Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 18
26
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
Sport
DV
Nýi
EJ10 Jordan-bíllinn
er nokkuð útlitsbreyttur, bæöi í hönnun
loftflæðis og einnig má sjá nýja styrktaraðila liðsins eins
og Deuche Post.
Slagurinn
mikli í
Formula
1 hefst
eftir
rúman
mánuö:
Frakkinn Jean
Alesi og Þjóðverjinn Nick
Heidfeld munu sjá um að aka nýja bílnum í
formúlunni árið 2000. Þarna eru þeir ásamt Alain Prost við
frumsýninguna á Montmelo-brautinni.
Yahoo fyrir Prost
- ný tryllitæki frá Prost og Jordan kynnt fyrir átökin sem nálgast óðum í Formula 1
C0 Woi
Við frumsýningu nýja Jordan-bílsins var Eddie Jordan komið á óvart af sjónvarpsmanninum
Michael Aspel. Þáttur hans heitir „This is your Life“ og byggir á að koma gestum sínum á
óvart, stela þeim við einhverja uppákomu og fara yfir lífsskeið þeirra i beinni útsendingu.
Reuter
I gær var nýr bill frá Prost-liðinu í formúl-
unni kynntur í Barcelona og við það tæki-
færi var tilkynnt að styrktaraðili liðsins yrði
netfyrirtækið Yahoo, sem er frægast fyrir
leitarvél sína en fær aðaltekjur sínar í dag af
netviðskiptum.
Það mun taka við af tóbaksfyrirtækinu
Gauloises sem aðalstyrktaraðili. Þetta er
mikil breyting fyrir Prost-liðið sem hefur
verið styrkt af tóbaksaðilum siðan ferill þess
hófst í formúlunni árið 1976, en þá var það
Ligier sem styrkti það. Styrktarsamningur-
inn er 25 milljóna dollara virði og nær yfír
þriggja ára timabil og er fyrsti styrktar-
samningur í formúlunni við netfyrirtæki.
Prost hefur ásamt Williams-liðinu losað
sig við tóbaksfyrirtæki sem styrktaraðila og
er það tímanna tákn um hvað gerast mun í
AP03 Prost Peugeot-bíllinn er glæsilegur í útliti en hvort árangur hans verður jafn góður
eigum við eftir að sjá.
höfuðið á eiganda liðsins, Eddie Jordan, og
ber töluna 10 fyrir árin tíu og fjölda strokka
í vélinni. Kynningin fór fram í London á
mánudaginn og við það tilefni gat Jordan
ekki á sér setið að minnast á fyrstu kynn-
ingu þeirra.
„Þá vorum við 11 í liðinu, höfðum engan
styrktaraðila og engan ökumann. Ég gleymi
þvi seint.“
Núna er annað uppi á teningnum hjá Jor-
dan og fyrirtækin slást um að fá að styrkja
þá eftir best heppnaða ár þeirra í formúl-
unni í fyrra, en Jordan varð í þriðja sæti í
keppni framleiðenda árið 1999. Eddie Jordan
segist ætla að halda áfram að reka liðið þar
til það sitji öruggt í toppsætum formúlunn-
ar.
„Ég vil tryggja stöðu okkar og láta Ferrari
og McLaren hafa fyrir því.“
Einn var sá sem hafði líka ástæðu til að
brosa í morgun en það var Heinz Harald
Frentzen. I fyrsta skipti sem pressan sér nán-
ast ekkert af honum en einbeitti sér hins veg-
ar að Damon Hill, sem Frentzen stakk af í
næstum hverri einustu keppni ársins.
„Hann vildi sýna gagnrýnendum fram á
að þeir færu með rangt mál,“ sagði Jordan
og bætti við: „Ég gæti ekki verið ánægðari
með liðsmann, það er ánægjulegt að vinna
með honum.“ -NG
formúlunni á næstu árum,
en bann Evrópusambands-
ins við sígarettuauglýsing-
um tekur gildi árið 2006.
Nýi AP03 bíllinn ók
fyrst um helgina á Magny-
Cours-brautinni og próf-
unardagskrá hefst á morg-
un í Barcelona. Ökumenn
liðsins verða Nick Heid-
feld og Jean Alesi.
EJ10 frumsýndur
Jordan-liðið í formúl-
unni er að hefja sitt tíunda
ár í keppninni og af því til-
efni kynnti það nýja EJ10
bílinn, sem skírður er í
HBA-DEILDIN
Indiana-Boston............99-96
Smits 26, Rose 20, Miller 16 -
Walker 27, Anderson 16, Pierce 16.
