Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 16
+ Hópur íslendinga stendur í ástarsambandi við litla myndavél. Sú heitir LOMO, ættuð frá St. Pétursborg og er engin venjuleg myndavél, segir ástfangna fólkið. Fókus fékk sendiherra LOMO á íslandi til að segja frá ævintýrinu 1 og ræddi við nokkra aðila sem halda reglulega fram I hjá fínu, dýru græjunum sínum með dyntóttari druslum. kemur til meö að líta út. Stundum veröa homin skyggð, sjálf myndin bjöguð, of ljós, eða dökk, eða allir litir brenglaðir. En stundum er ekkert athugavert við myndimar. LOMO er skemmti- lega uppátækjasöm myndavél, með karakter, ef ekki eigið lif. Og hefur einmitt þess vegna sigr- að heiminn, eins og sagt er. Víða um veröld hafa verið stofnuð LOMO- sendiráð. Félagar bera saman myndir sínar, skiptast á ráðum, halda sýningar og fara saman í ljósmyndaferðir. Á Netinu má finna þúsundir heimasíðna með fróðleik um LOMO og myndum teknum með LOMO. Allt kemur þetta svo saman í LOMO-heimsklúbbnum sem kallast „The Lomographic society" og hefur höfuðstöðvar í Vín. Hann stendur fyrir ljósmyndasamkeppnum, gefur út LOMO-ljósmyndabækur og -tímarit og rekur ferðaskrifstofuna LOMO-ferðir. LOMO-myndavélin var upphaflega hönnuð af rússneskum prófessor sem hét Radionov. Hann ætlaði sér að búa til handhæga, ódýra imbavél fyrir rússneska alþýðu. Fljótlega kom í ljós að vélin skilaði af sér stórskrýtnum myndum og seldist þvi illa. Eða þangað til ljósmyndaáhuga- menn á Vesturlöndum uppgötvuðu hana og LOMO-æðiö fór af stað. Pantanir tóku að streyma til verksmiðjunnar í St. Pétursborg sem til stóð að leggja niður. í dag starfa þar 150 manns og hafa varla undan að klambra saman vélum fyrir þá sem gert hafa LOMO að sínum trúarbrögðum. -HB LOMO stendur fyrir „Leningrádskoje Optiko Mechanitschéskoje Objedinénie“ (Samband sjón- og aílfræðinga í St. Pétursborg) og er nafn á lít- illi rússneskri myndavél. Þrátt fyrir hávisinda- legt heitið er hún óútreiknanleg og ómögulegt að vita hvemig mynd sem er tekin á LOMO LC-A Agúst Ævar Gunnarsson, nemi í Listaháskólanum Agúst Ævar hefur verið LOMO-isti í eitt ár og fer reglulega inn á heimaslðu alheimsklúbbs- ins. Nýverið eignaðist hann líka Action- Sampler-myndavél en hún er jafnvel enn verri að gæðum en LOMO. .Action-Sampler er mjög slöpp vél sem lekur Ijósi þannig að myndirnar geta orðið mjög sér- stakar. Ég hef séð fiottar myndir úr svona vél en sjálfur á ég enn eftir að ná almennilegum myndum. Það má vera að ég eigi bara slæmt eintak en það er örugglega engin þeirra eins.“ En hvaO er sérstakt viö hana? ,Það eru á henni fjórar linsur sem skipta filmunni niður í jafnmörg hólf. Hún tekur þess- ar fjórar myndir hverja á eftir annarri þannig aö ef maður til dæmis tekur mynd af manni að dripla bolta sérðu hreyfinguna í römmunum. Þó er skemmtilegast við hana hvað hún er hlægi- leg og ódýr. Kostar ekki nema 4500 krðnur með tveimur filmum og sendingarkostnaði til landsins. Þvf er manni alveg sama um vélina. Maöur fer bara út á lífið og sér hvað gerist." Hvernig notarOu véiarnar þínar? .