Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 19
sem er í lögfræðinámi en foreldr-
ar hans stunda atvinnurekstur.
Eftir grunnskólapróf fór hann tvo
vetur I Verslunarskóla Islands og
öðrum tveim eyddi hann á skóla-
bekk í Menntaskólanum á Egils-
stöðum. Vegna viðskiptaákafa
síns lauk hann ekki stúdentsprófi
en hann vantar aðeins nokkrar
einingar upp á stúdentinn.
Maggi, nú hefur þú átt mikilli
velgengni að fagna i starfi. Hver er
uppskriftin?
„Það sem ég hef verið hvað
heppnastur með er að ég hef verið
vinna með duglegu og góðu og
ekki síst reglusömu fólki sem hef-
ur tekið starfið mjög alvarlega.
Það tel ég vera mína mestu vel-
gengni, að vera með traust og gott
fólk sem hefur bakkað mann upp,
sama hvað á hefur gengið. Mitt
mottó hefur líka alltaf verið að
það sé alltaf hægt að gera betur. í
öllum rekstri skiptir líka miklu
máli að vera alltaf á tánum og
koma með nýjar og ferskar hug-
myndir og vera dálítið ferskur i
þvi sem maður er að gera. Maður
verður einnig að vera tilbúinn að
taka áhættu og það hef ég gert. Þú
verður að þora til þess að skora,“
segir Magnús með svona bisness-
rödd.
Margir halda aö velgengni þín i
dag sé foreldrum þínum að þakka,
er það rétt?
„Samband okkar hefur aldrei
verið viðskiptalegs eðlis. Aftur á
móti er ég alinn upp í kringum
rekstur og það hefur örugglega
eitthvað að segja um að maður sé
í þessu í dag.“
Rex er opinn fyrir alla
í október 1998 opnaði Magnús
veitingastaðinn Rex. Mikið var
lagt í staðinn og enginn
annar en
k
„Ég hef aldrei
írið í neinum
vandræðum rrií
að losa mig'við
pehinga þannig
að ég get ekki sa
ég sé ríkur.“
hinn frægi hönnuður Sir Terrance
Conrad var fenginn til að hanna
staðinn. Þrátt fyrir þetta virðist
hann alltaf vera tómur.
Voru það mistök að opna Rex?
„Það tel ég ekki vera. Það er gíf-
urleg traffík hér fimmtudaga,
föstudaga og laugardag og yfirleitt
fullbókað í mat. Það er hins vegar
alveg rétt að við höfum verið að
reyna að efla miðvikuna. Við höf-
um verið mjög sáttir hvað varðar
gang mála á Rex og sjáum ekki
neitt annað en að reksturinn sé að
fara upp á við. Við höfum trú á því
sem við erum að gera og komum
til með að halda okkar striki. Það
tekur bara smátíma fyrir fólk að
venjast okkur og skilja það sem
við erum að gera.“
Staóurinn var krítiseraöur mikið
þegar hann var opnaöur: „Þetta er
nú allt of flott, þetta er nú svo of-
boðslega mikið snobb, “ heyrði mað-
ur...
..en það var alls ekki ætlun
okkar sem slík. Við vildum bara
vera með smart stað sem byði upp
á breiðari línu en það sem gengur
og gerist í veitingahúsamenning-
unni í miðbænum. Við vorum að
bjóða fólki upp á nýja hluti, t.d
hvað matargerð varðar og fengum
alls ekki góða dóma fyrir það en ég
held að fólk sé að taka okkur í sátt.
Fólk hefur verið hrætt vð okkur af
því að við höfum verið að gera
nýja hluti og það treystir sér ekki
hingað inn. En það eru allir vel-
komnir á Rex og þurfa ekkert að
vera neitt merkilegri en aðrir til
þess að koma hingað inn,“ segir
Magnús meö áherslu á allir.
Miklar breytingar á Astró
Það sem er efst í huga Magga
þessa dagana er þó ekki Rex held-
ur Astró því þar standa fyrir dyr-
um miklar breytingar. Staðnum
hefur verið lokað í bili og mun
hann verða opnaður gjörbreyttur
um mánaðamótin febrúar-mars.
„Það er margra mánaða aðdrag-
andi að þvi að staðnum hefur ver-
ið lokað. Upphaflega var Astró
hannaður sem matsölustaður en
nú verður honum breytt í klúbb.
Við höfum fengið hönnuðinn Mich-
ael Young til liðs við okkur og
staðurinn mun taka algjörum
stakkaskiptum," segir Magnús og
lofar ekki bara breytingum á útliti
staðcirins heldur lika hvað tónlist-
ina og hljóðkerfið varðar. Það
verður einnig heldur betur hægt
að sletta úr klaufunum þegar stað-
urinn verður opnaður á ný því þar
verða hvorki meira né minna en
tvö dansgólf.
„Já, og svo ætla ég sjálfur að
standa í dyrunum. Ég ætla að ráða
mig sem yfirdyravörð," segir
Maggi og er ekki að grínast enda
ekkert slor að standa í dyrunum á
einum flottasta klúbbi Evrópu því
í þann hóp á Astró að komast eftir
breytingamar.
