Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 2
2 MEÐVKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 Fréttir Niðurstaða geðlæknis sem rannsakaði Þórhail Ölver Gunnlaugsson á Litla-Hrauni: Telur fíkniefnaneyslu helstu skýringu morðsins Þegar dómurinn var kveöinn upp sáust lítil svipbrigði á sakborningnum, Þórhalli Ölver Gunnlaugssyni. Viö hliö hans er Hilmar Ingimundarson hrl. DV-mynd Hilmar Þór Fjölskipaöur og einróma dómur Héraðsdóms Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að enginn annar en Þórhallur ölver Gunnlaugsson haíi getað komið til greina við morðið á Agnari W. Agnarssyni sem framið var á einstaklega hrotta- legan hátt á heimili hins látna að Leifsgötu 28 aöfaranótt 14. júlí sið- astliðið sumar - hann hafi stungið manninn 11 holstungum og fleiri grynnri stungum bæði framan og aftan frá. Ekki var fallist á breyttan framburð Þórhalls sem hélt því fram við réttarhöldin að Agnar heit- inn hefði verið látinn þegar hann kom á staðinn. Þórhallur haföi fyrst viðurkennt að hafa lent í átökum við húsráðanda sem enduðu með því að Agnar lá látinn á eftir. Miðað við sakfellingu og að Þór- hallur Ölver er dæmdur sakhæfur verður að teljast miðað við dóma- hefð að 16 ára fangelsisdómur komi alls ekki á óvart. Á hinn bóginn hafði verið sýnt fram á að sakbom- ingurinn hefur búið við ,jað- arsturlunareinkenni". Hann eigi við skapgerðarbresti að stríða og noti geðlyf í dag. Ekkert af þessu var honum virt til refsilækkunar. Hins vegar bendir dómurinn á þá stað- reynd að upplýst hafi verið að mik- ið magn amfetamíns og kókaíns, sem hafi verið í blóði ÞórhaUs þeg- ar hann framdi morðið, valdi dóm- greindarleysi og hugsanabrenglun sem geti leitt til ofbeldis. Einnig var vísað til geðheilbrigð- isrannsóknar þar sem tekið var fram að Þórhallur hafl síðastliðin 15 ár átt við mikla flkn að stríða í ró- andi lyf og örvandi efni: „Merki persónuleikaröskunar koma fram og virðast hafa byrjað á bamsaldri en þróast hratt til hins verra vegna neyslunnar, sérstak- lega síðustu 15 árin. Telja verður að fíkniefnaneysla hans, samverkandi með persónuleikarösklun þeirri sem hann þjáist af sé helsta skýring þess glæps sem Þórhallur Ölver er sekur um og hefur viðurkennt að hafa framið," sagði m.a. í niður- stöðu Sigurðar Páls Pálssonar geð- læknis sem rituö var í sumar á þeim tíma sem sakbomingurinn viðurkenndi verknaðinn. Styrkur morövilji Sigurður Páll geðlæknir segir ennfremur: „Það er niðurstaða mín að Þór- hallur Ölver sé sakhæfur því hann hafl verið að fullu fær á þeim tíma er verknaðurinn er framinn að stjóma gerðum sínum þrátt fyrir það að hann var undir miklum áhrifum amfetamíns og kókains." Héraðsdómur tók sérstaklega fram í niðurstöðum sínum að engin atriði í málinu styrktu þann fram- burð Þórhalls að Agnar heitinn hefði átt nokkur upptök að átökum þeirra. Árásin var ekki einungis tal- in hrottaleg heldur hafi hún borið merki um einbeittan og styrkan vilja Þórhallar til að ráða Agnari bana. Sakborningurinn ákvað að áfrýja dóminum um leið og hann hafði verið kveðinn upp. Hann var síðan úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna áfrýjunartím- ans. Búist er við að Hæstiréttur fjalli um mál Þórhalls Ölvers á næstu mánuðum. -Ótt íslensk erfðagreining: 15 þúsund úr gagnagrunninum Nú hafa 15 þúsund manns sagt sig úr gagnagrunni íslenskrar erfðagreining- ar og að sögn starfsmanna Landlæknis- embættisins er ekk- ert lát á úrsögnum. „Það kom veruleg- ur kippur í þetta eft- ir að íslensk erfða- greining fékk rekstr- arleyfið og okkur telst til að um hundrað manns segi sig úr grunninum á degi hverjum," sagði Auður Halldórs- dóttir hjá embætti landlæknis. Ákvörðun um hvenær hætt verður að taka við úrsögnum ætti að liggja fyr- ir innan skamms. Afhenda þarf úrsagn- ir úr gagnagrunninum á séstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu land- læknis, á heilsugæslustöðvum, í apó- tekum og svo á heimasíðu Landlæknis- embættisins. -EIR Kári Stefánsson. Snörp utandagskrárumræða um starfsleyfi fyrir gagnagrunni á heilbrigöissviöi fór fram á Alþingi í gær. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráöherra, í ræðustól, sagöi aö þegar menn heföu kynnt sér öryggiskröfur sem geröar eru muni draga stórlega úr gagnrýni. Ögmundur Jónasson, VG, hóf umræöuna. Sagöi verslun með heilsufarsupplýsing- ar heillar þjóöar vera ósiðlega og stríöa gegn mannréttindum. DV-mynd Teitur Dýraverndunarfélagið um fækkun á flækingsköttum: Bréf Fjármálaeftirlitsins til íslandsbanka: Gróft brot á lögum um dýravernd - dýraverndarsjónarmið, segir Helgi Pétursson „Það sem við erum með í huga hér er dýravernd en það eru bæði flækingskettir og merktir heimil- iskettir sem eru á flækingi og það er inn í þá þróun sem við munum grípa,“ segir Helgi Pétursson, for- maður heilbrigðisnefndar Reykja- vtkur, en í gær hófst átak borgar- yfirvalda um að fækka flæk- ingsköttum í Reykjavík. Átakið tekur viku í senn í hverjum hluta borgarinnar og hefst það í vestur- bænum en það fer fram með þeim hætti að agn er sett í búr sem fangar kettina. „Við erum bara að reyna að koma köttunum i hús. Búrin voru sett út í gærmorgun og það er vitjað um þau með reglulegu millibili, eða með u.þ.b. sex klukkustunda millibili, því gæta verður þess að dýrunum verði ekki kalt,“ segir Helgi Pét- ursson. Dýravemdunarfélag Reykjavíkur ritaði Helga bréf í fyrradag og skoraði á hann að átakinu yrði frestað þar til hlýn- aði í veðri þar sem nú sé kaldasti timi ársins og óvíst hvemig kött- unum reiði af. „Enda þótt kettir hafi feld er hann afar misjafnlega þéttur og að áliti dýralækna, mun fyrirhuguð innilokun í búrunum verða mikil þolraun fyrir kettina. Enda þótt kettimir kynnu að tóra í einn til tvo sólarhringa, yrði líð- an þeirra afar slæm og því er ljóst að fyrirhugaðar kattaveiðar ... eru gróft brot á lögum um dýravernd," segir í bréfi Dýraverndunarfélags Reykjavíkur. Þá bendir félagið á að engar heimildir séu í lögum um að veiða megi merkta ketti og krefjast lausnargjalds fyrir þá og megi búast við að þetta veröi skoðað sem brot á ákvæðum al- mennra hegningarlaga og skapi bótaskyldu á hendur Reykjavík- urborg. -hdm Endurskoða þarf reglurnar - segir Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs „Við leggjum áherslu á að við ætlum aö fylgja þeim reglum þó þær séu kannski ekki alveg í takt við nútímann. En við telj- um hins vegar að það hafi ekkert gerst í þessum und- anþágum sem geti hafa valdiö því að einhver ann- ar hafi liðið fyrir þar sem við höfum veitt þær,“ seg- ir Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs ís- landsbanka hf., en banka- ráðið fjallaði í gær um bréf Fjármálaeftirlitsins varðandi framkvæmd verklags- reglna um verðbréfaviðskipti starfsmanna og stjórnenda bank- ans. Komst ráðið að þeirri niður- stöðu að öll atriði málsins varð- andi íslandsbanka séu upplýst og þær undanþágur sem veittar voru hafi ekki stangast á við megin- markmið reglnanna og því ekki valdið hagsmunaárekstrum. „Þetta virðist vera sam- dóma álit allra þessara verð- bréfafyrirtækja að þessar reglur þurfi að endurskoða og endurmeta með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Það merkir ekki að við ætlum neitt að lina afstöðuna eða breyta áherslum