Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Side 28
m Aðstandendur sakamálamyndarinnar Ang- el Eyes höfðu fengið loforð Jennifer Lopez um að leika aðalhlutverkið en þegar þeir neituðu að þorga henni átta milljónir doll- ara sem hún heimtaði báðu þeir Ashley Judd um að leika aðalhlut- verkið. Áður en farið var að semja um laun og kjör Judd dró Lopez úr launakröfum sínum og sættist á 7,5 millj- ón dollara. Luis Mandoki mun leika- stýra kvikmyndinni eftir handriti Geralds DiPegos, en þeir gerðu saman ástardramað Message In Bottle.. Þar sem áætlaður kostnaður við myndina er 30 milljónir er Ijóst að fjórðungur kostn- aðarins fer i vasa Lopez sem nýlega tók hliðarspor og gaf út plötu sem nýtur tals- verðra vinsælda um þessar mundir. leikur Leni Eins og allir ættu að vita hefur Jodie Fost- er hafnað því að leika í Hannibal, fram- haldinu af The Silence of the Lambs. I staðinn hefur hún ákveðiö að leika i og framleiða kvikmynd um þýska leikstjórann Leni Riefenstahl sem var í far- arbroddi þýskra leikstjóra en þótti höll undir Hitler og leikstýrði áróðurs- myndum fyrir hann. I dag er Riefenstahl talin með- al merkari kvikmynda- gerðarmanna aldarinnar: „Hún er kannski einn af mestu kvikmyndagerðarmönnum sem uppi hafa verið en samt mun nafn hennar ávallt tengiast nasismanum," seg- ir Foster. Riefenstahl er enn lifandi, orðin 97 ára gömul. Nýjasta kvikmynd Arnolds Schwarzeneggers, End of Days, hefur fengið frekar slæma útreið hjá gagn- rýnendum og almenningur hefur frekar kosið að sjá Toy Story 2 og James Bond þótt varla sé hægt að kvarta mikið yfir að- sókninni. Þrátt fyrir hrak- farirnar er Schwarzenegger ekkert að hugsa um langt fri eins og síðast en End of Days er fyrsta kvikmynd hans frá því hann lék i Jingle all the Way. Nú hefur ver- ið tilkynnt að Schwarzenegger muni leika í Collateral Damage sem Andrew Davis (The Fugitive) leikstýrir. Leikur hann mann sem leitar að hryðjuverkamanni sem er ábyrgur fyrir dauða eiginkonu hans og barns. Áður en hann hefur leik í henni leikur hann The Sixth Day, en tökur á henni hófust 8. des- ember. Roger Spottiswoode leikstýrir þeirri mynd. Peter og Bobby Farrelly (There's Is Somet- hing About Mary) vilja ólmir fá Heather Graham til að leika annað aðalhlutverkið í þeirra næstu kvikmynd Say It Isn't So, rómantískri gamanmynd sem þeir eru að undirbúa. Þegar eru þeir búnir að ráð í hitt aðalhlutverkið, Chris Klein (American Pie, W ’■ Election). Ef Graham tekur hlutverkið þá mun hún leika fallega stúlku sem nánast dettur af himnum ofan í fangið á forhert- um piarsveini sem loks telur sig hafa fund- iö þá einu réttu, það er þar til hann telur sig hafa vissú fýrir því að hún sé löngu týnd systir hans. Hjónin Jake (Temura Morrison) og Beth (Rena Owen) skilin í framhaldinu.. Framhald hinnar margverðlaunuðu nýsjálensku kvikmyndar, Once Were Warriors, What Becomes of the Broken Hearted? er frumsýnd í Stjörnubíói í dag og er um Evrópufrumsýningu að ræða Temura Morrison leikur hinn innfædda Jake Heke. Eitt sinn stríðsmenn (Once Were Warrior) er þekktasta nýsjálenska kvikmyndin ásamt The Piano. Nú fimm árum síðar kemur framhald- ið What Becomes of the Broken He- arted? sem hlotið hefur nafnið Eitt sinn stríðsmenn 2. Það eru sömu aðilar sem standa á bak við fram- haldið, sami handritshöfundur, Alan Duff, sömu leikarar og aðrir aðstandendur. Það eina sem breyst hefur er að nýr leikstjóri, Ian Mune, er við stjómvölinn. Fram- haldið er sjáifstætt og fylgjumst við með Jake (Temuera Morrison) og hvemig líf hans breytist eftir að eiginkona hans Beth (Rena Owen) hefur yfirgefur hann. What Becomes of the Broken He- arted? sló aðsóknarmet á Nýja-Sjá- landi og í Ástralíu og nú er að sjá hvað gerist í hinum vest- ræna heimi en um Evrópufrumsýn- ingu er að ræða hér á landi. í byrjun myndar- innar hefur Beth yf- irgefið Jake og leit- ar skjóls undan óvissunni, ofbeldinu og hatrinu. Henni tekst það þar sem hún býr í rólegu og öruggu millistéttahverfi, víðs