Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 7
það hljóma stórfurðulega að lækn- ar skuli hafa stofnað með sér slík samtök, en það hafa þeir nú gert. „Við viljum reyna að koma skopinu inn i daglegt líf læknastéttarinnar," segir Bjami Jónasson, varaforseti Læknaskops og einn aðstandandi farandsýningarinnar Hláturgas. „Það má sjá skoplegar hliðar í öllum mannlegum samskiptum - sem bet- ur fer,“ bætir Pétur Pétursson við. „Fólk á auðvitað misauðvelt með að gera þetta og oft á það alls ekki við í samskiptum læknis og sjúklings," segir hann. Við sama borð og prestar Pétur fullyrðir að hann sé aldrei viljandi fyndinn við sjúkling sem situr á stofunni hjá honum en fínnst gott ef sjúklingurinn hefur frum- kvæðið. „Þetta verður að koma af sjálfu sér. Það getur verið erfitt að stiila sig stundum en ég held það lukkist oftast nær að halda sig inn- an þolanlegra marka.“ Hann útskýr- ir að markmið Læknaskops sé einmitt að létta samskipti lækna og sjúklinga. „Það er alltaf hægt að draga fram broslegar hliðar á sam- skiptum læknis og sjúklings. Við í samtökunum viljum kanna þessa hluti og miðla öðrum svo heilbrigð- isstéttirnar beiti kímninni mark- vissara." Þegar hann er spurður að því hvort læknar liggi betur við höggi skopsins en aðrar stéttir þjóðfélags- ins á hann erfltt með að neita því al- veg: „Ég held við sitjum að sumu leyti við sama borð og prestar í þess- um efnum. Læknastéttin hefur frá fomu fari verið embættismanna- stétt og þess vegna hluti af yfirstétt. Þjóðarsálin lítur enn þannig á það Ég veit að þú öfundar Sigurö af græjunum en þær mundu bara alls ekki koma þér að neinu haldi. þankastrik Gísla J. Ástþórssonar í DV. „í sögulegu ljósi verður hin pólitíska skopmynd til í frönsku byltingunni. Skopmyndin hefur þá eiginleika að það tekur hana eng- inn alvarlega. Það er því hægt að nota hana til að segja svo margt fleira en á ljósmynd," segir Þorri við blaðamann sem dregur athygl- ina að þeirri staðreynd að eitt stórblað Frakklands, Le Monde, heldur fast í þá hefð að birta skop- myndir með fréttum sínum í stað ljósmynda. Blaðið hefur meira að segja landsfrægan teiknara, Plantu, i fullu starfl við að teikna hárbeitta leiðara á forsiðu. Ófyndið áhyggjuleysi „Einhver mesti markaður fyrir skopmyndir í heiminum var í Sov- étríkjunum á tímum kommúnism- ans,“ grípur Þorri fram í Fók- usræðuna. „Krókódíllinn var eitt söluhæsta tímaritið þar i landi en í því birtustu yfirleitt mjög póli- tískar teikningar - þar sem mesta grínið var auðvitað gert að kapít- alistunum. Ég held að skopmynd- in fái þeim mun meira vægi sem þjóðfélagið er alvarlegra. Það var til dæmis ofboðslega mikið til af skopmyndateiknurum I Þýska- landi á millistríðsárunum. Erró var líka í þessu á sjöunda og átt- unda áratugnum. Verk eins og ísr- ael eru tekin beint upp úr Krókó- dílnum. Það sem er svo gott við þessar myndir Errós er að maður er aldrei alveg viss um hvort hann er grafalvarlegur eða mjög fyndinn. í dag er kominn mun alvarlegri undirtónn í verkin hans. Ég veit ekki hvort það tengist því eitthvað hvað við erum orðin áhyggjulaus. Það er búið að telja okkur trú um að hér sé svo mikið góðæri,“ segir Þorri grafalvarlegur. „Við slikar aðstæður er mest hætta á að mað- ur hætti að vera fyndinn." -MEÓ þó mikil breyting hafl orðið á því nú er búið að beygja okkur í duftið. Því getur læknastéttin verið skotspónn og uppspretta kímni. Þó höfum við oft sloppið betur en prestar, sem bet- ur fer, til dæmis í sambandi við kynferðismál. „ Mismæli þreyttra lækna Á sýningunni á Landspitalanum, sem fengið hefur heitið Hláturgas, verður ekki aðeins hægt að skoða skoplegar teikningar heldur einnig útdrætti úr títtnefndum sjúkra- skrám. Þar er að flnna ýmsa gull- mola, ættaða beint úr munni lækn- anna. „í sjúkraskýrslum eru oft óborganlegar setningar," samþykk- ir Pétur. „Þær eru venjulega komn- ar frá unglæknum sem eru búnir að vera á vakt lengur en í sólar- hring. Áður en þeir fara heim setj- ast þeir niður með segulband og tala inn sjúkrasögur. Um leið og þeir eru sestir fara þeir aö slappa af og mismæla sig. Orðalagsbreyt- ingamar geta líka verið komnar frá læknaritara sem ekki hefur skilið hvað óskýrmæltur læknir- inn var að segja á orðabelgnum og lætur þvi hugmyndaflugið hlaupa með sig í gönur. Þetta er enn verra þegar verið er að vélrita skrifaðan texta því flestir læknar hafa glatað sinni góðu skrift í læknadeildinni." Þar með höfum við, lesendur góðir, ljóstrað upp atvinnuleyndarmálum læknastéttarinnar. -MEÓ er ókeypis blað um jaðarsport snjóbretti, kiettaklifur, kajakróður, fjailamennska, graffití, kafun, tónlist, tíska götunnar, hjöiabretti, brimbretti, puttabretti, snjóbretti, klettaklifur, * , fjallamennska, graf&J kafun, tönlisí, tiska hjölabretti, brimbrettl p w* pjptabreíti, brimbretti, puttabretti, raakkýbolti, klettaklifur, kayakróður, fjallamennska, graffití, köfun, tónlist, tíska götunnar, hjölabretti, brimbretti, puttabretti, hakkýbolti o.fl, a.ft. o.fl. , DREIFT ÚT UM ALLT! (í Reykjavík) 14. janúar 2000 f ó k u s 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.