Ég stunda hálfgerða kaos-ljósmyndun. Ég er yfirleitt með LOMO-vélina við hendina og hef svakalega gaman af henni. Hún er hluti af minni dagbók og sumar vikur get ég rakið í LOMO-myndum. Ég er meövitaðri þegar ég að skjóta á Action-Sampler og stunda meiri rann- sóknir með henni. En maður veit aldrei hver út- koman verður. Um daginn var haldið Action- Sampler-maraþon í New York á vegum LOMO- heimsklúbbsins sem hefði verið gaman að fara á. Það gerist kannski seinna.“ FyigirOu LOMOröunum tíu? „Ég tek fimmta boðorðið alvarlegast, ekki hugsa. Boðorðin eru frábær því þau minna mann á leikinn." LOMO/+-IJ ájli ..Alina 2 1. Vertu ávallt i. 2. Notaðu hana 3. LOMO er 4. Reyndus 5. Ekki hugsa 6. Vertu snöi 7. Pú þarft c 8. Ekki l.-‘ 9. Myndaðu 10. Endilega með vélina á þer. - hvenser og hvai ■ ekki truflun á lífinu, að komast sem næs Agúst Ævar er hæstánægður með Action-Sampler draslið sitt. ekk'í'aA vrta fyrírfram hvað | heldur eftir á. f gleymdu'i-OMOrðunorn Gunnar Svanberg Ijósmyndari Hluti af LOMO-myndum sem Guðmundur Oddur sýndi í Stöðlakoti í fyrra. Gunnar lærði Ijósmyndun í Barcelona og eignaðist þá Lomo Lubitel 166 sem er ná- frænka LOMO LC-A og framleidd af sama aðila. Það var hins vegar enginn hægðar- leikur að finna vélina og í dag varðveitir eigandinn hana í næstum þvf skotheldum kassa. •„Ég hafði séð Ijósmyndasýningu úti sem var öll tekin á Lubitel og heillaðist mjög af myndunum. Þegar kom að mér að vinna lokaverkefni f skólanum var ég ákveðinn f að gera það á þessa vél en hún fékkst hvergi. Égvar búinn að leita að henni á öll- um flóamörkuðum og Ijósmyndabúðum borgarinnar þegar ég loksins fann hana. Ég náði að prútta verðið úr sex þúsund krónum í fimm þúsund og gekk mjög glað- ur út úr búðinni." HvaO gerir Lubitel aO svona sérstakri vél? „Hún er öll úr plasti, formatiö 6x6 og stærsta Ijósop er 4,5 sem þykir voða fint. Linsan er Ifka úr lélegu plasti en engu aö síður nokkuð skörp. Hins vegar er eiginlega hægt að ábyrgiast að hornin verða dökk á myndunum og stundum koma filmuupplýs- ingarnar inn á þær, það eru bónusmyndir. Það er ómögulegt að fókúsera f gegnum hana og maður verður að vita hversu marg- ir metrar eru f fórnarlambið." Hvernig notaröu hana? „Ég nota hana þegar ég er aö gera eitt- hvað fyrir sjálfan mig. Þetta er alger spari- græja. Þegar ég kom úr náminu úti var ég viss um að þessi vél yrði mitt vörumerki. En varð auðvitaö fljótt samdauna samfé- laginu og keypti mér japönsk tækniundur sem ég vinn á f dag.“ Er þetta ekki háifgert framhjáhald frá fínu dýru græjunum? „Nei, ég myndi frekar segja að það væri öf- ugt. Þessi á hjarta mitt, ekki hinar vélarn- ar mfnar." Gunnar Svan- berg leitaði Lubitel-vélar- innar sinnar um alla Barcelona. Islenski LOM klúbburinn Guðmundur Oddur Magnússon og Katrín Pétursdóttir eru LOMO- sendiherrarnir á íslandi. Katrín var kynnt fyrir LOMO- kúltúrnum af LOMO-sendiherran- um í London og kolféll strax fyrir vélinni. Þegar hún fluttist heim aft- ur fékk hún Guðmundi Odd í lið með sér til að stofna íslenskan LOMO-klúbb. Þau segja starfsem- ina hafa þróast hægt en örugglega. Þótt enn beri lítið á hreyfingunni sé hún stærri en fólki óri fyrir. Hvció er gert í íslenska LOMO- klúbbnum? „Það hafa verið haldnir nokkrir lokaðir fundir á Gráa kettinum og starfsemin er að breiða út anga sína. Hingað til hefur félagsskapur- inn samanstaöið af ákveðnum hópi