Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 Fréttir Sá sem útvegaði e-töflumar 1 Þórscafémálinu - vinur annarrar fatafellunnar: Bar vitni gegnum síma frá lögreglustöð í Hollandi Cornelia Pietrnella Vogellaar lengst til hægri var fatafella í Þórscafé í sumar. Hún hefur setið í 7 mánuöi í gæsluvarðhaldi og viðurkennir aðild sína að því og að hafa fengið 1000 e-töflur sendar til íslands. Hún ber að fyrrum fram- kvæmdastjóri Þórscafé hafi fengið hana til innflutningsins. Hollenskur dóm- túlkur situr við hlið Corneliu. Ljóshærða konan í hvítu peysunni, sem sömu- leiöis var fatafella í Þórscafé, er frá Eistlandi. Hún er í farbanni og er ekki út- séð um hvort sekt mun sannast á hana. Lengst til vinstri situr Ellen Ingva- dóttir, dómtúlkur hennar. DV-mynd Teitur. Sá óvenjulegi atburður gerðist í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækj- artorg i gær að tæplega þrítugur hol- lenskur karlmaður bar vitni í saka- máli með því að sitja við hliðina á lögreglumanni á lögreglustöð úti í Hollandi. Héraðsdómari hér heima, fulltrúi ríkissaksóknara og verjend- ur sakborninga vom uppi við dóm- araháborðið og beindu spumingum, einni í einu, til Hollendingsins i gegnum dómtúlk. Hér var um mikilvægt vitni að ræða fyrir ríkissaksóknaraembættið. Hollendingurinn var boðaður fyrir dóm með fyrirvara en á síðustu stundu kvaðst hann ekki komast þar sem hann hefði ekki fundið vegabréf- ið sem hann þurfti til fararinnar til íslands. Maðurinn, sem útvegaði fíkniefni í Hollandi fyrir vinkonu sína sem hér var fatafella í Þórscafé í sumar, viðurkenndi reyndar að hafa ráðfært sig við fólk ytra um hvort hann ætti að fara til íslands til að bera vitni - fólkið ráðlagði honum frá því. Ástæðan fyrir því að maðurinn kom ekki var talin augljós - ótti manns- ins við að vera handtekinn og í DÓMSALNUM Óttar Sveinsson ákærður eins og þau fjögur sem svöruðu til saka í Þórscafémálinu fyrir dómi í gær. Þau sem eru ákærð eru tvær fatafellur, önnur Hollensk, hin frá Eistlandi, og tveir íslending- ar, fyrrum framkvæmdastjóri Þórscafé og dyravörður. Hver er Olly? Hollenska fatafellan og fyrrum framkvæmdastjóri eru ákærð fyrir að hafa staðið saman að því að flytja 976 e-tötlur til Islands. Fatafellan segir að framkvæmdastjórinn hafi beðið hana um að útvega efnin. Hún kvaðst hafa hringt í vin sinn svo- nefndan Wimpy, framangreindan mann, sem bar vitni í gegnum sím- ann. Unga konan kvaðst hafa átt að fá 300-400 þúsund krónur fyrir við- vikið. Hún viðurkennir því að mestu það sem henni er gefið að sök í ákæru. í fórum hennar fundust út- reikningar meðal annars með nafn- inu Olly og upphæðin 150 þúsund krónur - innkaupsverð efnanna. Dómarar, sækjandi og verjendur spurðu konuna mikið út í þetta. Hún sagðist ekki vita hvernig ætti að skrifa Óli, gælunafn fyrrum framkvæmdastjóra Þórscafé sem er ákærður. Þess vegna hefði hún skrifað Olly samkvæmt hollenskri málvitund. í málinu í gær var athygli m.a. beint að því hvort ákveðinn maður í Reykjavík, sem var fastagestur hjá Þórscafé í sumar, héti ekki einmitt Olly. „Ég benti lögreglunni á þetta,“ sagði framkvæmdastjórinn fyrrver- andi sem ávaUt hefur neitað allri sök í málinu. í rauninni hefur það eina sem bendlar hann beinlínis við málið verið framburður hollensku stúlkunnar gegn honum. Þar hefur þó orð þótt standa á móti orði. Spenna í salnum Þegar hringt var í hollenska vitn- ið í gær myndaðist óneitanlega ákveðin spenna. Þar var þeim spurn- ingum beint að Hollendingnum hvort hann hefði rætt við fyrrum framkvæmdastjóra Þórscafé og hvort þeir hefðu talað um kaup á fíkniefn- um, verð, magn o.s.frv. Þegar rætt hafði verið við mann- inn í talsverða stund spurði Ingi- björg Benediktsdóttir dómsformaður ákveðið og beint hvort hann hefði rætt um verð og magn á fíkniefnum við fyrrum