Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Side 15
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000
15
Hættuleg kynni
Upplýstir fréttamenn
Nærtækt dæmi er áníðsla
stjórnvalda á öryrkjum. Eftir dúk
og disk næst í heilbrigðisráðherra
sem lýsir því yfir að málið sé allt
einn misskilningur, ástandið sé í
miklum sóma og fyililega í takt
við það sem best gerist með við-
miðunarþjóðum. Fréttamaðurinn
virðist ekki vita betur og lætur
fullyrðinguna standa andmæla-
laust.
Daginn eftir næst síðan í tals-
„Eða hvers vegna mætast aðilar mála svo sjaldan í rökræðum á íslandi?" - Sjónvarpsumræður með stjórnmála-
mönnum undirbúnar.
I Sögu tímans seg-
ir á einum stað:
„Vera má að til séu
heilir heimar og
menn gerðir úr and-
efni. Sá sem rnæt-ir
andmenni sínu
skyldi varast að
heilsa með handa-
bandi - báðir hyrfu í
gífurlegum ljós-
blossa!" (Stephen
Hawking, Saga tím-
ans, bls. 132).
Tillitssemi,
tepruskapur?
Nútíma eðlisfræði
er komin svo langt
út fyrir reynslusvið
mannanna að venju-
legur lesandi tyllir
hvergi tá í neinni raunveru. Og
samt er verið að fjalla um raun-
veruna. Þess vegna er hann þakk-
látur þegar hann getur heimfært
það sem hann les upp á einhvern
veruleika. Getur hugsast að það
sem eðlisfræðin segir um andeind-
ir sé í raun lýsing á stjórnmálaum-
ræðunni á íslandi? Sérhver raf-
eind á sér andeind og ef þær hitt-
ast eyða þær hvor annarri.
Eða hvers vegna mætast aðilar
mála svo sjaldan í rökræðum á ís-
landi? Annaðhvort eru íslenskir
fréttamenn ekki nægilega upplýst-
ir um málin sem þeir fjalla um eða
þeir hlifa viðmælendum sínum við
andmælum af tillitssemi og/eða
tepruskap. Þetta setur síðan mark
á alla þjóðfélagsumræðuna, okkur
er boðið upp á endalausar yfirlýs-
ingar í stað raka og rökfærslu.
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
mann öryrkja sem
hrekur málílutning
ráðherrans sem siðan
... 'o.s.frv. Það myndi
spara okkur tíma ef
fréttamenn væru bet-
ur upplýstir um málin
og hefðu bein í nef-
inu til að mæta
ráðamönnum með
rökum. Að ekki sé
talað um ef málsað-
ilar þyrðu að mæt-
ast í hlutveruleik-
anum.
Afstööuleysi
fréttamanna
Hrópandi dæmi
um afstöðuleysi
.. fréttamanna var á
dögunum í skrípa-
leiknum sorglega kringum Seðla-
bankann. Sjaldan hefur tíma-
skekkja íslensks samfélags staðið
jafn glöggt eða kenning Þorgeirs
Þorgeirsonar um framhjágöngu
frönsku stjómarbyltingarinnar á
íslandi fengið jafn ljósa vottun.
Hvar á byggðu lýðræðisbóli hefði
forsætisráðherra landsins getað
sagt upp í opið geðið á þjóð sinni:
„Ég er að visu ekki búinn að
„Stjórnmálamenn án aöhalds
fjölmiöla eru eins og knatt-
spyrnumenn án dómara og línu-
varða. Engin rangstaöa, engingul
spjöld, hvað þá rauð. Og áður en
við er Utið hefur leikurinn breyst
í hrækingar og slagsmál.“
kynna mér hinar umsóknimar, en
staðráðinn samt í að ráða við-
skiptaráðherrann i stöðuna af því
ég met hann hæfastan."
Þjóðin var kjaftstopp og klumsa
- gott og vel - en öllu verra að
fréttamenn voru það óvart lika.
Verða aö taka áhættu
Ef ísland ætlar ekki að enda
sem Árbæjarsafn heimsins í af-
lögðum stjórnarháttum verða rík-
---------, isíjölmiðlarnir að
taka sér tak. Stjórn-
málamenn án að-
halds fjölmiðla eru
eins og knattspymu-
menn án dómara og
línuvarða. Engin
rangstaða, engin gul
spjöld, hvað þá rauð.
Og áður en við er lit-
ið hefur leikurinn
breyst í hrækingar
ogslagsmál.