fólks sem fann hvort annað. Við erum enn að velta fyrir okkur hvemig við ætlum að reka starf- semina," segir Katrín. Guðmundur Oddur hélt LOMO- myndasýningu í Stöðlakoti í fyrra og hefur kynnt vélina í Listahá- skólanum: „Við höfum líka farið í tvær LOMO-ferðir. Þegar hönnuö- urinn David Carson kom hingað ætluðum við að fá hann í Þórs- merkurferð en morguninn sem leggja átti af stað tókst ekki að vekja hann. Þeirri ferð var þá um- svifalaust breytt í LOMO-ferð. Svo fómm við í aðra ferð á víkingaskip- inu íslendingi.“ Katrín segir erfitt að giska á fjölda LOMO-ista á íslandi. Sumir nálgist vélamar erlendis frá og margir láti lítið fyrir sér fara. „En þegar maður hefur eignast svona vél er auðvelt að finna fólk til að spjalla við á heimasíðu LOMO- heimsklúbbsins á Netinu. Þar spjallar fólk saman, skiptist á myndum og upplýsingum. Heims- klúbburinn er mjög virkur og hef- ur staðið fyrir stórum sýningum í New York og Berlín. Eins stendur hann fyrir samkundum þangað sem fólk mætir og LOMO-æðist.“ Hvers vegna fellur fólk svona kylliflatt fyrir LOMO? Guðmundur Oddur: „Há- tæknifrik elska vélina því hún stendur fyrir allt það sem hátækni er ekki. Þegar fólk er mikið að vinna með finar græjur, hvort sem er í myndlist, músík eða öðru, á það til að gleyma því sem skiptir máli. Galdurinn liggur ekki í græj- um, efni eða áferðum. Ef þú ert skapandi vera hefurðu anda og get- ur gert eins og gullgerðarmeistarar miöalda, sett andann í efnið svo það verði að gulli. Þannig notar maður LOMO sem er því hin nýja alkemía." Katrin: „Fólk sem hefur áhuga á að skrásetja eigið líf fellur líka fyr- ir þessari vél. Hún er svo lítil og þægileg I meðförum. Ljómyndarar nota LOMO eins og leikfang og listaskólanemar sækja mikið í þessa vél. Það má nota LOMO sem málningapensill og láta happ ráða hendi hver útkoman verður. Sjarmi vélarinnar kemur líka til af þvi aö hún er rússnesk og mjög frumstæð. Dæmigerð LOMO-mynd er með dökkum hornum og litirnir verða oft óvenjusterkir. Myndimar verða annað hvort móðukenndar eða þá ótrúlega skýrar ef veðurað- stæður eru góðar. Útkoman kemur alltaf á óvart." Guðmundur Oddur: „LOMO er líka af sama meiöi og endur- vinnslutrendin þar sem ekki er hægt að kenna græjunum um ef hlutimir heppnast. LOMO-kúltúr- inn helst í hendur við Dogma-kvik- myndimar, Droog-design þar sem ljósakrónur eru búnar til úr peru- stæðum og arte-povera eða fátæk list sem var listhreyfmg sem kom upp á Ítalíu á sjöunda áratugnum. LOMO-hugsunin minnir jafnvel á dagbækur Þorbergs Þórðarsonar þar sem veruleikinn var sýndur eins og hann er, án nokkurra stæla.“ Gríðarleg aðlögunarhæfni Dóru hjálpaði henni að ná tökum á LOMO vélinni, Dóra ísleifsdóttir, félagi í LOMO-klúbbnum Sendiherrar LOMO á Islandi, Katrín Pétursdóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. hljómsveitina DIP og eins nota ég hana við grafiska hönnun og plakatagerð." Að lokum vilja sendiherramir Katrín og Guðmundur Oddur taka Guðmundur Oddur segir LOMO samsetta úr 417 pörtum en stór hluti þeirra losni fljótlega og því sé engin þeirra sami karakterinn. Vélin sé hönnuð til að vera með ljósopið lengur opið en aðrar myndavélar vegna slæmra birtu- 1 skilyrða i Rússlandi. Af óútskýr- I anlegum ástæðum virki hún bet- 1 ur þvi verri sem skilyrðin séu til myndataka.