Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Side 30
42 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000 Afmæli Unnur Ingeborg Arngrímsdóttir Unnur Ingeborg Amgrímsdóttir danskennari, Álftalandi 7, Reykja- vík, er 70 ára í dag. Starfsferill Unnur fæddist í Reykjavík 10. janúar 1930. Hún lauk barnaskóla- prófi frá Skildinganesskóla í Reykjavik 1944 og gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1947. Unnur lauk danskennaraprófi frá Danseinstitut Carlsen í Kaup- mannahöfn 1960. Hún stundaði nám við módelskóla í Boston 1963. ' Unnur stofnaöi ásamt manni sin- um Dansskóla Hermanns Ragnars og starfaði við skólann frá 1958. Þá stofnaði hún Snyrti- og tískuskól- ann árið 1963 og Módelsamtökin 1967 og rekur þau enn. Unnur sat í stjóm Skátasam- bands Reykjavíkur og var formaður þess 1974. Hún hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum í Oddfellowregl- unni síðan 1964. Hún hefur kennt dans og haldið námskeið víða um land og leiðbeint með snyrtingu, hár- greiðslu, fataval, borðsiði, framkomu og fleira. Þá hefur hún út- skrifað fjöldann allan af sýningarfólki sem starf- að hefur við sýningar- störf heima og erlendis. Unnur hefur ennfremur stjómað fjölmörgum tiskusýningum og unnið að kynningu á íslenskum ullarfatnaði frá 1963. Unnur Ingeborg Arngrímsdóttir Unnur hefur farið nokkrar ferðir sem skemmtanastjóri á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar til Spánar og írlands. Hún starfar nú sem deildar- stjóri í Félagsmiðstöðinni Árskóg- um. Hún ritaði kafla í bókina „Faðir minn skólastjórinn" og ennfremur kafla í bókina „Eftir 60 árin“ og þar að auki ýmsar blaðagreinar. Fjölskylda Unnur giftist Hermanni Ragnari Stefánssyni þann 25. nóvember 1950. Hann lést 10. júní 1997. Hann var sonur Stefáns Sveinssonar verkstjóra, sem fæddur var 23. janú- ar 1883 en lést 9. ágúst 1930, og Rannveigar Ólafsdóttur sem fædd var 11. febrúar 1882 en lést 12. nóvember 1956. Böm Unnar Amgríms- dóttm- og Hermanns Ragnars eru þrjú: Henny Hermannsdóttir, fædd 13. janúar 1952. Hún er danskennari í Kópavogi. Maður hennar var Guð- mundur S. Kristinsson en hann lést 23. janúar 1992. Seinni maður Hennyar var Gunnar Hinrik Áma- son en hann lést 23. maí 1997. Henny og Gunnar Hinrik áttu einn son. Amgrímur Hermannsson, fædd- ur 1. desember 1953. Hann er ferðaskrifstofustjóri í Reykjavík, kvæntur Önnu Hallgrímsdóttur. Þau eiga þrjá syni. Bjöm Heraiannsson, fæddur 26. ágúst 1958, rekstrarfræðingur í Garðabæ. Eiginkona hans er Helga Bestla Njálsdóttir og eiga þau þrjú böm. Systir afmælisbamsins er Ás- laug Helga Amgrímsdóttir, fædd 27. ágúst 1934, og býr hún í Hvera- gerði. Foreldrar Unnar voru hjónin Arngrímur Kristjánsson, skóla- stjóri Skildinganesskóla og fyrsti skólastjóri Melaskóla, og Henny O. Helgesen Kristjánsson. Amgrímur var fæddur á Sigriðarstöðum, Ljósavatnsskarði, 28. september 1900. Amgrimur lést 5. febrúar 1959. Henny var fædd í Bergen 2. nóvember 1899 en lést 16. septem- ber 1967. Unnur verður stödd að Hraun- braut 30 í Kópavogi á afmælisdag- inn. Guðríður O. Egilsdóttir Guðríður Oktavía Egilsdóttir kennari, Austurströnd 12, Seltjam- amesi, er 80 ára i dag. Starfsferill Guðríður fæddist í Reykjavík 10. janúar 1920 og ólst upp í vaxandi bæ. Hún lauk Ijósmæðraprófi 30. september 1941. Kennaraprófi lauk hún árið 1963 og kenndi síðan við Hagaskóla í Reykjavík. Fjölskylda