heldur erum við fyrst og fremst að leggja áherslu á að við höf- um sett okkur reglur og ætl- umst til að okkar menn fylgi þeim, þótt þær séu ekki í takt við tímann, eins og við ætlumst til þess að Fjár- málaeftirlitið taki tillit til sameigin- legra tillagna þessara fjármálafyrir- tækja um endurskoöun," segir Kristján. -hdm Kristján Ragnarsson. Stuttar fréttir i>v Hydro hótað Starfsmönnum Norsk Hydro var hótað lífláti ef þeir kæmu hingað til lands í bréfi sem fyrirtækinu barst í siðustu viku. Hydro hafði samband við íslensku lögregluna sem var með öryggisgæslu á blaðamannafúndi sem var hér á vegum fyrirtækisins. í bréf- inu, sem var frá íslandi, var skemmd- arverkum einnig hótað ef fyrirtækið hæfi starfsemi hér á landi. Sjónvarp- ið greindi frá. Whittaker mættur Söngvarinn Roger Whittaker er kominn til Islands og mun hann halda fema tónleika hér á landi næstu daga. Whittaker segist hafa mikirrn áhuga á íslandi. Stöð 2 greindi frá. Miðlungsþjóð Með 7,9% vergrar landsfram- leiðslu í heilbrigðisútgjöld 1997 (rúmlega 670.000 kr. á hveija 4ra manna fjölskyldu í landinu) voru ís- lendingar miðlungar meðal OECD- ríkja, samkvæmt tölum samtak- anna. Dagur sagði frá. Nætureftirlit Akraneskaupstaður ætlar að sjá til þess að engar skemmdir verði unnar á stofnunum bæjarins eða að innbijótsþjófar komist inn í þær en í gær vora undirritaðir samningar við Öryggisþjónustu Vesturlands um nætureftirlit á stofnunum bæjarins. 20 atvinnulausir 20 manns misstu atvinnu sína í Hrísey í gær þegar útgerðarfyrirtæk- ið Snæfell lagði niður vinnu. Um 200 manns búa í eynni. Búist er við því að um 10 manns fái störf hjá íslenskri miðlun þegar fyrirtækið hefur starf- semi sína í eynni. RÚV greindi frá. Hættur hjá Ragnar Aðal- steinsson hrl. hefúr látið af störfúm hjá LOGOS lögmanna- þjónustu en hann var einn af eigend- um stofunnar. Ragn- ar hyggst sinna færri verkefnum en fyrr og einkum á sérstökum áhugasviðum sínum. Bjargað úr Mánárskriðum Tveimur ungum mönnum frá Siglufirði var bjargað í nótt en bifreið þeirra var fóst milli tveggja lítilla snjóflóðá sem fallið höfðu á veginn í Mánárskriðum á Siglufjarðarleið. Piltamir gátu látið vita af sér í sima í neyðarskýli skammt frá og fóra menn úr Björgunarsveitinni Strákum á vettvang og sóttu þá, en skilja varð bifreiðina eftir á staðnum. Handtekinn við innbrot Lögreglunni í Reykjavík var seint í nótt tilkynnt um grunsamlegar manna- ferðir við hús á mótum Bankastrætis og Skólastrætis. Tveimur mínútum síð- ar hafði lögregla handtekið mann á staðnum og var hann þá uppi á þaki hússins aö bjástra við að opna glugga þar. Ekkert varð af innbrotinu og var maðurinn fluttur á lögreglustööina. Rán í Hlíðakjöri Lögreglan leitar nú karlmanns sem framdi rán í sölutumi í Hlíðakjöri við Eskihlíð í gærkvöld. Ránið var til- kynnt til lögreglu um klukkan 22.30 en það var framið 40 mínútum fyrr. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu bað mað- urinn afgreiðslustúlku að skipta fyrir sig peningaseðli. Um leið og hún hafði opnað peningakassann hrinti maður- inn henni frá og hrifsaði til sin alia peningana í kassanum og hvarf á braut. Tugir þúsunda króna voru í pen- ingakassanum. Lögreglan segir málið í rannsókn og ránsmannsins leitað. Ungfrúin týndist Kvikmynd Guðnýjar Halldórs- dóttur, Ungfrúin góða og Húsið fannst ekki þegar sýna átti hana í Gautaborg. Sýningarsalurinn var þegar fúllur af fólki þegar tilkynnt var um þetta. Myndin fannst svo seinna í geymslu á flugvelli. Hún var svo sýnd i minna kvikmyndahúsi. Sjónvarpið greindi frá- -gk/hdm LOGOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.