“ m En hvernig nota Katrín og fé Guömundur Oddur vélarnar I ; sínar? Katrín: „Ég tek aðallega ein- f hvers konar óhefðbundnar fjöl- | skyldualbúmamyndir. Ég er | gjaman með hana á lofti í | ! nokkra daga en legg hana síð- I I an alveg frá mér á miUi. Enn I i sem komið er nota ég hana I ekki í beina sköpun, hins veg- I *“ ar gæti alveg komið að því.“ h Guðmundur Oddur: „Ég I o nota hana mikið við mynd- f list. Tek myndir í plötu- umslög, til dæmis fyrir fram að árið 2000 sé sérstakt LOMO-ár. Ýmislegt sé í bígerð hjá klúbbnum og fólk eigi eftir að verða hressilega vart við hann í nánustu framtíð. Dóra hafði séð umfjallanir um LOMO í er- lendum blöðum og langaði mikið í þannig vél. Síðan þegar hún komst að því að hægt væri aö ná í þær I gegnum Guðmund Odd, gamla kennarann hennar I MHl, ákvað hún að láta slag standa. Það var skemmtilegur slagur. „Þegar hönnuöurinn David Carson kom hingaö var skipulögö Þórsmerkurferð með honum og ýmsu fólki tengdu auglýs- ingabransanum. Morguninn sem átti aö fara hittumst við á undan á Gráa kettin- . um en Carson lét ekki sjá sig. Fljótlega kom f Ijós að hann var blindfullur uppi á hótelherbergi á Borginni og vildi ekki koma með. Þannig að við ákváöum að fara og sækja hann. En á meðan við biðum eftir aö það rynni af hönnuðinum stofnuðum við LOMO-klúbbinn á kaffihúsinu, keyptum síðan öll LOMO-vélar af Guömundi Oddi og breyttum fyrirhugaðri Þórsmerkurferö í LOMO-ferðalag." Druslaöist Carson meö? „Þegar við komum niður á Borg að sækja hann var hann oröinn verulega þunnur og neitaði að koma með okkur. Þá klæddum viö Guðmundur Oddur okk- ur í búninga, þóttumst vera hótelstjórinn og hótelþerna og færðum honum tvær LOMO-vélar á bakka upp á herbergi. En allt kom fyrir ekki, Carson neitaði að tala við nokkurn mann og varð mjög pirraður. Þannig að viö gáfumst upp á honum og ákváðum aö heilsa bara upp á Valda koppasala í staðinn. Valdi og kopparnir voru myndaöir í bak og fyrir. Síðan stopp- uðum við í öllum sjoppum á leiöinni til Þórsmerkur og tókum myndir af af- greiðslukonum. Einhverjum vikum síöar héldum við svo LOMO-partí, þar sem af- raksturinn úr feröinni var skoðaöur. Þaö var fýrsti formlegi fundur LOMO-félagsins á íslandi og búin til stofnfundargerð sem allir skrifuöu undir." HvaO er svona sjarmerandi viö LOMO? „Þetta er svo einföld vél og fátt hægt að gera annað en smella bara af. Um leið fær maöur ágætis frí frá tölvunum og öllu tækjadraslinu. Mín myndavél hefur veriö að detta í sundur frá fyrsta degi og hennar helsta karaktereinkenni líklega hvað hún er opin týpa. Reyndar er líklegt að hún hafi skemmst eitthvað í meöför- um kærastans rníns sem hefur tekið mikið af flugvallamyndum á hana." Fyigiröu LOMOröunum? „Ég man þau ekki alveg þótt ég hafi lært þau í upphafi. Mér finnast reglur frekar leiðinlegar og því hef ég tileinkað mér þessa tíundu sem segir að maður eigi að gleyma reglunum." j.eðabGuðmundnSdðdhVOrt ŒakS1St!-0M0-mynd»« Ný LOmSc °ntUnar"'Ste 1 n smifýrr^ L-’ ,nnPökkuð í fýlg/a tvÍr'ínmuTbókog °° ^sins,TheLomog9p9™nr f Ó k U S 14. janúar 2000 14. janúar 2000 f Ókus 16 + 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.