Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 8
ísland er lítið land en samt státar það af óhemjumörgum útvarpsstöðvum. Á næstu dögum, eða um ieið og einhver sendir kemur til landsins, fer enn ein útvarpsstöðin í loftið. Hún hefur fengið nafnið Radíó og verður á 103.7. Stöðin mun skarta mikiu af fallegu fólki og aðaltromp hennar verður án nokkurs vafa piltarnir í Tvíhöfða. En Tvíhöfði verður ekki eina númer stöðvarinnar, sem ætluð er fólki á aldrinum 15-35 ára, heldur mun fyndnasti maður íslands, Pétur Jóhann Sigfússon, einnig skemmta hlustendum með eigin þætti. Fókus hitti þessa nýjustu útvarpsstjörnu íslands. Líf Péturs, 27 ára Hafnfirðings, hefur breyst mikið síðustu misseri. Hann starfaði sem óbreyttur starfs- maður, í vinnu frá níu til fimm, en svo tók hann þátt í keppninni fyndnasti maður íslands og þá var ekki aftur snúið. Hann sigraði og í framhaldinu var honum boðið að taka þátt í uppistandi og stjóma sínum eigin útvarpsþætti. Þú ert fyndnasti maður íslands en samt veit fólk voðalega lítið um þig. Segðu eitthvaö frá sjálfum þér. „Ég er fyrrverandi starfsmaður BYKO og hef bara eiginlega verið að vinna þar frá því aö ég man eft- ir mér. Þetta er í rauninni það eina sem ég get sagt. Ég er eiginlega bara einn af öllum. Ég veit ekki al- veg hvað ég á að segja, ég bara dreif mig í þessa keppni og það hef- ur eiginlega allt snúist við hjá mér í framhaldi af henni," svarar Pétur geispandi þannig að varla er hægt að skilja það sem hann er að segja. BYKO stendur þér greinilega nœrri. Er mikill söknuður? „Hjá þeim, örugglega. Jú, jú, það var fint að vinna þar en það er líka mjög gaman að takast á við eitt- hvað nýtt,“ svarar Pétur og geispar meira. Margir af okkar bestu grínurum áttu erfiða œsku. Áttir þú erfiöa œsku? „Nei, nei. Ég held að ég hafi ekk- ert átt erfiðari æsku en svona geng- ur og gerist. Ég held að ég hafi ekk- ert verið mikið öðrúvísi en aðrir, samt var jú svolítið erfitt að fá mig til að læra en er það ekki þannig með öll börn? Ég var mjög dreymið barn og hef alltaf verið. Ég hef alltaf verið að láta mig dreyma um að gera eitthvað allt annað en ég er að gera þá og þá stundina. En nú er ég kominn í það sem ég vil vera að gera, orðinn grínari í útvarpi og á sviði.“ Þannig aö þú hefur upplifað drauminn? „Já, ég hef upplifað drauminn og ætla að reyna að njóta þess á með- an ég get.“ Varstu fyndinn sem krakki eða byrjaöi þessi árátta við að segja brandara síðar? „Þetta byrjaði í sjálfu sér ekki á einum degi,“ svarar Pétur og bætir því síðan við að hann hafi í raun alltaf verið vinnustaðafíflið og allir hafi alltaf verið að bíða eftir því að hann segði eitthvað sniðugt. Brjálað kynsvall Eftir keppnina um fyndnasta mann íslands hafði Jón Gnarr sam- band við Pétur og bauð honum að vera með í uppstandi hans í Loft- kastalanum. Pétur var ekki lengi að segja já. Hvernig hefur þér gengið meö uppistandið? „Bara mjög vel. Það er búið að vera alveg rosalega gaman. Þetta er alvöru og allt öðruvísi en það sem ég hef gert því þetta er ekkert frá- brugðið leiksýningu þar sem fólk kemur og situr i sínum sætum og gerir ekkert annað en að horfa á þig. Maður þarf að hafa svolítið fyr- ir þessu og „meika sens“,“ svarar Pétur og viðurkennir að stundum fái hann smá sviðskrekk en svo gleymist það fljótlega