Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 28
36 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 DV dags onn Ummæli Alþingi með hörðn yfirbragði „Ég spái því að næstu vik- umar verði með afar hörðu yfir- bragði á Alþingi og við komum inn á þing af fullum þunga.“ Rannveig Guð- mundsdóttir al- þingismaður, í Degi. Siðferði mannskepnuimar „Ég lít svo á að í þessu máli stangist svo heiftarlega á sið- ferði mannskepnunnar og Mammon að þetta gangi bara ekki upp.“ Friðrik Vagn Guðjónsson heimilislæknir um gagna- grunninn, í Degi. Hefðunum trú „Enn gefst tækifæri til að gleðjast yfir því ð nýr ráðherra 'Yamsóknar- Elokksins, Val- gerður Sverris- dóttir, er hefð- unum trú með því að búa til nýtt starf norður á Ak- ureyri fyrir verðugan framsóknarmann þegar á fyrstu dögum ráðherradóms- ins.“ Jón Sigurðsson, fyrrv. for- stjóri, í Morgunblaðinu. Reglur í ólagi „Menn eru í raun að afsaka það að þeir gerðu rangt en vilja ekki viðurkenna það beint. Ef reglumar em hins vegar ekki í lagi þá hafa ein- hverjir ekki unnið heima- vinnu sína.“ Vilhjálmur Bjarnason við- skiptafræðingur um við- skiptasiðferðið á verðbréfa- markaðinum, í Degi. Þorrablót og norski skerjagarðurinn f „Það að spila á þorrablóti er álíka og að sigla skipi í norska skerjagarðinum, i það þarf að taka tillit til gesta á ýmsum aldri.“ Magnús Kjart- ansson tónlist- armaður, í DV. Fyrirmyndar- piltur „Hann fær pepsí af og til og snúð á fostudögum. Þetta er fyr irmyndarpiltur. “ Friðbjörn Bóas Kristjánsson, sem réð „pepsídrenginn" í vinnu, i DV. Jón Sigmundsson bóndi: Lítið hefði orðið úr mér hefði ég ekki fengið góða konu „Líflð hefur verið ljómandi skemmtilegtsegir bóndinn og gleðimaðurinn, Jón Sigmundsson á Einfætingsgili í Bitru sem á dög- unum fagnaði með ættingjum og fjölda vina 85 ára afmæli sinu. „Ég fékk góðar gjafir sem ég er mikið þakklátur fyrir. Það hefði orðið eitthvað lítið úr mér ef ég hefði ekki fengið þessa góðu konu og eignast þessi yndislegu böm.“ Jón hefur alla tíð haft mik- ið yndi af söng, sem og öðru, enda lífsglaður maður og læt- ur sig sjaldan vanta ef leiklist og samkomur eru annars vegar og að- stæður leyfa. Hann hefur sungið í kirkju í yfir hálfa öld og gerir enn. Börn hans og Elínar Gunnarsdótt- ir hafa erft sönghæfíleikana og kom það vel í ljós á afmælishátíð- inni þegar söngur fimm sona þeirra og tengdasonar fyllti húsið. Með búskapnum hefur Jón gegnt ýmsum störfum, þar á meðal var hann verkstjóri hjá Kaupfélagi Bitrufjarðar i fjölda ára við haust- slátrun og rifjar hann upp með blaðamanni ýmislegt sem þá gerð- ist á þessum tímum þegar miklir umbrotatímar fóru í hönd i þjóðlíf- inu, umbrotatímar sem ekki einu sinni lítil byggð á Vestfjörðum fór varhluta af. Ungir íslendingar fundu fyrir kraft- inum í sjálfum sér DV-mynd og breytingatímar voru aö halda innreið sína. Að baki var tími kyrrstöðu og stöðnunar sem varað hafði um aldir: „Maður þurfti stundum að takast á við þessa stráka bæði með kjafti og klóm,“ segir þessi glaðværi maður og hlær dátt þegar þetta er rifjað upp. „Nokkrum sinnum kom fyrir að menn sögðu upp í lok vinnu- Maður dagsins dags og sögðust aldrei ætla að koma í vinnu aftur en það brást ekki að þessi sömu menn mættu alltaf til vinnu fyrstir næsta daga. Þetta er nú löngu liðið og allir urðu þessir menn miklir vinir mínir og eru enn, ekki síst þeir sem mest kvað að á þess- um árum.