Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 28
t
-í
3 haf
Víola var hér
Menning, menning. Þannig
hljómar árið 2000 í Reykjavík.
Margt er á boðstólum, dagskrá-
in tilbúin og búið að gefa út
svakaflottan bækling. Eitt er þó
ekki enn komið á hreint og það
er hverjir munu sýna á víd-
eólistasýningu Listasafns ís-
lands á Listahátíð. Það vita all-
ir hverjir verða með á stafrænu
sýningunni, sem er gerð í sam-
vinnu art.is og oz.com, en eng-
inn, ekki einu sinni Listasafnið
sjálft, veit hverjir munu sýna i
myndbandshlutanum. Heyrst
hefur að þetta eigi að vera is-
lensk myndbandasýning og
spyrja menn þá hvar Listasafn-
ið ætli að finna íslensk mynd-
bönd. Helst virðist sem sýning-
in muni fókusera á verk hinnar
einu sönnu íslensku vídeólista-
konu, Steinu Vasulku, en hún
mun þá vilja fá einhverja fræga
vini sína með sér. Ýmis nöfn
hafa verið nefnd í sambandi við
sýninguna en eitt þeirra poppar
upp aftur og aftur. Það er nafn-
ið Bill Viola en hann er þekkt-
ari en aðrir starfandi víd-
eólistamenn. Við vitum að
Viola hefur komið í heimsókn
og hitt ýmsa ágæta kunningja
en enginn virðist vita hvar
hann var nákvæmlega né hvort
von sé á honum aftur nú bráð-
lega. Fyrst fréttist að hann ætti
að koma til landsins í janúar til
að halda námskeið, líklega uppi
i Listaháskóla, síðan var hann
kominn á sýningu í galleríi 8,
en það reyndist misskilningur.
Þaðan var honum ýtt upp í
Listasafn, en það fékkst heldur
ekki staðfest hvort hann yrði
með þar, og loks var hann kom-
inn aftur niður í Laugames,
með viðkomu hjá Oz. Hvar er
Viola? Við bara spyrjum.
Góða skemmtun
Lífid eftir vmnu
Það verður sungið karoke á Bláa englinum,
Austurstræti 6, alla nóttina. Einnig er hægt að
horfa á sjónvarp meðan sungið er og staður-
inn býður upp á allar Iþróttastöðvarnar.
King creole og íris spila á Jóa Risa í Breið-
holti.
Strákar, glennið upp augun! Þetta er nú eitt-
hvað fyrir ykkur. Á Sportkaffi verður kynning á
K.T.M. torfæruhjólum kl. 19.30. Þegar kynn-
ingunni lýkur tekur Dj. Þór Bæring við stjórn-
inni og kynnir gestum staðarins góða tónlist.
Hljómsveitin Léttir Sprettir mætir á Kringlu-
krána sem er staðsett í höll mammons og
spilar af djöfulmóð.
Njáll úr Vikingabandinu spilar á Njálstofu
Smiöjuvegi 6 en þetta er staður eldra fólksins.
Á Péturspöbbi spilar trú-
badorinn Rúnar Þór til kl.
3. Breiðtjald og bjórinn er
enn á sama góða verðinu
eins og öll önnur kvöld.
Á Café Ozio verða Andr-
és og húsplötusnúðurinn
í búrinu.Einnig verða
slagverksleikarar á
staðnum. 22 ára aldurs-
takmark.Snyrtilegur klæðnaður, engar galla-
buxur takk.
Virus spiiar á Naustkránni.
Sextíu og sex mætir í Mosfellsbæjinn á bæj-
arpöbbinn Álafossföt bezt og sannar það að
maður þarf ekki að fara niður í mibæ Reykja-
víkur til að geta skemmt sér. Aðgangur kr.
600.
Ástin blómstrar á Sirkus í kvöld. Senior Love
Daddy sér um hugljúfa tónlist. „Allir sem elska
eiga að fjölmenna á ást-
arkvöldið, allir sem
vita hvað ást er.
