Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 Útlönd Stuttar fréttir i>v Óvænt úrslit í forkosningunum í New Hampshire: John McCain valtaði yfir Bush ríkisstjóra Óháðir kjósendur gerðu gæfumuninn þegar öldungadeildar- þingmaðurinn John McCain valtaði yfir George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, i forkosningum repúblikana fyrir forsetakosningarnar i New Hampshire i gær. „Dásamlegri kosningabaráttu i New Hampshire er nú lokið en fram undan er mikil herferð um allt land,“ sagði McCain í eldíjörugri sigurveislu sem stuðningsmenn hans héldu í borginni Manchester. Þegar 92 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði McCain fengið stuðning 49 prósenta kjósenda en Bush aðeins stuðnings 31 prósents. A1 Gore varaforseti sigraði keppi- nautinn Bill Bradley í forkosning- um demókrata. Gore fékk 52 prósent aðkvæða en Bradley 48 prósent. Ósigurinn var mikil niðurlæging fyrir ríkisstjórann í Texas sem til þessa hefur verið talinn nær örugg- ur um útnefningu Repúblikana- flokksins. Búast má við að baráttan John McCain og Cindy, eiginkona hans, fagna sigri í forkosningum Repúbiikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem haldnar voru í New Hampshire í gær. Al Gore varaforseti sigraði í forkosningum demókrata. innan flokksins eigi eftir að harðna á komandi vikum. Þrátt fyrir ósigurinn í New Hampshire hét BUl Bradley því að halda baráttunni fyrir útnefningu Demókrataflokksins áfram. Bradley tapaði einnig fyrir Gore í kjömefnd- arvalinu í Iowa fyrir rúmri viku. Forkosningarnar sem ráða munu úrslitum um áframhaldandi þátt- töku Bradleys verða haldnar þann 7. mars, meðal annars í Kaliforniu, New York og Ohio. A1 Gore var mjög ánægður í sig- urræðu sinni í nótt. „Ég mun berjast fyrir ykkur,“ sagði varaforsetinn og viðurkenndi að baráttan við Bradley hefði verið erfið. McCain, sem er öldungadeildar- þingmaður fyrir Arizona, vann hug og hjörtu kjósenda með hreinskilni sinni og loforði um að binda enda á ægivald fjármagnsins í bandarísk- um stjórnmálum. Bush sór þess dýran eið að berjast tO sigurs. Flugmaðurinn hélt að hann gæti nauðlent Flugstjóri farþegaþotunnar frá Alaska-flugfélaginu, sem hrapaði í sjóinn undan ströndum Suður- Kaliforníu með 88 manns um borð, hélt fram á síðustu stundu að hann gæti nauðlent vélinni á flugvellinum í Los Angeles. Þotan skall í hafið úr sautján þúsund feta hæð. Rúmum sólarhring eftir slysið höfðu aðeins fjögur llk fundist. Búist er við að björgunarmenn hætti formlega allri leit að lifandi fólki í dag. Merki frá öðrum svarta kassan- um hafa heyrst og verður lítill kafbátur sendur til að leita að honum á rúmlega tvö hundruö metra dýpi. Uppreisnarmenn burt frá Grozní Rússneski herinn býr sig undir að sækja lengra inn í Grozní, höf- uðborg Tsjetsjeníu, í dag. Upp- reisnarmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu hörfað frá borginni. Rúsneskir ráöamenn tóku til- kynningu uppreisnarmanna með varúð. Harðir götubardagar hafa verið háðir í Grozní í heilan mán- uð og er borgin lítið annað en rústir einar eftir. Uppreisnarmenn sögðu einnig að þrír æðstu foringjar þeirra hefðu fallið í bardögum og að Sja- míl Basajev, eftirlýstasti maður Rússlands, hefði særst. Albright og Pútín hylla Jeltsín á afmælisdaginn Vladimír Pútín, starfandi for- seti Rússlands, og Madeleine Al- bright, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, gerðu hlé á viðræðum sínum um Mið- Austurlönd í Moskvu í gær til að óska Borís Jeltsín, fyrrum Rússlandsforseta, til hamingju með 69 ára afmæliö. Pútín heimsótti Jeltsín á sveitasetrið hans og fékk fisk og bakkelsi að borða en Albright lét sér nægja að hringja í forsetann fyrrverandi. Hún gat þó rætt við hann á rússnesku. Almenningur f Indónesíu notar gjarnan járnbrautarlestir til að komast í og úr vinnu, enda lestir afskaplega ódýr ferða- máti þarna austur frá. Að venju er þröngt á þingi, eins og í þessari lest á leið til höfuðborgarinnar Jakarta í morgun. Að jafnaði deyja sex manns í mánuði þegar þeir detta af lestunum, að sögn yfirvalda. Þýska leyniþjónustan gaf flokkunum milMónir Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Þýskalands, viðurkenndi í viðtali við þýska blaðið Súd- deutsche Zeitung í gær að leyniþjón- ustan í Þýskalandi, BND, hefði greitt háttsettum þýskum stjóm- málamönnum, bæði jafnaðarmönn- um og kristilegum demókrötum, fé sem nota átti til að styðja lýðræði á Spáni og Portúgal eftir að einræðis- stjórnimar þar