Dónalegir söngtextar
Að Magnús hafl viðskiptanef er
eitthvað sem enginn efast lengur
um. En að drengurinn geti sungið
og hafi plumað sig nokkuð vel sem
söngvari í hljómsveitinni Döðl-
urnar er nokkuð sem kannski
ekki allir vita. Þetta var á mennta-
skólaárum Magga og gaf sveitin út
einn geisladisk sem seldist
margoft upp.
„Hugmyndin á bak við hljóm-
sveitina var sú kenning að það
væri hægt að selja allt. Til að
sanna þessa kenningu ákváðum
við nokkrir strákar í Menntaskól-
anum á Egilsstöðum að stofna
hljómsveit sem væri eins ömurleg
og eins hallærisleg og mögulegt
væri. Fæstir í sveitinni kunnu
nokkuð á hljóðfæri og ég er líka
vita laglaus," segir Magnús og
minnist þessa tímabils með hinni
mestu ánægju.
„Þetta gaf manni vissa útrás og
kikk og ég er alveg hissa á því
hvað við urðum vinsælir. Sveitin
varð mjög vinsæl skólahljómsveit
og svo spiluðum við líka einu
sinni á þrusuballi í Tunglinu."
Tekstar sveitarinnar voru nú
frekar dónalegir og grófir. Hvað
sögðu eiginlega foreldrar þíniryfir
því aó þú stœóir í útgáfu á svona
dónadiski?
„Ekkert. Ég er ekki einu sinni
viss um hvort þeir hafa hlustað á
diskinn en textamir voru miklu
meira list heldur en dónalegir. Er
ekki hægt að túlka állt sem list í
dag?“ segir Magnús og út brýst
heljarinnar umræða um tilveru-
rétt og listfengi nektarstaða í
Reykjavík. Magnús segist alla
vega ekki ætla að setja upp súlur,
hvorki á Astró né á Rex.
En svo við snúum okkur aftur
að poppinu. Það að verða poppari
var þaó einhver leyndur draumur
hjá þér?
„Nei, síður en svo. Þegar ég var
lítill ætlaði ég að verða slökkvi-
liðsmaður en ég get engan veginn
séð mig í því hlutverki í dag. Aft-
ur á móti á ég mér þann draum að
hljómsveitin Döðlurnar taki
comeback á þessu ári og verði
með eitt hjómsveitargikk."
Áttu fleiri drauma en þennan
sem eru óuppfylltir?
„Ég reyni nú yfirleitt að fram-
kvæma drauma mína í hvelli, ég
er svo óþolinmóður. Það er náttúr-
lega nóg að gerast í fyrirtækinu og
markmiðið er auðvitað að efla það
og styrkja. Stefnan er náttúrlega
að gera enn betur og við ætlum að
vera bestir. Annars er ég mjög
ánægður þar sem ég er í dag og
hef gaman af því sem ég er að
gera.“
Þú ert sem sagt hamingjusamur
maður?
„ Já, það er gaman að vera til og
ég er mjög hamingjusamur," segir
Magnús og gæti ekki endað þetta
viðtal betur.
-snœ
Það er skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn, segir
máltækið. Það er alveg rétt. En að eiga almennilegan skó til
að pissa í hefur ekkí alltaf talist sjálfsagt mál. Við íslendingar
ættum að kannast við það. Hér gengu menn í sauðskinnsskóm
fram á 20. öld en þá komu gúmmítútturnar til sögunnar og
loksins þornuðu tær landsmanna. Saga skósins er þó litríkari
en þetta, eins og kemur fram í bókinni Skór eða „Shoes“
eftir Lindu O’Keffe.
m
m m
réttu fram löppina
f "
v*#
Nýlega kom út bókin „Shoes“ eft-
ir bandaríska blaðamanninn og
tískuspekúlantinn Lindu O’Keffe.
Bókin er fróðleg í meira lagi þvi
þar er saga skósins rakin og birt
um 1000 litrík dæmi af skóm frá
hinum ýmsu tímum og hvaðanæva
úr heiminum. Skórinn hefur nefni-
lega, eins og aðrir hlutir, gengið í
gegnum umtalsverðar breytingar I
aldanna rás og er enn að breytast.
Saga skósins
Elsti skórinn sem fundist hefur
er leðurskór frá því 2000 fyrir Krist
og fannst hann í Egyptalandi.
Fyrstu gerðirnar af skóm voru
annaðhvort sandalar eða einfaldur
vafningur úr leðri sem minnti á
mokkasínur. Fólk fléttaði sér
einnig skó úr ýmsum jurtum.
Sandalar, mokkasínur og einföld
stígvél voru síðan aðalfótabúnað-
urinn alveg fram á miðaldir. Tré-
klossar voru einnig mikið notaðir,
aðallega af fátækara fólki. Það var
ekki fyrr en á 18. öld að farið var
að fjöldaframleiða skó á Vestur-
löndum. Áður höfðu þeir verið
búnir til inni á heimilunum eða af
handverksmönnum. En framfarir í
skóframleiðslu á Vesturlöndum
urðu ekki að ráði fyrr en á 19. öld.
