Jú, það er rétt. Þegar við vomm búnir að kynna „This Is NormaT á miklum ferðalögum fannst okkur nauösynlegt að hafa þetta þannig aö allir yrðu hamingjusamir og sáttir við breytingamar sem vom óhjákvæmilegar til að GusGus gæti haldið áfram. Hamingjusömu fjórir einstaklingamir em Stefan Stefansen ljósmyndari, kvikmyndatöku- og tón- listarmaður. Biggi veira tónlistarmað- ur og forritari. Sigurður Kjartansson kvikmyndagerðar- og tónlistarmaður og svo ég.“ Ætlió þiö aö leggja á djúpiö undir flaggi GusGus? „Við heitum GusGus áfram. Við erum að búa til brjálaða elektrótón- list. Starfsgleðin er svo mikil að neist- amir fljúga og Siggi breik þarf að fara að æfa orminn aftrn- og setja upp svitaböndin sín. Hins vegar á ekki að verða vandamál að framkvæma. Hitt var svolítið þungt í vöfum. Þótt það hafi verið alveg ótrúlega skemmtilegt. En auðvitaö vom mörg „eigin“ sjónar- mið í gangi sem var erfitt að eiga við.“ Mengunarspúandi stórverksmiðja Daníel tilheyrir poppurunum sem tala meö verndun Eyjabakka. Auk þess œtla þau Björk að syngja lag á Netinu til heiöurs málefninu. Hvaö segir hann um þetta snúna mál? „Eyjabakkamálið er viðkvæmt og uppásnúið mál. Afstaða min til þess er sú að mér finnst stjómvöld ekki vera að lækna fólksflóttann af lands- byggðinni með virkjun fyrir rafmagn tU Norsk Hydro," útskýrir Daníel og tekur fram að hann vilji finna nátt- úru- og mannvænni leiðir. „Mengun- arspúandi stórverksmiðja laðar fólk ekki að landsbyggðinni. Það þarf að nýta auðlindimar á skynsamlegan hátt með möguleikana opna og með tilliti til umhverfisins." Hvernig kemur poppiö inn í mynd- ina? „Okkur popparana þyrsti í að leggja eitthvað til málanna. Koma með hugmynd í stað þess að gagnrýna eingöngu framkvæmdimar. Því syng- um við Björk lag sem verður sett á heimasíðu og ágóðinn af því rennur í sjóð. Sjóðurinn á að styrkja góðar at- vinnuskapandi hugmyndir, hug- myndir hvar sem er utan höfuðborg- arsvæðisins; koma þeim á fram- kvæmanlegt stig og nýta ímyndunar- auðgi fólks til að efla atvinnulífið úti á landi. Svona eins konar nýsköpun- arsjóður landsbyggðarinnar. Björk samdi lagið og bað mig um að syngja meö sér. Þetta er mjög skemmtilegt lag. Það verður fljótlega á heimasiðu og eigendur heimasíðunnar greiða í sjóðinn eftir notendafjöldanum. Sjóð- urinn er hugsaður sjálfstæður og skipaður framkvæmdastjórn sem finnur fleiri fiárfesta í þróun arð- bærra hugmynda,“ segir Daníel að lokum og er bersýnilega hlynntur því að fólk noti ímyndunarauðgina til hins ýtrasta. Að minnsta kosti viröist hann óspar á hugmyndaflæð- ið í eigin lífi. -AJ f Ó k U S 10. desember 1999 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.