eftir að hann byrji að blaðra. Sumir sem hafa séð þig í Loftkast- alanum segja að þú sért svolítió klúr. Er það rétt? „Ég held að ég sé nú ekkert með svo mikið af neðanmittisbröndur- um. Þetta eru aðallega lífspælingar hjá mér. Stundum kem ég þó með einn og einn klúran brandara en það er þó misjafnt eftir kvöldmn. Stundum gerðist eitthvað um dag- inn, eða kvöldið áður, sem ég verð bara að segja frá í uppistandinu." Þú ert þá aö segja að ef þú hefur lent í einhverju brjálœöu kynsvalli kvöldiö áöur þá sértu klúr í uppi- standinu daginn eftir? „Það gæti verið,“ svarar Pétur hlæjandi en bætir svo við aö hann hafi reynt að sleppa við klúra húmorinn því hann verði svo fljótt þreyttur. Hœttur í BYKO, œtlar þú að verða atvinnugrínari? „Já, það er draumurinn," svarar Pétur og segir að keppnin um fyndnasta mann íslands hafí komið hontun á kortið. Tvíhöfði hitar upp Og svo hélt draumur Péturs áfram að rætast. Eftir að hafa stað- ið sig vel á sviði Loftkastalans var honum boðið að stjórna sínum eig- in útvarpsþætti. „Útvarpsstarfið leggst að flestu leyti vel í mig en þó ekki öllu. Ég get alveg viðurkennt að ég er pínu- lítið hræddur um að fólki líki ekki það sem ég kem til með að gera,“ svarar Pétur sem mun einoka Rad- íó alla virka daga frá 11 til 15 í þætti sem enn hefur ekki fengið nafn. Hvernig þáttur verður þetta? „Þetta verður spjall og svo verð- ur tónlist." Vinsœldarpopp? „Nei, það hugsa ég nú ekki,“ svarar Pétur geispandi. Fólki finnst nú oft að þessir út- varpsmenn séu allir eins. Veröur þú eins og allir hinir eða fœr maður aó heyra eitthvað nýtt? „Vonandi verð ég nú ekki eins og allir hinir. Þetta verður mikið grín. Ég ætla að reyna að gera eitthvað mjög sniðugt og eitthvað sem hefur ekki verið gert,“ svarar Pétur en viðurkennir þó að það sé meira en að segja það. Er ekki bara dans á rósum að vera útvarpsmaóur, vinna bara fjóra tíma á dagfrá ellefu til þrjú? „Þetta er búið að vera mjög mik- 0 vinna og kannski sérstaklega fyr- ir mig af því að ég hef aldrei gert þetta áður og er því að fara út í eitt- hvað sem ég þekki ekki. Svo reyn- ir maður líka að vanda undirbún- inginn vel af því að maður heyrir alveg að væntingarnar eru mjög miklar. Þannig að fyrstu dagamir og mánuðumir verða erfiðir, sér- staklega kannski vegna þess að al- menningur er mjög snöggur að fella dóma og því verður maður að koma vel undirbúinn til leiks. En Tvihöfði þarf vitanlega ekki að hafa neinar áhyggjur, þeir eru bara með sinn morgunþátt á imdan mér og allir hlusta." Þeir eru á undan þér, má kannski segja að þeir séu að hita upp fyrir þig? „Já, þeir em bara upphitarar. Þeir svona vekja fólkið og koma því í gang fyrir mig,“ svarar Pétur og geispar enn. Fyndnasti maður íslands og verð- andi útvarpsstjarna hlýtur aö njóta kvenhylli. „Nei, ég nýt ekki kvenhylli." Þú lýgur því, þú hlýtur aó vaða í kvenfólki? „Nei, ég fer lítið því ég er með eina konu. Það hefur því lítið reynt á þessa kvenhylli sem þú ert að tala um en það kemur kannski að því. Nei, nei, málið er bara að ég er með mína konu og því alltaf heima.“ Pétur, þú ert búinn aö geispa allt viötalið, ertu þreyttur? „Já, maður er búinn að vinna mikið síðustu daga og er því lítið sofinn," svarar Pétur að lokum. -tgv f Ó k U S 14. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.