Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 18
 Hann opnaði sitt eigið tívolí í Breiðholtinu 10 ára gamall. Síðan þá hefur hann verið viðriðinn ýmíss konar atvinnurekst- ur og í dag á hann fyrirtæki sem ber höfuð og herðar yfir veitingarekstur í miðbænum, Magnús Ármann er 26 ára og stendur á bak við Astró, Rex og Wunderbar. Hann segist þó geta gert miklu betur, „Ég er bara einn af starfsmönn- unum,“ segir Magnús Ármann þeg- ar blaðamaður Fókus hittir hann í Mafluherberginu á Rex og titlar hann skemmtanakóng miðbæjar- ins. „Ég er enginn kóngur. Svona rekstur gengur ekki án góðs sam- starfsfólks," segir Maggi, eins og hann er kallaður af vinum sínum. Drengurinn er ótrúlega hógvær og ætlaði varla að vilja koma í viðtal. Það er samt ekkert launungarmál að það er hann sem er gæinn á bak við Astró, Rex og Wunderbar og getur því borið titilinn skemmt- anakóngur miðbæjarins með rentu. Með 10 bása í Kolaportinu Þrátt fyrir ungan aldur hefur Magnús verið viðriðinn ýmsan rekstur á þessum 26 árum sem hann hefur lifað. Fyrsta fyrirtæki hans var tivolí sem hann opnaði í Breiðholtinu ásamt félaga sínum, þá 10 ára gamall. „Við fengum timbur gefins frá húseigendum í hverfinu sem verið var að byggja upp og úr því smíð- uðum við tívolí með 38 tækjum. Þar var m.a minígolf, lukkuhjól, hringekju og alls konar skotbása með glæsilegum vinningum að finna. Vinningana fengum við gef- „Það sem ég hef werið hvað heppn- astur með er að ég ► hef verið vinna með duglegu góðu og ekki síst reglusömu fólk sem hefur tekið starfið mjög alvarlega. Það tel ég vera mína mestu velgengn' " ins frá fyrirtækjum og flottustu vilmingarnir voru E.T. kallar. Öll tækin voru drifin áfram með handafli þannig að ég var með 15 manns í vinnu. Síðan var selt inn i tívolíið heilt sumar,“ segir Magnús og minnist þess að það hafi verið stuð í Breiðholtinu þetta sumar. Eftir tívolíævintýrið lá leiðin bara upp á við hvað viðskipti Magnúsar varðar. Hann var viðrið- inn ýmislegt og var m.a. með allt að 10 bása í einu í Kolaportinu þeg- ar hann var 17 ára gamall þar sem „Ég hitti svo mikið af fólki í gegnum vinnuna að mér finnst voða gott að siappa af heima á kvöldin og jafnvel horfa á góða videomynd." hann seldi alls kyns heildsöluvör- ur sem hann hafði keypt á uppboð- um. Fyrsti alvöru veitingarekstur Magnúsar hófst á Egilsstöðum sumarið 1995 þegar hann ásamt vini sínum, Jóhanni Erni Þórar- inssyni, stofnaði Pizza 67. Pitsuæv- intýrið varði í eitt sumar því strák- unum barst tilboð frá sveitarstjór- anum á Reyðarfirði, tilboð sem þeir gátu ekki hafnað og því seldu þeir staðinn. Frá Egilsstöðum lá leið Magga í Kringluna þar sem hann opnaði verslunina Maraþon og árið 1996 tók hann ásamt félaga sínum Jó- hanni við Astró. Síðan þá hefur Magnús opnað staðina Wunderbar og Rex. Hann keypti einnig nýlega Samvinnuferðar-Landsýnar-húsið í Austurstræti og er með plön um að opna þar kaffihús. Gott samstarfsfólk er rót velgengninnar Magnús er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu. Hann á eina systur f Ó k U S 14. janúar 2000 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.