framkvæmdastjóra Þórscafé. „Já,“ sagði þá maðurinn skýrt og greinilega. Hilmar Ingimundarson, verjandi framkvæmdastjórans, spurði Hol- lendinginn fljótlega hvort hann hefði rætt við Comeliu, sem hann sagði vera vinkonu sína, í gegnum síma á síðustu mánuðum - á meðan hún hefur setið í gæsluvarðhaldi. Hann viðurkenndi að hafa rætt við konuna og kvaðst hafa útvegað efnin vegna vinskapar, en minnst 3 mánuðir væru liðnir frá því að það gerðist. Verjandinn var greinilega með þessu að sýna fram á að Cornelia og um- ræddur Hollendingur, sem bæði við- urkenna að vera vinir, hafi getað sammælst um framburð hans. Notfæröi sér bágindi eftir brjóstastækkunaraðgerö? Tvítugri eistneskri fyrrum fata- fellu í Þórscafé er gefið að sök að hafa farið í bíl með þeirri hollensku að fjölbýlishúsi í Yrsufelli og náð þar í pakka með fíkniefnum. Hún neitar sök um að hafa vitað hvað hún var að ná í. Sú hollenska bar að hún hefði boðið þeirri eistnesku að dvelja í íbúð hjá sér eftir að sú síðamefnda hafði gengist undir brjóstastækkunarað- gerð. Þannig gæti hún séð um hana betur í stað þess að sú eistneska yrði hjá „öllum hinurn" fatafellunum og fengi ekki umönnun. Báðum stúlkun- um ber saman um þetta. Þegar sú eistneska var á mjög sterkum verkja- lyfjum vegna aðgerðarinnar bað sú hollenska hana um að gera sér greiða gegn 100 þúsund króna greiðslu. Koma með sér að ná í pakkann í Yrsufelli. Sú eistneska samþykkti en ágreiningur er um hvort hún vissi yfir höfuð hvað hún væri að ná í. Hol- lenska stúlkan kvaðst hafa verið mjög hrædd þegar þarna var komið sögu. Þess vegna hefði hún beðið um aðstoð og í raun hefði verið reiknað með þóknun til aðstoðarmanns eða -konu sem sækti pakkann. Gísli Gíslason, verjandi eistnesku stúlkunnar, lét að því liggja i spurn- ingum sinum að sú hollenska hefði notfært sér bágindi skjólstæðings síns eftir aðgerðina - beðið hana þá, sárkvalda á verkjalyfjum, að ná í pakka fyrir sig. Dyravörðurinn sem er ákærður í málinu er gefið að sök að hafa látið hollensku stúlkunni i té heimilisfang- ið í Yrsufelli - stað sem hægt var að senda fikniefnin á í pósti eins og raun bar vitni. Hann er ákærður fyrir að hafa fengið annan tveggja húsráð- enda þar til að samþykkja að pakkinn yrði sendur á heimilið gegn greiðslu. Dyravörðurinn neitar nánast allri sök í málinu. Hann ber að sér hefði ekki verið kunnugt um hvaða ráða- brugg hollenska stúlkan hafði í huga þegar hún ætlaði að fá pakka sendan til Islands. Villikattaveiðar Um 20 búrum til að veiða flæk- ingsketti var komið fyrir í vestur- bæ Reykjavíkur í gærmorgun. í þau á að veiða flækingsketti sem gert hafa mannskepnunum lífið leitt. Aðgerð þessi miðar öll að því að draga úr fjölda úti- gangskatta í borginni. Eitt hverfi verður tekið fyrir i einu og birtar um það auglýsingar i blöðum til að kattaeigendur geti haft vara á og haldið köttum sínum inni á meðan á átakinu í þeirra hverfi stendur. Átakinu er nefnilega ekki beint gegn merktum heimil- isköttum. En þar sem allir kettir eru jafn vitlausir, eða vitrir svo fullrar sanngimi sé gætt í garð kattavina, verður vart hjá því komist að heimilisköttur á flæk- ingi rati inn í eitthvert búranna. En aðgerðin gerir ekki ráð fyrir að heimiliskettir séu á flækingi, allra síst um hánótt þegar veður eru válynd og klær Kára læsa sig í allt kvikt. Kattaeigendur sem hleypa köttum sínum út meðan villikettir eru veiddir verða því að gera ráð fyrir að þeir séu svo klárir og svo saddir að agn borgarinnar hafi ekki tilætluð áhrif. Margir taka þessu átaki fagnandi enda lang- þreyttir á ferðum flækingskatta í görðum og kjallaratröppum, hlandi og margrómaðri lykt sem því fylgir, skit og meðfylgjandi örveruflóru í sandkössum sem óvitamir éta með sandinum svo ekki sé minnst á lætin þegar kettirnir breima á nóttunni og halda vöku fyrir