Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 12
Rocco Síffredi er frægasta klámmyndastjarna Evrópu. Hann hafði aldrei leikið í alvöru bíómynd þegar franskur kvikmyndaleikstjóri bað hann um að fá standpínu fyrir listræna kvikmynd. Rocco stóð sig með prýði en hefur ekki ennþá fundið hjá sér hvöt til að hætta í kláminu. Saga hans varpar Ijósi á hvers vegna. Rocco Siffredi í | fögrum félagsskap ' í Cannes síðastliöið vor, skömmu fyrir afhendingu Gullhitans-Hot d’or. Eiginkonan Rosa virðist ekkert annað en stolt af samfara- kónginum. stor og snnnur en mannlegur Þátttaka klámmyndastjömunnar Rocco Siffredi í kvikmyndinni Romance eftir Catherine Breillat, sem nú er verið að frumsýna í Sambíóunum, átti stóran þátt í því að vekja athygli á myndinni í heimalandi hennar, Frakklandi. Fyrir Rocco var athyglin sem hann fékk ekki eingöngu til góðs, því Romance var næstum því búin að eyðileggja orðstír hans sem klám- myndastjörnu. Eitt slúðurblaðanna gerði heiðarlega tilraun til að koma á hann „raðmorðingja“-stimpli og gaf þá skýringu að það vildi berjast gegn „hnattvæðingu klámsins“. Þetta sló Rocco út af laginu, því hann tekur starf sitt alvarlega. Hann hafði aldrei leikið í venju- legri kvikmynd áður en hann fékk hlutverkið í Romance, hvað þá höf- undarmynd leikstýrðri af kven- manni. Þegar hann mætti í tökur vildi hann ekki bregðast þeim væntingum sem til hans eru gerðar og lagði metnað sinn í að hafa lim- inn í stanslausri stinningu. Á end- anum þurfti leikstýran hreinlega að útskýra fyrir honum að það væri ekkert bráðnauðsynlegt og eiginlega alveg óþarfi. Þrátt fyrir þennan smámisskilning var Catherine Breillat hæstánægð með frammistöðu klámmyndastjörn- unnar. En hver er Rocco Siffredi? Langur limur Hann er einfaldlega einhver frægasti klámmyndaleikari síðasta áratugar í Evrópu. Hann hefur leikið í yfir þúsund slikum, sem þýðir að hann hefur átt mök við um fjögur þúsund konur. Hann hef- ur tvisvar sinnum unnið Gullhit- ann (Hot d’or) fyrir leik sinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes og einu sinni sem leikstjóri. Fyrir tveimur árum sneri hann sér að framleiðslu klámmynda og þénar þokkalega sem slíkur. Rocco á frægðina ekki síst að þakka löngum limi sínum, enda varla um annað talað þegar stjam- an er nefnd á nafn. Hann ku vera 26 sentímetrar, „en ef mér líkar vel við bólfélagann þá getur hann lengst um einn til tvo sentímetra." Þó böllurin á Rocco komi við sögu í Romance ættu tilvonandi bíógest- ir þó ekki að gera sér of miklar vonir, leikur hans takmarkast við eina eða tvær senur. Limurinn margumtalaði var Rocco litla lengi vel til trafala. Hann er líka helsta umræðuefni eigandans, sem leggur ekki í vana sinn að tala um hluti sem hann hef- ur ekkert vit á. „Án hans hefði ég ekki getað orðið að þeirri goðsögn sem ég er en hún er líka tilkomin vegna þess að ég bókstaflega elska að elskast. í mínum huga er kynlíf það mikilvægasta af öllu. í starfi mínu hef ég alltaf reynt að leita sannleikans í samförunum. Það er samt satt að stundum er ógeð í kringum þetta og það er líka satt að það eru til ógeðslegir framleiðend- ur,“ segir Rocco hreinskilinn. Hélt ég væri veikur Þeir sem til þekkja segja að Rocco Siffredi sé engum líkur. „Manni finnst stelpumar vera til þegar hann tekur þær,“ segir einn þeirra. Catherine Breillat horfir öðravísi á málið og lýs- ir honum sem „glæsilegum manni með sál“. „Hann hefur leikið í klám- myndum en lítur ekki út fyrir að vera einn af þeim. Hann er innblásinn af ástinni og hann er aldrei fáránlegur eða grófur." Hann birtist líka í öðrum stellingum í Romance en í venjulegri klámmynd. „Það er munur á því að þykjast eða gera það í alvörunni. Ég er með,“ segir sá sem hefur aldrei þurft að fróa sér áður en tökur hefjast. Það gerist allt sjálfkrafa. „Ég