Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 24
 # Þú þarft ekki að hafa innbyrt mikið áfengi á Skuggabarnum þegar þér virðist sem barþjónninn hafí þrefaldað sig. Barþjónarnir Gunni, Kiddi og Binni renna óneitanlega saman í eitt enda svipur með þeim bræðrum. ^iir bræð á bamum Bræðurnir Gunnar, Kristinn og Brynjúlfur Guðmundssynir geta kallast barbræður með rentu. Fyrir utan það að þeir vinna í dag allir bak við barborðið á Skugga- barnum hafa þeir allir þrír einnig unnið á Vitabar, Tunglinu, Næstabar og Casablanca. Systk- inarignum er ekki fyrir að fara hjá strákunum og eru þeir ailir góðir félagar og skiptast meira en gjarnan á kokkteiluppskriftum. Strákarnir eru úr Langholtshverf- inu, enginn af þeim lærður þjónn en allir eru þeir einhleypir þannig að það er eðlilegt að spyrja þá hvort þeir sem barþjónar séu ekki afskaplega vinsælir hjá hinu kyninu. „Ég held að þetta með vinsæld- ir barþjóna sé nú frekar gömul lumma,“ svarar Binni. „Dyraverðimir hafa eiginlega meiri sjensa,“ segir Kiddi sem tal- ar af eigin reynslu þar sem hann er aðra hverja helgi i dyrunum. „Það gefast fleiri tækifæri til þess að tala við stelpumar þar heldur en á barnum þvi þar er alltaf brjálað að gera,“ segir hann og bætir glottandi við að sumar stelpur geri allt til þess að komast inn. Stelpurnar láta bjóöa sér í glas „Maður höslar ekki kvenfólk á bamum, ekki þeim megin sem við stöndum," segir Gunni en segist þó ekki alltaf fara einn heim. Kvenfólk er líka pikkað stíft upp hinum megin við barborðið, að sögn strákanna. „Það er alveg ótrúlegt hvað strákar bjóða stelpum endalaust í glas,“ segir Gunni. „Sumar stelpur gera hreinlega út á þetta,“ bætir Binni við Bræöurnir Kiddi, Gunni og Binni blanda kokkteila ofan í gesti Skuggabarsins um helgar. Já, hvernig lœtur maður eigin- lega bjóöa sér í glas, mér veitti nú ekkert af því að lœra það? „Þú labbar bara á barinn og bið- ur um vatnsglas. Svo kveikirðu þér í sígarettu og bíður róleg. Ef þú ert þokkalega myndarleg þá dúkkar fyrr eða síðar einhver karlmaður upp og býður þér í glas. Þú þarft bara að brosa,“ segir Gunni. En ef karlmaður cetlar aö láta bjóða sér í glas? „Það er ekki hægt,“ segja strák- amir einum rómi. „Ekki nema þeir hitti einhvem gamlan félaga sem splæsir á þá skoti. Stelpur bjóða ekki í glas.“ Orgy on the beach Annað ráð sem gott er að læra af strákunum er að frekja borgar sig ekki á barnum. Allir fá afgreiðslu og hróp og köll flýta ekki fyrir. „Gæjar sem standa og veifa gull- kortinu og smella fingrunum eru bara látnir bíða. Stælar borga sig ekki,“ segir Binni. Bræðurnir segjast hafa gaman af starfmu þó enginn af þeim hugsi þetta sem sitt framtíðar- starf. Binni ætlar að verða iðnrekstr- arfræðingur, Gunni vill verða ham- ingjusamur og Kiddi sér flugmanninn í hiUingum. En hvað drekkið þið helst sjálfir? Binni: „Southem Comfort í sprite." Kiddi: „Tvöfaldan kaptein í sprite." Gunni: „Kók. En ég mæli oftast með kokkteilnum Orgy on the beach sem er ný útgáfa af drykkn- um Sex on the beach.“ „Það eru helst stelpur sem ekki vita hvað þær vilja drekka og koma á barinn og biðja um „eitthvað ógeðslega gott“,“ segir Binni og bætir við að það sé oft erfitt að vita hvað ókunnugu fólki finnist ógeðs- lega gott en hann geri að sjálfsögðu sitt besta eins og góðum barþjóni sæmir og hinir bræðurnir eru sama sinnis. -snæ » *- \ Þetta var ekki í fyrsta skiptið. Stundum held ég hreinlega að bragðlaukarnir séu sjálfstæð lífvera. Það útskýrir líka heilmargt. 24 f Ó k U S 14. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.