“ Jón segir að fæstir átti sig á því núna hvem- Guöfinnur ig var aö standa í hans sporum áður fyrr: „Þetta voru áhaldalausir tímar, það vantaði nánast allt til alls. Þau Jón og Elín standa enn fyrir búi á Einfætingsgili þar sem þau hafa búið allan sinn búskap. Jón segir að einstaklega gaman hafi verið að fá alla þessa gesti á þessum tímamót- um, sú minning muni ylja og ekki gleymast. -GF Hvitt: Amar E. Gunnarsson Svart: Róbert Harðarson I 9. umferð á Skákþingi Reykjavíkur, sem nú stend- ur yfir, áttust við 2 skák- menn sem mikið hafa látið að sér kveða að und- anfornu. Róbert hefur stað- ið sig vel í landsliðsflokki undanfarin ár og Amar vann Haust- mót T.R. 1999. Eftir miklar sviptingar, þar sem Róbert hafði haft frum- kvæðið lengst af, sneri Amar taflinu sér í vil. Síðasti leikur svarts var 43.- Dg6-bl. 44. Dd5! Db8+ 45. Kgl Hxe3? (Dbl+ 46. Ddl) 46. Dh5+ og svartur gafst upp. Staðan eftir 9 um- ferðir af 11, Þröstur Þórhallsson er efstur eftir 9 umferöir með 8 vinninga. Sigurður Páll Stefánsson og Stefán Kristjánsson eru í 2.-3. sæti með 7 vinninga en næst- síðasta umferð veröur tefld í kvöld í Faxa- feni 12. Skák Myndgátan Fimm milljón króna samdráttur Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. Gísli Rúnar Jónsson leikur eitt að- alhlutverkiö. Sex í sveit Sex í sveit, sem sýnt er í Borg- arleikhúsinu, hefur notið mjög mikilla vinsælda og eru sýningar komnar á annað hundraðið og er ekkert lát á aðsókninni. Sex í sveit er dæmigerður flækjufarsi. Hjónakomin Benedikt og Þórunn eiga sín leyndarmál og þegar frú- in hyggur á heimsókn til móður sinnar sér eiginmaðurinn sér leik á borði að bregða undir sig betri fætinum í fjarveru konunnar. Hann býður hjákonu sinni og vini til helgardvalar í sumarhúsi þeirra hjóna. Svo óheppilega vill til að eiginkonunni snýst hugur og hættir við að fara. Margfaldur misskilningur verður til, allt vindur upp á sig og ástandið verð- ur vægt til orða tekið ískyggilegt. Leikhús Sex í sveit er eftir Marc Camo- letti sem er af flestum talinn einn helsti núlifandi gamanleikjahöf- undur. í hlutverkunum em Bjöm Ingi Hilmarsson, Edda Björgvins- dóttir, Ellert, A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðs- dóttir. Leikstjóri er María Sigurð- ardóttir. Næsta sýning á Sex í sveit er í kvöld. Bridge í þessu spili sem kom fyrir í leik heimsmeistara Bandaríkjamanna og Frakka í riðlakeppni HM á Bermúda eru 5 lauf óhnekkjandi samningur á hendur NS. Hvoragt paranna í NS náði þó þeim samn- ingi en það voru þó Bandaríkja- menn sem stórgræddu á spilinu. í lokaða salnum enduðu Bompis og Ste Mari í þremur laufum og unnu þau að sjálfsögðu með tveimur yfir- slögum. Sagnir gengu þannig í opna salnum, austur gjafari og allir á hættu: ♦ 654 * Á10982 ♦ K97 * 63 * AG82 W K + G3 * ÁKG984 * D1097 * K3 •0 654 * Á1084 * 10752 Austnr Suður Vestur Norður Mari Rodwell Multon Meckstr. pass pass pass 1 * pass 2 + páss 2 grönd pass 3 grönd p/h Tveggja tígla sögn Erics Rodwells sýndi jákvæða hönd með tígullit og stuðning við laufið. Meckstroth var ekkert hræddur við blankan kóng sinn og bauð í game með 2 gröndum og Rod- well er ekki þekktur fyrir að passa niður áskoranir í game. Allt valt nú á útspili austurs en því miður fyrir Frakkana, þá valdi Mari að spila út spaðatíunni. Meckstroth fékk 11 slagi og Bandarikin græddu 11 impa í stað þess að tapa 6 impum. Lánið er jú alltaf með þeim bestu - eða hvað? ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.