Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar; http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. A hálum ís Nokkur fjármálafyrirtæki hafa skautað fremur frjáls- lega á hálu svelli hlutabréfamarkaðarins. Verklags- reglur, sem fyrirtækin hafa sjálf sett og verið samþykkt- ar af yfirvöldum, hafa verið beygðar og teygðar að því er virðist eftir þörfum í nokkrum tilvikum. Þannig hafa reglurnar sem tryggja áttu eðlilega viðskiptahætti og þó ekki síst hag þriðja aðila, ekki virkað eins og að var stefht. Það var bæði rétt og skynsamlegt af Fjármálaeftirlit- inu að gera athugasemdir við viðskiptahætti nokkurra íjármálafyrirtækja með hlutabréf í óskráðum hlutafélög- um sem ekki er í samræmi við samþykktar reglur. Harkaleg viðbrögð Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráð- herra voru hins vegar óvænt. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort viðbrögð ráðherrans séu í takt við tilefnið eða einfold skilaboð ráðherra sem er að taka sín fyrstu skref í valdamiklu embætti. Augljóst er hvaða vandamál koma upp þegar fjármála- fyrirtæki eða einstakir starfsmenn þeirra kaupa hluta- bréf í fyrirtækjum sem ekki eru skráð á markaði - fyr- irtækjum sem lúta ekki neinum skyldum varðandi upp- lýsingar um rekstur og efnahag, hvað þá um framtíðar- horfur. Þetta á ekki síst við kaup á hlutabréfum í deCode genetics, en fram til þessa hafa engar upplýsingar legið opinberlega fýrir um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins. Því verður hins vegar ekki trúað að fjármálafyrirtækin sem lagt hafa fjármuni í hlutabréf fyrirtækisins hafi gert það í blindni - án nokkurra upplýsinga sem annars hafa ekki verið gerðar opinberar. Ef það er reyndin vakna upp alvarlegar spurningar um fagleg vinnubrögð innan þeirra. Ef fjármálafyrirtækin og/eða starfsmenn þeirra höfðu aðgang að trúnaðarupplýsingum, sem stuðst var við þeg- ar ákvörðun um kaup á bréfunum var tekin, geta þau staðið frammi fyrir alvarlegum siðferðilegum og lagaleg- um vafaatriðum, ekki síst þar sem þau hafa síðan haft milligöngu um kaup einstaklinga og annarra fjárfesta á sömu hlutabréfum. Ekki er ólíklegt að þar með sé geng- ið gegn lögum um verðbréfaviðskipti. í 15. grein laganna segir meðal annars: „Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu kappkosta að gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart viðskiptamönnum sínum í starfsemi sinni og ber þeim ávallt að haga störfum sínum þannig að viðskiptamenn njóti jafnræðis um upplýsingar, verð og önnur viðskipta- kjör í verðbréfaviðskiptum. Skulu viðskiptamönnum, að teknu tilliti til þekkingar þeirra, veittar greinargóðar upplýsingar um þá kosti sem þeim standa til boða.