hálfu og heilu hverf- unum. Þá eru ótalin taugaáfoll bama og kvenna sem komast hafa í kynni við það frumeðli katta að verjast áreiti mannskepnunnar með kjafti og klóm. Hið skynsamlega átak, sem mið- ar að jafnvægi í sálarlífi þeirra borgarbúa sem ekki er gefið um ketti og stuðlar að vexti og við- gangi fuglsunga að vori, vekur hrifningu þeirra sem sjá hvorki skynsemina né skynja fegurðina í náinni sambúð manns og kattar. En andúð hinna, sem segja mann- skepnuna hina verstu skepnu að fara svona með blessaðar skepn- urnar. Mikil er mannvonskan. Þá stað- reynd ættu borgaryflrvöld að hafa hugfasta og muna að margt er líkt með flækingsköttum og villikött- um í mannsliki sem fara um borg og bý um kvöld og nætur, valda ófriði, umhverfisspjöllum og lim- lestingum á friðsömu fólki. Sem reyndar er stundum á flækingi um nætur eins og villikettimir en búa yfir viti og siðferðisþreki sem skilur þá frá villiköttunum. Láta ekki ginna sig inn í búr um hánótt eins og misvitrir heimilisk- ettir. Dýrslegt eðli viUikatta i mannslíki réði hins vegar blindri för þeirra að agninu með augljósum árangri sem vekti hrifningu þeirra sem skynja skynsemina og fegurðina í sambúð manna. Dagfari sandkorn Myrkraverk íslenskir kvikmyndagerðar- menn hafa gert það ágætt á ýmsum kvikmyndahátíðum víða um heim, fengið lof gesta þó ekki hafi þeir endUega borið heim býsn af góðmálmum eða listmunum. Guðný Halldórs- dóttir, Duna, fór með mynd sína á kvikmyndahátíð- ina í Gautaborg á dögunum. Eftir- vænting hátíðar- gesta var mikil og fyUtu 700 manns salinn þegar frumsýna átti myndina. Þegar stóra stundin var að renna upp skreiddist framkvæmdastjóri há- tíðarinnar, Gunnar Bergdahl, upp á svið og tUkynnti gestum að ekkert yrði af sýningu myndarinn- ar þar sem spólurnar hefðu týnst. Sagði hann dagblaðinu Gauta- borgarpóstinum að þetta væri neyðarlegasta atvikið á 13 ára ferli sínum sem framkvæmdastjóri há- tíðarinnar. Var einhver að tala um myrkrahöfðingja? Ekki allir með Jóhann Páll Valdimarsson, fýrrum Forlagsmaður, sem nú er í tygjum við ættfræðinga og veitir fyrirtækinu Genealogia Islandor- um, eða Genis, for- stöðu, lætur að því liggja 1 síðasta helg- arblaði DV að höf- undar sínir hjá Forlaginu fylgi honum yfir. í þeim hópi eru m.a. Guðbergur Bergsson, Ólaf- ur Gxmnarsson og Fríða Á. Sigurðardóttir. Jó- hann Páll lét þess þó getið að tveir Forlagshöfundar hefðu óskað að vera um kyrrt. Þannig hefúr Sand- korn fregnað að einn besti söluhöf- undur Forlagsins mun ekki fylgja yfir til Genis, hinn ástsæli bama- bókahöfundur og myndlistarmað- ur, Sigrún Eldjám . . . Bolludagur Lengi hefur rikt sátt um tímatal okkar og almanak. Alvarleg atlaga þótti hins vegar gerð að því síðast- liðinn simnudag þegar Gaui litli steig fram fyrir skjöldu og kynnti stofnun nýs félags sem heitir Félag feitra og á að stuðla að mannréttinda- bót til handa feitu fólki. Mikilvægi slíks félags er óumdeilt enda eru íslendingar að verða ein þyngsta þjóð heims vegna sykur- og fituáts. Gárungar hafa þó stigið fram og sagt að þessi stoihfundur krefjist þess að almanak okkar verði leiðrétt og 30. janúar gerður að hinum nýja bolludegi... Þórarinn í LSÍ Hörkuslagur er nú á Internet- markaðnum á milli Landssíma ís- lands og Íslandssíma. Allar flóð- gáttir opnuðust með hinni nýju WAP-tækni sem ger- ir GSM-símann að fartölvu. íslands- sími brást skjótt við og stofhaði ís- landsnet til að sópa til sín kúnn- um. Nokkrum mánuðum seinna brást Landssim- inn við og stofhaði Veftorg og réð Mörtu Eiríksdóttur til starfa. Íslandssímamenn gera gys að sam- starfsaðilanum fyrir að bregðast seint og illa við. Segja gárungar á bandi Íslandssíma að Þórarinn Þórarinsson forstjóri, sem lengst af var kenndur við VSÍ, sé nú Þór- arinn í LSÍ... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.