Cleveland-Washington . . .112-108
Kemp 28, Ferry 18, Person 15 -
Murray 23, Hamilton 22, Strickland 15.
New York-Orlando .........77-98
Camby 23, Johnson 17, Houston 12 -
Atkins 22, Williams 14, Doleac 14.
SA Spurs-LA Lakers .......105-81
Duncan 29, Johnson 22, Porter 15 -
O'Neal 31. Bryant 19, Green 8 .
Dallas-Philadelphia......100-101
Cebellos 26, Finley 21, Bradley 17 -
Iverson 29, Ratliff 25, Lynch 14.
Houston-Charlotte..........99-83
Mobley 23, Francis 22, Williams 14 -
Jones 20, Coleman 14, Davis 14.
Utah-Seattle..............96-104
Malone 26, Russel 19, Stockton 15 -
Payton 35, Baker 33, Williams 16.
Portland-Chicago ..........92-81
Grant 19, Wallace 14, Smith 12 -
Brand 22, Kukoc 12, Carr 9.
LA Clippers-Golden State .76-107
Nesby 20, Taylor 16 - Jamison 24.
Útbreiðsluátak Skíðasambands Islands:
Loksins kominn snjór
og gönguátakið af stað
Nú er loksins kominn snjór og út-
breiðsluátak Skíðasambands ís-
lands er aftur komið af stað eins og
verið hefur undanfarin ár.
Þessa dagana er Skíðasamband
íslands að leggja lokahönd á dag-
skrá átaksins og mun hún birtast í
DV sem og á textavarpi RÚV, síðu
369, um leið og línumar skýrast.
Um næstu helgi verður átakið í
Garðabæ þar sem almenningi gefst
kostur á að læra á gönguskíði og
mun kennslan fara fram á golfvell-
inum við Vííilsstaði frá 13.00-16.00 á
laugardag.
Kennslan er samstarfsverkefni
íþrótta- og tómstundaráðs Garða-
bæjar og Skíðasambands íslands.
Á sunnudag verður átak Skíða-
sambandsins á ferð í Árborg frá
klukkan 14.00-17.00.
Viðtökur fyrirtækja og starfs-
mannahópa hafa verið mjög góðar
en Skíðasambandið getur enn bætt
fleirum við og þeir sem eru áhuga-
samir eru beðnir um að hafa sam-
band við Skíðasamband íslands með
tölvupósti: ski@toto.is.
Einnig viljum við benda íþrótta-
kennurum sem áhuga hefðu á að fá
kennslu fyrir nemendur sína að
hafa samband við Skíðasambandið.
Nánari dagskrá er svohljóðandi:
5. febrúar, laugardag: Garða-
bær við Vífilsstaði kl. 13.00-1600.
6. febrúar, sunnudag: Árborg
kl. 14.00-17.00.
12. febrúar, laugardag: Blönduós.
13. febrúar, sunnudag: Sauðár-
krókur.
19.-20. febrúar: Skíðahelgin í
Laugardal.
Við viljum benda fólki á að fylgj-
ast vel með á þeim stöðum sem dag-
skráin er aðgengileg því hún breyt-
ist ört vegna veðurs.
Bland i t»okei
Preston, liðs Bjarka Gunnlaugs-
sonar, sigraði Oxford, 0-4, i ensku 2.
deildinni í knattspymu í gærkvöld.
Með þessum sigri komst Preston í
annað sætið með 58 stig en efst er
Bristol Rovers með 59 stig. Bjarki lék
ekki með Preston i leiknum. Stoke er
í sjötta sæti með 48 stig.
Bayern Miinchen sigraði Celtic, 2-1,
í Glasgow í gærkvöid i upphitunar-
leik fyrir slaginn í þýsku deildinni
en vetrarfriinu fer senn að ljúka. El-
ber og Thorsten Fink skoruðu fyrir
Bæjara en Mark Burchill skoraði
mark Celtic.
Monaco heldur sínu striki i frönsku
1. deildinni en í gærkvöld sigraði lið-
ið Paris St. Germain á heimavelli,
1-0. Auxerre sigraði Bordeaux, 1-0.
Monaco hefur 52 stig í efsta sæti og
Auxerre er i öðru sæti með 42 stig.
Hinn þekkti búlgarski knattspymu-
maður Hristo Stoichkov, sem lagði
skóna á hilluna á síðasta ári, hefur
verið ráðinn þjálfari hjá Universita-
tea Craiova og mun skrifa undir
samning í næstu viku.
-JKS