“ Þessu til viðbótar virðist sem einhverjir aðilar á hluta- bréfamarkaðinum hafi litið framhjá 27. grein umræddra laga þar sem segir að aðila sem býr yfir trúnaðarupplýs- ingum sé óheimilt að „ráðleggja þriðja aðila á grundvelli upplýsinganna að afla verðbréfa eða ráðstafa þeim eða hvetja að öðru leyti til viðskipta með verðbréfin“. DV hefur ítrekað lagt á það áherslu að trúnaður og traust ríki á fjármálamarkaðinum. Undanþágur frá sam- þykktum verklagsreglum, sem fjármálafyrirtækin hafa sjálf haft forystu um að setja, vinna gegn því og skapa fremur óvissu og tortryggni sem enginn mun hagnast á þegar til lengri tíma er litið. Hvernig fjármálafyrirtækin bregðast við athugasemdum Fjármálaeftirlitsins getur ráðið miklu um þróun markaðarins á komandi árum. Óli Bjöm Kárason Enn um sögu og sjálfsmynd Fyrir nokkru (4/12 1999) ritaöi sr. Heimir Steinsson grein I Les- bók Mbl. um „samhengið í sögu- skoðun islendinga.“ Þar teygði hann lopa sem spunninn var hér á liönu sumri (m.a. 31/8.) Greín Heimis Qallar raunar aöeins aö litlu leyti um söguskoöun. Aöal- efhi hennar er sjálfsmynd þjóöar- innar en þar telur Heimir að greina megi rauðan þráö sem hægt sé að rekja eftir sögu okkar endilangri. Mismunandi þættir Ugglaust hefur Heimir á réttu aö standa um þaö aö sjáifsmynd ísiendinga hef- ur Trá upphafi byggt á hugmyndum okkar um landið. þjóöína, söguna og tunguna. Um hitt Qallar hann ekki aö mjög hefur veriö misjafnt hver þess- ara þátta hefur veriö drottnandí. í'jrrum - t.d. á tlmum Arngrims læröa ingin til landsins og náttúru þess sé tekin aö keppa viö hitm „tungu- málsbundnu“ sjálfsmynd. í þvf ljósi ber t. d. að skoóa uinræöuna utn Eyjabakkana og aörar nátt- úruperiur. Óljóst er á hverju öðru sjálfsmynd þjóöar getur hvilt en fyrmefndum höfuöþáttum. Þegar meta skai samhengi i sjálfsmynd- inni veröur hins vegar aö greina samspil þeirra og breytingar á þvf. Snorra Sturiusonar. Þar sakna ég aö hann getur ekki hins mikla starfs Gunnlaugs Leifs- sonar og íleiri norö- ienskra sagnaritara sem störfuðu í niillitíð- inni. Óljóst er hvort um þá er þagaö sökum Itess aö Heimir telji verk þelrra litiu skipta eða vegna þess að þeir jxtssa ekki inn í þá samfelhi sem itann kýs aö leggja áherslu á. Ekki ketnur á óvart að sterks santhengis gætir í sðgutúlkun Hehnis sjálfs. Kemur þaö best fram 1 því aö í skrifum hans viröist gert ráö fyrir sterkri sanisvörun inillt sQómskipunar okkar nú á dögum og hins foma þjóö- iU tnunur cr á þeírri átthagaást sem al- geng var viða um lönd fyrr á tíð - m. a. um daga Arn- grúns lærða og löngu fyrir þann tima og þjóöemis- kenndar 19. aldar. Gildir þá einu hvort um er að ræöa menningarbaráttu Jónasar Hallgríms sonar eða stjóm- málastefnu Jóns Slgurðssonar. l»á var einnig mik- ill munur á sögu- skoöun Arngríms Jónssonar, Jóns Sig- urössonar og Björns l^orsteinssonar þótt aliir þessir menn leituöst við hver með sínu móti að draga lærdómá af sögunni sem gildi iiöíðu fyrir samtíö þcirra. Sannleikurtnn er sá aö þegur færa skai rök fyrir órofa samhcngi cða' „Sannleíkurinn er sá aö þegar færa skal rök fyrlr órofa samhengi eba rauðum þráðum neyðast menn til að einfalda þá mynd som þeir draga upp. Það er síðan vafa■ mál hvenmr einfoldunin hættir að vera alhæfíng sem stenst gagn- rýnl og verður að elnhverju öðru og verra.,.“ Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor Greinarhöfundur skírskotar til greinar Hjalta Hugasonar, „Enn um sögu og sjálfsmynd", í DV 24. janúar sl. Til varnar fagurmynd steinsson sagn- fræðingur notaði „goðaveldi“. Nor- rænir menn síðari tíma tala um „fristat“. Nýlega rakst ég á skil- greininguna „för- stat“. Hér vantar því orð, bæði ís- lenskt og erlent. Orðið „lýðveldi" er notað um höfð- ingjaveldi Róm- verja að fornu, svo og um borgríki Hellena. Evrópska orðið „republik" er beinlínis komið úr latínu, „res publica", sem við- „Björt sjálfsmynd þjóðar á grundvelli fornrar tungu og krist- innar arfíeifðar er samhengið í söguskoðun ísiendinga.u - Þessi „fagurmynd“ er mér að skapi. Ég uni því við hana og held henni á lofti þegar aðstæður leyfa. Kjallarinn sóknarprestur og stað- arhaldari á Pingvöllum. Mánudaginn 24. janúar birtist hér i blaðinu pistill eftir séra Hjalta Hugason prófessor. Þar fer hann orðum um Lesbókargrein mína frá því i desemberbyrjun 1999 en hún hét „Samhengið í söguskoðun íslendinga". Ég þakka undirtektir við téða grein. En ég kveinka mér undan orðinu „sögu- fölsun“. Þannig eiga þroskaðir menn ekki að mælast við opinber- lega. Minni háttar ágreiningur Eins og vænta mátti ber ekki ýkja mikið á milli málflutnings míns og séra Hjalta. Þannig segir hann til dæmis: „Ugglaust hefur Heimir á réttu að standa um það, að sjálfsmynd íslendinga hefur frá upphafi byggt á hugmyndum okk- ar um landið, þjóðina, söguna og tunguna." Síðan bendir hann á tilfinninguna til landsins og náttúru þess sem hann telur sér- lega áberandi nú siðustu árin. Að svo búnu segir hann: „Óljóst er á hverju öðru sjálfsmynd þjóðar getur hvílt en fyrmefnd- um höfuðþáttum." Ég leyfi mér að minna á það, að elskan til landsins er ekki nýlunda á ís- landi fremur en annars staðar. Nægir að minna á orð Gunnars: „Fögur er hlíðin“ og „Hulduljóð' Jónasar Hallgrímssonar. Enginn nútímamaður íslenskur hefur komist betur að orði um náttúru fósturjarðarinnar en höfundur Njálu og listaskáldið góða. „íslenska miöaldalýöveldiö" Séra Hjalti segir, að notkun mín á hugtakinu „lýðveldi" um mið- aldasamfélag íslendinga virðist vissulega krefjast rökstuðnings, sem ekki sé að finna í greininni. Þessa athugasemd þakka ég sér- staklega og fagna tilefninu til að orðfæra hugstætt efni: Heiti islenska miðaldasamfé- lagsins er á reiki. „Þjóðveldi" er hið viðtekna orð, en Bjöm Þor- haft var um Rómaveldi á lýðveld- isöld. Orðið „lýðveldi" er þannig notað miklu víðar en um tiltekna stjómskipun á 20. öld. Samkvæmt þeirri fagurmynd íslenskrar sögu, sem ég aðhyflist, er eðlilegt að við- hafa orðið um miðaldasamfélag vort. Vísa þá tvö sjálfstæð íslensk ríki hvort til annars, hið foma og nýja, miðaldalýöveldið til lýðveld- isins nýja og öfugt. Sjálfsagt er hins vegar að minna á augljósan mismun lýðveldanna tveggja, þeg- ar um er rætt. Það gjörði ég ekki í Lesbókargreininni og biðst vel- virðingar á þeirri yfirsjón. Ég vek athygli prófessors Hjalta á því sem segir í grein minni um þróun miðaldalýðveldisins: Það var stofnað með „einum lögurn" um eða fyrir 930. En landsmenn voru blendnir í trúnni og ófriður geisaði um sinn. Árið 1000 fengum vér „einn sið“. Þar með var miðaldalýðveldið fufl- skapað. Innan fárra ára- tuga lagðist ófriður af og friðaröld gekk í garð. Hún stóð í háifa aðra öld, undir forystu Al- þingis og