Málsaðilar verða
að taka áhættuna af því að mætast
í opinberri umræðu. Jafnvel þótt
þeir eigi á hættu að hverfa í ljós-
blossa.
Pétur Gunnarsson
Afburðamenn í Garðabæ
Afburðamenn hafa löngum átt
erfitt uppdráttar á íslandi. Reynsl-
an sýnir að til að fá gott starf kem-
ur sér betur að eiga góðan vin í
pólitík en að hafa yfirburði í þekk-
ingu og reynslu. Síðast opinberaði
sjálfur forsætisráðherra þá skoð-
un sína að það ætti ekki að aug-
lýsa stöður á borð við stöðu seðla-
bankastjóra heldur ættu þeir sem
sitja við kjötkatlana að ráða slíku,
jafnvel þótt langur listi sannan-
lega hæfari og reyndari umsækj-
enda væri til staðar.
Fórnarlambiö
Með slíka afstöðu aö leiðarljósi
er ekki að undra þó bæjaryfirvöld
í Garðabæ hafi samviskulaust
beitt sömu aðferð þegar átti að
ráða í stöðu skólastjóra Tónlistar-
skólans í Garðabæ, sem er ekki
feit dúsa, miðað við starf seðla-
bankastjóra. Fórnarlambið í þetta
sinn var Smári Ólason sem sótti
um stöðu skólastjóra við Tónlist-
arskóla Garðabæjar en bæjaryfir-
völd völdu annan umsækjanda í
trássi við vilja skólanefndar, kenn-
ara og hundruð nemenda og for-
eldra.
Við Smári höfum þekkst siðan
við vorum bekkjarbræður í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Áhugamál okkar beggja var tónlist
og við stofnuðum skólahljómsveit
og tróðum upp hér og þar. Við
spiluðum popp og djass en fljótlega
fór Smári að sýna áhuga á klass-
ískri tónlist og einsetti sér það að
helga lifið tónlistinni.
Á eigin spýtur
í menntaskóla var Smári skáti,
bílaáhugamaður,
rafeindagrúskari
og altmúligmann
en mér vitandi
hefur hann lítið
annað starfað en
við tónlist frá því
menntaskóla
lauk. I námi
réðst hann til at-
lögu þar sem
garðurinn var
hæstur. Eftir
menntaskólann
fór hann til Austurríkis þar sem
hann lagði stund á strangt tónlist-
arnám í áraraðir. Eftir það stund-
aði hann ötullega kennslu, kór-
stjóm, orgelleik og annað sem við-
víkur tónlist.
Á eigin spýtur tók
Smári upp á því, með
verulegum fórnum,
bæði á fjárhag og fjöl-
skyldulífi, að stunda
fræðistörf um Passíu-
sálmana. Hann hefur
safnað saman meiri
upplýsingum um
þetta ljúfa listaverk
en nokkur annar
maður. Hann tók sér
leyfi frá störfum til
að fylgja þessu verk-
efni eftir með dvöl í
Svíþjóð og víðar til
að ráðfæra sig við
fræðimenn á þessu
sviði.
Allir kennarar og
nemendur sem
kynnst hafa Smára
gefa honum góð meðmæli. Það
hlýtur að sanna að maðurinn er
gæddur miklum samstarfs- og for-
ystuhæflleikum.
En það sem einkennir Smára er
andúð hans á illa unnu verki,
hvort sem það er hans eigin eða
t.d. nemanda sem ekki hefur náð
sínum besta árangri vegna trassa-
skapar. Mér skilst að það hafi
hlaupið í kekki þegar Smári yfir-
kennari og Gísli Magnússon, pí-
anóleikari og fyrrverandi skóla-
stjóri Tónlistarskólans, sýndu bæj-
aryfirvöldum plön að nýju húsi
fyrir skólann.
Fáfræði bæjaryf-
irvalda
Ef einhverjum er
treystandi fyrir góðu
og hagkvæmu skipu-
lagi þá er það Smári.
Hann hefur örugglega
legið yfir þessum
áætlunum og ekki far-
ið fram á einn einasta
fermetra umfram
brýnustu nauðsyn.
En bæjarstjórnin
bauð þeim minna
hús, útikamar í stað
kammertónlistarhúss!
Smári er ekki þægi-
legur“ já, já-maður“
þegar skilningsleysi
er annars vegar og
skiptir þá litlu hvar
menn eru í pólitík.
