Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 9 Utlönd Vladímír Pútín sýndi á sér mannlegu hliöina í sjónvarpsviðtali: Jeltsín sagði af sér til að tryggja eftirmanninn Vladímír Pútín, starfandi forseti Rússlands, sagði í gær að Bórís Jeltsín heföi sagt af sér til að auka líkurnar á því að Pútín næði kjöri í komandi forsetakosningum. Pútin gerði þessa játningu' í tilfinningaþrungnu viðtali sem sýnt var á ORT-sjónvarpsstöðinni. Efri deild rússneska þingsins kemur saman í dag til að ákveða hvenær forsetakosningarnar verða haldnar. Líklegt er talið að það verði 26. mars næstkomandi. „Hann vildi að baráttan fyrir forsetakosningamar færi eins og hann vildi,“ sagði Pútín í viðtalinu. „Þetta var erfitt fyrir hann og fyrir okkur öll. Siðustu orð hans voru einfaldlega: Gættu Rússlands vel.“ Pútín, sem var skipaður forsætisráðherra í ágúst á síðasta ári, sagði að afsögn Jeltsíns, sex mánuðum fyrir lok kjörtimabilsins, hefði komið öllum á óvart. Hann sagði að Jeltsín hefði fyrst ýjað að ætlan sinni að hætta um það til tíu dögum áður en hann tilkynnti það opinberlega. Þá höfðu stuðningsflokkar hans staðið sig óvenjuvel í kosningum til þingsins. Rússneskir hermenn áttu áfram í hörðum bardögum við uppreisnarmenn múslíma í Tsjetsjeníu í gær, bæði í höfuðborginni Grozní og í fjöllunum i suðri. Uppreisnarmenn héldu því fram að þeir hefðu Grozní enn á valdi sínu, nema hverfi í norðurhluta borgarinnar. Flóttamenn á leiðinni heim til Tsjetsjeníu deila við rússneska hermenn við Adler-varöstöðina í nágrannaríkinu Ingúsjetíu. Uppreisnarmenn sögðu í gær að þeir hefðu tsjetsjensku höfuðborgina Grozní enn á valdi sínu þrátt fyr- ir haröar árásir rússneska hersins. Rússar sögðust hafa náð brautarstöö í borginni á sitt vald. Hillary tekur upp úr kössun- um I New York Tveir flutningabílar héldu í gær frá Washington til New York með muni Hillary Clinton, for- setafrúar Bandaríkjanna. Sjálf heidur Hillary til New York í dag til að taka upp úr kössunum á nýju heimili sínu í hverfinu Chappaqua. Þar hafa Clintonhjón- in keypt sér hús fyrir 1,7 milljón- ir dollara. Gert er ráð fyrir að forsetafrúin geti flutt alveg inn í lok næstu viku og þá er Bill Clinton væntan- legur i heimsókn til konu sinnar. Allt lítur út fyrir að Hillary mun verja talsverðum tíma í New York á þessu ári á meðan á bar- áttu hennar fyrir öldungadeildar- þingsæti stendur. Sjálfur hefur forsetinn lýst því yfir að hann muni dvelja bæði í Chappaqua og á heimili sínu í Arkansas eftir að hann lætur af forsetaembættinu á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.