hafði mínar fyrstu samfarir 13 ára en þá var ég fyrir löngu byrjaður að fróa mér,“ segir hann og ekkert að monta sig. Það er frekar að hann sjái eftir því að hafa byrjað snemma. „Þetta gerði út af við bamæsku mína,“ fullyrðir hann. Catherine Breillat brá á það ráð að leita til klámmyndastjörnunnar Roccos Siffredi til að fara með við- kvæmt hlutverk í kvikmynd sinni, Romance. Rocco hafði aldrei leikið í „venjulegri bíómynd" áður og var næstum búinn að missa áruna. Rocco Siffredi fæddist árið 1964 í bænum Ortano Mare í Abruzzes-hér- aði á Ítalíu. Foreldrar hans voru „mjög kaþólskir" og hann hlaut „klassískt uppeldi". Hann segist meira að segja hafa verið „kórstrák- ur“. En hann vissi að hann var öðru- vísi en hinir. „Ég var alltaf að runka mér. Ég hélt á tímabili að ég væri veikur. Ég var meira að segja lagður inn á spítala í heila viku. Þeir sögðu að kynfæri min væru of eftirsótt." Stakk sér stinnur í sjóinn Hann riflar upp unglingsárin og sumarfríin á ítalskri strönd. „Það var nóg fyrir mig að heilsa stelpu með handabandi, þá stóð mér. Þegar það gerðist stakk ég mér til sunds og kom ekki upp úr sjónum aftur.“ Hann fór ekki hjá sér en fannst þetta „ferlega óþægilegt“. Sextán ára fór hann að heiman og fékk sér vinnu á kafbát. Hann var fljótlega rekinn. Af kafbátn- um fór hann til Parísar, til bróður síns sem rekur pitsustaðakeðju og ræddi við hann um „vandamálið". Það leystist daginn sem Rocco datt niður á tímaritið Supersex. Þar var sagt frá „geimveru sem kemur til jarðarinnar til að ríða öllum konun- um“. Rocco kannast við sjálfan sig í geimverunni og framtiðin er ráðin. Klámið bjargar honum. „Ég hef aldrei hugsað um peninga; aðalmálið var að komast yfir stelpur til að elskast. Ég hef lært að þekkja konur. Þær eru eins og flókin úr „Rocco safnar úrum“. Síðan ég byrjaði að leikstýra sjálfur nota ég þeirra hugmyndir. Ég hef verið ásakaður um að hafa stung- ið höfðinu á konu ofan í klósettskál en það var hún sem vildi það.“ Dýrkar eiginkonuna Rocco byrjaði að leikstýra sjálfur fyrir fimm árum, því hann fann ekki hamingjuna í klámiðnaðinum, „þar sem klofið á stelpunum er ónýtt“. Hann starfar sjálfstætt og vinnur með áhugafólki „sem enn á til tilfinningar". Honum finnst klámiðnaðurinn vera orðinn allt of harður og fagmannlegur, þar skortir ástríðuhitann. Sjálfur hefur hann verið sakaður um ofsafengni og hörku en hann á svar við því: „Þetta er það sem þær vilja frá mér, kannski vegna þess að þær vita að ég fer með sterkan lim, þær eru skil- yrtar,“ segir hann og þykist vita allt um þarfir rekkjunautarins, sem yfir- leitt biður um meira. Rocco útskýrir það þannig að þær konur sem laðast aö honum og hann laðast að (með straumum) séu aldrei kynkaldar. Svo væri hann heldur ekki konung- ur samfaranna ef hann vissi ekki hvernig á að bera sig að! í einkalíf- inu er Rocco Siffredi giftur Rosu, fyrrverandi ungfrú Ungverjalandi, sem hann dýrkar hjá einfaldleikann og á með henni einn son. Rocco Siffredi hafði aldrei ímynd- að sér að einhver kona ætti eftir að biðja hann um að slaka á standpín- unni. Senan sem Catherine Breillat leikstýrði „var sú erfiðasta sem hann hefur leikið í“. Hann hreinlega vissi ekki hvemig hann átti að haga sér. Mótleikari hans, Caroline Ducey, fullyrðir að þau hafi ekki „gert það“ en Rocco neitar að tjá sig um málið. Romance var „stórslys" en eftir stendur hreinskilni og vin- skapur Catherine Breillat og viður- kenning kvikmyndabransans. Boðiö í bíó í næstu viku verður lesendum Fókus boðið í bíó á Romance, kvikmynd frönsku leikstýrunnar Catherine Breillat. Romance er sérstök mynd eftir sérstæðan kvikmyndaleikstjóra og hefur bæði farið sigurför um Frakkland og Bandaríkin. Fylgist með í Fókusi. „ I 12 f Ó k U S 14. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.