Guðríður giftist Adolf Guðmunds- syni yfirkennara í Reykjavík 22. apríl 1943. Hann var fæddur 7. júlí 1917 og lést 25. ágúst 1965. Adolf var sonur Soffiu Baldvinsdóttur frá Stakkahlíð i Loðmundar- firði og Adolfs loftskeyta- manns og dómtúlks í Reykjavík Guðmundsson- ar. Adolf Guðmundsson kennri var fóstursonur séra Friðriks Friðriksson- ar æskulýðsleiðtoga og stofnanda KFUM. Böm þeirra Guðríðar Egilsdóttur og Adolfs Guð- mundssonar eru: Friðrik Adolfsson, verk- fræðingur í Reykjavík, fæddur 6. júní 1944. Hann var kvæntur Miriam Öddu Rúbner frá ísrael en þau skildu. Þau eiga þrjú böm. Þórður Adolfsson, atvinnurek- andi og flugumferðarstjóri í Reykja- vík, fæddur 29. nóvember 1952. Hann var kvæntur Elínu Guð- Guöríöur O. Egilsdóttir mundsdóttur kennara frá Bolungarvík. Þau eru skilin og eiga 3 böm. Systkini Guðríðrar: Agla Þórunn Egilsdóttir, f. 29. júní 1921, látin 21. júní 1958; Þórunn Egilsdóttir, fædd 15. ágúst 1912; Guð- björg Egilsdóttir fædd 20. júní 1911, dáin 4. maí 1997; og Þórður Egilsson, fæddur 20 febrúar 1909, dáinn 7. júlí 1921. Foreldrar Guðríðar vom hjónin Egill Þórðarson skipstjóri, frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi, og Jóhanna H. Lár- usdóttir. Hann fæddist 2. nóvember 1886 en lést 6. janúar 1921. Hún fæddist 9. desember 1886 og dó 22. desember 1962. Ætt Egill skipstjóri í Ráðagerði var sonur Þórðar, bónda og hafnsögu- manns í Ráðagerði á Seltjamamesi, Jónssonar, og Þórunnar Jónsdóttur frá Mýrarhúsum. Afi og amma af- mælisbarnsins í móðurætt vom bændur að Gerðubergi í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Jóhanna móðir Guðríðar var dóttir Lárusar bónda á Gerðubergi Gíslasonar og Guð- bjargar Kristjánsdóttur frá Rauða- mel. Guðríður tekur á móti gestum í safnaðarheimili Fríkirkjunnar mánudainn 10. janúar frá kl. 17. Fréttir Kvótalausir bíöa ekki eftir hæstaréttardómi: Viö ætlum að róa - munum stinga hótunum Fiskistofu undir stól, segir Örn Sn. Sveinsson „Ég held að það sé alveg á tæm að til með að róa í kjölfar niðurstöðu hér- kvótalausir eða kvótalitlir bátar komi aðsdóms i Vatneyrarmálinu," segir Esso Barnamyndatökur Esso safnkortsávísanir á hlutfallslega hæsta innlausnarverði í barnamyndatökum. Gildir í janúar og febrúar. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020 Þrítugasta þorrablót brottfluttra Patreksfírðinga og Rauðasandshreppsbúa verður haldið í Versölum á Hallveigarstíg föstudaginn 21. janúar, kl. 20. Miðar seldir á sama stað laugardaginn 15. janúar, frá kl. 13-16, og mánudaginn 17. janúar. frá kl. 19-20. ATH. að hægt er að greiða með greiðslukortum. 18 ára aldurstakmark. Miöapantanir hjá Björk i síma 554-6501, Önnu Maríu í sima 554-3013 og lngu Baddi i síma 555-2903. Örn Sn. Sveinsson, skipstjóri á Tálknafirði. Hann hefur verið að gera bát sinn kláran á línuna en þeir hafa verið á dragnót að undanfomu. „Við ætlum að minnsta kosti að róa. Við bíðum ekki eftir hæstaréttar- dómi, enda getur það tekið marga mánuði hjá þeim að velta þessu fyrir sér. Ég tel að við séum í fullum rétti til að róa. Það er óhjákvæmilegt að það verður að gera breytingu á lögun- um. Niðurstaðan hlýtur að koma okk- ur, þessum kvótalausu, til góða því við vomm algjörlega réttlausir í þessu kerfi. Þetta er ekkert annað en mann- réttindabrot. - Er samstaðan viðtæk um að róa? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Ég myndi skjóta á aö það séu um 30 til 40 bátar í sömu stöðu og við og með það litlar aflaheimildir að þær skipta engu máli. Mér finnst mjög líklegt að þeir muni flestir róa. Ég tel ólíklegt að við verðum stoppaðir af. Fiskistofa mun þó örugglega senda okkur ein- hver bréf með hótunum sem við sting- um bara undir stól. Ef Hæstiréttur staðfestir héraðs- dóminn mun það ekki þýða aö þjóðfé- lagið fari á annan endann. Það þýðir bara að stjórnvöld verða að vanda sig betur við það sem þau eru að gera. Það er ekkert annað en léleg vinnu- brögð hvernig kvótakerfið hefur verið útfært. Forsætisráöherra getur því al- veg sleppt því að flytja til Kanarf þó ég ætli ekkert að halda aftur af hon- mn eða hvetja haim til að vera áfram hér heima.“ -HKr. Til hamingju með afmælið 10. janúar 90 ára Sigrún Áskelsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. 80 ára Þórhallur Þorláksson, Efstaleiti 10, Reykjavík. 75 ára Benedikt Ólafsson, Langagerði 114, Reykjavík. Þórunn S. Jónsdóttir, Snorrabraut 32, Reykjavík. 70 ára Gunnar Bjamason, Eiðistorgi 7, Seltjamarnesi. Sigríður Inga Jónasdóttir, Skriðustekk 21, Reykjavík. 60 ára Geröur Guðvarðardóttir, Hamragerði 20, Akureyri. Guðmundur R. Jónsson, Digranesvegi 38, Kópavogi. Haraldur Eiríksson, Fýlshólum 4, Reykjavík. Kolbeinn Kristjánsson, Selvogsgötu 12, Hafnarfirði. Kolbrún Guðmundsdóttir, Gullengi 29, Reykjavík. Linda A. Wendel, Keilufelli 16, Reykjavík. 50 ára Alda Pétursdóttir, Vesturbraut 10, Grindavík. Arnbjörn Óskarsson, Heiðargarði 8, Keflavík. Ástríður Björk Steingrímsdóttir, Stuðlaseli 29, Reykjavík. Bára Pétursdóttir, Njálsgötu 35, Reykjavík. Guðmundur Eiríksson, Lækjarbergi 58, Hafnarfirði. Haukur Ágústsson, Kleifarseli 31, Reykjavík. Sigrún Pétiu-sdóttir, Veghúsum 11, Reykjavík. Sigurbjörg Benediktsdóttir, Skálatúni, Mosfellsbæ. 40 ára Brynhildur Brynjólfsdóttir, Heiðarvegi 20, Vestmannaeyjum. Hafdis Jóhannsdóttir, Hraunbæ 59, Reykjavík. Hjalti Amþórsson, Grenibergi 5, Hafnarfirði. Lilja Guðjónsdóttir, Hæðarseli 14, Reykjavík. Stefán Ómar Stefánsson, Laufskógum 32, Hveragerði. Unnur Guðrún Knútsdóttir, Valbraut 1, Garði. Inn í stofu á óskráðum sleða Talsverðar skemmdir urðu þegar ungur piltur ók vélsleða inn um stofuglugga húss við Reykjabyggð í Mosfellsbæ á laugardagsmorgun. Sleðinn var á mikilli ferð og slapp pilturinn ótrúlega vel. Hann slasað- ist þó eitthvað og var fluttur á slysa- deild. Að sögn lögreglunnar missti pilt- Hann niður urinn stjóm á sleðanum. hafði bundið bensíngjöfina með plastbandi. Skyndilega fór sleö- inn í gang og rauk cif stað án þess að piltur fengi við neitt ráðið með ofan- greindum afleiðingum. Sleöinn sem pilturinn var á reyndist óskráður, auk þess sem vélsleöaakstur er bannaður í þéttbýli. -JSS Kattakennari óskast DV, Hveragerði: Á baksíðu nýjasta tölublaðs Ingólfs, blaðs Bæjarmálafélags Hveragerðis, er auglýsing sem greinilega vísar í reglugerð þá sem hefur verið til um- ræðu í bæjarstjóm. Auglýsingin hljóðar svo: „Kennari óskast" og í framhaldi segir: „til að kenna tveimur köttum aö lesa og skrifa ásamt talkennslu til að uppfylla nýsettar reglur Hveragerðisbæjar um kattahald." Hér mun auglýsandi m.a. vera að vitna í það ákvæöi reglugerðarinnar að kettir megi ekki gera þarfir sínar í aðra sandkassa en eigenda sinna og ekki vera úti að næturlagi. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.