Kannski vita það
flestir en það kunna
ekki allir að meta
tónlistina sem er til-
einkuð þessarri tilfinn-
ingu," segir tónlistarstjóri
staðarins Dj. Kári._
Böll
Anna Vilhjálms og Hilmar Sverris skemmta á
Næturgalanum, þeim mæta þallstað i Kópa-
voginum. Húsið verður opnað kl. 22.
•K1ass í k
Pálína Árnadóttir leikur á fiðlu og Sooad Chae
á píanó á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl.
16. Efnisskrá er fjölbreytt. Miðaverð er
1200/800. Miðasala er oþin frá kl. 14.
•Sveitin
Hljómsveitin Sóldögg er mætt til leiks á nýju
ári og leikur í
e n d u r -
bættuSothús-
inu Keflavík.
Alltaf sól og
blíða hjá þess-
um drengjum.
Undryö spilar á Breiðinni nýjasta pöbbnum á
Akranesi. Þar ætlarBeggi að reyna nýja
trommupallinn sinn og restin af sveitinni lofar
brjálaðu stuði og tómri geöveiki. Drengirnir
voru fýrr um daginn að spila í þáttnum Haus-
verk um helgar þannig að þeir verða búnir að
hita vel upp þegar þeir mæta á Breiðina.
Rúnni Júl og Tryggvl Hubner mæta á Vlö poll-
Inn á Akureyri. Við getum ekkert sagt um það
hvort þetta verði skemmtilegt eða ekki en það
er bara að mæta og tékka á þessu með eigin
augum og eyrum.
Leikhús
ý Krítarhring-
urinn i
Kákasus verð-
ur sýndur í
Þjóðleikhúsinu
klukkan 20.
Þetta er frábær
sýning, án efa sú besta á leikárinu hingað til.
Góð skemmtun fyrir alla, hvort sem þeir eru
leikhússnobbarar eða ekki.
mynd1ist
Hlynur Hallsson myndlistarmaður
fær að vera fyrstur til að spreyta sig á
nýrri leið Kjarvalsstaða í sýningarhaldi.
Sýningin sem fór af stað í gær er vægast
sagt óhefðbundin því þegar hún hófst var
ekkert að sjá nema hvítan vegginn í miðrými
safnsins. Hlynur fær þrjár vikur til búa til
listaverk á vegginn og er honum gert að vinna
það á staðnum svo gestir og gangandi geti
fylgst með fæðingunni. Þessari þróunar-
sýningu lýkur þegar verkiö er fullbúið,
3. febrúar, með sannkallaðri vernissa-
ge - að öðru leyti en því að Hlynur
verður ekki búinn að mála nein mál-
verk sem hægt verður að lakka yflr.
„Ég ætla mér að skrifa dagbók á
vegginn," segir listamaðurinn þegar
við náum honum á kaffistofu Kjarvals-
staða. „Hver listamaður hefur frjálsar
hendur með hvemig hann notar þennan 20
metra langa vegg. Ég hef hugsað mér að
skipa honum í 21 hluta, einn fyrir hvem dag.
Ég ætla bæði að handskrifa dagbók á sjálfan
vegginn og taka eina fllmu af myndum á hverjum
degi sem ég mun líklega framkalla yfir nótt til að
geta hengt myndirnar upp að morgni. „
Ætlaróu að mœta samviskusamlega í vinn-
una þessar þrjár vikur?
„Ég kem líklega til með að mæta um leið
og safnið opnar og vera hér meira og minna
fram undir lokun. En svo kíki ég kannski eitt-
hvað niður í bæ líka.“
Hvernig líst þér á þetta sýningarform?