kirkjunnar. Mismunandi áhersl- ur í sagnfræði Svo fór að sagnfræði varð ekki aðalviðfangs- efni mitt um dagana. Ég er einungis prestur og gamaldags lýðháskóla- maður. Eitt er mér þó að fullu ljóst: Sagn- fræði stunda sagn- fræðingar mjög svo hver af sínum hóli. Ég gjöri mér far um að lesa rit þeirra upp til hópa. Hallastur er ég þó undir þá sagnfræð- inga, sem leita sam- hengis í sögunni og flytja hana lesendum til uppbyggingar. Sú varð og nið- urstaða mín í Lesbókargrein þeirri sem hér er til umræðu. Þar segir meðal annarra orða: „Björt sjálfsmynd þjóðar á grundvelli fornrar tungu og kristinnar arf- leifðar er samhengið í söguskoðun íslendinga". Þessi „fagurmynd" er mér að skapi. Ég uni því við hana og held henni á lofti þegar aðstæður leyfa. Þar fyrir hafna ég engan veginn öðrum útleggingum sagrifræðinga þegar þær eru í boði. Gott hygg ég til kristnisögunnar miklu sem dr. Hjalti og félagar hans munu gefa út á næstunni. Bið ég honum og sam- verkamönnum hans blessunar. Heimir Steinsson Skoðanir annarra Markaðurinn setji sjálfur reglurnar „Þar sem ég fer með eignarhlut ríkisins í Lands- banka og Búnaðarbanka kallaði ég á minn fund for- menn bankaráða og bankastjóma og fór yfir þessi mál með þeim, en þetta snýst um það að verklagsreglur sem fyrirtækin hafa sjálf sett sér hafa verið brotnar í ákveðnum tiifellum og misalvarlega og einnig það að það hafa verið veitt frávik frá reglunum í sumum til- fellum. Mér fmnst að markaðurinn hafi á vissan hátt ekki staðið undir því trausti sem við hann var bund- ið ... Það mikilvægasta er náttúrlega að markaðurinn sjálfur komi sér saman um reglur sem Fjármálaeftir- litið getur samþykkt, en ég útiloka samt ekki að á þessu þurfl að taka með lagasetningu." Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra í Mbl. 1. febrúar. Þungmálmar í sláturafurðum „Þegar fjallað er um hreinleika matvæla er vísað til þess að mengandi efni séu í lágmarki. Meðal þessara efna eru þungmálmamir kadmín, kvikasiifur og blý ... Mælingar 1 þungmálmum í íslensku lambakjöti leiða í ljós svo lág gildi að ekki hefur verið hægt að ákvarða þau með nægilegri vissu. Það sama gildir um afurðir úr lambakjöti, engin þungmálmamengun hef- ur greinst í afurðum svo sem hangikjöti. Þungmálm- ar safnast einkum fyrir í lifur og nýru sláturdýra en aö mjög óverulegu leyti í kjötið. Það hefur því skap- ast hefö fyrir því að nota niðurstöður fyrir þung- málma í lifur og nýrum sem visbendingu um hrein- leika kjötsins. í lifur og nýrum íslenskra lamba mælist mjög lítið af þungmálmum." Ólafur Reykdal í Bændablaðinu 1. febrúar. Endurnýjuð Samfylking „Ég tel að Samfylkingin hafi hentað ágætlega sem nafn þegar verið var að sameina þessa flokka til þess að bjóða fram saman í síðustu alþingiskosningum. Nú þurfum við hins vegar að skíra hinn nýja flokk nafni sem hefur ríkari skírskotun og ég tel að Jafiiaðar- mannaflokkurinn sé nafit sem lýsi vel þeirri hug- myndafræði sem hinn nýi flokkur mun byggja á, það er að tryggja jöfnuð og réttlæti á íslandi." Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í Degi 1. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.