Ilia unnin verk eru bara ekki á
dagskrá. Með því að sniðganga
Smára nú í stööu skólastjóra eru
bæjaryfirvöld að sýna á hrokafull-
an hátt fáfræði sína, hver ræður
og hver hefur síðasta orðið.
Ef til vill eru til hæfari menn en
Smári í þetta starf en ég hef aldrei
hitt slíkan mann. Ef prófessors-
embætti væri til í tónlist þá væri
það heppilegur vettvangur fyrir
Smára, því bæði er hann fræði-
maður og lærimeistari og leggur
mikinn metnað í að gera gott enn
betra. Ég skora á Garðbæinga að
láta bæjaryfirvöld heyra sitt álit á
þessu máli til að missa ekki einn
„Mér skilst að það hafi hlaupið í
kekki þegar Smári yfirkennari og
Gísli Magnússon, píanóleikari og
fyrrverandi skólastjóri Tónlistar-
skólans, sýndu bæjaryfírvöldum
plön að nýju húsi fyrir skólann.u
Kjallarinn
Kristján
Ingvarsson
verkfræöingur
Með og
á móti
Var rétt hjá Akraneskaup-
staö að segja sig úr SSV?
Málefni Samtaka sveitarfélaga á Vest-
urlandi hafa mikiö verið i umræöunni
i kjölfar þess aö Gunnar Sigurösson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæöisflokksins,
var kjörinn formaöur SSV. í kjölfar
þess sögðu Akurnesingar sig úr
samtökunum og eru margir ekki á
eitt sáttir um þá ákvöröun. Margir
telja þó aö þaö sé mjög eðlilegt i Ijósi
þess aö kjör Gunnars var pólitiskt og
ekki var haft samráö viö meirihlutann
í stærstu sveitarfélögunum.
Gelta í takt
viö flokkinn
„Fram til þessa hefur ríkt gott
samkomulag um stjórnarkjör og
setu í nefndum
á vegum SSV.
Hefur það
byggst á skipt-
ingu svæða en
ekki á pólitísk-
um lit manna.
Þessi hefð var
brotin af hálfu
sjálfstæðis-
manna við for-
mannskjörið
að þessu sinni.
Þar ræddu
ákveðnir menn saman til að
koma sínum flokksmanni að, án
samráðs við meirihluta í tveim-
ur stærstu bæjarfélögunum og
viðhöfðu vinnubrögð sem ég hélt
að væru að ganga sér til húðar í
pólitík. Ég tel það heyra fortíð-
inni til að gelta alltaf í takt við
flokkinn án þess að skoða hug
sinn í ljósi þeirra aöstæöna sem
síðan þarf að starfa í. Þetta eru
óviðunandi vinnubrögö sem
valdið hafa trúnaðarbresti milli
manna og þess vegna er ég fylgj-
andi úrsögn Akraneskaupstaðar
úr SSV.“
Inga Siguröardótt-
ir, þroskaþjálfi og
bæjarfulltrúi Akra-
neslistans.
Eiga lengi eftir
að ganga haltir
og skakkir
„Sú ákvörðun að segja sig úr
Samtökum sveitarfélaga á Vest-
urlandi er eins
barnaleg og
hugsast getur
hjá meirihluta
bæjarstjórnar
Akraneskaup-
staðar. Komið
var að Dala-
mönnum að
taka að sér for-
mennskuna en bæjarfuiitrúi sjáif-
fulltrúi Dala- st®öisfiokksins.
manna gaf ekki
kost á sér til starfans. Á fyrsta
fundi stjórnar komu upp tillögur
um Gunnar Sigurðsson og Sig-
ríði Gróu Kristjánsdóttir til for-
mennsku og því þurfti stjórnin
að ganga til kosninga. Gunnar
fékk fjögur atkvæði en Sigríður
Gróa þrjú og þvi var Gunnar lýö-
ræðislega kosinn formaður.
Finnast mér það í hæsta máta
undarleg vinnubrögð hjá Sigríði
Gróu, að bjóða sig fram til for-
mennsku í samtökunum, tapa
kosningu og berjast tveimur vik-
um síðar fyrir því að Akranes-
kaupstaður segi sig úr samtök-
unum. En svo mikið er víst að
meirihlutinn á Akranesi á eftir
að ganga lengi haltur og skakkur
eftir að hafa misstigið sig svo
hrapallega." -DVÓ
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaöið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is