féllu. Leyniþjónust- an greiddi stjórnarflokkunum, með Schmidt í fararbroddi, á milli 30 og 40 milljónir marka í reiðufé. Schmidt, sem var kanslari 1974 til 1982, er nú orðinn 81 árs. Hann kvaðst í viðtalinu ekki muna eftir öllum smáatriðum málsins. Þar sem miiljónimar voru greidd- ar út i reiðufé var í raun ekkert eft- irlit með hversu miklu var eytt og í hvað. Súddeutsche Zeitung benti í gær á að ekki væri útilokað að mik- ill hluti fjárins hefði hafnað í leyni- sjóðum flokkanna og á bankareikn- ingum í Sviss. Samkvæmt Súd- deutsche Zeitung lagði Kristilegi demókrataflokkurinn sinn hluta af milljónunum frá leyniþjónustunni inn á reikninga í Lúxemborg og Sviss. Þykir það benda til að pening- amir hafi verið teknir út af reikn- ingunum þar þegar á þurfti að halda fyrir kosningabaráttu. Flokksdeildin í Hessen hefur við- urkennt að hafa lagt inn stórar fjár- hæðir á reikninga í Sviss og Liechtenstein. í gær greindi sjón- varpsstöðin ZDF frá því að í gögn- um sem tekin voru við húsleit hjá Horst Weyrauch, fyrrverandi fjár- málaráðgjafa Helmuts Kohls, fyrr- verandi kanslara Þýskalands, hefði komið fram að stjórn flokksins á landsvísu hefði einnig átt leyni- reikninga i Sviss og Liechtenstein. ZDF hafði það eftir Weyrauch að jafnvel öll Evrópa ætti eftir að skjáifa vegna málsins. Kohl hefur vísað því á bug að hann hafi tekið við fé frá Frangois Mitterrand Frakklandsforseta. Núverandi leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, Wolfgang Scháuble, hefur veitt Weyrauch frest þar til í dag að greina frá vit- neskju sinni. Lögmaður Weyrauchs sagði hann ekki reiðubúinn til að leysa frá skjóðunni. Þegar hann gerði það kynni Kristilega demó- krataflokknum að mislíka það sem hann fengi að vita. Sjálfur neitar Scháuble að segja af sér vegna máls- ins. Hann hefur viðurkennt að hafa fundað með vopnasalanum sem gaf kristilegum demókrötum fé. Hundruð handtekin Lögreglan í Mexíkóborg hand- tók í gær hundruð námsmanna sem lent höfðu í átökum við starfsmenn háskólans. Að minnsta kosti 37 særðust i átök- unum. Leitað að flaki Leitað var í gær á bátum að flaki Airbusvélarinnar frá Kenya Airways sem fórst við Fdabeins- ströndina á sunnudagskvöld. Wiranto neitar að víkja Wiranto hershöfðingi neitaði í gær að fara frá vegna rannsóknar á ofbeldinu á A- Tímor í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslunnar þar i fyrra. í morgun hvatti Wiranto sam- ráðherra sína til að láta sem ekkert væri þó hann sætti rann- sókn. Líst ekki á Þjóðverjann Bandaríkjunum líst ekki á frambjóðanda Þýskalands i stöðu yflrmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Þjóðverjar vilja að aðstoðar- fjármálaráðherra þeirra, Caio Koch-Weser, fái starfið. Sendiherra heim ísrael ætlar að kaUa heim sendiherra sinn i Austurríki. Ástæðan er þátttaka Frelsisflokks Jörgs Haiders í stjórnarmyndun- arviðræðum. Sígarettusmygl Næststærsta tóbaksfyrirtæki heims, British American Tobacco, hvatti til smygls á millj- örðum sígarettna til að auka sölu sína. Þetta kemur fram í blöðun- um Guardian og Los Angeles Times. Fangaverðir sendir heim Tveir bræður, fangaverðir í fangelsinu þar sem breski læknir- inn Harold Shipman situr, hafa verið send- ir heim þar sem eitt meintra fórnaidamba hans var móðir þeirra. Ship- man var á mánudaginn dæmdur í lifstíðar- fangelsi eftir að hafa verið fund- inn sekur um morð á 15 sjúkling- um. Hann er grunaður um 150 morð til viðbótar. Heilbrigðisyflr- völd í Bretlandi hafa nú hrint af stað rannsókn til að kanna hvers vegna ódæðisverk Shipmans upp- götvuðust ekki fyrr. Biskup sætir rannsókn Yfirvöld í Frakklandi hafa fyr- irskipað rannsókn á því hvers vegna rómversk-kaþólskur bisk- up lét ekki lögreglu vita af því að einn presta hans hefði misnotað drengi kynferðislega. Fékk ekki barnið sítt 19 ára bresk stúlka tapaði fyrir rétti í gær máli sem hún hafði höfðað til að afturkalla ættleið- ingu nýfædds sonar síns. Portillo fagnað íhaldsflokkurinn i Bretlandi bauð Michael Portillo velkominn í skuggaráðu- neyti sitt í gær. Portillo, sem er andvígur því að Bretar taki upp sameiginlega mynt Evrópu- bandalagsins, verður fjár- málaráðherra skuggaráðuneytis- ins. Væntir íhaldsflokkurinn þess að hann láti til sín taka á þingi gegn Gordon Brown fjármálaráð- herra. Áfram friðarviðræður ísraelar hétu því í gær að láta árásir Hizbollah ekki hafa áhrif á friðarviðræður við Sýrland þó leitað yrði hefnda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.