fjarri veröld Jakes. Jake er aftur á móti enn við sama heygarðshornið. Hann hefur að vísu fundið ur. Sonny er ákveðinn að leita hefnda og fær aðstoð vinar sins, Mookie. Hann reynir líka að sætt- ast við foður sinn og fá hann í lið með sér gegn morðingjum Nigs. Eftir Once Were Warrior lá leið Temura Morrison til Hollywood þar sem hann hefur leikið i Speed 2, Barb Wire, Six Days, Seven Nights, The Island of Dr Moreau og nú nýlega lauk hann við að leika í From Dusk Till Dawn 2: The Hang- man’s Daughter. Leikstjóri myndarinnar, Ian Mune, hefur leikstýrt nokkrum nýsjálenskum kvikmyndum, auk þess sem hann lék í Once Were Warriors og The Piano. -HK nýja konu, Ritu, en það er tíma- spursmál hvenær hún mun yfir- gefa hann. Hann sækir McClutchy’s krána og slæst við alla sem honum mislíkar við. Á meðan hann lendir í enn einum áflogum er elsti sonur hans, Nig, drepinn í einu glæpaklíku- stríði. í kjölfarið hrynur heimur Jakes, Rita fer frá honum, hon- um er bannað að sækja uppá- haldskrá sína og vinir hans verða fráhverfir honum. í milli- tíðinni hittir yngri sonur hans, Sonny, fyrrum kærustu Nigs, hina fallegu Taniu. Hún segir honiun að Nig hafi verið myrt- bíódómur Regnboginn - An Ideal Husband ★ ★★ Hér fá leikarar að njóta sín, með safaríkan og hnyttin texta sem dyl- ur meira en hann segir og afhjúpar þannig sniildarlega klækjabrögð og útsmognar leikfléttur í samfélagi þar sem allt fer fram eftir ströng- um reglttm á yfirborðinu en undir niðri ríkir ringulreiðin. Þegar svo enn betur er skoðað kemur i ljós að allt fýrverkið er aukaatriði líkt og oftast hjá Wilde. Það sem máli skiptir er að hér fær skemmtilegt fólk tækifæri til að sjarmera okkur í tæpa tvo tima eða svo með skemmtilegu spjalli, hnitmiðuðum yfirlýsingum og meinfyndnum mis- skilningi. Og skemmtilegastur allra er Rubert Everett, sá sæti sjarmör, sem tekst algerlega áreynslulaust að sýna okkur væru- kæran hefðarmann sem lítur á samborgara sína með samblandi af meðaumkun (þeir eru ekki eins gáfaðir og skemmtilegir og hann sjálfur) og umhyggju (þessum flón- um verður stundum að hjálpa) án þess að virka eitt augnablik sem leiðindahrokagikkur. Sagan hverfist um kusk á annars óflekkuðum hvitflibba. Goring lá- varður (Everett) er eindregið hvatt- ur af föður sínum að koma sér í hnapphelduna hið fyrsta enda orð- in 36, en Goring er iðjuleysingi í hjarta sínu og vill fá að vera það i friði, segir enda við þjón sinn: „Að elska sjálfan sig er upphafið að ævilöngu ástarævintýri". í ljós kemur að besti vinur hans, Sir Ro- bert Chiltern (Northam), rísandi stjarna í heimi stjómmálanna, er í vondum málum þar sem hin slæga ekkja frú Cheveley (Moore) hótar að opinbera bréfkom sem Chiltem sendi til manns hennar mörgum árum áður og inniheldur upplýs- ingar sem stöðvað gætu frekari framavonir hins annars flekklausa og strangheiðarlega pólitíkusar. Sir Robert vill að Goring hjálpi sér að undirbúa hina trygglyndu og siðprúðu konu sína, Gertrude (Blanchett), undir hin slæmu tíð- indi og þar sem piparsveinninn kærulausi er þrátt fyrir allt með hjartað á réttum stað fer hann að beiðni vinar síns. Málin flækjast enn frekar þegar hann fellir ástar- hug til systur Sir Roberts, Mabel (Driver), því lausn vandræðanna gæti nefnilega falist í því að hann giftist ekkjunni slóttugu sam- kvæmt hennar ósk. Þessi hárfína hefðarkómedía er hér færð upp í glæsilegan búning svo úr verður afbragðs skemmtun, ef maður er ekki skellihlæjandi þá er maður gleiðbrosandi. Leikstjór- anum Parker tekst jafnframt að gæta jafnvægis milli gamans og al- vöru, þrátt fyrir allt sprellið er hér um háalvarleg mál að ræða, æra og trú, hjartans krókaleiöir og rétt hnýttar slaufur. Fyrirtaks skamm- degisuppbót. LeiKstjorn og nanarit: unver Parker eftir samnefndu leikriti Oscar Wilde. Aðalhlutverk: Rupert Everett, Cate Blanchett, Jeremy Northam, Julianne Moore, Minnie Driver. Ásgrímur Sverrisson f ó k u s 10. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.