„Þetta leggst mjög vel í mig, enda vinn ég oft í
svona prósess. Ég vinn mikið með viðbrögð fólks og
daglegt líf svo sýningin kemur til með að snúast um sam
skipti.“ Sýningarröðin Veg(g)ir, eins og verkefnið heitir, virð-
ist því vera eins og sérsniðið fyrir Hlyn. „Vinur minn hélt að
hefði ákveðið að vinna sýninguna svona þegar hann frétti af þessu
Mér þykir það spennandi að vinna á þennan hátt. Það er frekar að mér
flnnist leiðinlegt og ekki áhugavert að skila fullgerðu verki inn á sýningu
og hverfa svo. Ég hef áhuga á að velta fyrir mér spumingum um tilgang
myndlistarinnar og áhrif hennar en um leið tengjast verkin fullkomlega
hversdagslegum hlutum, fjölskyldunni og þvi sem fólk er að segja og hvað
því finnst - þvi auðvitað vonast ég til að fá einhver viðbrögð." Hlynur óttast
ekki aðgerðaleysi sýningargesta. „Fólk lætur yfirleitt í sér heyra þegar því
býðst að gera það.“
Tveggja ára gömul dóttir Hlyns kemur til með að taka þátt í sýningunni
honum. „Hinn helmingurinn af fjölskyldunni er farinn út til Hannover, þar
sem við erum búsett, því hann er I skóla. Ég reikna með að Lóa fái að gera
sína dagbók á hluta af veggnum þar sem hún er vön því að taka þátt.“
Þegar Hlynur verður búinn að fylla dagbókina og taka hana nið
ur tekur Daði Guðbjörnsson við, síðan
Katrín Sigurðardóttir, Ráðhildur Ingadótt- Éj
ir, Gunnar Öm og Ragnheiður Jónsdótt-
ir-
eg
.
Baneitraö samband á Njálsgötunni er sýnt I
íslensku óperunni klukkan 20. Þetta er alveg
baneitrað verk eftir Auði Haralds sem endur-
speglar Islenskan raunveruleika. Gunnar
Hansson fer á kostum sem einkar pirrandi
gelgjustrákur.
Leikfélag Akureyrar sýnir Blessuö jólin eftir
Arnmund Backman. Sýningin hefst klukkan
16.
Leikfélag Akureyrar sýnir Blessuö jólin eftir
Arnmund Backman. Sýningin hefst klukkan
20 og nánari upplýsingar eru í síma 462
1400.
Dúndurstykkið Kossinn eftir Hallgrím Helga-
son verður sýnt klukkan 20 í Bíóleikhúsinu.
Því miður er uppselt en næsta sýning verður
22.janúar og síminn í miðasölunni er 551
1384.
Leitin aö vísbendingu um vitsmunalif í al-
heiminum eftir Jane Wagner verður sýnt í
Borgarleikhúsinu. Edda Björgvinsdóttir er
eini leikarinn og bregður sér í mörg hlutverk.
Sýningin hefst klukkan 19.
Litla hryllingsbúöin eftir Howard Ashman
verður á fjölunum í Borgarleikhúsinu. Höfund-
ur verksins er Howard Ashman en tónlistin er
eftir Alan Menken. Sýningin hefst klukkan 19.
myndlist
Vigdís Finnbogadóttir hefur valið saman verk á
sýninguna Þetta vil ég sjá í Geröubergi. Lista-
mennirnir sem Vigdís hefur valið eru allar kon-
ur. Sýningin stendur til 6. febrúar.
Sýningin Rauövik - Málverk í og utan fókuss er
í gangi á Kjarvalstööum. Hér sýna þau Claus
Egemose, Johan van Oord, Tumi Magnússon
og Ninu Roos. Sýningin stendurtil.27. febrúar.
Verkefnið Veggir er í fullum gangi á Kjarvals-
stööum. Það er Hlynur Hallson sem stendur
vaktina til 3. feb en þá tekur Daði Guðbjörns-
son við.