Árið 1818 voru gerð mót úr tré fyr-
ir bæði hægri og vinstri fót sem
skómir voru formaðir eftir. Næsta
mikilvæga skref í skóframleiðsl-
unni var að saumavélin kom til
sögunnar árið 1846 og með henni
jukust bæði afköst og gæði fram-
leiðslunnar. Með því hófst fjölda-
framleiðslan fyrir alvöru og hinn
almenni borgari gat loksins eignast
almennilega skó.
íslandsmetið 103 skópör
Hin týpíska ameríska kona á
minnst 30 pör af skóm en forfallinn
skóaðdáandi á a.m.k hundrað. Skó-
metið hér á íslandi, sem vitað er
um, á stúlka á þrítugsaldri að nafni
Katla Einarsdóttir. Hún á yfir 100
pör af skóm og segir þá alla vera í
notkun. Skór hafa lengi endur-
speglað stöðu og ríkidæmi þess
sem skóinn ber. í Tyrklandi gat
maður t.d. lengi séð hvar fólk stóð
í þjóðfélagsstiganum með því að at-
huga hversu löng táin á skónum
hjá þeim var. Ýmis hjátrú er einnig
tengd skóm. Sú algengasta hvað
varðar skó er líklega að ekki megi
setja skó upp á borö. Það getur
valdið vandræðum, ósætti eða al-
Indverskir skór
úr tré og silfri,
frá 19. öld.
* r
varlegum óhöppum. Einnig er sagt *
að þeir sem fyrst ganga gat á skó-
hæl séu latir en þeir sem fyrst
ganga gat á tá séu duglegir. Sál-
fræðingar hafa lengi leitað aö
hinni duldu meiningu skósins.
Sumir segja að kona sem safni
skóm sé friðlaus ferðamaður á
meðan aðrir halda því fram að hún
leiti að uppljómun.
Því minni fætur því betra
Þegar kemur að skóm er ekki
alltaf verið að hugsa um praktísku
hliðina eða þægindin því þá hefðu
háhæluðu skómir aldrei orðið vin-
sælir. Sagt er að 88% allra kvenna
kaupi skó sem eru í rauninni einu
númeri of litlir á þær. Þetta gera
þær til þess að virðast vera með
minni fót en það er talið mjög að-
laðandi í mörgum löndum heims,
sbr. Kina, þar sem fætur kvenna
hafa verið reyrðir öldum saman til
að koma í veg fyrir að þeir yrðu
stórir. Þetta kemur t.d. glögglega
fram í ævintýrinu um Öskubusku
þar sem vondu stjúpsysturnar
fóma bæði tám og hæl til þess að
komast í litlu, nettu skóna hennar
Öskubusku. En þar sem Ösku-
buska var fegursta snót landsins
hafði hún nettustu fætuma.
Ævintýralegir skór
Þrátt fyrir að fótlaga skór eins og
Birkcenstock og Ecco séu þægilegir
þá eru þeir alls ekki eins sexí og há-
hælaðir skór og flestar konur, sama
hvort þeim finnst hælar vera algjört
bull eða ekki, eiga a.m.k eitt par af
háhæluðum skóm til að nota við sér-
stök tækifæri. Skór hafa einnig oft
miklu meira gildi en notagildið eitt.
Það em ófá heimilin sem eiga brúð-
arskó niðri í kassa eða bronsaða
barnaskó uppi í hillu minninganna
vegna. Ófáar sögurnar hafa verið
skrifaðar um leyndardóma skónna
og örlög eigenda þeirra. Hver man
ekki eftir sælkeramáltíðinni sem
Hans klaufi galdraði fram í trékloss-
ann sinn, flottu leðurstígvélunum
sem Stígvélaði kötturinn notaði til
að koma sér og eiganda sínum til
metorða og siðast en ekki síst sjö
mílna skónum sem risinn ógurlegi
átti og gátu farið sjö mílur í hverju
skrefi. Já, hann leynir á sér, skór-
inn. Kíkið endilega í bókina Shoes ef
þið viljið fræðast meira um fótafatn-
aðinn og sögu hans. Bókin fæst í
Máli og menningu og kostar 1.690
krónur. -snæ
20. aldar
töfflur frá
Pakistan.
Tyrkir eru þekktir fyrir skó meö
uppbrettri tá. Þessa hönnun má
rekja allt til 12. aidar en þá gat
maður séö á því hvaö táin var
löng hversu efnaö fólk var.
Kínversk hönnun frá seinnihluta 19.
aldar. Skórnir eru ætlaðar konum
meö óreyröa fætur.
Þessir kínversku skór
i frá 19. öld eru varla
i geröir tll þess aö
ganga á.
V°v
Líbanskir kvenskór frá 1904.
Skór meö tvo fætur. Hannaölr áriö
1996 af Bonnaire. Þeir eru úr kálf-
skinni og gíraffamunstrið er hand-
málað á þá.
14. janúar 2000 f ÓkUS
19
í