Særún Stefánsdóttir sýnir í Gallerí Hlemm-
ur.Sýningin stendur til 30. janúar.
Vignir Jóhannsson sýnir málverk og Ijósainn-
setningu I Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til
23. janúar.
Fjórar ungar konur, Ingunn Birta Hinriksdóttir,
Elísabet Yuka Takefusa, Sigrún Huld Hrafns-
dóttir og Guðrún Telma Ásmundsdóttir eru
með samsýningu I Gallerí Geysi. Sýningin
stendur til 23 janúar og er opin alla virka daga
frá kl. 9:00.-17:00.
ar.
Daninn Bjarne Werner Sorensen sýnir I Hafnar-
borg. Sýningin stendur til 24.janúar og ber yfir-
skriftina Skissur af regni.
Þriöja árs grafiknemar í Listaháskóianum sýna
verk sín í íslenskri grafík
Tryggvagötu 17, hafnar-
megin. Ygirskrift sýningar-
innar er hraun. Sýningunni
lýkur 30. janúar.
Ráðhildur Ingadóttlr sýnir
verk I Gallerý OneoOne
sem eru sett saman af
vísindum um geiminn,
tilfinngar og geimhugsjón.
Hún heitir Algoll.
Náttúrubarnið Vagna Sól-
veig Vagnsdóttir sýnir
tréskúlptúra í GAIIerí Fold-
ar við Rauðarárstíg. Sýningunni lýkur 23. janú-
Hólmfríöur Harðardóttir er með sýningu I Gall-
erí + á Akureyri. Sýningin
stendur til 29. janúar.
Gallerí Sævars Karls er 10
ára. Á þessum 10 árum hafa
um 100 listamenn sýnt I gall-
eríinu. Á þessarri samsýn-
ingu sýna um helmingur
þeirra. Ath á opnunina komu
um 800 manns. Sýningin
stendur til 15.janúar.
í neðri sölum Listasafns fs-
lands er sýning sem ber heit-
ið Vormenn í íslenskri mynd-
list. í sal 1 eru verk eftir Þór-
arin B. Þorláksson, ÁsgrímJónsson, Jón Stef-
ánsson og Jóhannes S. Kjarval. (sal 2 eru verk
eftir þær Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveins-
dóttu og þá Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal og
Jón Þorleifsson. Sýningin stendurtil 16. janúar.
Myndlistarmaðurinn Jónas Bragi er með sina
fimmtu einkasýningu I sýningarsal Hár og List,
Strandgötu 39, Hafnarfirði. Sýningin ber nafnið
Bárur og þar eru skúlptúrar og myndverk sem
unnin eru úr kristalgleri og öðrum
glerefnum sem eru meðhöndluð á
athygliverðan hátt.
Ragnheiöur Ólafs og Egill Örn
Hjaltalín sýna í Norska Húsinu á
Stykkishólmi. Þau sýna þar út árið.
Laufey Margrét Pálsdóttir sýnir olíu-
myndir á bólstruðum striga á Sólon
íslandus. Sýningin ber nafnið Tíald-
arsýning og stendur hún út þrettánd-
ann.
Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir i
Gallerí M2 á Siglufirði.
Rnnski listamaðurinn Ola Kolehmainen sýnir
innsetningu með Ijósmyndum teknum í gyllta
salnum í Ráðhúsinu I Stokkhólmi. Sýning Ola
Kolehmainen stendur til 23.janúar og er opið I
galleríinu fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 -
18.
í Listasafni Kópavogs stendur yfir sýning úr
einkasafni Þorvaldar Guö-
mundsonar og Ingibjargar
Guðmundsdóttur. Sýning-
arstjórar eru Guðbergur
Bergsson rithöfundur og
Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Sýningin stendur til 30.
jan 2000.
Kínversku listamennirnir
Tan Baoquan og Wu
Zhaliang sýna í Hafnar-
borginni.
f Ó k U S 14. janúar 2000